Þjóðviljinn - 22.07.1979, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 22.07.1979, Qupperneq 5
Sunnudagur 22. júli 1979. ÞJÓÐVILJINN — SiÐA 5 bækur ■■■■■■■■■■■■■■ Geography of World Af- fairs. J.P. Cole. Fifth Edition. Penguin Books 1979. Þessi uppflettibók ætti að vera flestum þeim gagnleg, sem þurfa eða vilja afla sér vitneskju um heiminn og ástand ibúa og lands- hagi. Hér er mikill fróðleikur samansafnaður og birtur á greinargóðan hátt.Ýtarlegur inn- gangur fjallar m.a. um hagtölur almennt og gildi þeirra, svo og um kortagerð og stærðarhlutföll landsvæða. Siðan rekur höf. hag- fræðilegt ástand rikja og land- svæöa frá 1500 og allt til 1945,1 3ja kafla er að finna rikjatal, fólks- fjölda og framleiðslu hinna ýmsu rikja, fjórði kafli fjallar um efna- hagslegt og menningarlegt ástand hinna ýmsu rikja svo og fólksfjölda. Sérstakir kaflar eru um orkuneyslu, hráefni, sam- göngur, f járfestingu, áætlanir um fólksfjölda og framleiðslu, orku- þörf og afrakstur hinna ýmsu at- vinnugreina. Höfundur lýsir þró- un nokkurra rikja og svæða, bæöi þróaðra og vanþróaöra. Höfund- ur fjallar um þessi viðamiklu efni i alls 16 köflum, töflur og skrár eru prentaðar I texta. Ritið er tæpar 500 blaðsiður og i bókarlok er skrá yfir önnur rit sem snerta efniö. Þetta er ágæt handbók og handhæg til frum- nota. Thomas Hardy Far from the Madding Crowd — Tess of the D’Urbevilles — Jude the Obscure — The Return of the Native. Penguin Books 1979. 1978 voru fimmtiu ár liöin frá dauða Hardys og af þvi tilefni gaf Penguimltgáfan út vandaða út- gáfu verka þessa höfundar i The Penguin English Library. Við- fangsefni Hardys i Far from the Madding Crowd voru þeir fjötrar sem árstiðirnar, veður og vindar reyrðu þá sem með erfiðu yrktu jöröina og gættu hjarða og voru jafnframt bundnir skilyrðislaus- um kröfum þess þrönga samfé- lags, sem þeir byggðu. Landbún- aðarkreppan á Englandi á árun- um 1870-80 hafði djúpstæð á hrif á Hardy og mótaði verk hans. Hann leit með söknuði til þeirra tima, sem menn minntust sem ,,the merry old England”, en þeir tímar voru þá allir á dögum iðn- væðingar og samkeppni. I Tess hrinda kröfur samfélagsins Tess út i opinn dauðann. 1 Jude the Ob- scure kemur gleggst fram skoð- un höfundar á algjöru þýðingar- leysi þess að berjast gegn við- teknum venjum og samfélags- kröfum steinrunnins samfélags sveitanna. I Return of the Native ér dregin upp mynd hins árstiða- bundna lifs bóndans og einnig lýst þeirri öryggiskennd, sem fylgir þeim lifsmáta. Lifsskoðun Hardys mótaðist af svartsýni. Hann taldi manninn vera fjötraðan umhverfi sinu og samfélagi og tilraunir hans til frjálsara lifs væru dæmdar til þess aö mistakast. Menn voru bundnir örlögunum. Þessi lifs- skoðun varö Hardy þungbær og markaði stilsmáta hans. Honum tókst ekki alltaf að tjá þann eld tilfinninga sem bjó meö honum án þessað ofhleðslu gætti i stilnum. Hardy leit á sjálfan sig sem skáld og bestu ljóö hand eru mjög persónubundin og mettuð söknuöi fyrri tima. Alls gaf hann út rúm- lega tug ljóðabóka, þar á meöal The Dynasts 1903-08, sem þótti merkilegt verk á sinni tið. Penguin-útgáfan gaf einnig út Selected Poems Hardys i útgáfu Davids Wrights 1978. Mikil eldfjalla- svœði á Venusi Fjall sem er hærra en Mount Evrest hefur fundist á plánetunni Venus, upplýsa bandariskir , visindamenn. Ekki