Þjóðviljinn - 05.07.1979, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 05.07.1979, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓDVILJINN Fimmtudagur 5. júll 1979 Umsjón: Magnús H. Gíslasson Aflabrögöin Frá Raufarhöfn Lokauppgjör frá Raufarhöfn og Þórshöfn. — Rœkjuaflinn á Kópaskeri Alls biia nú samanlagt um 1000 manns á Raufarhöfn og Þórshöfn. Iviö fleiri búa á Raufarhöfn en ekki er munurinn mikill. Sjálf- sagt hafa þessir tveir staðir verið oftar I fréttum nú i vetur en nokkru sinni fyrr. Haffsinn fyrir Norður- og Austurlandi sá fyrir þvl um leiö og hann lagði atvinnu- lif þorpsbúa svo til algerlega niður um tlma. Enn hefur ekki tekist að reikna fullkomlega út það fjárhagslega tjón sem varð á þessum stöðum bæði I aflatjóni og veiðafæratjóni ásamt ýmsu öðru, en vlst er að það eru háar tölur fyrir ekki stærri byggðarlög. Ef aflatölur fyrstu fjóra mánuði ársins eru kannaðar fyrir þessa staði kemur I ljós að aflabrögðin fyrstu þrjá mánuði ársins voru nokkuð góö miðað við I fyrra, sér- staklega þó hjá Þórshafnarbátum sem nærri tvöfölduðu afla sinn þetta tlmabil miðað við slðustu vertið. Aftur á móti setur aprll siðan stóra strikið I reikninginn eins og svo vlða fyrir Norður- landi. A Raufarhöfn er aprflaflinn nærri tvöfalt minni en I fyrra og á Þórshöfn en hann þrefalt minni eða ekki nema 142 tonn á móti 530 tonnum I fyrra. Sllkar tölur segja meira en mörg orð. Við skulum þvl venda okkur I að kanna aflamagn bátanna á Mel- rakkasléttunni, en að þessu sinni er heildaraflamagnið gefið upp fyrir alla bátana á hverjum stað og eru það bæði neta og llnubátar. Á Raufarhöfn lönduðu alls 7 bátar afla þegar mest var. Heildaraflinn hjá þeim 4 fyrstu mánuðina varð 349,4 lestir og aö auki landaði skuttogarinn Rauði- núpur alls nlu sinnum á Raufar- höfn þennan sama tlma alls 1.014 lestum. Heildaraflinn 4 fyrstu mánuð- ina: 1978 1.3911. 1979 1.4381. Eins og áður sagði sátu allir bátar fastir I höfninni á Þórshöfn framan af aprllmánuði, nema þá þeir sem flúiö höfðu undan Isnum suöur á bóginn. Samanlagður afli llnu- og neta- báta sem lögðu upp á Þórshöfn 4 fyrstu mánuðina var samtals 616.3 t. Skuttogarinn Dagný SI 70 land- aði tvisvar á Þórshöfn en átti samkvæmt samningi að gera oftar meöan Isinn gerði Þórs- hafnarbátum ókleift að stunda veiðar. Dagný landaði I þessi tvö skipti 230,5 t, og skuttogarinn Rauðinúpur landaöi einu sinni á Þórshöfn 48,5 t. Heildarflinn á Þórshöfn 4 fyrstu mánuði ársins: 1979 9591. 1979 9491. Við látum fyglja með tölur yfir rækjulöndun á Kópaskeri. 4, fýrstu mánuði ársins hafði verið landaö alls 210.298 kg af rækju á Kópaskeri og var mest landað I april 61.074 kg. „Lítið fiskerí” Rætt við Arnþór Karlsson á Þórshöfn „Það er hægt að segja það, að hér varð ekkert úr vetrarvertiö- inni. Isinn lokaði öllu hér fyrir utan alveg fram til 15. mai,”sagði Arnþór Karlsson fréttaritari Þjóðviljans á Þórshöfn i viðtali við blaðið nú I vikunni. „Eftir að Isinn hvarf var hér ágætis veiði á miöunum fyrir utan nesið, en þá fylltist allt af bátum úr Eyjafiröinum og allt austur eftir, alveg suður að Eskifirði, og þá var fiskurinn fljótur að hverfa aftur. Annars hefur litið sem ekkert fiskeri verið það sem af er, sjór- inn er ennþá svo kaldur oglltil áta þvi I honum ennþá. Hvernig varð með tjón hjá bát- unum vegna fssins? „Hérna varð þó nokkurt tjón á netum, aöallega þorskanetunum. Einnig löskuöust nokkrir bátar lltillega en mest er sjálfsagt tjón- ið á Faldi, hann var tekinn I slipp nú fyrir stuttu og þá komu I ljós miklar skemmdir, þannig að