Þjóðviljinn - 22.07.1979, Page 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. júli 1979.
UOaVIUINN
Málgagn sósialisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Ctgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir
Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson.
Rekstrarstjóri: Olfar þormóösson
Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson
Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson
Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar örn Stefánsson, Guöjón
Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gíslason, Sigurdór
Sigurdórsson.
Krlendar fréttir: Halldór Guömundsson. tþróttafréttamaöur:
Ingólfur Hannesson. Þingfréttamaöur: Siguröur G. Tómasson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson.
Gtlit og hönnun: GuÖjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar.
Safnvöröur: Eyjólfur Arnason
Auglýsingar: SigríÖur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Ólafsson.
Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jón Asgeir Sigurösson.
Afgreiösla: Guömundur Steinsson, Hermann P. Jónasson, Kristín Pét-
ursdóttir.
Símavarsla: ölöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir
Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn GuÖmundsson.
Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: SiÖumúla 6, Reykjavlk, slmi 8 13 33.
Prentun: Blaöaprent hf.
Þreytandi
vamarbarátta
• Nú þegar ársafmæli rikisstjórnar svonefndra
vinstri flokka nálgast, hefur enn orðið að leggjá
byrðar á vinnandi fólk i landinu. Að þessu sinni er
vandinn kominn til okkar sunnan úr heimi i formi
þreföldunar á oliureikningi þjóðarbúsins.
• Þetta hefur verið erfitt ár og reynt hefur á þolin-
mæði sósialista gagnvart þeirri stjórn er þeir eiga
aðild að. Bæði innan stjórnar og utan hafa þeir stað-
ið i þreytandi varnarbaráttu: Baráttu gegn einföld-
um kjaraskerðingaráformum, baráttu gegn áform-
um um afnám visitölunnar, baráttu gegn vaxandi
launamisrétti, baráttu gegn þvi að vaxtaskrúfan fái
að rjúka upp úr öllu.
• í slikri baráttu eru sigrar sjaldséðir, og þegar
þeir vinnast eru þeir oftast af þvi tagi sem ekki vek-
ur athygli. Sem dæmi um þetta má nefna átök þau
sem átt hafa sér stað varðandi aðgerðirnar gegn
oliuvandanum.
• Þar lagði Alþýðubandalagið fram tillögur um
timabundið innflutningsgjald er væri 7% fram til
áramóta, 3% fram á mitt næsta ár og félli þá burt
með öllu. Tekjur af þessu gjaldi átti að nota til að
halda oliuverði niðri, bæði til húsahitunar og þó ekki
siður til bátaflotans. Óbreytt oliuverð til bátanna
var forsenda þess að fiskverð gæti haldist.
• Þessi lausn hefði haft mun minni verðbólguáhrif,
minni kjaraskerðingaráhrif. Þvi miður fékk þessi
lausn slæmar undirtektir hjá samstarfsflokkunum.
Þar ræður frjálshyggjan svonefnda rikjum, og það
má ekki styggja vini okkar i Efta og Efnahags-
bandalaginu. 1 nafni frjálshyggju og friverslunar
skal grundvelli fiskverðs raskað, og kjarasamning-
ar sjómanna þar með skertir.
• Ráð hægrimannanna i Alþýðuflokknum var
einföld kjaraskerðing gagnvart sjómönnum. Oliu-
gjald, sem tekið er af afla áður en hlutur sjómanna
er reiknaður, skyldi hækkað úr 7 i 15%. Bráða-
birgðalög skyldu sett á með það sama, engin ástæða
talin til að láta reyna á samningaleiðina fyrst.
• Gegn þessu stóð Alþýðubandalagið, með nokkr-
um stuðningi Framsóknarmanna, og vildi að fyrst
ekki væri hægt að komast hjá oliuhækkunum yrði i
fyrsta lagi að láta á það reyna hvort ekki gæti tekist
samkomulag um nýtt fiskverð á grundvelli breyttra
forsendna. Þvi aðeins að slikt reyndist ómögulegt
væri ástæða til að huga að lagasetningu. Auk þess
var það krafa sósialista að tryggt yrði með auknum
oliustyrk að ekki yrði þrengdur enn meir kostur al-
þýðuheimila á oliukyndingarsvæðunum.
• Og hverjar urðu svo lyktir mála? Jú, Alþýðu-
bandalagið verður að sætta sig við bráðabirgðalög
er hækka oliugjald. Það fær þó þvi mikilvæga atriði
bætt inn i að 3% af þeim 8% er gjaldið hækkar um
komi til skipta, þannig að sjómenn fái 3% hækkun
eins og aðrir launþegar. Einnig tókst að tryggja að
oliustyrkur yrði hækkaður verulega, þannig að ekki
verði um hlutfallslega aukningu kyndingarkostnað-
ar að ræða frá þvi sem nú er.
