Þjóðviljinn - 16.06.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.06.1979, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. júnl 1979 17.JUNI 1979 Þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur óskar eftir söiufólki tíl aö selja merki þjóðhátiöardagsins 17. júni. Sölufólk komiaðFrikirkjuvegi llá 17.júnikl. 10. Góösölulaun. Þjóöhátiöarnefnd Reykjavikur. Blikkiðjan Asgarði 7, Garðabæ önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verötilboö SÍMI53468 Áskriftasími Þjódviljans 81333 Leigumiðlanir leggja upp laupana Mikil húsnæðisekla — segir starfsmaður leigjendasamtakanna Erfiðlega gengur hjá Leigj- endasamtökunum aö útvega meölimum sinum húsaskjól um þessar mundir. Mun færri Ibúöir eru falar til leigu en undanfariö, og Guömundur J. Guömundsson starfsmaöur samtakanna sagöi okkur aö hinar svokölluöu leigu- miölanir sem starfræktar væru viö misjafnan oröstlr leggöu nú upp iaupana hver á fætur annari. Hann sagöi aö mikið væri leitað til samtakanna, bæði eftir ráð- leggingum isambandi við misklíö milli leigjenda og leigusala, einnig væri stöðug spurn eftir leiguibúðum hjá leigumiölun samtakanna. Guðmundur kvað furðumarga húseigendur leita upplýsinga hjá samtökunum um eittog annað, og kvað þá segja marga að þjónusta Húseigendafélagsins við þá væri slæleg. Aðspurður sagði hann að meðalleiga ibúa væri orðin mjög Guömundur J. Guömundsson starfsmaður Leigjendasamtak- anna: „Samtökin hafa vissulega sannaö tilverurétt sinn. Meira að segja húseigendur ieita til okkar eftir upplýsingum”. há. Algengt væri að menn greiddu 40-50 þús. kr. fyrir 2ja herbergja ibúðir og hann hefði heyrt um eitt tilvik þar sem sett var upp 90 þús kr. á mánuði fyrir slika ibúð. Guðmundur sagði að fjár- skortur háði Leigjendasam- tökunum mjög, og I raunínni hefðu allir svikiðþau um stuðning nema Reykjavikurborg, sem hefði á slnum tima veitt 700 þús. til þeirra. Alþingi hefði mjatlað 200 þús. kr. i samtökin, eða jafn miklu og Húseigendafélagið fékk, sem væri þó ekki á flæðiskeri statt. Reynt hefði verið að fá fundi með ráðherrum um málið, en ekki tekist. Að lokum gat Guömundur þess, að aðalfundur Leigjenda- samtakanna yrði haldinn næsta laugardag I fundarsal Sdknar að Freyjugötu 27. bangað ættu leigj- endur að fjölmenna til að styrkja samtök sih. — ÖS Fyrstu sjúkraliðarnir brautskráðir frá G.A. og fyrstu nemendur með sérhœft verslunarpróf Fyrstu tlu sjúkraliöarnir meö Alþýöubandalagið Vestfjörðum Sumarferð um eyðibyggðir í Grunnavíkur- hreppi og Sléttuhreppi dagana 30. júní og 1. júb 1979 fullum starfsréttindum braut- skráöust frá Gagnfræöaskóla Akureyrar I vor, en verklega kennslan var I höndum Fjóröungssjúkrahússins á Akur- eyri. Þá fengu nú við skólaslitin fyrstu 11 nemendurnir sklrteini um sérhæft verslunarpróf að loknu þriggja ára námi á við- skiptasviði, en þeir luku fyrstir almennu verslunarprófi viö skólann 1978. Þessir nemendur eiga þess kost að þreyta stúdentspróf að viðbættu einu námsári. Þetta kom fram m.a. I ræðu skólastjóra, Sverris Pálssonar, við skólaslitin 5. júni. Innritaðir nemendur voru alls 676, 190 í 10 deildum framhalds- skólastigs og 486 í 21 deild grunn- skólastigs. Kennarar voru 62, 40 fastakennarar og 22 stunda- kennarar. 177 nemendur luku grunnskólaprófi, og 117 náðu réttindaeinkunn til framhalds- náms eða 66,1%. Hæstu einkunn á sérhæfðu verslunarprófi hlaut Laufev L. Arnadóttir, 8,4. Hæstu einkunn i 2. bekk heilbrigðissviðs hlaut Ragnheiður Sigfúsdóttir, 9,0, I 2. bekk uppeldissviðs Hansina Einarsdóttir, 8,6 og I 2. bekk viðskiptasviðs (á almennu verslunarprófi) Elin J. Jónsdóttir 8,8. — Hæstu einkunn i fram- haldsdeildum hlaut Lisbeth Grön- valdt Björnsson, 1. bekk heil- brigðissviðs. 