Þjóðviljinn - 16.06.1979, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 16.06.1979, Blaðsíða 20
DJÖÐVIUINN Laugardagur 16. júní 1979 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9—12 f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfs- menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382,, 81527, 81257 og 81285, afgreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348. C 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóðviljans i sima- skrá. Verður þú rekinn út af vinnustað og sviptur launum? VSÍ vill lækka kaup Alþýðusambandið hrekur áróður atvinnurekenda í fréttabréfi l fréttabréfi ASÍ sem út kemur í tilefni af verk- bannshótun Vinnuveit- endasambandsins segir að hér sé um að ræða einstak- lega ósvífna árás VSI á ASI og alla félagsmenn þess. Verkbannsboðun þessi sé algert einsdæmi og eigi ekkert skylt við samúðarvinnustöðvanir verkalýðsfélaga gegn at- Kjaradómur skipaður í deilu mjólkur- fræöinga Kjaradómur hefur verið skipaður í mjólkurfræðinga- deilunni samkvæmt samn- ingi mjólkurfræðinga og við- semjenda þeirra. Þegar hafa eftirfarandi verið skipuð i dóminn: Bjarni K. Bjarnason borgar- dómari form. Sigríður Vilhjálmsdóttir þjóðfélagsfræðingur dr. Grimur Már Valdimars- son gerlafræðingur. Siðan skipar Vinnumála- samband Samvinnufélaga einn fulltrúa, Vinnu- veitendasambandið tvo og mjólkurfræðingafélagið tvo. -ká Heimskringla í vidhafnar- útgáfu í tilefni 800 ára afmœlis Snorra Sturlusonar Heimskringia ken.ur dt i sérstakri viðhafnarútgáfu i tilefni 800 ára afmælis Snorra Sturhisonar. Otgef- andi er hið isienska fornrita- félag, ogútgáfan er undirbú- in I samráði við Snorranefnd og menntamálaráðuneytið. Viðhafnarútgáfan sem er í 300 tölusettum eintökum og árituð af forseta vorum, Kristjáni Eldjárn, verður seld hjá Bókaverslun Sigfús ar Eymundssonar og þar er tekiö við pöntunum á henni. Starfsemi fornritafélags- ins hefur aukist verulega að undanförnu. Áherslan liggur nú á endurútgáfu verka sem eru þegar uppseld. A þessu ári er áformað aö endur- prenta Egils sögu og Ljðs- vetninga sögu, og þrjú bindi Konungasagna eru vel á veg komin 1 undirbúningi. A næsta ári er því gert ráð fyrir að öll rit félagsins sem út hafa komið verði á boð- stólum. vinnurekendum sem þau hafa átt í deilu við. Hér fara á eftir sýnis- horn úr texta fréttabréfs- ins: Snertir verkbannið þig? Ef atvinnurekandi sá, sem þú vinnur hjá, er félagsmaður i VSl, þá ert þú einn þeirra sem: • Rekinn verður út af vinnu- staðnum • Neitað verður um að fá að vinna, þótt hvorki þú sé stéttarfélag þitt eigi i deilu við VSÍ. • Sviptur verður launum þínum. • Missir rétt til atvinnuleysis- bóta. • Hefur ekki fengið 3% grunn- kaupshækkun Gegn hverjum er verkbanninu beint? • Gegn þeim, sem ekki eiga aðild að yfirstandandi kjaradeilum og hafa ekki neina möguleika á að leysa þær. • Gegn þeim, sem lægst hafa launin • Gegn þeim, sem ekki hafa fengiö hliðstæða kauphækkun og aðrir. Að hverju stefnir vinnuveit- endasambandið með verk- banninu? • Það stefnir að þvi að stöðva alla atvinnustarfsemi. • Þaö ætlar að brjóta niður þau launakjör, sem hér hafa gilt. • Það ætlar að lækka kaupið. • Það ætlar að lækka kaupmátt- inn. • Það ætlar að flytja fjármuni frá launafólki i landinu yfir til atvinnurekendanna. Neitaði ASl viðræðum við vinnuveitendasambandið um 3% grunnkaupshækkun? • 1 sjónvarpinu 12. júni 1979 sagði Þorsteinn Pálsson, frkv.stj. Vinnuveitendasam- bands Islands, að ASl hefði neitað viðræðum um 3% grunnkaúpshækkun. • Þetta er ekki rétt. Vinnuveitendasambandið fór fram á þrihliða viðræður milli atvinnurekenda, ASl og far- manna- og fiskimannasam- bandsins. • Farmanna- og fiskimanna- sambandiö er ekki i ASI og ASI taldi ekki rétt að blanda