Þjóðviljinn - 16.06.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.06.1979, Blaðsíða 7
Laugardagur 16. júní 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Það er hrapaUegur misskilningur þegar talsmenn kvennahreyfinga sem telja sig róttæka, einskorða sig i málflutningi við svið einkamála á kostnað annarrar umræðu og mikilvægari, sem verður að beinast út á við Hvert stefnir kvennahreyfingin? Mér hefur lengi verið það ofarlega Ihugahvertframsækin islenzk kvennahreyfing stefni, og hvar hún sé eiginlega á vegi stödd. Geri ég mér þá ekki sér- staka rellu útaf þvi hverju nafni sú hreyfing nefnist, hvort hún kennir sig viö rauða sokka eða eitthvað annað, ellegar er ein- faldlegasúhreyfing,sem bærist 1 hugskoti hverrar þeirrar konu, sem gerir sér þess grein, að konur eru i raun annars flokks þjóðfélagsþegnar. Þær sitja ekki við samaborð ogkarlar, og hlutskiptiþeirraerá allan máta annað. Þegar staöreyndir dag- lega llfsins blasa við, fara margar að velta fyrir sér tengslum milli orsaka og afleiöinga. Oft renni ég hug- anum til áranna um og eftir 1970, þegar Rauðsokkahreyf- ingin hóf göngu sina, galvösk og gagnrýnin á fjölmörg svið mannlegra samskipta og tók fyrir mikilvæga þætti, sem heyra til þjóðfélagslegri gagn- rýni. Það var ærin nauösyn, ogi þiann tíð beindi hreyfingin spjótum sínum út á við, leitaðist við að greina aðstæðurnar og færði sönnur á réttmæti jafn- réttisbaráttunnar. Þeirri hreyf- ingu lánaðist að stuðla að nokk- urri hugarfarsbreytingu og knýja á um endurmat. Það tókst a.m.k. að vekja upp spurningar mismunandi óþægilegar gagn- vart augljósu misrétti, sem mörgum haföi sézt yfir vegna vana og langrar hefðar. Þetta var einn áfanginn i þeirri kvennasókn, sem var ein þeirra félagslegu hreyfinga, sem gengu yfir lönd vesturálfu á sjöunda áratugnum og fram á þann áttunda, og sjást þess mörg merki, að heimurinn hefur ekki verið öldungis samur eftir. Jafnréttisbarátta kvenna hér á landi átti sér einn sameigin- legan merkisdag og á ég þar við kvennaverkfallið 24. okt. 1975 á degi Sameinuðu þjóðanna. Þar tóku konur um allt land höndum saman, sýndu fram á mikilvægi vinnuafls sins og beinllnis stöðvuðu hjól atvinnulifsins um allt land meðþvi að leggja niður vinnu einn dag. Rétt er að minna á það, að hugmyndin um kvennaverkfall kom fyrst fram og var samþykkt á láglaunaráð- stefnu, sem haldin var I árs- byrjun 1975 að frumkvæði Rauð- sokkahreyfingarinnar I sam- vinnu viö nokkur stéttarfélög. Þessi dagur var sögulegur merkisviðburður, sem vakti mikla athygli vlða um heim, og framkvæmdin tókst meö ágætum, enda var lengi aö unniö. Ekki var þó örgrannt um, að margir gerðu sér full-miklar vonir um árangur þessara aðgerða, aö með þeim yröu þáttaskil og brotið I blað. Ég hygg þó, að þær konur, sem stóðu aö undirbúningi og fram- kvæmd kvennaverkfallsins um land allt, hafi glögglega fundið, að þær áttu þarna hlut að meiri háttar viðburði, sem jók merkum þætti við baráttusögu islenzkrar kvennahreyfingar. Siðan blasti það við, sem margir þóttust reyndar vita fyrir, að auðvitað frelsaðist heimurinn ekki á þessum eina degi eða með aðgeröum honum tengdum, þótt vel tækjust. Staða kvenna hélt áfram að vera hin sama og þaöan af verri, en ég held samt, aðkonurnar séu ekki þær sömu. Þarna urðu þrátt fyrir allt nokkur þáttaskil, og ég tel, að öll framvinda mála síöan séallrar athygli verð, oger tfmi til kominn, að farið sé að ræða hana nánar og markvissar en verið hefúr þann tima, sem siðan er liðinn. Snarpari vidbrögd Þaö hefur nefnilega orðiö viss afturkippur, og ég hygg, aö margarkonur kunni söguaf við- brögöum, sem eru öllu snarpari en áður var og allt upp í fjand- samleg. Þau kynnu að vera merki þess, að nokkur alvara hafi færzt I leikinn að dómi karl- manna. Má ég minna á marg- fræg prófkjör stjórnmálaflokk- anna