Þjóðviljinn - 16.06.1979, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 16.06.1979, Blaðsíða 9
Laugardagur 16. jiinl 1979 ÞJÓÐVILJINN - StÐA 9 Undanfarna mánuði hafa átt sér stað óvenjulega harðsnúin st jórnmálaátök hér á landi. Astæðan er sú aö gömul vaida- stétt óttast nú sem aldrei fyrr aö hún sé að glata þjóðfélagslegum itökum sinum og þvf brýst hún um hart og freistar þess að verja hlut sinn fyrir mannréttinda- baráttu fólksins og jafnréttiskröf- um þess. Það má raunar segja að timabil vinstri stjórna hafi jafnan einkennst af miklum þjóðfélags- legum átökum. Oftast hefur afturhaldinu tekist að vinna valdaaðstööu sina á nýjan leik. Undanfarna áratugi hefur vax- andi hagvöxtur engu að siður gert kleift að treysta iifskjör fólksins án þess i raun hafi verið hróflað við valdahlutföllum þjóðfélags- ins. Nú eru hins vegar ýmsar blikur á lofti, sem benda til þess að ekki verði um sinn hægt að treysta þvi aö aukinn hagvöxtur færi lands- fólkinu betri kjör. Þvert á móti sýnist ný hætta á að hagvöxtur verði nú minni eöa enginn og þvi þurfi að ganga ötullegar fram i því en fyrr að verja fenginn hlut sem þýðir aftur að sækja verður á hlut þeirra fámennu en valdamiklu þjóðfélagshópa sem taka hagsmuni fjármagnsins fram yfir hagsmuni fólksins. Þvi kann barátta okkar sem hér er- um, verkalýðssinna og sam- vinnumanna að harðna á næstu árum og áratugum; það er barátta sem snýst um það að verja þau lönd sem forverar okk ar og brautryðjendur unnu. Til þessarar baráttu þarf viðtækari og heilsteyptari samstöðu verka- lýðshreyfingarinnar og sam- vinnuhreyfingarinnar en verið hefur í áratugi; ég leyfi mér að segja fremur nú en nokkru sinni fyrr I sögu lýðveldisins, og til þessa starfs duga ekki einasta frómar óskir, bl þess þarf þolin- mæði, þrautseigju, stéttarlegan skilning og umfram allt pólitisk- an vilja. 1 þessum pólitiska vilja þarf að tengjast saman baráttu- hefð verkalýðsins, sögulegar ræt- ur samvinnuhreyfingarinnar og hollusta við islenskan málstaö, jafnréttis- og mannréttindahug- sjónir. I slikri baráttu þurfum viö að þekkja samherja okkar, en einnig andstæðinga okkar og baráttuaðferðir þeirra og eðli. Ef við ekki þekkjum vinnubrögö andstæðingsins getum við áður en varir breyst I bandamann hans og þar með orðið dragbitar þeirra hugsjóna sem við höfðum að veg- arnesti. Augljós kreppu- einkenni Astæöurnar fyrir spá minni um harðnandi átök eru margar. Ein felst i harðnandi auðlindaátökum sembirtast núheimsbúum öllum; okkur i hækkandi verði á oliu og miskunnarlausri oliukreppu. Ein meginastæöa þessarar oliu- kreppu er sú, að ein rikasta þjóð heims hefur lokað hverri olíulind- inni á fætur annarri til þess að geta treint sér dropann lengur, en nú er talið að oliulindir heimsins nýtist aðeins i 30-40 ár enn að óbreyttri notkun. Slagurinn um „svarta gullið” er nú svo grimm- ur og miskunnarlaus að mörg Vesturlanda hafa á siðustu mán- uöum talið sig neydd til að brjóta allar helstu meginforsendur efna- hagslegrar samvinnu undanfar- inna áratuga. Þaö sverfur til stáls og við hér á Islandi höfum fengiö aö kynnast þessum kreppuein- kennum i margföldun oliuverðs. A einu ári aukast útgjöld I bein. hörðum gjaldeyri til ollukaupa um 45 miljarða króna, — 27-28% af útflutningsverðmætum okkar fara til olíuinnkaupa á þessu ári. Hér er þvi um að ræða hrikaiegt efnahagslegt áfall sem ég ætla ekki frekar aö fjalla um hér, en i ljósi þess áfalls sést hver vandi okkur er á höndum og vonandi er öllum hér ljóst, að þessi vandi veröur aðeins leystur með sam- eiginlegu átaki. Þetta veröur erfitt átak og þar vil ég ekkert undan draga. Hér verðum við aö sameinast um að komast yfir erfiðan h jalla en ég er sannfærður um að það tekst. ,,... nú þurfa samvinnuhreyfingin og verkalýöshreyfingin að snúa bökum saman með ótvfræðari hætti en nokkru sinni fyrr.” Myndin er tekin á aðalfundi Sambandsins að Bifröst. Svavar Gestsson viðskiptaráðherra Mínni hagvöxtur, harönandi stéttaátök r Ur rœðu sem flutt var á aðalfundi Sambands íslenskra samvinnufélaga að Bifröst 13. júni sl. Sameinum kraftana Astæðurnar til þeirra vissu minnar felast m.a. I eftirfarandi þremur atriðum: 1 fyrsta lagi eigum viö Islend- ingar verulegar ónýttar orkulind- ir sem við getum tekið I notkun á næstu árum ivaxandi mæli ogþar með dregið úr þörfinni fyrir inn- flutt dýrt eldsneyti. 