Þjóðviljinn - 05.07.1979, Blaðsíða 6
6 SIDA — ÞJODVILJINN Flmmtudagur 5. Jiilí 1979
Rf l Felagsmalastofnun Reykjavíkurborgar
'V
DAGVISTUN BARNA, FORNHAGA 8 SIMI 27277
Staða forstöðumanns
skóladagheimilisins Langholts við
Dyngjuveg er laus til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 20. júli. Fóstru-
menntun áskilin.
Laun samkvæmt kjarasamningi borgar-
starfsmanna.
Umsóknir sendist til skrifstofu dagvist-
unar Fornhaga 8 en þar eru veittar nánari
upplýsingar.
Laus staða
Dósentsstaöa í hjúkrunarfræði við námsbraut i hjúkrun i
Háskóla Islands er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsóknarfrestur er til 10. ágúst nk.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega
skýrslu um visindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmiðar
og rannsóknir svo og námsferil sinn og störf.
Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik.
Menntamálaráðuneytið 2. júll 1979.
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
óskar að ráða
LOFTSKEYTAMANN
til starfa á ísafirði nú þegar.
Nánari upplýsingar verða veittar hjá
starfsmannadeild og umdæmisstjóra Isa-
firði.
Sumarafleysmgar
Sjúkrahúsið á Húsavik óskar að ráða
hjúkrunarfræðinga til sumarafleysinga i
júli og ágúst, einnig ljósmóður til sumar-
afleysinga i ágúst. Upplýsingar veita
hjúkrunarforstjóri eða framkvæmdastjóri
i sima 96-41333
Sjúkrahúsið á Húsavík s.f.
HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJA-
VÍKUR
óskar að ráða i stöður deildarfulltrúa og
fjölskylduráðgjafa við
Áfengisvamadelld
Upplýsingar veitir deildarstjóri i sima
82399. Umsóknir skulu berast á þartilgerð
eyðublöð fyrir 20. júli n.k.
HEILBRIGÐISRAÐ REYKJAVÍKUR
Áskriftasími
Þjóöviljans 81333
Siglaugur Brynleifsson:
Gegn kerfínu
Against Method. Outline of an
anarchistic theory of knowledge.
Paul Feyerabend. N.L.B. Verso
1978.
Þessibók Feyerabends er mjög
nýstárleg og skemmtileg og er
þetta fjórða prentun, kom fyrst út
hjá N.L.B. 1975. Höfundurinn
hlaut mikiö lof fyrir þessa bók
þegar hún kom Ut og einnig mikl-
ar aðfinnslur, bókin vakti mjög
mikla athygli og höfundurinn
hefur svarað þeim bitastæðu i
nýrri bók sem kom út nú fyrir
skömmu og heitir „Science in a
Free Society”, gefin út af N.L.B.
Inntak „Against Method” er
hörð gagnrýni á þá visinda-
mennsku sem telur visindin hafa
ast ekki átta sig á þeirri stað-
reynd, aö þvi meira sem maður-
inn veit, þvi minna veit hann,
vegna margfeldni aukinna spurn-
inga við aukna þekkingu. Höf.
krefst þess að innan skólakerfis-
ins sitji kennsla um visindi við
sama borð og kennsla i hinum
ýmsu trúarbrögðum og að þau
séu ekki talinn öruggur grund-
völlur allrar þekkingar.
Þættir Feyerabends um skóla-
kerfið eru allrar athygli verðir,
hann telur kerfið vera æfingu
undir þátttöku i „nútima sam-
félagi” og miöi að þvi að gera
nemendur gagnrýnislausa á kerf-
ið, með þvi að gera það sem slikt
að allsherjar heild alls raunveru-
leika, Iþá sé dengt hæpnum kenn-
svar við flestum spurningum og.
að þau séu fær um aö skýra
náttúrleg fyrirbrigöi á réttan
hátt, búi yfir alfræði mannheima
og kunni ein réttu aöferðirnar til
rannsókna fyrirbrigðanna. Höf-
undurinn er andstæður popp-
eriskri rikhyggju, og sögulegri
nauösyn marxistanna. Höf. telur
að visindinhafi tekið sess galdra
og siöar trúarbragða i hugar-
heimi mannsins ognú þrengi vis-
indin, þ.e. vúlger visindi enn
meira að andlegu frelsi manna,
viðfeðmi og mennskri vfdd,
heldur en þrengstu Utlistarnir
trúarbragðahópa fyrrum. Fey-
erabend rökstyður fyllilega þess-
ar kenningar sínar og tekur dæmi
af Copernikusi og Galileo, New-
ton og Einstein, sem hann segir
aö hafi gengið þvert á allar skil-
greiningar og skynsemihyggju
visindalegra kenninga sinna tima
og hafi einmitt komist aö niður-
stöðum sinum með þvi að brjóta
hefðina.
Höfundurinn vill kveða niður þá
barnalegu oftrú, sem nútima-
maðurinn hefur á hugtakinu „vis-
indi” og „visindamaöur”, sem
oft vill veröa skálkaskjól fáfróöra
og spekúlanta, svo ekki minnst á
aðra „sérfræöinga” og „tækni-
fræðinga”, sem vilja margir
hverjir flokkast undir samheitið
„visindamenn”, þótt kunnátta
þeirra sé þegar á allt er litiö, og
aðstæður timanna hafðar i huga,
talsvertminni heldur en kunnátta
sjómanna og vinnumanna hér
fyrrum, sem tókust á við sin við-
fangsefni af meiri skilningi og
hæfni heldur en þessir gikkir, og
voru auk þess lausir við drýídni
og hroka hinna sérhæfðu fáráðl-
inga.