fyrir slöustu kosningar, en þeim reiddi yfirleitt þannig af, að konur féllu unnvörpum fyrir þeim, sem höfðu forskotið og valdið, og viða sópuðust þær út af framboðslistum a.m.k. gagn- vart þeim sætum, sem máli skipta. Karlmenn hafa tvimælalaust orðið eins og varari um sig. Stundum er rétt eins og þeim finnist veldi sinu ógnað, sem auðvitað er mesti misskiln- ingur. Það er langt I land að jafna metin, en það er t.d. minna um fyndni á öllum stig- um af þeirra hálfu, allt frá meinlausri aulafyndni upp I þó nokkuð hvassa og beinskeytta, og viðbrögð öll eru stórum harö- vltugri. Það bendir margt fil þess, að baráttan er tekin alvar- legar en áður, sem sýnir reynd- ar nokkurn árangur kvenna- baráttunnar, og þvi verða fram- sæknar kvennahreyfingar að fylgja eftir. Þarna hefur mér lengi fundizt, að eitt og annað skorti á, og segi ég þetta ekki af þvf, að sjálf hafi ég af neinum afrekum aö státa I þessum efiium. Við höfum flestar verið alltof verklitlar nú um langa hrið og höfum ekki nægilega hugað að þvl að samræma viðhorf okkar og aðgerðir á sviði jafnréttisbaráttu. Ég állt, aö rika nauðsyn beri til þess að hefja umræöu um störf og starfehætti til að mynda Rauð- sokkahreyfingarinnar, og aö henni vildi ég ýja ögn I þessum fábrotnu hugleiðingum mínum, sem hér eru festar á blað. Mér hefur virzt sem einmitt nú, þegar þörf er á markvissri umræöu og aðgerðum varðandi fjölmörg þau svið, sem máli skipta, að þá hafi þessi hreyf- ing, sem miklar vonir voru bundnar við framan af, og hún fékk að marki undir risið, orðið öllu einstrengingslegri I mál- flutningiogfulleinhliða og gerzt innhverf úr hófi fram. Aður fyrr var til umræðu margnefnd staða konunnar I þjóðfélaginu, en I sinni tiö hefur einatt litið svo út sem staða konunnar I rúminu sé aðalvandinn, sem allt snýst um. Ég veit það mæta vel, að einkalif er lika pólitik, en þarna hefur mér lengi sýnzt sem lagðar séu rangar áherzlur, og framlag hreyfingarinnar hefur ekki megnað aö kalla fram umræðu auk heldur endurmat. Ekki hafa að marki verið rædd- ar staöreyndir, sem mikilvægar veröa aö teljast t.d. lágmarks- hlutdeild kvenna I þvi að ráða til lykta málefnum samfélagsins á fjölmörgum sviðum. Þess i stað er klifað á þvi, aö ekki sé til neins og engu breyti þaö, þótt ein ogeinkona slæðist inn á sviö áhrifa og valds t.d. I stjórn- málum. Það þurfi að breyta þjóöfélaginu, sem vissulega er satt og rétt, en helzt á einu bretti. Kynferðismálum er skipaö i fyrirrúm, og kvenna- kórinn rauður syngur um sexið. A meöan ráða karlmennirnir þjóðfélaginu. Þaöhvarflareinattað mér, að þeir glöggskyggnari i hópi karl- veldissinna kunni þessum tóni bara vel, enda leggja þeir ekki orö i belg og telja það væntan- lega ekki ómaksins vert, vel vitandi það I sælli öryggiskennd sinna heföbundnu, löghelguðu yfirráða, að meðan umræðan helzt á þessu plani, gerist fátt markvert á sviði jafnréttis- mála. Med öfuga ræðu? Það veröur ekki undan vikizt aö segja það eins og er, að til að mynda Rauösokkasiðan I Þjóð- viljanum sem birzt hefur viku- lega nú um nokkurt skeið, er ekki til þess fallin að vekja áhuga á þeim málefnum, sem þar eru tekin fyrir auk heldur umræðu þar um. Er leitt að þurfa aö segja þetta, þvl að þarna koma hæfar konur við sögu. Siðan er eftir þvl sem næst verður komizt ekki mikiö lesin, er ekki rædd, hvað þá gagnrýnd ogenginn kippir sér upp. Þarna held ég, að verði að staldra ögn við og hugleiða hverju það sætir, að annaö eins tómlæti rlkir um þetta framlag, sem vikulega birtist á siðum Þjóð- viljans. Mér er ljóst, að það er vitanlega allt önnur og lakari aðstaða að vinna svona efni úti I bæ, á þann veg, að dálitill hópur önnum kafinn skiptir með sér verkum, heldur en þegar efniö er beinlinis unnið inni á blaöinu af blaðamanni, sem þar er fyrir einum eðafleiri. Þeir, sem