Þjóðviljinn - 05.07.1979, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 05.07.1979, Blaðsíða 16
DJOÐVIUINN Fimmtudagur 5. júll 1979 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9 — 12. f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfs- menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, afgreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348. C 81333 Kvöldsími 81348 Allt á fullu í Neskaupstaö Hátíða- höldin heíjast 1 dag t Neskaupstað er nú allt á fullu við undirbúning afmælishátiðar- innar miklu um helgina og var i gær ma. unnið við að setja upp sýningar, smiða pall fyrir skemmtiatriði útidagskrárinnar oe koma udd stöngum fvrir fána- skreytingu bæjarins. Það er hálfrar aldar afmæli kaupstaðarins sem Nortifirðingar haldauppáá þessuáriogbyrjuöu á strax i janúar, en aðalhátiðin er núna 5.-8. júli. Þegar við náðum tali af Kristni V. Jóhannssyni for- manni háti'ðanefndar sagði hann, að flestallir bæjarbúar hefðu lagt hönd að verki við undirbúninginn, bæði einstaklingar og félagasam- tök, svosem iþróttafélagið, kven- félagið, karlaklúbbarnir og fleiri, auk þess sem bæjarfélagið hefur látið gera á sinum vegum. Hátiðarsvæðið s jálf t er klárt og er það nýtt útivistarsvæði, sem tengir saman sundlaugina og skrúðgarðinn fyrir ofan Kreml. Var i gær verið að smiða þar pall- inn fyrir skemmtiatriðin. í gær var lika verið að taka niður tvær sýningar sem staðaið hafa aö undanförnu i barnaskólanum, annarsvegar á listaverkum i eigu heimamanna, hinsvegar eftir norðfirska tómstundamálara, og setja upp tvær aörar, sem opnað- ar verða á morgun. önnur er myndlistarsýning með verkum eftir Tryggva Ölafsson, Snorra Helgasonog Sigurð Þóri Sigurðs- son. Hin sýnir svipmyndir úr sögu og þróun byggðar, atvinnuhátta ogfélagslífs I Norðfirði. Otalin er þá glæsileg sýning á verkum Gerðar heitinnar Helgadóttur, sem opnuð var i júnl og stendur á- fram yfir hátiðina, en hún er i Egilsbúð. Gerður, Tryggvi og Snorri eru öll fædd og uppalin i Neskaupstað. Bæjarbúar hafa að undanförnu snyrt eigin lóðir og umhverfi og hefur fólk tekið sig saman, farið um og hreinsað börö og læki. Nemendur 9. bekkjar Gagnfræða- skólans hafa undir umsjón kenn- ara slhs Guðjóns Ketilssonar skreytt vesturvegg íþróttahússins og sýna þar leiðir til Norðf jarðar, annars vegar sjóleiðina meö vlk- Framhald á blaöslöu 14. Verðtrygging lifeyrissjóðslána Ákvörðun- ar að vœnta Starfsnefnd skipuð fulltrúum Sambands almennra lifeyrissjóöa og Landssambands lifeyrissjóða mun skila áliti um verðtrygging- armál fasteignalána i dag og mæla með einum af eftirtöldum vaikostum. 1 fyrsta lagi óbreytt ástand, það er hæstir leyfilegir fasteignavext- ir, sem munu veröa orðnir 43.5% 1. des. 1980. i öðru lagi að bæta veröbótaþættinum ofan á grunn- vextina og setja á 6.5% vexti, sem þýðir nánast verðtrygging, og I þriðja lagi verðtryggja lánin al- farið með 2% vöxtum. Kópavogsbær tók i notkun i gær nýja malbikunarvél sem bæði getur lagt gangstéttir og götur, en hægt er að breikka hana i allt að 3 metra. Vélin kom til landsins i fyrra og fékk bærinn hana I vetur, en hún var notuð eins og áður segir i fyrsta sinn i gær. Ljósm. -eik. ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON: Skömm Benedikts tvöföld # Ákvörðun hans brýtur í bága við grundvöll stjómarsamstarfsins og er auk þess hvergi bókuð A fundi framkvæmdastjórnar Alþýðubandalagsins voru rædd- ar blaðafregnir sem borist höfðu um þá furðulegu breytingu sem utanrikisráð- herra hefur gert á útgöngu- heimildum hermanna. Var það einróma skoðun framkvæmda- stjórnar að hér væri brotið gegn samstarfsyfirlýsingu flokkanna og þeim anda að einangra her- inn sem mest frá isiensku þjóð- félagi. Má þar minna á að það hefur verið aukið að flytja her- menn inn á völlinn og minnka búsetu-samskipti hermanna á Suðurnesjum. Akvörðun Benedikts brýtur þvi bæði gegn stefnu þeirri sem Einar Ágústsson fylgdi árin 1971 — 1978 og þeim grundvelli sem stjórnarsamstarfið er byggt á. Ráðherrum Alþýðubanda- lagsins var falið að mótmæla þessu harðlega og knýja utan- rikisráðherra til að afturkalla þessa ákvörðun. Ég vil bæta þvi við að ég setti mig i samband við Helga Agústs son, formann Varnarmála- nefndar og upplýsti hann að á- kvörðun utanrikisráðherra er hvergi bókuð eða bréfuð I gögn- um utanrikisráðuneytisins, og finnst mér furðulegt að utan- rikisráðherra taki svo mikla á- kvörðun án staðfestingar. Það er þvl bæði efnisinnihald og hvernig ákvörðunin er tekin sem er ámælisvert. Tilkynning utanrikisráðherra til Varnar- málanefndar er þvi hvergi bók- uð I skjölum Stjórnarráðsins og kórónar þvi skömm utanrikis- ráðherra — sagði Ólafur Ragn- ar Grimsson er Þjóðviljinn spurði hann álits á ákvörðun Benedikts. —eng. FRAMFERÐI UTANRlKISRÁÐHERRA Á sér engar hlíöstæður # segir Ásmundur Ásmundsson, formaður midnefndar Samtaka herstödvaandstædinga — Þessi ákvörðun kemur eins og þruma úr heiðskfru lofti. sagöi Ásmundur Ásmundsson, form. Miönefndar herstöðva- andstæðinga. Einkum og sér i lagi meö hliösjón af þvi aö her- stöövamáliö virðist vera við- kvæmnismál hjá þessari rikis- stjórn. Utanrikisráðherra tekur ákvörðun upp á sitt eindæmi sem felur I sér algjöra stefnu- breytingu hvað varðar samskipti við ameriska herinn. En eins og menn vita þá hefur alltaf verið litið svo á að herset- an væri óeðlilegt ástand og þvi hefur m.a. ferðafrelsi her- manna verið takmarkað veru- lega. Akvörðunin þýðir hinsvegar að þessi mál eru sett I hendurn- ar á bandaríska hernum sjálf- um, að hans eigin ósk. Það er svo hinsvegar athyglisvert, að hvergi er að finna neinar upplýsingar um það hvernig þessari ákvörðun er háttað. Um það er ekkert bókað og sýnir það best starfsaðferðir utanrikisráðuneytisins i sam- skiptum við herinn. Það kæmi mér á óvart ef þeir aðildarflokkar rlkisstjórnar- innar sem hafa brottför hersins á stefnuskrá sinni breyta ekki þessari ákvörðun. Framkomnar bókanir ráðherra I þessum efn- um stoða nú lltið. Þótt svo veröi þá afsakar það engan veginn vítavert framferði utanrikis- ráðherra sem á sér engar hlið- stæður á vettvangi islenskra utanrikismála. Samtök Herstöðvaand- stæðinga munu að sjálfsögðu gefa út fréttatilkynningu um þetta mál þar sem skoðanir miðnefndar munu koma skýrt fram. —eng. Benedikt Gröndal viki úr embætti Fjölmargir stuðningsmenn Alþýðubandalags- ur megininntak hringinganna verið krafa um að ins hafa hringt til Þjóöviljans vegna þeirrar Benedikt dragi heimildir þessar til baka eða viki ákvörðunar Benedikts Gröndal að leyfa ótak- úr stjórninni. markaða útivist hermanna utan Vallarins. Hef- —eng. -Þig

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.