• Þetta er ein litil saga af mörgum, annáll þessa
stjórnarárs i hnotskum. Varnarsigur hefur unnist,
launakjörin eru varin gegn frekari áföllum.
• En slik barátta reynir á ianglundargeðið og þvi
er von að sumir spyrji: er þetta ómaksins vert?
— eng
# úr aimanakínu
Allt frá lokum síöari heims-
styrjaldar hefur baráttan við
það efnahagsfyrirbæri, sem
nefnist verðbólga, verið höfuð
viðfangsefni allra rikisstjórna,
sem við völd hafa verið á
Islandi. Arangur þeirrar bar-
áttu hefur verið ærið misjafn og
raunar aldrei viðhlitandi. Kem-
ur þar margt til. Framleiðsla
okkar er fremur einhæf. Þvi
þurfum við margt að flytja inn
til þess að geta „búið semá bæ
er titt” og erum þar af leiðandi
mjög háðir erlendum verð-
sveiflum. Aðrir þræðir þessara
mála eru álfariö af innlendum
toga. Yfirleitt er það á okkar
valdi að ráða þvi hvernig þeir
spinnast.
Undirritaður hefur lengi litið
svo á, aö megin ástæðan fyrir
þvi hversu halloka við höfum
farið fyrir verðbólgunni sé sam-
fólk. En svo virðist, sem því
hafi nú bæst liðsauki úr óvæntri
átt, enda skyldu menn seint
sverja fyrir hvar þeir kunni að
eiga skoðanabræður.
Og svo birtir spámaðurinn
sin boðorð i 13 liðum og það eru
„spilin á vinningshendi”, segir
hann. Merkilegt hvað sumir
stjórnmálamenn hneygjast að
þvi að tengja saman pólitik og
spilamennsku. Og sjá, allt er
orðið nýtt, ,, þvi gömlu úrræðin
duga ekki til eins eða neins þótt
ekki væri af öðru en þvi, að fólk
hefur misst trú d þeim”.
Engin tök eru á að rekja til
hlitar og ræða hér i stuttri
blaðagrein þessi þrettán boðorð
„niunda áratugsins” en hið
fyrsta þeirra er það að gera
„Margt það sama og gert var
1960 með viöreisnarráðstöfun-
um, sem dugðu vel á annan ára-
um? Ef ég man rétt þá hafa 11
rikisstjórnir verið myndaðar á
Islandi frá og með árinu 1944 og
til siðustu alþingiskosninga. I
þeim öllum hefur Sjálfstæðis-
flokkurinn verið valdamikill
nema tveimur. Hann hefur átt
aðild að rikisstjórn i 29 ár af
þessum 34. I 7 rikisstjórnum
hefur forsætisráðherrann verið
úr flokki Sjálfstæðismanna og
ætli þær stjórnir hafi ekki setið
að völdum i 23 ár. Allt viðreisn-
Vörðuö leið til
lífshamingju”?
takaleysi þjóðarinnar um úr-
ræði. Sá skortur á samstöðu á
sér rætur i þvi, aö ýmsir hafa
hagnast verulega á verðbólg-
unni og menn vilja nú einu sinni
ógjarnan slátra góðri mjólkur-
kú. Þessir menn eru valda-
miklir i þjóðfélaginu og áhrifa
þeirra gætir á óliklegustu stöð-
um. En þegar einn græðir ger-
ist það með þeim hætti, að ann-
ar ber skarðan hlut frá borði.
Sá mæti maður Haraldur heit-
inn Guðmundsson, komst eitt
sinn svo að orði, að „verðbólg-
an gerði þá riku rikari og þá fá-
tæku fátækari”. Skyldi naglinn
þar ekki hafa verið hittur á höf-
uðið?
Þjóðir i þrengingum eignast
stundum spámenn og er þaö
gömul og þekkt saga. Spá-
mennirnir telja sig til þess
kjörna að leiða sitt fólk út úr
eyöimörkinni og til fyrirheitna
landsiris, samanber þau frægu
orð: „Allt þetta mun ég gefa þér
ef þú fellur fram og tilbiður
mig”. En spámenn eru ekki all-
ir jafn miklir leiðtogar. Þess-
vegna hafa þeir verið flokkaðir i
stærri og minni spámenn og
komið hefur jafnvel fyrir, að
minnst hefur verið á falsspá-
menn.
Það má vera þessari verö-
bólguhrjáðu þjóð til nokkurrar
huggunar á erfiðum timum, að
hún á lika sina spámenn. Einn
þeirra, og ekki sá slakasti, Eyj-
ðlfur Xonráð Jónsson, hefur upp
raust sina i Mbl. þann 17. þ.m.