lengi hafa verið viðriðnir útgáfuviku- blaða á landsbyggðinni skilja vel þessar aðstæður. Mergurinn málsins er þó að minum dómi sá, aö miðað við þann tilgang, sem skrifúm á jafnréttissiöunni er ætlaður, þ.e. að raska hefðbundinni mynd, brjóta niður múra fordóma og hefðar og vinna aö jafnrétti milli kynj- anna, þá verka skrifin á siðunni einatt þannig, að því er líkast sem einhver hafi álpazt inn á aðra ráðstefnu en til stóð aö sitja, nú eða dregið öfuga ræðu upp úr pússi sinu. Þarna eru hlutirnir ekki alténd i réttu samhengi, og er vitanlega hægur vandi að benda á það, að maöur eigi að segja réttahluti á réttum stöðum, með öðrum oröum að vita hvar maður er staddur. Þó verð ég að segja það, að nú upp á sfökastið hefur mér sýnzt sem efnisval á siöunni sé heldur að þokast I gæfulegra horf, en þar fyrir er siðan enn ekki nægilega læsileg eða aðgengileg. Sú var tiðin, að það vakti athygli og þótti fréttnæmt, þegar Rauðsokkahreyfingin lét frá sér heyra, og verkin töluöu. Stundum var ekki laust við, að menn stæðu dálitiö á öndinni yfir því, hvað nú væri um fyrir þeim konum, sem aö verki stóðu þá og þá, og fyrir kom, að viöbrögðin voru reiðileg, jafiivel blandin ugg, sem fyrst og fremst sýnir, að komiö var nærri kjarna málsins þ.e. þjóö- félagslegu misrétti milli kynja. Sem kunnugt er hefúr löggjöf um fóstureyðingar verið nokkuö til umræðu, og hefur réttilega verið bent á þá sjálfsögöu kröfu að konur fái réttinn til umráöa yfir eigin likama og llfi. Þarna hefur mér fundizt vera lögð full mikil áherzla á þá hlið málsins, er lýtur að þeim samskiptum kynjanna, sem heyra til einka- lifi, en sfður dregin fram 1 dags- ljósið sú staðreynd, að réttur konunnar til sjálfræðis og ábyrgðar hefur ævinlega verið harösóttur. Allar réttarkröfur, sem miðast við, aö konan sé viöurkennd sem sjálfstæöur, fullveðja einstaklingur, hafa löngum sætt harðri mótspyrnu, og svo er enn. Karlveldið lætur ekki að sér hæða frekar en fyrri daginn, og þeir vilja endilega ákveða það fyrir okkur, hvort við eigum að takast á hendur uppeldis- og móðurskyldur. Þeir telja okkur væntanlega ekki til þess færar að ákvarða slikt, en ekki ber á þvi, að þeir hinir sömu van- treysti okkur til þess að leiöa nýja einstaklinga fyrstu sporin á lifsleiðinni og ala þá upp sem nýta þjóðfélagsþegna. Þeir taka því æði oft sem sjálfsögðum hlut, að ekki sé nú sagt fegins hendi aö mega létta öðru eins álagi af sinum karlmannlegu herðum. Þarna er vitanlega ærin mótsögn, sem mér virðist, að oftar hefði mátt berast í tal en verið hefur. Það er ekki ýkja langt siöan konur voru ofur- seldar feðra- og bræðraveldi. Þeir réðu öllum ráöum um líf þeirra og ráðahag, og þær fengu^ engu ráðið hvorki um fjárfor-' ræði né heldur um menntun eða sjálfstæð störf að ógleymdum kosningarétti og kjörgengi. Nú eruþessivlgi að meira eða minna leyti fallin a.m.k. laga- lega séð, en eftir stendur eitt siðasta vlgið, að ákveða það, hvort barn skuli fæðast i heiminn. Þótt sleppt sé aö þessu sinni bollaleggingum um þann rétt barns að fæöast velkomið viö ákjósanlegar ytri aöstæður, þá verður að hafa það i huga, að sjálfsákvörðunarréttur kon- unnar er einmitt sá réttur, sem karlveldiö vill seinast af öllu viðurkenna i orði og verki henni til handa. Það er likast því sem þeir geti með engu móti hugsað sér aö fá jafningja til sam- fylgdar. Eiga að tala sitt eigið mál Þegar ég held þvi fram, að umræðan I seinni tíð hafi um of beinzt að sambandinu við karl- manninn i einkalífi, þá er mér ofarlega i huga, að móðernið hefur ekki að sama skapi verið tekið fyrir til umfjöllunar og umþenkinga. Þar erum að ræða reynslu, sem konum er sameiginleg, og hún gefur möguleika á þvi' að breyta eðli valdsins, sem við öll erum háð. Það er oft og réttilega á það bent, aö konur eigi ekki aö stiga fram á sviöið sem