1 öðru lagi er framleiðsla þjóð- arbús okkar mikil og hún selst viö góöu verði á erlendum mörkuð- um. 1 þriðja lagi er sú staðreynd að unnt á að vera nú að skapa við-. tæka pólit.iska samstöðu verka- lýðshreyfingar og samvinnu- hreyfingar og þeirra stjórnmála- afla sem sækja hugsjónir sinar i sömu brunna, og þessi viðtæka, hagsmunalega samstaða á að geta dugað til þess að taka á þess- um málum af meiri reisn og þrótti heldur en fyrr, þannig að sjálfstæði þjóöar okkar og lifskjör fólksins I landinu verði varðveitt svo þau verði sambærileg við það sem gerist umhverfis okkur. Ég tel aö nU þurfi samvinnu- hreyfingin og verkalýðshreyfing- in að snúa bökum saman með ótviræöari hætti en nokkru sinni fyrr. Til þess eru ákaflega mikil- vægar stéttarlegar, pólitlskar for- sendur, þvi rikisstjórn landsins telur það höfuðskyldu sina að berjast við hlið þessara hreyf- inga. Ef þessi öfl standa saman á Svavar Gestsson: Barátta verka- lýðssinna og samvinnumanna kann að harðna á næstu árum og áratugum. að vera unnt að verja unna sigra og þar með að sækja á andstæð- inginn. Þá verða allir að láta af sérhyggju og einkapoti, þá verða menn að taka kröfu hins nýja dags fram yfir úrelt, þröng og einsýn viöhorf. Þá verður aö þekkja andstæðinginn, eins og ég gat um áöan, glöggva sig á að- feröum hans og innri gerð og láta hvorki hótanir hans né bllömælgi aftra sér frá skýlausri hollustu við sameiginlegan málstað. „Nýr landsmála- grundvöllur” Meö tilliti til þess sem hér hefur verið nefnt tel ég sérstaka ástæðu til þess að fagna þvi samstarii sem tekist hefur á undanförnum árum á ýmsum sviöum milli verkalýðshreyfingarinnar og samvinnufélaganna. Ég vek hér athygli á afsiööu Vinnumálasam- bands samvinnufélaganna and- spænis grimmd Vinnuveitenda- sambands tslands í yfirstandandi kjaradeilu. Þessi mismunandi af- staða varparljósi á andstæðurnar milli félagslegs forræðis i at- vinnurekstri annars vegar og einkaforræðis hins vegar. Verk- bannshótun Vinnuveitendasam- bands Islands sýnir einkar vel mótsögnina milli einkaeignar- réttar á framleiðslutækjum annars vegar og hins félagslega eðlis framleiðslunnar hins vegar. Af þessu ber okkur að draga lær- dóma um nauðsyn þess að efla samstarf samvinnu- og verka- lýðshreyfingar um mótun „nýs landsmálagrundvallar”. Við skulum gera okkur ljóst aö sóknarmöguleikar samvinnu- framtaksins I þessu landi eru við- tækir og geta oröið enn afdrifa- rlkari I stéttaátökum framtlð- arinnar en nú er. 1 þvl sambandi leyfi ég mér að nefna fáein atriði. I fyrsta lagi vil ég minna á nauðsyn þess að gert verði stór- átak i neytendaverslun á vegum samvinnumanna á þéttbýlissvæö- inu til þess áð valda þáttaskilum hvað snertir hlutfalliö milli sam- vinnuvershinar og einkaverslun- ar. Ég fagna þess vegna þeim umræöum sem hér hafa farið fram um nauðsyn þess að efla samvinnuverslun á þéttbýlis- svæðinu. I annan stað leyfi ég mér að leggja áherslu á nauðsyn þess að efla félagslegtframtak i' iðnaöi og sjávarútvegi og i grundvallar- framleiðslu landbúnaðarins. Ég tel reyndar að ein lausnin á vandamálum landbúnaðarins hljóti aö felast i stórauknu félags- legu samstarfi á frumstigi land- bú na ðarf r am le ið s lu nna r. t þriöja lagi vil ég leggja rika áherslu á þá óumdeilanlegu stað- reynd, að aðeins með félagslegu samstarfi, félagslegri stýringu og forystu er unnt að varðveita og nýta skynsamlega auðlindir lands og sjávar. Þar þurfa saman aö fara visindaleg þekking, reynsla fólksinsiþessum atvinnugreinum og skilningur á þvi, að rányrkja getur grafið undan sjálfstæðri þjóðartilveru okkar en ræktun skapar forsendur betra lifs og traustara efnahagslegs sjálfstæö- is.t þessum efnum verður einnig aðhefja hátt merki islenskrar at- vinnustefnu gegn erlendri stór- iðju auðhringanna. Við skulum átta okkur vel á þvi, að sífellt er um aö ræða ásókn i náttúruauð- lindir okkar frá erlendum fyrir- tækjum. Heildstœð verslunarstefna t fjórða lagi vil ég í þessu sam- bandi minnast á þaö, að félags- hyggjumenn þurfa aö sameinast um mótun heildstæðrar verslun- arstefnu til frambúðar- þar sem gerðer grein fyrir þvi hverjir eru þeirra valkostir andspænis kröf- um einkagróöans. 