Þjóðviljinn - 05.07.1979, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. júll 1979
Þremur árum eftir október-
byltinguna 1917 var fyrsta lands-
mótiö f skák haldió i
Sovét-Rússlandi, þar sem hinn
heimsfrægi skákmaöur
Alexander Alekh&i bar sigur úr
býtum, eins ograunar haföi veriö
vænst. Sjö árum síöar varö
Alekhfn heimsmeistarieftir sigur
f einvfgi viö Capablanca. A þeim
tfma var hinn frægi rússneski
skákmeistari ekki lengur sovésk-
ur borgari. Hann fór úr landi 1921
i skákferöalag og dvaldist um
kyrrt erlendis. Harmaöi skák-
meistarinn þaö mjög allt sitt lff.
Hann haföi f hyggju aö snúa heim
aftur, en áöur en af þvi yröi vildi
hann umfram allt heyja heims-
meistaraeinvfgi viö Mikaíl
Botvinnik, er þá var fremstur
ungra, sovéskra skákmanna. Þær
fyrirætlanir áttu þó ekki eftir að
verða aö veruleika: 1946 lést
Alekhin skyndilega í Estoril i
grennd viö Lissabon, aöeins 54 ára
aö aldri.
Alexander Alekhin var fjölhæf-
ur skákmaöur. En i skáksögunni
veröur hans þó fyrst og fremst
minnst sem „leikfléttusnillings”.
Hann átti sér engan lfka f taktisk-
um flækjum og leikfléttur hans
eru enn skákmönnum f mörgum
löndum uppspretta nýrra hug-
mynda. A skákferli sinum tefldi
Alékhin nálega 1500 kappskákir á
mótum og i einvigum og tók þátt f
24 einvigum, þar af fimm um
heimsmeistaratitilinn. Alékhfn
Karpov teflir fjöltefli
Frá Alékhín til Karpofs
tapaöi aöeins einu slfku einvigi,
fyrir Max Euwe frá Hollandi, en
hann endurheimti heimsmeist-
aratitilinn tveim árum sföar.
Fjóröi heimsmeistarinntók þátt i
87 mótum, sigraöi í 49 þeirra og
var jafn öörum í fyrsta sæti á 13
mótum í viöbót.
Botvinnik
Eftir dauða Alekhin var enginn
heimsmeistari um skeiö. En 1948
vann hinn 37 ára gamli Mikhail
Botvinnik heimsmeistaratitiiinn,
er hann sigraöi i fjögurra
umferöa skákmóti þar sem þátt-
takendur voru fimm sterkustu
stórmeistarar heims.
Botvinnik er doktor í tækni-
visindum og afstaöa . hans til
skákarinnar lfka mjög vfsinda-
leg. Þau 15 ár, sem hann var
heimsmeistari, vann hann mjög
aö skákrannsóknum, og þaö er
ekki til það svið skákarinnar, sem
meistarinn glimdi ekki viö I
fræðilegum rannsóknum sinum.
Þaö er erfitt aö skilgreina stii
Botvinniks. Botvinnik leggur
mikiö upp úr hverjum leik, og
hanri leitast við aö skapa sam-
ræmda heild i hverri skák sem
hann teflir. Botvinnik sagöi sjálf-
ur einhverju sinni,aðskákmaöur,
sem vildi komast i úrvalshóp
stórmeistara,þyrfti aö standast
fjórar kröfur: Aö hafa hæfileika,
vera heilsuhraustur, vera
baráttumaöur og þekkja leyndar-
dóm sérstakrar þjálfunar.
Botvinnik var gæddur öllum þess-
um eiginleikum.Alekhín sagöi um
hann: „Auk mikilla hæfileika hef-
ur Botvinnik alla þá eiginleika,
sem skera úr um árangur,
óttaleysi, sjálfstjórn og óbrigðula
hugkvæmni viö stööumat.”
Eftir aö Botvinnik tapaöi
einvigi viö Tigran Petrosjan áriö
1963 ákvaö hann aö gera ekki ný ja
tilraun til þess aö endurheimta
titilinn, og skömmu slöar hætti
hann svo til algerlega aö tefla.
Skákafrek hans eru sannarlega
fágæt. Hann tók þátt I 59 mótum,
sigraöi i 33 og i sex öörum var
hann I fyrsta sæti ásamt öörum.