nein eftir- llking þess, sem karlmanna- samfélagið hefur getið af sér og mótað I sinni mynd. Þeir undir- okuðu eiga sumsé að tala sitt eigið mál, en ekki endilega mál herra slns og koma fram I krafti eigin persónuleika, eigin reynslu og hæfni. Drottnarinn ogherrann lætur ekki þá undir- okuðu njóta sannmælis, þótt aldrei nema þeir læri og tileinki sér mál hans og allan máta. Þetta verða konur vissulega að gerasér ljóst; þær eiga ekki að afneita mikilvægum stað- reyndum i eigin lifi, en jafn- framt verða þær að standa fast á vitundinni um þau verömæti, sem þær hafa fram að færa i viösjálum heimi,ekki sizt vegna þess, aö þær eru mæöur og hafa um langan aldur miðlað næstu kynslóö siðferðilegum gildum, heföum samhjálpar og mannúðar. Þau viðhorf þarf hver og ein kona að bera með sér i farangrinum til hverrar þeirrar stöðu, sem hún kann að taka sér. Það kynni að draga nokkuð áleiðis til þess að breyta ásýnd heimsins. Þá vildi ég aöeins vikja nokkrum orðum að þvi taii öllu, er lýtur að kvennabaráttu og svo stéttabaráttu. Það er vita- skuld hárrétt, að kúgun kvenna á sér efnahagslegar forsendur og er nátengd stétta- skiptingunni I borgaralegu þjóö- félagi, en jafnframt er ljóst, að konur hafa ekki sem pólitískt afl megnað að ráðast þar gegn svo um muni. Til að mynda hefur skort póhtiskt frumkvæði til þess að berjast fyrir auknu at- vinnuöryggi konum til handa. Ennfremur skortir nokkuð á viðurkenningu þess, að konur eiga sem kyn fjölmargt sameiginlegt, sem hafið er yfir stéttaandstæöur. Þeir einstak- lingar, sem fæðast inn I lág- stéttina konur, sæta aö meira eða minna leyti kynferðislegri kúgun jafnti verkalýðsstétt sem embættismanna eða yfirstétt, en vissulega er hinn ytri rammi þess arna næsta ólikur. Það má hins vegar ekki slá ryki i augu framfarasinnaðra og róttækra hreyfinga. Þessi kúgun, er konur sæta sem kyn, er ein réttlæting þess, að starfræktar séu baráttuhreyfingar kvenna sér á báti, og hún getur birzt i ýmsum myndum t.d. i tak- mörkun á atvinnumöguleikum og réttinum til eigin persónu- legs lifs svo og kvöðinni um að taka þátt I stöðuhlutverki karlmannsins sem statisti, fylla upp mynd hans. Út fyrir mörk stéttabaráttu Þegar jafnréttisbarátta kvenna er annarsvegar verður að horfá út fyrir mörk stétta- baráttu I þeim skilningi, sem venjulega er lagöur i það orð. Svo aftur sé vikið að framlagi róttækrar kvennahreyfingar, þá hefur mér sýnzt sem fátt mark- verthafi gerztá þeim vettvangi hin siðariár, ogerstaðan i þeim málum hér á tslandi svo sem ekkert einsdæmi I veröldinni. Þessier reyndini fleiri löndum, en þar fyrir er ekki ástæða til þess að hafastekki að eða hætta aö velta þvl fyrir sér hvert stefni og hvernig haga beri aðgerðum. Eitt framlag markvertá sviði jafnréttisbaráttu hefur þó komið fram og vakiö athygli, en það eru bókmenntaskrif Helgu Kress. Þaðer alkunna, að menn þ.e.a.s. karlmenn hafa brugðizt ókvæða við, hvenær sem hún hefur stungið niður penna, og kynni það að vera órækt vitni þess, að hún er að tala um það, sem máli skiptir og kemur við kvikuna. Þaö kann vel að vera, að um eitt ogannaö, sem Helga Kress færir fram, megi deila, þegar bókmenntalegir fagmenn taka að ræðast við, en hún hefur af þekkingu og glæsibrag leitt bókmenntalega umræðu i nýjan farveg, og um kunnáttusamlegt handbragð hennar veröur naumast deilt. Hún hefur brugðið ljósi, i sumra augum hvössu og óþægilegu, yfir stööu rithneigöra kvenna gagnvart þeirri gamalgrónu bókmennta- stofnun, er húnnefnir svo, og er eitt tákn af, mörgum um það karlveldi, sem um langan aldur hefur rikt og rlkir enn. Þá hefur hún gefið greinargóða lýslngu á þeim aðstæðum, sem kvenrit- höfundar hafa löngum búið viö og veriö þeim til hindrunar við ritstörf. Hún hefur tengt bók- Framhald á 18. slðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.