likast til missir hann alveg af sumarvertlðinni. Hvernig er með aflabrögöin núna? „Það hefur ekkert verið slðast- liðnar þrjár vikur, ekkert fengist á færi, en núna er hins vegar verið að landa hér grálúðu úr Snæfellinu, skuttogara þeirra Hriseyinga. Aftur á móti kom grásleppuvertlðin bara vel út, þó veiðitiminn hafi verið I styttra lagi þetta vorið. Hvernig er með samgöngur á landvegi? „Sumarið er ókomið, mikill kuldi ennþá ráðandi. Vegirnir eru flestir að komast I viðunandi horf, en samt er td. Axarfjarðarheiði ófær ennþá. Eitthvað annað að frétta úr þorpinu? „Já, Björgunarsveitin Hafliði var endurvakin fyrir stuttu og stendur til að hún reisi björgunar- skýli úti á Skálum, nú i sumar. A Skálum lagðist öll byggð I eyði fyrir nokkrum árum en áður var þar td. veðurathugunarstöð sem sjómenn höfðu mikiö öryggi af. Þeir voru þvl nokkuð óánægöir meö sln öryggismál þegar sú at- hugunarstöð lagðist af, en vonandi veit þetta á gott ef reist verður skýli þarna út frá. Annars er ekki annað hægt að segja en að menn eru bjartsýnir hér á Þórshöfn og vonast til að aflinn og allt annað eins og veðrið fari nú að lagast”, sagði Arnþór aö lokum. -lg. Á Flatey standa til Miklar framkvæmdir Allt þykir til þess benda, að töluverð umsvif verði á Flateyri I sumar, að því er Vestfirðingur segir okkur. Gert a- ráð fyrir verulegum Ibúðabyggingum, lag- færingu á höfninni, flugvellinum o.fl. Byggingaframkvæmdir A komandi sumri verður mikið um Ibúöabyggingar á Flateyri. A vegum hreppsins verður byggt 6 ibúða kjarnahús. Byrjað verður á 5 einbýlishúsum og haldið áfram byggingu þriggja annarra, sem hafið var að byggja s.l. haust og þá lokið viö grunna. FrystihúsiB mun byggja mjöl- skemmu við beinamjölsverk- smiðjuna. Einnig er ætlunin að bæta vélabúnað verksmiöjunnar árið 1978 og munu nú vera um 480 manns á ibúaskrá. 1 raun eru bú- settir á 6. hundrað manns á Flat- eyri þegar með er talið aðkomu- fólk, sem vinnur hér en er skráð annarsstaðar. Sýnir þetta hver knýjandi þörf er á auknu Ibúðar- húsnæði. Góð atvinna Atvinna hefur veriö bæði jöfn ogmikilþaðsemaf er árinu. Afli, sem kominn var á land um miðj- an júnl mun vera yfir 3000 tonn. Hefur togarinn stundum legið dögum saman I höfn þegar ekki hefur hafst undan að vinna afl- ann. Undanfarið hefur togarinn verið á grálúðu- og karfaveiðum. Mikil þörf er á lagfæringu á margra mati, að gera brautina frostþolna. Nokkrir einstaklingar hér hafa ráðist I aö kaupa sér fjögurra sæta flugvél. Ekki er vélin ætluð til leiguflugs en það veitir mikla öryggiskennd að vita af henni, einsog samgöngum er háttað hér yfir vetrarmánuöina. Heilsugæsla Flateyrarhreppur er I sam- vinnu við Mosvallahrepp og Mýrarhrepp aö koma á skipu- lagðri öldrunarþjónustu. Veröur það bæði 1 formi hefðbundins elli- heimilis og með aðstoð I heima- húsum. —mhg Mikið er um byggingaframkvæmdir á Flateyri I ár. og gera hana hæfa til að vinna feitfisk, en eins og er verður að senda allt slikt hráefni burt til vinnslu. Gert er ráð fyrir að af- köst mjölverksmiðjunnar verði um 100-150 tonn á sólarhring. Þá er sveitarfélagið aö byggja iþróttahús og sundlaug. Verður I ár unnið fyrir 55 milj. kr. Þetta veröur mikið hús með innilaug. í þessum áfanga verður unniö við laugina sjálfa og þjónustuhlutann ai byggingin yfir laugina sjálfa blöui-. Vonast menn til að geta notaö laugina san útilaug jafnvel þegar 1 haust. Trúlega verða einnig eitthvað um byggingar hjá Kaupfélagi On- firðinga. Hefur heyrst að það ætli að stækka sláturhús sitt, með þvi að byggja fjóröa húsið I sam- stæðuna. Eins og þessi upptalning ber með sér verður mikið um bygg- ingaframkvæmdir á Flateyri I sumar. Nokkur hætta er á aö vöntun verði á byggingaiðnáðar- mönnum þrátt fyrir að á Flateyri búi og starfi allstór hópur ágætra byggingamanna, sem vinna að framkvæmdum bæði innan staðarins og utan. tbúum fjölgar Ibúum Flateyrar fjölgaöi um 20 hafiiaraðstöðu. 