Smislof og Tal
Sjötti heimsmeistarinn, Vasfll
Smislof, hélt titlinum aöeins
skamma hriö. Hann vann hann i
einvígi viö Botvinnik áriö 1957 en
tapaði honum til hans aftur i
nýju einvigi ári sföar. Þrátt fyrir
þaö skiptar Smislof veröugan
sess meöal heimsmeistara f skák.
Enn f dag nær hann góöum
árangri 1 meiriháttar alþjóðleg-
um skákmótum, þótt hann sé
orðinn 58 ára aö aldri. Hann er
töframaöur i skák er leggur
áhershi á stöðuþróun, leikur aö
þvf er viröist venjulega leiki en
styrkir stööu sina á vlsindalegan
hátt, og eftir aö hafa öðlast
minnstu yfirburöi vinnur hann
örugglega úr þeim. Oft skilur
andstæöingurinn ekki hvers
vegna hann tapaöi. 1 þvf felast -
sérkenni hans sem stórmeistara.
Smislof er einskis eftirbátur I
endatafli, og þaö ber vitni um
mikinn skákstyrkleika.
Smistoflegguráherslu á þaö, er
hanntalar um sköpunarhæfileika
sina, aö hann leggi mest upp úr
rökfestu og samkvæmni áætl-
unarinnar. Smislof segir þó, aö
skákin megi alls ekki vera sneydd
hugarflugi og skapandi hugsun.
Einhæfni lföst ekki i skák.
Likt og Smislof vann Mikhall
Talfyrst heimsmeistaratitilinn af
Botvinnik áriö 1960 og tapaði hon-
um sföan til hans aftur í nýju
einvigi ári siöar.Tal er mjög hæfi-
leikarikur skákmaöur. Hann var
ekki oröinn 24 ára, er hann varö
heimsmeistari.
Tal er „reikniheili” f skák. 1
huganum reiknar hann út hin
flóknustu afbrigöi með ótal
möguleikum. Hugsun hans
beinist alltaf aö þvf aö finna
fléttu. Hann er ákafur í að fórna
peðum ogmönnum, oftán þessaö
vfsbending sjáist um aö fórnin sé
hagkvæm. En þótt þessar fórnir
séu síöur en svo alltaf augljósar,
þá hrósar Tal jafnan sigri að lok-
um. Þeir eiginleikar áttunda
heimsmeistarans aö taka áhættu,
vera ótillitssamur og sækjast
stöðugt eftir harðri baráttu hafa
aflaö honum margra aödáenda
meöal skákunnenda iheiminum.
Þvi miöur erTal ekki gæddur
einum þeirra fjögurra eiginleika
sem taldir eru I skilgreiningu
Botvinniks: Hann er ekki
heilsuhraustur, og það kemur
stundum fyrir, aö hann getur ekki
lokiö mótum. En MikhaflTal er
mikill skákunnandi og tekur enn
oft þátt i' stórmótum þar sem
hann skapar meistaraverk á
skáksviöinu, líkt og á sinum yngri
árum, og er sigursæll á sterkum
skákmótum.
Petrosjan
og Spasski
Tigran Petrosjan, sem tók við
heimsmeistaratitlinum af Bot-
vinnik, hefur veriö og er lýst sem
„hinum viljafasta Tigran”. Hann
taparmjög sjaldan skák og tekur
nálega aldrei áhættu. Viö
skákboröiö er hann hagsýnn,
stundum e.t.v. of friösamur, en sú
afstaða til skákarinnar hefur oft-
sinnis færthonum og færir honum
enn góöan árangur. Petrosjan
sjálfur gerir nálega engin mistök,
en hann er fljótur aö sjá minnstu
ónákvæmni hjá andstæöingnum
og að hagnýta sér hana. Það er
óþarft að taica það fram, að lfkt og
allir góðir skákmeistarar er hann
ekki einhæfur, hreinar fléttur tfi
lausnar á stööunni ásamt fórnum
og leifturárásum er einnig aö
finna i skákum Petrosjans. En
þetta er ekki þaö sem einkennir
skákstil hans. Petrosjan teflir
stöðugt án þess aö afturför sé aö
merkja f skákum hans.