Feyerabend segir á fyrstu siö-
um rits sins, „að sú veröld, sem
við leitumst við að kanna, sé að
mestu ókönnuð og óþekkt
heild...” Þessi skoðun stangast
mjög svo á við kenningar ýmissa
vfsindamanna af lakari tegund-
inni, sem telja að 80%—90%
allrar vitneskju um heiminn, sé
þegar aflaö. Þeir góöu menn virð-
Hafa
vísindin
tekið sess
galdra og
trúarbragöa
r
i
hugarheimi
mannsins?
ingum um heiminn og samfélagiö
oft af illa menntuöu kennaraliöi,
sem skorti öll tengsl við það sem
nefnt er menning, staðlað lið til
kenningum atferlissálfræðinnar
„fræðslutæknum” rikisvaldsins,
sem séu þrælbundnir kreddu-
‘kenningum atferlissálfræðinnar
ogséu auk þess tengdir hagsmun-
um nýsigagna og kennslubóka-
iðnaðarins og hafi oft beinna
hagsmuna að gæta i hagvexti og
framleiðni þess gróðavænlega
iðnaðar.
Feyerabend telur að þetta
skólakerfi miöi að þvi að þrengja
sem mest hugarheim nemend-
anna og hefti allar sjálfstæðar
hugmyndir oggagnrýni; þótt látiö
sé I veðri vaka að skólakerfið auki
sjálfstæði nemandans, þá er það
gertþannig að gagnrýnin er alltaf
innannauðsynjarkerfisins, skoð-
anir sem stangast á við þetta
skipulagða „sjálfstæði til á-
kvarðana” eru taldar stangast á
við raunskyn og raunsæi og vis-
indalega heimsskoöun.
Feyerabend hefur einnig nóg að
segja um lélegan árangur skóla-
kerfisins og veit einnig að árang-
urinn verður að vera lélegur I
þeim greinum sem skipta mann-
eskjuna einhverju, en tölvu-
greindin ásamt tækniþekkingu
dugar til þess að verða stöðluö
túba i þjónustu hins tæknivædda
samfélags.
Feyerabend drepur litillega á
mennska þörf fyrir einkalíf, en
það form og sú nauðsyn einkum i
uppvexti er af gáfuöum sálfræð-
ingum talin ein brýnasta þörf til
persónulegs þroska. NUtimasam-
félag, tæknivæðingin og hinn
stöðugi markaður þolir ekki til-
vist einkalifs aö neinu ráði.
Markaðskannanir hljóta að rjúfa
friðhelgi einkalifsins, félags-
fræðilegar rannsóknir, sem
venjulega eru tengdar markaön-
um eða rikisvaldinu og þvi i þágu
markaðarins, en oft dulbúnar,
brjóta veggi heimilis og einkalifs
og stuðla þannig að öryggisleysi
og varnarleysi fyrir ágengni póli-
tikusa og kaupsýslubraskara.
Nauðsyn markaðarins krefst þess
að upplýsingar liggi fyrir um
hvern einstakling og svo eru
félagsfræðilegar kannanir fram-
kvæmdar til þess að stöðlunin
gangi sem best.
Höfundurinn f jallar nokkuð um
„visindamanninn” og siðferðis-
kennd hans sem visindamanns,
Feyerabend telur að siðferðis-
kennd hans sé oftast auðveld bráð
„dalsins” og á siðustu árum
„marksins”, þvi að flestir séu
þeir vinnumenn fjölþjóðahringa
eða rikisbákna. Höfundur telur að
engin hætta sé á þvi að tæknivæð-
ingin lamist þótt „visindin” verði
ekki leiðarljós framtiöarinnar.
Hann segir: „þaö verða alltaf til
menn sem munu frekar kjósa að
sinna kreddu visindanna heldur
en að skapa sjálfum sér eigin ör-
lög og sem glaðir munu undir-
gangast andlegan þrældóm i
brauði einhverrar orkumála-
stofnunar, svo framarlega sem
þeim sé borgað vel fyrir. Grisk
menning blómstraði á vinnu
þrælanna, framtiðarrlki okkar
mun blómstra með aðstoð sjálf-
viljugra þræla i háskólum og
efnarannsóknarstofum, sem
munu sjá okkur fyrir gasi, raf-
magni, atómsprengjum, djúp-
frystum réttum og stöku sinnum
fyrir skemmtilegum ævintýrum.
Við munum fara vel með þessa
þræla, við munum jafnvel hlusta
á þá, þvi aö stundum ber það við
að þeir segi okkur eitthvað á-
hugavert, en við munum ekki
leyfa þeim að þrengja hug-
myndafræði sinni inn á börn okk-
ar undir yfirskini „framfarasinn-
aöra” hugmynda um menntun.
Við munum ekki leyfa þeim að
kenna það, að visindin búi yfir
allri þekkingu og að „visinda-
legar staðreyndir séu einu stað-
reyndirnar um lifiö og tilver-
una....” og hann bætirvið: „Hinn
sjúklegi barbarismi visinda og
tæknialdar veröur aðeins rofinn
og kveðinn niður með aðskilnaði
rlkisvalds og visinda, þ.e. að vis-
indi og tækni veröi ekki réttlætt af
rikisvaldinu, og þá fyrst gefst
okkur tækifæri til þess að ná þvi
stigi mennsku sem er á okkar færi
að ná, en sem við höfum hingaö til
ekki getað framkvæmt i mann-
heimum”.
Höfundurinn býr yfir mikilli
þekkingu og það sem meira er, er
óbundinn kreddum, en sjaldan
hefur kreddan ráðið örlögum
manna róttækar en nú á dögum,
kreddan um nauðsyn aukinnar
tæknivæðingar og visindalegrar
stöölunar mennsks hráefnis. Bók
þessa ættu sem flestir aðlesa.