Þjóðviljinn - 23.09.1979, Page 2

Þjóðviljinn - 23.09.1979, Page 2
2 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 23. september 1979 Menningarkvöld á Borginni 1 miöri viku sé ég i blööunum (sem ég les sárasjaldan) að Visnavinir efna til visnakvölds á. Borginni. Húrra! brópaöi minn innri maöur, menningarkvöld i miðri miku! Svo bringi ég i sam- býlískonu mina og kunningja minn sem er leikari og stefni þeim báðum niður á Hótel Borg. Auðvítað mætum við of seint eins og Islendinga er siöur og rétt ná- um að heyra sænska visnasöngv- arann Alf Hambe ljúka siðustu versunum um orgelið á háaloft- inu, áður en hléið er tilkynnt. Nú gefst timi til að panta menningarlegt rauðvin og koma sér fyrir við langt borö, sem bros- leitir útlendingar sitja við. Hvað um það, menningin er alþjóöleg. A borðunum i kring sitja fasta- gestir Borgarinnar með skyndi- legt kúltúrandlit og stútmunn og svo mikill bópur eindreginna visnavina sem ég ber ekki kennsl á. „Svona geta nú menningar- kvöldin breytt drykkfelldum fastagestum I kúltiverað fólk” hugsa ég ánægður meö sjálfum mér. Nú er hléið búið og næsti trúba- dúr tilkynntur: Jakob S. Jóns- son.Um leið dettur drukkinn kauði niður i sætið við hliöina á mér og vekur mig úr ijóðrænum dvala. „Má ég ekki setjast hérna” drafar hann. Ég fullvissa hann um að það sé allt i lagi og bið hann að hafa ekki hátt. Jakob er rétt byrjaður á visunni sinni, þegar drykkjuhrúturinn hvessir augun i brosleitu túrist- ana. „Eru þetta útlendingar?” segir hann hátt. „Uss, uss, já, en hafðu ekki hátt.” „Hvað eru þeir að gera hér?” heldur hinn útúr- fulli landi minn áfram. Ég ætla að fara að svara, en nú verður einn útlendingurinn, sem er með franskt yfirvararskegg, fyrri til: „Ja, ja, nu drikker vi.”.Norð- maður sem sagt. Sá þétti tekur undir þetta og róast i bili. Ég reyni að hlusta á textana hans Jakobs. „Skál” segir sessunautur minn. „Skál!” segir Norömaður- inn og hinir taka undir. „Kva gjörer þið pa Islandi?” spyr bytt- an við hliðina á mér. „Vi er NATO-soltater pá höflighetsbe- NY plata er væntanleg á markaö- inn með lögum og textum eftir Olaf Hauk. Þetta er plata ætluð Olafnr Hankar: Ný barnaplata I haust. sök,” segir Norðmaöurinn kampakáti. Sá drukkni nær þessu ekki alveg og spyr mig hvort ég hafi skiliö manninn. Ég segi hon- um, að þeir séu norskir NATO- dátar i vináttuheimsókn, og bið hann aö hafa ekki hátt. „NATO- hermenn,viö berjum þá!” hrópar drykkjumaöurinn. „Sk5l!” segir Norðmaöurinn og heldur aö nú sé isinn endanlega brotinn. „Faröu til fjandans!” öskrar Islending- urinn. „Ja, jeg skal pS baren,” segir Norsarinn brosandi, ris á fætur og pantar sér fjórfaldan viski á barnum. Nú er Jakob búinn að syngja og Hjördís Bergs tekin við. Ég geri nú örvæntingarfulla tilraun til aö hlusta á hana. Félaginn við hlið- ina á mér kann ekki alveg að meta söngskrána: „Þaö er alveg vonlaust aö dansa eftir þessu!” ,,Uss”,segi ég. Norðmaðurinn er sestur aftur. ,,Sk3l” segir hann og horfir vinsamlega á okkur. „Veistu ekki hverju þú ert I?” spyr sessunauturinn minn þvogiulega. „Ja, det er viski!” segir Norðmaðurinn glaðlega og bendir á glasiö. Nú fallast Islend- ingnum gjörsamlega hendur. Hann starir á mig örvæntingar- fullu augnaráöi og kemur meö herkjum út úr sér: „Þetta er al- veg vonlaust, þaö er ekki hægt að taka við mannandskotann — og alls ekki hægt að dansa eftir músikinni! ” Svo ris hann á fætur og hverfur fram fyrir. Litlu siðar er Arni Johnsen til- kynntur. I sömu mund kemur góðglaður ættingi og sest að borð- inu. Um leiö og nafn Arna er nefnt byrjar hann aö baula. „Gefðu manninum nú séns!” hvæsi ég i eyraö á honum og geri siðustu til- raunina til að setja mig i menningarlegar stellingar. „Gefa Arna séns? Til hvers?” hrópar skyldmenniö og starir á mig með andúð. „Uss, nú hlustum við”,segi ég snúöugt. Arni kynnir að fyrsta lagið sem hann muni syngja sitt eigið lág við ljóö Jó- hannesar úr Kötlum. Arni er varla búinn 'að sleppa oröinu, þegar ungur herstöðvaandstæö- ingur ris með látum á fætur og hrópar: „Árni Johnsen að syngja Jóhannes úr Kötlum! Nei, nú er ég farinn!” Að svo mæltu ryðst