1 sumar á að vinna fyrir 18 milj. kr. við hafnar- kantinn. En meira má ef duga skal og þarf að bæta hafiiaraö- stöðuna ennþá betur þvl mikill órói er í höfninni I vissum vindátt- um. Akveðið hefur verið að byggja grjótgarð út af Ránargötu og var það raunar á dagskrá árin 1977 og 1978. Verkinu var þá frestað til ársins 1979. Og enn var þvl frestað en f jármagnið látið renna til Bolungarvikur til að bæta þar loðnulöndunaraðstöðuna. Nú er hafnargerðin áætluð á árunum 1981-1982, svo frestunin er orðin fjögur ár. Þegar nýi hafnargarðurinn er kominn verður innkeyrslunni I bæinn breytt og farið niður fyrir bakkana á Sólvöllum. Trillur eru byrjaöar róðra en ógæftasamt hefur verið og afli tregur þá gefið hefur. Flugmál Til framkvæmda við flugvöllinn I Holti hafa verið veittar 12 milj. kr. Ekki er enn vitaö I hvaöa framkvæmdir verður ráðist en af nógu er að taka þvi margt er þar ógert. Einna brýnast er, að Húsmæöra- vikan í Bifröst Hin árlega húsmæðravika kaupfélaganna og Sambands- ins var haldin i Bifröst I Borgarfirði 5. — 12. júnl s.l. Þátttakendur voru 55 frá 14 kaupfélögum vlðsvegar um landið. Forstöðumaður hús- mæðravikunnar var Guð- mundur Guðmundsson, fræðslufulltrúi Sambandsins. Dagskrá húsmæðravik- unnar var með heföbundnum hætti m.a. erindi, skoðunar- ferðir, vörukynningar og kvöldvökur. Húsmæðravikan tókst m jög vel, og I ávarpi I lok vikunnar færöu þátttakendur Sambandinu og kaupfélög- unum þakkir fyrir að hafa fengið tækifæri til aö dvelja á húsmæðravikuni. Einnig létu þátttakendur iljósánægju með allan aöbúnað I Bifröst og voru starfsfólki svo og umsjónar- mönnum húsmæðravikunnar færðar sérstakar þakkir.-mhg Samgöngubætur í Skagafirdi Meöal stærstu verkefna, sem unnið verður að á næstu árum samkvæmt nýsamþykktri vega- áætlun er bygging brúar yfir Héraðsvötn á Grundar- stokk. Veruleg bið hefur á þvi orðið, að framkvæmdir hæfust við þetta nauðsynjaverk. Sjö ár eru liðin, siðan vegllnan var ákveöin og fyrstu áætlanir gerðar um brúna. Það hendir æði oft, að vegurinn um Vallbakka teppist, bæði vegna vetrar- og vorflóða og skaf- rennings, enda er vegurinn á köflum fremur tröð en venjulegur vegur. Hinsvegar hefur ekki verið lagt I að hækka veginn vegna flóðahættu, sem þaö skap- aði fyrir bæi I Austur Hólm- inum. Hefur þvl verið ákveðið aö leggja nýjan veg á öðrum stað og brúa Vötnin sunnar, trúlega I nánd við Syðstu-Grund I Blöndu- hllð. Jafnframt þvl, sem brúin er byggð, veröur að ýta upp miklum flóðgörðum og gleypa þeir drjúgan hluta kostnaðarins við þessa samgöngubót. Fyrirhugað er að framkvæmdir hefjist á næsta ári og verður þá varið til þeirra 200 milj. kr. Ætlunin er svo aö vinna fyrir 510milj. kr. árið 1981 og 300 milj. árið 1982. Samhliða þessu eru verulegar framkvæmdir áformaðar á Út- Blönduhllðarvegi, hvað ekki er vanþörf á. 1 ár á aö vinna þar fyrir 16 milj. kr. og 50 milj. á árinu 1981. A Sauðárkróksbraut er hug- myndin að vinna fyrir 130 milj. kr. á næstu þremur árum, og verður fyrst farið I Hóltsmúla- sundið. A Sauðárkróksbraut er mikil umferð og veruleg þörf á að leggja hana bundnu slitlagi. Til þess eru ætlaðar 100 milj. kr. á árinu 1982. —mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.