9, 6. • Alþýðubandalagið á Vestfjörðum efnir til ferðar um Grunnavik, Jökulfirði, Aðalvik og allt norður að Hornbjargi dagana 30. júni og 1, júli. •Farið verður frá ísafirði með Fagranesinu, laugardaginn30. júni og komið aftur á sunnudagskvöld 1. júli. •Þátttaka er öllum heimil og kostar kr. 10.000.- fyrir fullorðna, en kr. 5000.- fyrir börn. •Allir þátttakendur verða að hafa með sér tjöld og vistir. Gönguferðir eða lengri sjóferð með Fagra- nesinu eftir vali. Þaulkunnugir leiðsögumenn i hópi fararstjóra. • Gist verður að Flæðareyri i Jökulfjörðum i tjaldbúðum og dansað þar i samkomuhúsinu á laugardagskvöld. Rútuferðir úr Strandasýslu og Barðastrandar- sýslum að Isafjarðardjúpi verða farnar á föstudagskvöld 29.júni. Þátttaka tilkynnist fyrir 25. júnl einhver.jum þeirra, sem hér veröa taldir: Arneshreppur: Jóhanna Thorarensen, Gjögri Kaldrananeshreppur: Pálmi Sigurösson, Klúku Hóimavlk: Hörður Asgeirsson, skólastjóri Hrútafjörður: Guðbjörg Haraldsdóttir, Borðeyri Reykhólasveit: Jón Snæbjörnsson, Mýrartungu Baröaströnd: Unnar Þór Böðvarsson, Krossholti Rauöasandshreppur: Gunnar össurarson, Asi Patreksfjörður: Gunnlaugur Júlíusson, simi 1423 eða Bolli Ólafsson, simi 1477 Tálknafjöröur: Höskuldur Daviðsson BDdudalur: Jörundur Garðarsson Þingeyri: Davið H. Kristjánsson Flateyri: Guðvarður Kjartansson Suðureyri: Þóra Þórðardóttir Bolungavik: Guðmundur Ketill Guðfinnsson ísafjörður: Aage Steinsson, simi 3680 Elin Magnfreðsdóttir, simi 3938 Gigja Tómasdóttir, simi 3822 Súðavik: Ingibjörg Björnsdóttir Notkun vanabindandi lylja hefur stórminnkað Eins og skýrt var frá I blaöinu s.I. laugardag þá kom fram á fundi sem landlæknir hélt meö blaðamönnum I slöustu viku, aö mikill samdráttur hefur oröið i ávlsun lækna á vanabindandi lyf. A fundinum kom einnig fram, að einstaklingum sem fá eftirrit- unarskyld lyf hefur fækkaö úr 7.250 I 4.164 eða um 42.6% á árunum 1976-78, og að heildar- magn eftirritunarskyldra lyfja hefúrminnkaðum rúmlega 40% á sama tíma. Þá hefur ávísuðu magni á eftirritunarskyld svefn- lyf minnkað um 48%, róandi lyf um 33% og sterk verkjalyf um 20%. Helstu ástæður til þessa minnkaða magns af vanabind- andi lyfjum hérá landi taldi land- læknir vera þær, að siðan farið var að keyra inn i tölvur upplýs- ingar varðandi lyfjaávisanir lækna, fæst miklu fyrr heildar- yfirlit yfir það magn sem ávisað er hverju sinni, en tölvuútskriftir fara fram mánaðarlega. Afrit af útskriftunum er síðan sent til lækna sem geta boriö þær saman og athugaö hvort þeirra sjúklingar fái ávisað sterkum lyfjum hjá fleiri iæknum. Taldi Ólafur ólafsson landlæknir, að svo til algjörlega væri búið að koma I veg fyrir þaö með þessum aðgeröum að sjúklingar flökkuðu á milli lækna til að fá ávisanir á sterk lyf. Spurningu varðandi það hvort eitthvaö annað hafi komið I stað þeirra lyfjaefiia sem nú hafa horfið úr sölu á siðustu árum svaraði landlæknir þvi til að ekkert benti til að þar kæmu i staðinn önnur vanabindandi lyf frá læknum. Hins vegar mætti benda á að heimabrugg hefur mjög aukist á þessum sömu árum. Hverjir hópar þjóðfélags- þegna það væru sem notuðu mest sterk lyf eða svefnlyf svaraði landlæknir aö það væri mest gamalt fólk, óvinnufærir öryrkjar, fráskilið fólk og ekkjur og ekklar. Þess má geta i lokin að á árunum 1972-76 voru gerðar kannanir á fjölda lyfjaávfeana i Reykjavik og reyndust þá reyk- vfekir læknar ávisa mestu magni af vanabindandi lyfjum miðat við kollega sina á Norðurlöndum að Dönum undanskildum. En með þeim samdrætti sem átt hefur sér stað á siöustu árum i ávisun á vanabindandi lyf þá standa islenskir læknar nú jafn- fætis bræðrum sinum á Norður- löndum að Dönum undanskildum, sem ávlsa enn umtalsvert meira en aðrar norðurlandaþjóðir af þessum lyfjum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.