hann knálega út. Arni lætur ekk- ert á sig fá og biður menn að taka undir viðlagiö: „Viöskulum sigla fram i dauöann”. Svo hefur hann ab syngja og gengur slysalaust þangað til kemur að viðlaginu. Þá kyrjar ættingi minn svo undir tekur I húsinu: „Viö skulum sigla fram I RAUÐAN!” „Skal!” segir Norðmaðurinn. Nú er dyravörðurinn kominn á vettvang og fjarlægir hinn svarta sauö fjölskyldunnar. Honum er hins vegar ekki fleygt á dyr held- ur færður vinsamlega fram á bar. Þetta er jú kúltúrkvöld. Arni er þegar byrjaður að syngja næsta lag. Ég á erfitt með aö greina oröaskil þareð liðiö er á kvöldið og menningarandlitið hruniö af fastagestunum. Loks syngur Alf Hambe aftur og menn stillast. Menningarbragur færist yfir sal- inn. En þvi miður skammgóöur vermir. Þetta er slðasta lagið hans og hann neitar að flytja aukalag. Arni hleypur fram á sviðiðogsyngur: „Vem kan segla förutan vind” I staöinn og slær botninn I kvöldiö meö þvi að kyrja „Riöum, riöum”. Norðmaöurinn tekur hástöfum undir. Fram i fatahenginu hitti ég fyrrverandi sessunaut minn (ekki ættingjann, heldur hinn) sem er aö leita að útgöngudyrun- um. Ég hjálpa honum að finna dyrnar og hann leggur hendurnar um heröar mér og segir grát- klökkur I kveðjuskyni: , ,Þetta er I siðasta skipti sem ég fer á gömlu dansana á Borginni!” Ingólfur S börnum og fjallar um Reykjavik- ur dvöl þeirra félaga Hatts og Fatts, en þeir voru yngri kynslóö- inni að góöu kunnir fyrir uppá- komur slnar i sjónvarpinu fyrir nokkrum árum. GIsli Rúnar Jónsson og Árni Blandon munu ljá þeim félögum raddir sinar en allar útsetningar annast Gunnar Þórðarson sem jafnframt sér um gitarleik. Platan hefur enn ekki hlotiö nafn, en lögin veröa um 15 talsins og öll ný af nálinni. Auk framangreindra listamanna mun Olga Guðrún syngja eitt lag á plötunni, Sigurður Rúnar mun einnig leika á fiðluna sina og tveir meölimir úr Ljósunum I bænum munu aðstoöa viö undirleik. FRIÐUR rikir nú I Þjóöleikhúsinu eftir 6 mánaða strið, sem m.a. hefur brotist út á siðum Þjóöviljans og - annarra blaða. Hefur Þjóöleik- hússtjóri ómerkt þær forsendur sem gefnar voru fyrir uppsögnum tveggja leikara s.l. vor og Leikarafélagið haföi mótmælt. Uppsagnirnar standa eftir sem áður og hafa leikararnir Sigurður Sigurjónsson og Þórunn Magnea Magnúsdóttir verið ráðnir á svo- kallaðan B-samning 1 stað Rand- vers Þorlákssonar og Bjarna Steingrimssonar. Leikarafélagiö mótmælti þvi i vor aö Þjóöleikhússtjóri notaöi á- kvæði i kjarasamningum félags- ins sem ástæöu fyrir uppsögnum þeirra Randvers og Bjarna en Sveinn Einarsson hefur lýst mik- Þórunn Magnea Magnúsdóttir: A B-samning. illi óánægju með 6 mánaða upp- sagnarfrest B-samnings leikara. Leikarafélagið hélt fund um samningana og uppsagnirnar i siöustu viku, en fyrir þann fund haföi Sveinn dregiö ástæöur upp- sagnanna til baka. AXEL Ammendrup blaöamaður á Visi hefur að undanförnu haft umsjón með Helgarblaði Visis. Nú hefur Axel hins vegar sagt starfi sinu lausu og ástæðan mun vera sú, að hann sé fullkomlega leiöur á afskiptasemi ritstjóranna, sem stjórna vilja efni blaðsins. Illa viröist þeim Visismönnum hald- ast á umsjónarmönnum Helgar- blaðs sins, þvi ekki er langt siðan Árni Þórarinsson (sem reyndar byggði upp það blað) fór yfir á Helgarpóstinn, uppgefinn á ráð- riki ritstjóranna. Við skulum vona aö framtiðin verði ljósari, þvi nú hafa þeir ólafur Ragnars- son ritstjóri og Elias Snæland Jónsson ritstjórnarfulltrúi tekið við stjórn Helgarblaðs VIsis... Sigurður Sigurjónsson: A B samning. OG fyrst við erum byrjaðir að tala um HelgarblaðVisis. Heldur var Halldór Reynisson blaðamaður seinheppinn I viðtali sinu við William Heinesen rithöfund um siðustu helgi. Þessa klausu lætur Halldór Heinesen segja: „Af þessum sökum skrifa ég mest um persónur, sem eru mér I barnsminni. Aðeins ein af bókum minum fjallar um nútimann og þaö er „Potturinn stóri” (Den store gryde).” Bókin heitir hins vegar „Den sorte gryde”. Betra að kynna sér verk Heinesens áður en maður æöir I viötal við hann. Ólafur Ragnarsson rltstjóri: — Nú tek ég sjálfur við!

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.