Þjóðviljinn - 16.06.1979, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 16.06.1979, Blaðsíða 15
Laugardagur 16. júnl 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 íþróttir (2 íþróttir ■ UBisjón: INGÓLFUR HANNESSON g) íþróttir (3 Knattspyrna Margir leikir um helgina Fjölmargir leikir verða í fótboltanum um helg- ina/ t.d. verður heil um- ferð í 1. deild. Margir stórleikir verða á dag- skrá/ og ber þar hæst leik ÍA og Vals á Akranesi í dag. IBV — KR KR-ingar eiga erfiöan leik fyrir höndum i dag, en þá mæta þeir Vestmannaeyingum i Eyj- um kl. 16. KR hefur unniB tvo leiki i mótinu til þessa gegn Haukum og Vikingi, en þeir sigrar voru ekki nógu sannfær- andi. Einnig hefur spila- mennska VesturbæjarliBsins valdiö vonbrigöum, of litiö hefur verið reynt að ná upp góöum samleik, en meira um kýlingar upp miöjuna þar sem hinn sprettharði Jón Oddsson á að stinga vörn andstæöinganna af, og koma tuörunni rétta boöleiö. ÍBV vann mjög góöan sigur gegn Val á þriðjudag. Eyja- menn spiluöu vel auk þess sem þeir böröust sem einn maöur allan timann. Leiki þeir þannig áfram veröa þeir i einu af efstu sætunum. beir ættu þvi að vinna KR i dag ekki sist þar sem sjúkralisti KR-inga er þétt- skipaöur um þessar mundir (Ottó, Stefán, Haukur, Sverrir og Guömundur Jóh.) Spáin: 2-0 fyrir IBV. Vík,— KA Vikingar fá KA i heimsókn á Laugardalsvöllinn i dag. Vik- ingar hafa sýnt frekar slaka leiki til þessa, og veröa þeir bókstaflega aö vinna leikinn ætli þeir sér einhvern hlut I mótinu. beir eru nú á botni deildarinnar og komast ekki langt frá honum batni leikur þeirra ekki til muna. Vörn þeirra hefur verið hriplek og fengið á sig mörg mörk, og viö bætist aö framlinu- menn þeirra hafa ekki náö aö hrella varnir andstæöinganna. Hafa aðeins skoraö þrjú mörk. KA leikur i fyrsta skipti nú á þessu sumri i Reykjavik. beir hafa staöið signokkuövel hingað til, en þó hlýtur tapið gegn brótti aö hafa valdiö þeim von- brigöum. baö veröur þvi fróö- legt aö fylgjast meö þeim i dag, en leikurinn hefst kl. 14. Spáin: 2-1 fyrir Viking. IA — Valur Stórleikur umferöarinnar fer fram á Laugardalsvellinum kl. 20 á fimmtudag. bá mætast topplið undanfarinna ára, IA og Valur. Bæöi þessi liö töpuöu nokkuö óvænt siöustu leikjum sinum. Valur gegn IBV og 1A gegn „firmaliöi” Hauka. Ekki er aö efa aö þaö verður hart barist á fimmtudag, og það sem meira er, áhorfendur geta búist viö góöri knattspyrnu, þvi aö þessi liö hafa sýnt mestu tilþrif- in i þeim efnum siöastliöin ár. Framlina IA hefur ekki staöiö sig nógu vel i mótinu til þessa, sem sýnir sig best á þvi, hve mörg mörk tengiliðir þeirra hafa skorað. Miöja þeirra er sennilega sterkasti hluti liðsins, og nái vörnin sér á strik er hún langt frá þvi aö vera árennileg. Ef til vill veröa framlinumenn- irnir á skotskónum gegn Val, og þá mega Valsmenn vara sig. Leikur Valsmanna gegn IBV olli vonbrigöum. beir voru ekki svipur hjá sjón miðað viö hvaö þeir hafa áöur sýnt. Brodd i sóknarleikinn vantaði alveg og barátta margra gleymdist i iþróttatöskunni. Auðvitaö er erfitt aö vera i þeirri stööu, sem Valsmenneru (voru?), þ.e. allir leggi allt kapp á aö vinna þá um fram allt, en þó er litil ástæða til að sýna linkind og baráttuleysi. Miðveröir Vals, þeir Dýri og Sævar, eru geysilega traustir, og ekki á hvers manns færi aö plata þá upp úr skónum. Atli EBvaldsson er aöaldriffjöörin á miöjunni, en enginn hefur náö að skara framúr i framlínunni. Aö mati undirritaös ætti Guö- mundur borbjörnsson aö leika miöframherja, likt og áöur þeg- ar hann var ógnvaldur allra varna, og Ingi Björn fara á miðjuna. Ekki er vist að Höröur Hilmarsson leiki og kæmi þaö sér illa fyrir Valsmenn, þvi Höröur er góöur leikmaöur. Spáin: 2-2. Þróttur — IBK Ekki veröur