Petrosjan varfertugur, er hann
tapaði heimsmeistaratitlinum ár-
iö 1969 í einvigi viö hinn 32ja ára
gamla BorisSpasskf.Um skákstfl
Spasskis geta ekki veriö deildar
meiningar: Hann er fjölhæfur
skákmaöur, bæði sóknar- og
varnarskákmaöur, viljasterkur
og baráttuglaður, gæddur þeim
eiginleika að geta haldiö rósinni,,
jafnvel á æsilegustu stundum .
Skákir hans eru stundum mjög
áhugavekjandi, stundum mjög;
rólegar á yfirboröinu, og hann er
jafnvfgur i opnunum, i miötaflinu
og endataflinu.
Spasski ávann sér titilinn
alþjóölegur stórmeistari átján,
ára gamall. Eftir aö hann tapaöi
heimsmeistaratitlinum áriö 19721
einvfgi viö Robert Fischer,
Bandarikjunum, hefur hann ekki
gefiö upp vonina um aö endur-
heimta skákkórónuna. Hann er
stöðugt I hópi áskorenda og erenn
talinn i' hópi þriggja sterkustu
skákmanna heims. Spasski
álítur, að hann sé enn ekki of
gamall til þess að sjá vonir sinar
rætast, og flestir skáksér-
fræðingar eru honum sammála
um þaö.
Sá yngsti
Anatolf Karpof var lýstur tólfti
heimsmeistarinn i skák áriö 19715
eftir aö Robert Fischer haföi neit-
aö aö verja titil sinn í einvigi við
hinn 24 ára gamla sovéska stór-
meistara. Þrem árum sföar bair
hann sigur úr býtum i einvigi vifi
áskorandann Viktor Kortsnoj og
staöfesti þannig rétt sinn til þess
aö kallast sterkasti skákmaöur
heims.
Hinn nýi heimsmeistari hefur
alltaf leitast við að þróa með sé:r
sem fjölbreytilegastan skákstil.
Karpof játar þó sjálfur, aö ætti
hann aö velja um aö beina skák I
farveg fléttu eða stööubaráttu, þá
myndi hann kjósa sföari kostinn.
Hann er andlega skyldari
Capablanca en t.d. Tal.
Karpof hefur sagt oftar en einu
sinni, aö þaö sem skipti hann
mestu máli í skák sé hæfileikinn
til þess aö vinna sigur. Hann er
mjög sterkur skákmaöur. Frá þvi
Karpof varö heimsmeistari hefur
hann tekiö þátt i 16 meiriháttar
mótum og f 14 þeirra hefur hann
sigraö eöa oröiö jafn öörum i
fyrsta sæti. Hann er hagsýnn og
rökfastur skákmaöur. „Ég tefli
„nákvæma skák”, foröast
áhættu, leitast viö að láta tæknin a
ráöa úrslitum i skákinni,” segir
Karpof hreinskilnislega. „Ég
held, aö þetta sé einmitt þaö, sem
rökfræöi skákarinnar krefst.”
Þaö er e.t.v. ekki úr vegi aö
bæta þvf við, aö i hverri skák, allt
frá byrjun, þá stefnir Karpov ein-
ungis aö vinningi. En að sjálf-
sögöu beitir hann mismunandi
aðferðum til þess aö ná sigri, allt
eftir þvf hvaöa stll andstæðingur-
inn hefur.
Líklega væri rétt aö tala ekki
um skákstíl Karpofs fyrr en hann
er kominn I fastari og
óumbrey tanlegri skorður.
Heimsmeistarinn er aöeins 28 ára
gamall, hann heldur áfram aö
auka styrk sinn og enn er rúm
fyrir meiri fullkomnun.
Sameiginlegt einkenni allra
heim smeistara i skák, sem
upprunnir eru I Sovétrikjunum er
þaö, að þeir hófu allir skákferil
sinn á skólaárum sinum f skák-
klúbbum i ungherjahöllunum.
Botvinnikog Spasskif Leningrad,
Smislof í Moskvu, Tal I Riga,
Petrosjan f Tbilisi og Karpof í
Zlatoust í úral.
A. Srébnltski (APN)
Tökum að okkur viðgerðir og nýsmiði á fasteignum. Smiðum eldhúsinnréttingar; einnig við- gerðir á eldri innréttingum. Gerum við leka vegna steypugalla. Verslið við ábyrga aðila TRÉSMIÐAVERKSTÆÐIÐ Bergstaðastræti 33, simar 41070.
Blikkiðjan
Asgaröi 7, Garöabæ
önnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmiöi.
Gerum föst verötilboö
SIMI 53468