nóg með það, heldur stendur fjallið á hásléttu sem er að minnsta kosti jafn mikil um sig og Tibet og liggur norðan megin við tvö eldfjalla- svæði sem þekja jafn stórt land- svæði og Hawaii-eyjar. Þessar merku upplýsingar voru sendar til jarðar frá radartækjum Pionergeimfarsins bandariska sem er á braut um reikistjörnuna. Það var dr. Gordon Pettingill frá Massachusetts Institut of Technology, en þar var radarinn hannaður, sem veitti þessar upp- lýsingar á ársfundi bandariska jarðeðlisfræðifélagsins fyrir nokkru. Radarinn var gerður með þaö i huga að veita upplýsingar sem leynast bak við hinn þykka skýjahjúp Venusar. inka LAUSNÁ VANDA BÓKA- MANNSINS Ferðafólk Höfum byrjað einsdagsferðir okkar milli Reykjavikur og Akureyrar um Sprengi- sand og Kjöl. Farið er frá Umferðarmiðstöðinni i Reykjavik sunnudaga og miðvikudaga kl. 08.00 norður Sprengisand og frá Ferða- skrifstofu Akureyrar suður Kjöl þriðju- daga og föstudaga kl. 08.30 Ferðir þessar seljast með fæði og leiðsögn og gefst fólki tækifæri á að sjá og heyra um meginhluta miðhálendisins, jökla, sand, gróðurvinjar, jökulvötn, hveri, sum- arskiðalönd og margt fleira i hinni litriku náttúru íslands. Hægt er að fara aðra leiðina eða báðar um hálendið eða aðra leiðina um hálendið og hina með áætlunarbilum okkar um byggð, og dvelja norðanlands eða sunnan að vil^ þvi enginn er bundinn nema þann dag sem ferðin tekur. Nánari upplýsingar gefa B.S.Í., Um- ferðarmiðstöðinni i Reykjavik, simi 22300 og Ferðaskrifstofa Akureyrar við Ráðhús- torg Akureyri simi 24425 og 24475 og við Norðurleið h/f., simi 11145. Inka bóka- og möppuhillurnareru hannaðar til notkunar bæði á skrit- stofum sem heimahúsum. Inka hillurnar sóma sér með hvaða hús- gögnum sem er, hvort sem þær eru opnar eða með hurðum. Inka hillur fást í tveim dýpfum smíðaðar úr eik í þrem viöarlitum. Sért þú í vandræöum með hirslur heima eða á skrifstofunni þá færðu varla betri lausn en Inka hillueiningar. Biðjið um litprentaöa myndalistann. KRISTJRfl SIGGGIRSSOO HF. LAUGAVEG113, REYKJAWK. SÍMI 2587D UMBOÐSMENN HÚSGAGNAVERKSMIÐJU KRISTJÁNS SIGGEIRSSONAR HE STAÐUR NAFN STAÐUR NAFN Akranes: • Verzlunin Bjarg h f ólafsfjöröur: • Verzlunin Vatberg h.f. Akureyri. • Augsýn h.f. Ólafsvík: • Verzlunin Kassinn • örkin hans Nóa Reykjavík • Kristján Siggeirsson h.f. Blönduós: • Trésmiöjan Fróöi h.f. húsgangaverzl. Bolungarvík: • Verzlunin Virkinn • JL-húsiö Borgarnes: • Verzlunín Stjarnan Sauöárkrókur: • Húsgagnaverzlun Hafnarfjöröur: • Nýform Sauöárkróks Húsavík: • Hlynur s.f. Selfoss: • Kjörhúsgögn Keflavík: • Húsgagnaverzlunin Siglufjörður: • Bólsturgeröin Duus h.f. Stykkishólmur: • JL-húsiö Neskaupstaöur: • Húsgagnaverzlun Vestmannaeyjar: • Húsgagnaverzlun Höskuldar Stefánssonar Marinós Guömundssonar Alþýðuleikhúsið óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra frá 1. sept. n.k. Umsóknir sendist i pósthólf 45, Reykjavik fyrir 1. ágúst. FERÐAVÖRUR Sólstólar, stillonlegt bak kr. 13.061,00 Sólstólar kr. 6.714,00 I Tjaldborð og stólar kr. 16.149,00 Tjaldstólar kr. 1.700,00 Sólbeddar kr. 10.964,00 I Vindsængur fró kr. 4.419,00 Grill kr. 8.162,00 ! Gaseldunartæki, 2ja hólfo kr. 24.716,00 I Svefnpokar fró kr. 15.066,00 I Dakpokor fró kr. 11.076,00 STÓRMARKAÐURINN SKEMMUVEGl 4A \

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.