Guðspjall sitt byrjar hann á þvi
að úthúöa rikisstjórninni, sem
auðvitað er allt illa gefið og er
nú svo komið fyrir hennar til-
verknað, að „upplausnin er al-
gjör”. Samt verður niðurstaða
Eyjólfs spámanns sú, að rétt sé
að slik rikisstjórn sitji enn um
sinn, og er það óneitanlega
nokkuð sérkennileg þjóðholl-
usta, sem i þeirri afstöðu felst.
Mig minnir nú hálfvegis, að
hafa stundum lesiö það i Mbl.,
að til séu Islendingar, sem eigi
þá ósk heitasta, aö allt velti um
hrygg i þessu þjóðfélagi, ef það
mætti verða til þess, að auð-
velda þeim valdatökuna. Má
mikið vera ef Mbl. hefur ekki
talið þetta heldur bágborið
tug”. Einhverjum kann nú
kannski að sýnast, að 20 ára
gömul úrræði séu ekki alveg
spánný, fyrir utan það, að ekki
þótti öllum reynslan af þeim
sumum hverjum a.m.k. alltof
góð, eða hvað sýndu úrslit
Alþingiskosninganna 1971? Sið-
an er talað um alfrjálsa utan-
rikisverslun, jafnrétti, sam-
keppni, frjálst verðlag,
greiðslufrest á tollum, færri
innflytjendur, lægra vöruverð,
fulla verðtryggingu, frjálsa
vexti, afnám allra viðbótar-
skatta vinstri stjórnar, (en þvi
ekki viðreisnarstjórnar?),
frekari lækkun tekjuskatta, al-
mennar launatekjur skatt-
frjálsar, aukinn heiðarleika,
lækkun verðbðiguskatta, á-
kvarðanir kunngerðar með
fyrirvara, (eins og gengisfell-
ingar) og verðlag stöðvast al-
mennt á ákveönum degi en
margt, (þviekki allt?) fer siðan
lækkandi, tekið i verðbólgunni
með dirfsku i stað hagræðsku,
(skyldu lögfræðingar eiga
að koma i stað hagfræðinga?),
fólkið fjármagni framkvæmdir,
menn eigi vegina en ekki rikið,
(liklega eignast Eyjólfur þá
veginn austur að öxnalæk),
orkan nýtt i þágu stóriðju og
fiskiræktar, minni skattar á al-
menning, (átti hann ekki að
vera skattfrjáls?), embættis-
báknið tekið hörkutökum, allir
eigi ibúð, ríkisskuldabréf og
hlutdeild I atvinnurekstri. Já,
mikið gæti lifið verið dýrlegt
bara ef við hefðum vit á því
hvað okkur er fyrrir bestu.
Nú kann einhverjum að verða
á að spyrja: Varð Sjálfstæðis-
flokkurinn fyrst til um siðustu
helgi eða hversvegna hefur
hann aldrei beitt þessum úrræð-
artimabilið mátti segja að Sjálf-
stæöisfl. væri einvaldur i rikis-
stjórn. Sjálfsagt má margt
finna að okkar stjórnarfari. En
enginn einn flokkur hefur átt
meiri þátt i að móta það en
Sjálf stæðisflokkurinn. Þegar
spámaður vor, Eyjólfur
Konráð, birtir þjóðinni sin 13
umbótaboðorð þd er hann fyrst
og fremst að hvetja menn til
þess að taka til i húsi fhaldsins,
hreinsa slóð þess. Hægt er að
vera Eyjólfi sammála um að á
þvi sé engin vanþörf. Hitt kann
að þykja meira álitamál hversu
vel ráð hans muni gefast
þjóðarheildinni þótt ekki þurfi
að efa, að ýmsum muni hugnast
þau vel.
Eyjólfur Konráð kiykkir út
með þvi að segja, að væntanlega
verði boðorð hans nánar rædd á
næstunni. Varla getur nú talist
vanþörf á þvi. Það er auðgert
að hrúga upp allskonar hrófa-
tildri á pappir, og segja: Nú hef
ég, þjóð mfn, varðað veginn til
lifsins. Allar aðrar leiðir liggja
til glötunar. Þitt er valið.
Sjálsagt er að virða spámenn
að verðleikum. En þjóðin er
orðin dálitið tortryggin. Henni
er ekki nóg að vera bent á vörð-
ur, sem sumar hvar virðast þá
lika, við fyrstu sýn, vera heldur
óhrjálegar beinakerlingar. Hún
vill geta gert sér grein fyrir
hversu gott er undir bú i þvi
landi, sem henni er heitið, „ef
þú fellur fram og tilbiður mig”.
Hún biður þvi um frekari út-
listun á fræðunum. Og að henni
fenginni mun væntanlega verða
bert hvort þjóðin hefur eignast
stóran spámann, spámann af
einhverri minni gráðu eða bara
— falsspámann.
—mhg
Magnús H.
Gíslason
skrifar