Þjóðviljinn - 05.07.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.07.1979, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 5. júlf 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Herstö&vaandstæöingar hafa löngum bent á að meö þátttöku i hernaöarbandalagi og meö þvi aö ljá land undir herstöövar gerist tslendingar samábyrgir þvi hern- aöar- og vigbúnaðarkapphlaupi sem stefnir mannkyninu I glötun. Þeir eru vafalaust fjölmargir, sem stendur ógn af þessu kapp- hlaupi, en telja tslendinga hafa Utiö til málanna aö legg ja og setja traust sitt á afvopnunarviöræður og þá samninga stórveldanna sem kenndir eru viö SALT. En hvaöhefur áunnist og hvert stefn- ir I kjölfar nyundirritaös Salt-II samnings? Er þar fengin ástæöa til aö sitja meö hendur I skauti og setja traust sitt á aö stórveldin höggvi á hnút ógnvekjandi vig- biinaöarkapphlaups? SALT II — Afvopnun — Lygin mikla Ofangreind fyrirsögn og flest sem á eftir kemur er tekiö úr grein sem birtist I þýska timarit- inu DerSpiegel. Húnbirtist 1. júni s.l. eöa I þann mund sem Jimmy Carter og Leonid Brésnef hittust i Vfn til aö undirrita viö mikla pomp og pragt SALT-II-samning- inn, sem kenndur er viö afvojHi- un, en greinarhöfundar telja aö muni þvert á móti hraöa vigbún- aöarkapphlaupinu einsog undan- fari þessa samnings hafi gert, þ.e. SALTI, sem undirritaöur var i Moskvu áriö 1972. „Framlag til friöar” er haft eftir Jimmy Carter, og Cyrus Vance, utanrikisráðherra Banda- rikjanna, lofsöng SALT II samn- inginn sem „boöskap vonar fyrir okkur og allt mannkyn”. Afvopnun eftir áratuga kapp- hlaupum æ stærri og útsmognari vopn meö sifellt vaxandi nákvæmni og eyöingarmætti? Skreffrá ragnarökum kjarnorku- strlös? 1 kórnum sem kyrjar SALT II samningnum lof er einnig aö finna Helmut Schmidt, kanslara V-Þýskalands, Edward Kennedy, og pólska blaöið „Trybuna Luda”. Aö vfsu efast greinarhöf- undar um aö raunsæismennirnir Schmidt og Kennedy trúi eigin orðum. A Fróni hafa menn, sem telja sig þess sérlega umkomna aö skýra fyrir oss fáfróöum gang heimsmála I rikisfjölmiðlum, tekiö undir lofsönginn um SALT- viðræöur og samninga. Boðar SALT II þá enga afvopnun? Samningamennirnir hafa reyndar gengið frá plaggi, þar sem eru ákvæöi um afvopnun. Samkvæmt SALT II veröa Sovétmenn aö eyöileggja 250 langdrægar (strategfskar) eld- flaugar. Auk þess eru ákvæöi um mörk sem boöalok kapphlaupsins um fjölda langdrægra vopna. Og aö lokum er aö finna ákvæöi 1 samningnum, sem gætu smám saman stöövaö kapphlaupiö um sifellt fullkomnari vopn. Hafi menn hinsvegar I huga hinar gifurlegu vopnabirgöir sem austriö og vestriö hafa komiö sér upp, er ljóst aö vigbúnaöar- skrýmsliö er engan veginn aö velli lagt. 15 tonn af TNT á hvern jarðarbúa Vigbúnaöarkapphlaupiö hefur kostaö rúmlega 2,6 biljónir doll- ara á slðustu 20árum. Samkvæmt útreikningum Alþjóöa friöar- rannsóknarstofnunarinnar, Sipri i Stokkhólmi, voru bir#)ir kjarn- orkuvopna orönar þaö miklar ár- iö 1976 aö svaraöi til 15 tonna af TNT sprengiefni á hvern jaröar- búa. Þaö hefur ekki skort raddir sem Samtök herstöðvaandstæðinga Umsjónarmenn: Árni Sverrisson Björn Br. Björnsson Gunnar Karlsson Halidór Guömundsson Haukur Sigurðsson Skrifstofa Samtaka herstöðvaand- stæðinga að Tryggvagötu 10 er opin alla virka daga frá kl. 17 til 19. Þar er á boðstólum margvíslegt útgáfuefni Samtakanna s.s. bækur, bæklingar, veggspjöld, merki o.fl. o.fl. Eru menn hvattir til að líta inn ella slá á þráðinn (S. 17966). Þá má minna á gírónúmer Samtakanna, 30309-7, sem ætfð er fiár vant. SALT II: Afvopnun Lygin mikla hafa varaö viö hinugeggjaöa vig- búnaöarkapphlaupi. Þar eiga ekki hvaö síst I hlut vestrænir