Þjóðviljinn - 06.07.1979, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 06.07.1979, Qupperneq 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. júll 1979 Ársþing L ionshreyfingarinnar Mestu Lionistar í heimi 24. ársþing Lionshreyfingarinn- ar á Islandi var haldiö á Akureyri dagana 8. og 9. júni 1979. Var þetta fjölmennasta Lions- þing á Islandi, sem haldið hefur verið, en það sóttu tæplega 300 Lionsfélagar hvaðanæfa af land- inu auk gesta og eigin- kvenna þingfulltrúa. Lokahófið sem haldið var i Sjálfstæðishús- inu að þinginu loknu, sóttu um 500 manns. island, sem er Lionsumdæmi 109 i alþjóðasambandi Lions- klúbba, skiptist i tvö umdæmi, 109 A og 109 B. Eru 77 starfandi klúbb ar i landinu með tæplega 30Ó0 fé- laga og er ísland „þéttbýlasta” Lionsland i heimi. Fjölumdæmisstjóri, sem er helsta virðingarstaða félagsskap- arins var sjálfkjörinn Olafur Þorsteinsson, Reykjavik. Ritari var kjörinn Gissur K. Vilhjálms- son, Hafnarfirði og gjaldkeri Björgvin Schram, Reykjavik. Verkstjórar á móti þakbindingu t fréttatilkynningu um 18. þing Verkstjórasambands Islands er skýrt frá því að þingið hafi varað mjög við þakbindingu launa og telji að til frambúðar leiði hún til algerrar ringulreiðar i launa- málum. Segir i þvf sambandi að laun verkstjóra hafi rýrnað um 10% i samanburði við við- miðunartaxta Dagsbrúnar. Þingið, sem haldið var á Laugarvatni, samþykkti þess utan að auka greiðslur úr sjúkra- sjóði og breytti jafnframt reglu- gerð sjóðsins. Einnig voru gerðar ályktanir um lifeyrismál og breytingar gerðar á reglum orlofssjóðs og á lögum sam- bandsins. 1 stjórn verkstjórasambandsins eru Kristján Jónsson, Reykjavik, forseti, óskar Mar, Reykjavik, varaforseti, Bergsveinn Sigurðs- son, Hafnarfirði, Páll Guðmundsson, Reykjavik, Jón Erlendsson, Rvk., Sigurður Helgason og Arni V. Árnason. j eng. Rudolf Piernay Námskeið fyrir ein- söngvara Námskeið fyrir einsöngvara verður haldiö i' Reykjavik dagana 27. ágúst til 15. september n.k. Kennari verður Rudolf Piernay, prófessor við Guildhall School of Music and Drama. Kennsla fer fram i einkatimum og hópkennsla verður á kvöldin. Rudolf Piernay er þekktur bassasöngvari. Hann nam söng og pianóleik I Þýskalandi, við Berhn Konservatorium og Staat- liche Hochschule fur Musik, og I Englandi, við Royal Academy of Music og Guildhall School of Music and Drama. Tvö ár i röð bar hann sigur úr býtum i söngv- arakeppninni „Podium Junger Solisten”. Hann hefur haldið fjöl- marga einsöngstónleika og sung- ið I óperum og oratorium viöa um Evrópu og hlotið mjög góöa dóma. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir aö hafa samband við söng- konurnar Ingu Mariu Eyjólfsdótt- ur, simi 50222, ogElinu Sigurvins- dóttir, simi 13048. Rit um málefni vangefinna Styrktarfélag vangefinna hefur vegna fjölda áskorana gefið út fjölritað rit með útvarpserindum, sem flutt voru i tilefni 20 ára af- mælis félagsins á sl. ári. Eftirfarandi höfundar skrifa I ritiö: Halldór Þormar, dr. Phil.: Um orsakir vangefni. Margrét Margeirsdóttir, félagsráðgjafi: Félagsleg þróun i málefnum þroskaheftra. Sigurjón Ingi Hilariusson, sérkennari: Kennsla og þjálfun vangefinna. Jóhann Guðmundsson, læknir: Að eiga vangefið barn. Ritiö fæst á skrifstofum Styrktarfélags vangefinna, Laugavegi 11 og Landssam- takanna Þroskahjálpar, Hátúni 4A og kostar 2000 kr. Fákur kaupir jörð i Flóa Hestamannafélagið Fákur hef- ur keypt jörðina Ragnheiðarstaði 1 Gaulverjabæjarhreppi og verð- ur hún nýtt sem beitiland fyrir hross félagsmanna fyrstum sinn, en einnig er stefnt að þvi að þar verði aðstaða fyrir tamningastöö og hugsanlega lika reiðskóla og námskeiðahald á vegum félags- ins. Kaupverð jaröarinnar er 37 milj. kr., en Ragnheiðarstaðir er 800hektara jörð, bæði tún og vall- lendi. Hún er skammt frá Stokks- eyri og góð aðstaða til útreiöa i nágrenninu. Er ætlunin að félags- menn geti fengið á leigu girðing- arhólf fyrir hross sin og aðstaða veröur fyrir þá sem dvelja vilja i tjöldum eða hjólhýsum og stunda útreiðar. Ráðinn veröur bústjóri til að annast eftirlit. Eins og fram kom i Þjóöviljan- um hefur borgarráð Reykjavikur nýlega samþykkt að heimila Fáki afnot af beitarlandi á jöröunum Saltvlk og Arnarholti á Kjalar- nesi. GHeöitidindi Framhald af bls. 16 sala ihádeginuerhins vegar tak- mörkuð. Afengi má aðeins veita til matargesta I hádegi á virkum dögum frá 12 tíl 14.30 en barir mega þó einungis vera opnir frá 12-13. Afengi má eftir sem áður selja án takmarkana frá 12-14.30 á laugardögum, sunnudögum og almenna fridaga. Heimilt verðuraö veita áfengi á herbergi til fastra dvalargesta á gistíhúsi frá kl. 14.30 til kl. 18. Hingað til hefur þurft að loka veitingahúsum kl. 23.30 en hér eftir er heimilt aö hleypa gestum inn meðan húsrúm leyfir. Afeng- isveitingum á að hætta hálfri klukkustund áður en skemmtun lýkur. Þess skal getið að breyting þessi er gerð i kjölfar samþykkt- ar borgarstjórnar Reykjavikur um rýmkaðar reglur, en reglu- gerðin gildir ekki i öörum bæjar- félögum fyrr en þau hafa sam- þykkt hana. —GFr sjónvarpið bilað? Skjárinn Sjónvarpsverfestói Bergstaðast rcati 38 Pipulagnir Nýlagnin breyting- ar, hitaveituteng- ingar. Sími 36929 (milli kl. 12 og I og eftir kl. 7 á , kvöldin). SKEMMTANIR UM HELGINA Borffartiini 32 Simi 85733 FöSTUDAGUR: Opið kl. 9-1. Diskótek uppi. Lokað niðri vegna breytinga. LAUGARDAGUR: Opiö kl. 9-2 Diskótek uppi. Lokað niöri vegna breytinga. Borgartúni 32 Simi 35355. FÖSTUDAGUR: Opið kl. 9-1. Hljómsveitirnar Hafrót og Picaso leika. Diskótek. LAUGARDAGUR: Opið kl. 9-2. Hljómsveitirnar Haf- rót og Picaso leika. Disko- tek. SUNNUDAGUR: Opiö kl. 9- 1. Diskótek. Hótel Borg Ingólfscafé Alþýðuhúsinu — simi 12826 FÖSTUDAGUR: Opið kl.. 21—01. Gömlu dansarnir. ‘ LAUGARDAGUR: Opið kl. 9—2. Gömlu dansarnir. Simi 11440 FöSTUDAGUR: Dansað til kl. 01. Diskótekið Disa. LAUGARDAGUR: Dansaö til kl. 02. Diskótekiö Disa. SUNNUDAGUR: Dansaö til kl. 02. Gömlu dansarnir. Hljómsveit Jóns Sigurðs- sonar og söngkonan Mattý. Diskótekiö Disa. Matur er framreiddur öll kvöld vikunnar frá kl. 18. FIMMTUDAGUR: Dansaö til kl. 11.30. Diskótekið Dfsa. Tónlistarkvikmynd- ir. —í VEITINGAHUSIO I HOTEL LOFTLEIÐIR Simi 22322 BLÓMASALUR: Opið alla dagavikunnarki. 