leikið á sunnu- dag, 17. júni, en á mánudag leika bróttur og IBK á Laugar- dalsvelli kl. 20. betta gæti oröiö spennandi leik- ur, en bróttarar hafa aöeins unniö einn leik, en IBK er nú meö 5 stig. Stigafæö bróttara gefur ekki alveg rétta mynd af getu þeirra, og Keflvik- ingar hafa fengiö fleiri stig en við var búist i upphafi. Ekki er vitað hvort borsteinn ólafsson veröur i marki Keflvikinga. baö ætti kannski ekki aö koma aö mikilli sök, þvi að Gisli Torfa- son hefur sýnt hæfni sina i þeirri stööu. Spáin: 1-0 fyrir brótt. A þriöjudag leika Fram og Haukar á Laugardalsvelli, og fjöllum viö nánar um þann leik i þriöjudagsblaöinu. 2. deiid Fjórir leikir fara fram i 2. deild i dag. A Selfossi kl. 14 leika Selfoss og bróttur N. Reynir leika viö Austra á Eskifjaröar- velli kl. 16. Breiöablik fær Fylki i heimsókn á grasvöllinn i Kópa- vogi kl. 14, en FH fer til Isa- fjarðar og leikur viö heima- menn kl. 14. Auk þess veröa fjölmargir leikir i 3. deild og yngri flokk- um. Hreinn Halldórsson Óskar Jakobsson Vilmundur Vilhjálmsson. áEM íslendingar í frjálsum Um þessa helgi tekur ís- lenska karlalandsliðið í frjálsum íþróttum þátt í Evrópubikarkeppninni, sem fram fer í Luxem- borg. Andstæðingar okkar verða: Danir, írar, Portú- galar og loks gest- gjafarnir. íslenska lands- liðið skipa eftirtaldir menn: Fararstjórar veröa Finnbjörn borvaldsson, Sveinn Sigmunds- son og Guömundur bórarinsson, sem veröur þjálfari. Frjálsiþróttamennirnir hafa búiösigundir þessamiklu keppni af kostgæfni, og hafa þeir Agúst, Siguröur P. Jón, Vilmundur, ÓskarogHreinndvaliö viö æfing- ar erlendis. brjár efstu þjóðirnar i riðlinum komast áfram i undankeppnina. Fróðir menn telja möguleika okk- ar á einu þessara sæta nokkuð góöa. tþróttasiöa bjóöviljans óskar ferðalöngunum góörar ferðar og góös gengis. B Vilmundur Vilhjálmsson, sem keppir i 100, 200 og 400 m hlaupi, og auk þess i 4x100 og 4x400 m boöhlaupi. Gunnar Páll Jóakimsson, sem fer í staö Jóns Diörikssonar, sem er meiddur, keppir i 800 og 1500 m hlaupi. SiguröurP. Sigmundsson kepp- ir i' 5000 m hlaupi. Aðalsteinn Bernharösson tekur þátt I 400 m grindahlaupi og 4x400 m boðhlaupi. Elias Sveinsson verður meö i 110 m grindarhlaupi og stangar- stökki. 3000 m hlaupið sér Agúst Asgeirsson um. Guðmundur R. Guðmundsson keppir i hástökki, og Friðrik bór Óskarsson i lang- og þristökki. brir menn eru sjálfskipaöir i köstin. Hreinn Halldórsson I kúlu- varpi, Erlendur Valdimarsson i sleggjukasti, og Óskar Jakobsson i kringlu- og spjótkasti. Loks veröa þeir Siguröur Sig- urösson og Oddur Sigurösson meö i 4x100 og 4x400 m boöhlaupi. , Er sjonvarpió bilaó? Skjáriim SjónvarpsverhskSi B e ngstaða st r<ati 38 simi 2-19-4C Bikar- keppni KSÍ Dregiö hefur veriö til þriöju umferöar i bikarkeppni KSt, og leika eftirtalin liö saman Armann — Fylkir ÍBI — Grótta Breiöablik — Leiknir Svarfdælir — bór Ak. KS — Tindastóll bróttur Nk. — Einherji/Austri Allir þessi leikir fara fram miövikudaginn 20. júni. 17. júní mót 17. júni mótiö i’ frjálsum iþróttum hefst i dag ki. 14.30 og þá veröur keppt i þessum grein- um: 200 m hlaupi karla og kvenna 400 m hlaup karla og kvenna 1500 m hlaup karla og kvenna kringlu- og spjótkast kvenna kúluvarp karla hástökk karla og kvenna 17. júni kl. 15.30 veröur keppt I þessum greinum: kúluvarp kvenna spjótkast karla langstökk kvenna stangarstökk karla 100 m hiaup sveina, kvenna og meyja 800 m hlaup karla og kvenna 4x100 m hlaup kvenna. B Tökum að okkur viðgerðir og nýsmiði á fasteignum. Smiðum eldhúsinnréttingar; einnig við- gerðir á eldri innréttingum. Gerum við leka vegna steypugalla. Verslið við ábyrga aðila TRÉSMIÐAVERKSTÆÐIÐ Bergstaðastræti 33, simar 41070.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.