vis- indamenn. En einsog Richard Garwin prófessor viö Harvard- háskóla orðaði þaö: „Þaö eru til svo sterk öfl, sem gæta þess vendilega aö frelsið á sviöi varnarmála og herbúnaöar sé ekki skert, aö viö fáum ekki nægilegan stuöning til aö hefja raunverulegt eftirlit meö vigbún- aöi.” Sláandi dæmi: Fyrir hvern dollar sem veittur er bandarfsku afvopnunarnefndinni, sem heyrir undir utanrikisráöuneytiö en ekki varnarmálaráöuneytiö, er tiu þúsund dollurum variö til vlgbún- aöar. Þessu veröur vart breytt. Hiö lofsungna „Framlag til friöar- ins”, SALT II, kemur of seint til aö geta stöövaö vigbúnaöarkapp- hlaupiö. Hvers vegna leiðir SALT-II til aukins vlg- búnaðar? ISALTII samningnum eru efri mörk leyfilegs vigbúnaöar höfö svo há að þau veita verulegt svig- rúm fyrir ný tilbrigöi vigbúnaö- arkapphlaupsins. Stórveldin heimila hvort ööru aö hafa 2250 langdrægar eldflaug- ar. Þaö þýöir aukinn vigbúnaö, þvi aö Bandarflkin hafa enn ekki náö þvi marki. Fjöldi kjarnaodda er takmark- aöur viö 20.000. Bandarlkin veröa aö taka á hinum stórasinum til aö ná þvi marki fyrir áriö 1985 þegar SALT II fellur úr gildi. Þeir eiga nú „aöeins” 11.000 kjarnaodda. Og Sovétmenn veröa heldur betur aö sveitast viö, þvi aö þeir eiga aöeins 4500 kjarnaodda. 1 viðauka viö samninginn eru aö visu settar takmarkanir varö- andi staösetningu nýrra vopna- tegunda, en hins vegar engar tak- markanir á tilraunir meö slik vopn. Tilraunum veröur eflaust lokiö meö árangri góöum áöur en viðaukinn fellur úr gildi i árslok 1981. Viðbrögð — Afvopnun I framkvæmd Jimmy Carter einn af forsöngv- urumlofsöngsinsum SALT IlrauL ar annaö stef á Bandarikjaþingi. Hann hefurlagt til aö fjárframlög til varnarmála veröi hækkuö um 11 miljaröa doHara (þ.e. 10%). Mestum hlutafjárinsá aö veita til háþróuöustu kjarnorkuvopna- áætlunar undanfarinna tveggja áratuga. Pentagon heimtar 2 miljaröa dollara til aö endurbæta „heilaga þrenningu” bandariskrar ógnun- ar, þ.e. langdrægar eldflaugar, eldflaugar fyrir kafbáta og sprengjuflugvélar. Þar sem einn hluti þessarar þrenningar veröur sifellt veikari, þ.e. hinar óhreyf- anlegu langdrægu eldflaugar, krefjast herforingjar og margír öldungadeildarþingmenn þess aö úr því veröi bætt. Töframeðaliö heitir MX (Mis- sile experimental) og gæti villt um fyrir hvaöa andstæöingi sem veraskal. Samkvæmt þeirri áætl- un á aö flytja eldflaugarnar slfellt á milli byrgja. Fullkomnar eftir likingar veröa I hlöönu byrgjun- um, svo aö jafnvel best búnu gervihnettir fá ekki greint hvar eldflaugar meö kjarnaoddum eru til húsa hverju sinni. Arás á lang- drægar eldflaugar Bandarikja- manna væri þarmeö alltaö von- laus, enda segir fyrrverandi ráö- gjafi Lyndons Johnsons i utanrik- ismálum, Eugene Rostow: „Hreyfanlegar langdrægar eld- flaugar myndu gjörbreyta jafn- vægi kjarnorkuvigbúnaöar.” Veröugt íhugunarefni fyrir nú- verandi utanrlkisráðherra, sem hefur gert jafnvægi ógnunarinnar aö trúarjátningu sinni. Þar meö er ekki allt taliö. Har- old Brown, varnarmálaráðherra Bandarikjanna, var ekki aö skafa utan af þvi: ,,A þessu ári munum viö búa kafbáta okkar nýjum Tri- dent C-4 eldflaugum ... Farand- flaugar (cruise missiles) munu auka virkni sprengjuflugvéla ... viö aukum á nákvæmni og sprengjuafl langdrægra Minu- teman-eldflauga.” 