12—14.30 Og 19—22.30 VÍNLANDSBAR: Opiö alla daga vikunnar, nema miö- vikudaga, kl. 12—14.30 og 19— 23.30. nema um helg- ar, en þá er opiö til ki. 01. VEITINGABÚÐIN: Opið aila daga vikunnar kl. 05.00—20.00. SkálafeU Simi 82200 FÖSTUDAGUR: Opiö kl. 12- 14.30 < og ••'/ 19-02. Organleikur. LAUGARDAGUR: Opið kl. 12-14.30 Og 19-02. Organleikur. SUNNUDAGUR: Opið kl. 12- 14.30 og kl. 19-01. Organleikur. Tlskusýning alla fimmtu- daga. Leikhús- kjaUarínn FÖSTUDAGUR: Opiö kl. 19—1. Hljómsveitin Thalia ieikur. Söngkona Anna Vilhjálms. LAUGARDAGUR: Opið kl. 19—2. Hljómsveitin Thalia leikur. Söngkona Anna Vilh jálm s. Spariklæönaður, Borðpantanir hjá yfirþjóni I sima 19636. Alþýðu- leikhúsið Blómarosir I Lindarbæ i kvöld kl. 20.30 sunnudag kl. 20.30 Miðasala I Lindarbæ alla daga kl. 17 — 19, sýningardag kl. 17 — 20.30 Um biðskák Framhald af 13. siðu. Simi 86220 FÖSTUDAGUR: Opiö kl. 19- 01. Hljóiftsveitin Glæsir og Diskótekið Disa. LAUGARDAGUR: Opið kl. 19-02. Hljómsveitin Glæsir og Diskótekið Dlsa. SUNNUDAGUR: Opið kl. 19- 01. Hljómsveitin Glæsir. 18. Hxd5! Da5 (Aljékin gefur upp fram- haldið 18. - exd5 19. Rxd5+ Ke6 20. Rf4+ Ke7 21. e6 Rf6 22. De5! Hxf7 23. Rg6+ Og mátar i 3 leikjum.) 19. Dg5+ Kxf7 23. Re4 Db4 20. Hh7 Hg8 24. Rd6+ Kf8 21. Hd4! Dxc5 25. Df6+! gxf6 22. Hxd7+ Bxd7 26. Hf7 mát. Leigjendamál Framhald af 13. siðu. aðila séu leigð út eins og tiðkast erlendis. Hér er litiö um markvissa upp- byggingu leiguhúsnæðis en þó eru nokkrir aðilar eins og bæjarfélög og stúdentar sem hafa leiguhús- næöi á sinum vegum fyrir sér- staka hópa. Lögin eiga að tryggja rétt- indi leigjenda — Viðvitumaðleiga fer stöðugt hækkandi, þyrfti ekki að'koma á einhvers konar eftirliti eins og tiðkast t.d. á Norðurlöndunum? — Nefndin sem samdi frum- varpið vinnur áfram aö athugun á I hámarkshúsaleigu, en það mál er || erfitt viðureignar I verðbólgunni. | Við vitum að það rikir verðstöðv- un I landinu en henni er alls ekki framfylgt, hvorki hvað varðar al- mennt leiguhúsnæði né atvinnu- húsnæði. Ég er þeirrar skoðunar að leiga sé ekkert sérstaklega há hér á landi miðað við önnur lönd j þ e. sem hlutfall af almennum | launum. Það fólk sem leigir er að stórum hluta námsmenn og lág- tekjufólk, fólk sem ekki getur staðiö i þeim húsbyggingum sem hér tiðkast. Lögin eiga að tryggja þessu fólki stóraukin réttindi og bæta úr þvi öryggisleysi sem jS hingað til hefur rikt á leigumark- laðnum. M.s. Hekla fer Érá Reykjavik miðviku- daginn 11. þ.m. austur um land til Vopnafjarðar og tek- ur vörur á eftirtaldar hafnir: Vestmannaey jar, Horna- fjörð, Djúpavog, Breiðdals- vik, Stöðvarfjörð, Fáskrúðs- fjorð, Reyöarfjörð, Eski- fjörð, Neskaupstað, Mjóa- fjörð, Seyðisfjörö, Borgar- fjörð eystri og Vopnafjörð. Móttaka föstudaginn 6.7. og mánudaginn 9.7.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.