sér i deilur vinnuveitendasam- bandsins við yfirmenn á kaup- skipum. • ASl hefur aldrei hafnað tvi- hliða viðræðum milli ASl og atvinnurekenda um 3% kaup- hækkun. • Vinnuveitendasambandið svaraði hins vegar hinni sjálf- sögbu kröfu um 3% til Alþýðu- sambandsfélaganna með þvl að setja þá i verkbann. Þessir bílar hafa eflaust lent í mörgum ævintýrum á vegum landsins enda komnir til ára sinna. Þeir sjást nú sjaldan á vegum, en þegar myndin var tekin voru þeir á leið á sýningu Fornbílaklúbbsins í Laugardaln- um sem haldin er í minningu 75 ára af mælis bílsins á Islandi. (Mynd Leifur) Bjarni Bragi Jónsson hjá Hagdeild Seölabankans: ■........ — ■ ■■ ■■ .. ■■■.... 1 ■■■■..—n. Verðtrygging auðveldar fasteignaviðskipti ,,Ef ákveðnar breytingar koma til á núverandi skattalöggjöf, þá mun þessirýmkaða heimild tii að verðtrvggja lán á aimennum markaði, bæði koma kaupendum og seljendum til góða,” sagöi Bjarni Bragi Jónsson hjá Hag- deild Seðlabankans, er Þjóð- viljinn innti hann eftir þvi hvaða áhrif verðtryggingar á lánum heiðu á fasteignamarkaöinn. „Það er enginn vafi á þvi”, sagði Bragi,uað verðtryggingin myndi, ef skattalagabreytingar kæmu tíl i þvi’ formi að verðbólgu- braskið kæmi ekki lengur sem skattaafsláttur.hafaþau áhrif áð kaupandinn myndi þurfa að borga minna út, lánstíminn lengdist og afborganir yrðu jafnari. Seljandinn myndi hagnast eðlilega á þann hátt að hann fengi raunvirði fjármagns sins allt tíl baka ásamt þeim litlu vöxtum sem yrðu á lánunum, ef verðtrygging kæmi til fram- kvæmda almennt.” Bragi var þá spurður um það hvort 100% verðtrygging lána hjá Húsnæðismálastofnuninni og lækkun vaxta i 2%, eins og stjórn stofnunarinnar hefur gert tillögu um, myndi hafa einhver áhrif á hin almenna fasteignamarkað, en hann taldi svo ekki vera, vegna eðlis Húsnæðismálastjórna- lánanna. -Þig Verðtryggíng á lánum til fasteignakaupa Fasteignasalar taka afstöðu í næstu viku Fasteignasaiar i Reykjavik munu koma saman tQ fundar n.k. þriðjudag, þar sem þeir munu fjaila um þá heimild sem gefin hefur verið um rýmkun á verð- tryggingu lána á aimennum markaði. Þjóðviljinn reyndi I gær aöhafa samband viö nokkra fasteigna- sala I Reykjavik, til að spyrja þá álits á því hvaða áhrif verðtrygg- ing lána muni hafa á fasteigna- markaðinn. Heldur illa gekk þó að fá þá til að tjá sig, þar sem þeir hafa ekki enn fundað saman um málið, en fundur hefur verið boðaöur á þriðjudag f næstu viku. Hljóðiði fasteignasölunum var þó mjög mismunandi til þessa máls. Sumir þeirra vildu að lán yrðu verðtryggð alfarið, en aðrir töldu að þessi heimild myndi ekki hafa nein áhrif nú á hinum almenna maritaði, þvi lánasjóðirnir þyrftu að taka þessa reglu upp hjá sér áður en þetta myndi hafa einhver áhrif á hjá þeim. Engilbert Guðmundsson Engilbert sumar- ritstjóri Engilbert Guömundsson hagfræðingur hefur verið ráðinn ritstjórnarfulltrúi á Þjóðviljanum nú I sumar. Engilbert mun leysa rit- stjóra blaðsins af i sumar- leyfum og tekur til starfa á mánudag. Engilbert hefur verið sumarmaður á Þjóðviljan- um og ritað greinar i Þjóðviljanum að staðaldri. Ritstjórn Þjóðviljans býður hann velkominn til starfa. Rjómaís ís-álfar (fyrir éiiín). J lítil kringlött kexknka 1 stór iskúla 1 krnmarluis ávaxtahlaup. I.eggió ískúhma á kexió. Setjiö ávaxtalilaup i spráúiupitka tneó mjóum stút og sprautiö augu. ne.f og munn á iskúluna. Setjiö krámárhúsió á , sem húfu ó'g þér.gétiö veriö visS ttrn aö yngstu börnin mtihu hafa gaman af. _ Makkarónu-ís. Skériö 2 litra áf vanilluís i sneiöar, leggiö í lögum á fát meö gröfmuldum makkarónuin sem hafa legiö í bleyti í 2 glös- um af sherry í 2 klst. Skreytiö nveó þeyttum rjóiha og smjörristuöum móndlum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.