1 lögum um stjórn efnahagsmála o.fl. nr. 13/1979 er kafli um samræmda áætlanagerð atvinnuvega og þar er einnig gert ráö fyrir áætlana- gerð i verslunarmálum. Ég sé aö helstadagskrárefni ykkará þess- um fundi, er verslunarþjónusta samvinnuhreyfingarinnar. Ég fagna þeirri umræðu og niður- staða hennar verður vafalaust höfð til hliösjónar við mótun verslunarmálastefnu til lengri tima og ég vil einnig fullyrða, að sam vinnuhreyfingin verður kvödd til viö undirbúning heildar- stefnumótunar af hálfu ríkis- stjórnar landsins á þessu sviði. Samvinnumenn þurfa hins vegar að gera sér ljóst aö þvi aðeins vinnast ný lönd á sviöi verslunar, iðnaðar, sjávarútvegs eða land- búnaðar, að starfsemi þeirrasýni algera yfirburði yfir annan rekst- ur, ekki aðeins I rekstrinum sjálf- um aö þvi er varðar tilkostnað og afurðaverð, heldur einnig aö þvi er varðar allan aðbúnað starfs- fólksins og áhrif þess á daglega stjórn fyrirtækjanna. Þvl aðeins rlsa samvinnufélögin undir nafni að þar sé lýöræöi virkara, opnara og aðstaða menningarlegri en annars staöar. Þvi sá er einmitt tilgangurinn með starfi okkar að maðurinnfái notiösinsemslikur, að sjóndeildarhringur hans breikki, að menninghans dafni og félagsleg vitund hans þroskist. Barátta okkar snýst vissulega um það að breyta valdahlutföllum þjóöfélagsins fólkinu í hag, en fjármagninu i óhag, en hugsjón okkar er reisn manneskjunnar andspænis hverju verkefni I sókn og I vörn. Þó annir timans dragi skýjabólstra I sjóndeildarhring- inn megum við aldrei gleyma þeim hugsjónum sem samvinnu- hreyfing og verkalýðshreyfing voru reistar á i öndverðu, þvi þessar hreyfingar eru greinar á sama stofni. Stefnt inn í nýja öld í einni greina sinna um sam- vinnumál vitnaöi Sigfús Sigur- hjartarson til þess að allt frá þvi að Jón Sigurðsson forseti hóf baráttu sina fyrir þvi að Islend- ingar tækju verslunina i si'nar hendur um miðja slðustu öld voru gerðar margar tilraunir til þess að stofna kaupfélög fátækra bænda I héruðum þessa lands. Bændur i Háls- og Ljósavatns- hreppi nyröra mynduðu t.d. verslunarsamtök 1844. Tímarit Jóns forseta, Ný félagsrit, segir ,,að kaupmenn hafi gert sitt til að tvistra samtökum þessum, bæði með fortölum, rógi, launagjöfum ogyfirboðum til þeirra sem héldu sig frá félagsskapnum” eins og Jón segir orðrétt. Þessi orðeru si- gild lýsing á starfsaðferðum sér- hverrar stéttar sem safnar auði á annarra kostnað ogsér fram á að fjöldinn er að bindast samtökum i varnar- og sóknarskyni. Aðferðir kaupmanna gegn bændum i Háls- og Ljósa vatnshreppi minna býsna mikið á nútimann. Ekki er vandséð nú hverjir beita þessum vopnum, — „fortölum, rógi' launagjöfum og yfirboðum.” Fé- lagsmálahreyfing alþýðunnar hefur oft unnið einstakar orustur i baráttunni gegn þessum vopnum en stundum hefur hún beðið lægri hlut. Aftur var þó haldið af staö og enn eru þeir menn margirsem ekki láta af hugsjón sinni fyrir fortölur sérhyggjumanna, né baráttuvilja sinum fyrir rógi afturhaldsins, né sæmd sinni fyrir launagjöfum andstæðingsins, né skynsemifyrir yfirboðum. Meðan svo er mun enn miða fram á við. Slfellt verða þó vopnin fjögur á lofti gegn okkur, en skammt munu þau duga ef við stöndum saman. Víð stefhum inn I nýja öld; fimmtungur lifir enn af þeirri tuttugustu. A næstu tveimur ára- tugum ræðst þaö hverja öld við búum niðjum okkar. Sú öld þarf að verða I merki hugsjónanna um jafnrétti og menneskjulegra sam- félag. Þá áratugi sem eftir lifa af tuttugustu öldinni þurfum viö aö nota til að leggja „nýjan lands- málagrundvöll” sem lifir inn i tuttugustu og fyrstu öldina okkur tilsóma og niðjum okkar til gæfu. V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.