50 miljaröar dollara, svo hljóö- ar varfærnisleg kostnaöaráætlun Bandarikjanna um frekari vig- búnaö á gildistima SALT II. Verulegum hluta þessarar upp- hæöar veröur variö til vopnateg- unda sem SALT II nefnir ekki. Þar viröast hvorki hugarflugi né kostnaði takmörk sett. Pentagon hefur variö 1,4 miljöröum dollara og einkaiönaö- urinn a.m.k. fjórfalt hærri upp- hæö til aö þróa vopn sem gerir SALT II samninginn i raun aö marklausu plaggi, þ.e. Las- er-byssu til aö vinna á eldflaug- um. Sovétmenn sitja að sjálfsögöu ekki auöum hödnum. Þeir eru m.a. aðreyna aö þróa svokallaöa drápsgervihnetti sem ættu aö geta eyöilagt bæöi njósnagervi- hnetti og eldflaugar andstæöings- ins. Háttsetttur embættismaöur i Hvlta húsinu segir: „SALT II boðar hvorki lok vlgbúnaðar- kapphlaupsins, né lok samkeppn- innar milli Sovétmanna og Bandarikjamanna.” Reynslan af fyrri til- raunum til að takmarka vigbúnað SALT samningarnir eru ekki fyrsta tilraunin til að draga úr vigbúnaöi. Alexander I. rússakeisari fitjaöi upp á þvi áriö 18161 bréfi til breska utanrlkisráðherrans, Castlereagh lávaröar, aö stór- veldin skyldu semja um fækkun i herjum. Attatiu árum siöar bryddaöi Nikulás II. Rússakeisari upp á svipuöum hugmyndum, svo og Woodrow Wilson Bandarikjafor- seti 1918. Allar þessar tilraunir runnu út i sandinn. Sama varö upp á teningnum þegar sovéski utanrlkisráöherrann, Litvinof, stakk upp á „almennri og algerri afvopnun” i afvopnunarnefnd Þjóöabandalagsins áriö 1932. Aö lokinni siöari heimsstyr jöld- inni reyndu Sameinuöu þjóöirnar aö vekja hugmyndina um afvopn- un til lifs en árangurslaust. Aö visu virtist eitthvað miöa i rétta átt, en áriö 1955 geröi bandariskt no, enekki sovéskt njet, út um þá drauma. Harold Stassen dró i. land i nafni rikisstjórnar Eisen- howers: Þaö væri kalt striö og Bandaríkjamenn treystu Sovét- mönnum ekki. Siöan hefur kapphlaupið staöiö og Sovétmenn hafa reynt aö lafa I Bandarikjamönnum, þó aö biliö hafi stundum oröiö alllangt. Þaö var ekki fyrr en strlöiö I Víetnam sýndi fram á takmark- anir bandarisks hernaöarmáttar og Sovétmenn ráku áróður fyrir friösamlegri sambúö, þrátt fyrir Vietnam, aö stórveldin tóku aö ræöast viöi alvöru. Einaf megin- ástæöunum fyrir sáttfýsi Sovét- manna er vafalaust sú, aö til- raunir þeirra til að halda sama styrk og Bandarikin kostuöu miljarði, og þá miljaröi þurftu þeir til aö fullnægja neysluþörf sovétborgarans. Hver varð árangur SALT I samningsms? Ekki skorti á margraddaöan lofsöng um SALT I, sem undirrit- aöur var 1972. Forsöngvari var enginn annar en Richard Nixon, sem taldi samninginn einstæðan i sögunni. Enda var hann sam- þykktur I öldungadeild Banda- rikjaþings meö sama atkvasöa- magni, 88 gegn 2, og svonefnd Ton- kin -samþykkt 1964, sem mark- aöi stóraukin afskipti Bandarikj- anna af Vietnam. Og nákvæm- lega einsog þá kom samþykkt öldungadeildarinnar hernaöar- maskinunni aldeilis I gang. Meö SALT I hófst kostnaðarsamasta timabil i vigbúnaöarkapphlaupi risanna beggja. Samningurinn heimilaöi langt- um fleiri langdrægar eldflaugar en samningsaöilar áttu viö undir- ritun hans. Þaö var áreiöanlega engin tilviljun, a.m.k. ekki af hálfu Bandarikjamanna. Richard Nixon lýsti þvi yfir, er hann kom frá þvi aö undirrita SALT I: „Ekkert afl i heiminum er Bandarikjunum sterkara og mun ekki veröa I framtiöinni. Bandarikin munu aldrei geta fall- ist á annaö.” Vikueftir undirritun samnings- ins lagöi Melvin Laird, varnar- málaráöherra Bandarikjanna, fram á Bandarikjaþingi „fjölda endurbóta á hernaöaráætlun Bandarikjanna m.t.t. SALT-samningsins.” Nýja kjarnorkuknúna kafbáta, langdrægar eldflaugar sem skjóta mátti á loft neöansjávar, endurbætt njósnakerfi o.s.frv., o.s.frv. Þaö -var ekki aöeins bætt viö vopnabirgöirnar, heldur voru geröar gagngerar endurbætur á þvi sem var til, og nýjar tegundir vopna voru framleiddar. Þar nægir aö nefna farandflaugar (cruise missiles) og þá miklu guösblessun fyrir steinsteypueig- endur, nifteindasprengjuna, sem Framhald á blaöslöu 14.,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.