Þjóðviljinn - 23.09.1979, Page 3
_JírMRÍT MfttiS QG : _ Sunnudagur 23. september 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
VJM aSEFli(U»r
Annað hefti Timarits Máls og
menningar á þessu ári kom út
fyrir allnokkru, helgaö bðrnum I
tilefni barnaárs. Silja Aðalsteins-
dóttir sá um útgáfu þessa heftis,
og er skemmt frá þvi aö segja að
henni hefur tekist þaö mætavel,
enda hefur heftiö hlotiö mjög góö-
ar viötökur, einkum á heimilum
barnafólks.
Hér er nefnilega brugöiö frá
venjunni. Heftið er ekki eingöngu
um börn, einsog tiökast alltof
mikið h já okkur á þessu barnaári,
það er lfka fyrir börn. í þvi er
mikið af efni sem börn geta lesiö
sjálf, eöa látiö lesa fyrir sig. Og
svo er lika efni eftir börn. Þetta
siöasttalda er kannski þaö sem
gefur heftinu svo skemmtilegan
og ferskan svip. Myndskreyt-
ingar eru nánast allar geröar af
börnum og unglingum, og einnig
er þar aö finna ljóö og sögu eftir
börn.
Saga Olgu Guörúnar heitir
Börn dags og næturog er ljóöræn
frásögn um öryggisleysi og ótta
ungrar telpu, sem á „byssubófa”
fyrir bróöur.
Tvær þýddar barnasögur eru i
heftinu, Tu tu tueftir Astrid Lind-
grenog Nornin i Múfftargötueftir
Pierre Gripari.
UfA BAP.NACÆK'Já.
Þá er komiö af efninu sem er
um börn. Margt er þar aö finna
sem stálpuö börn hafa gagn og
gaman af aö lesa, ekkert siöur en
fullorðnir. Þetta á t.d. við um
greinar þar sem fjallaö er um
barna- og unglingabækur, og
einnig ritdómana, sem aö þessu
sinni fjalla allir um barnabækur.
Silja Aðalsteinsdóttir ritar
greinina Fá hlýöni um efa til upp-
reisnar, yfirlit yfir þróun is-
Þessi skemmtilega mynd er ein af mörgum barnateikningum sem
prýöa annaö hefti Timarits Máls og menningar.
lenskra barnabóka siöan 1970.
Sem kunnugt er hefur Silja sér-
hæft sig i rannsóknum á islensk-
um barnabókum, og er manna
fróöust um þær, enda er mikinn
fróðleik aö finna i greininni, auk
þess sem höfundur hefur ákveön-
ar skoöanirá þvi, hvaö er gott og
hvaö er vont og er manna færust
um aö leiöbeina foreldum við val
á lesefni fyrir börn. 1 lok greinar-
innar beinir Silja þeirri hvatningu
til „allra rithöfunda að þeir hafni
vélrænni skiptingu i barnabóka-
höfunda og aöra höfunda og sinni
börnum jafnt og fullorðnum, svo
fremi þeir hafi eitthvaö aö segja
viö börn. Végur barnabókann^
hefur vaxið hin siöústu ár og
mætti tina til mörg dæmi um þaö,
en betur má ef duga skal”.
En þótt vegur barnabóka hafi
vaxið er þó mikiö gefiö út af lé-
legu og oft beinllnis mann-
skemmandi efni fyrir börn. Um
það er fjallaö i tveimur greinum I
heftinu, grein Njaröar P. Njarö-
vik um fjölþjóölegt samprent og
grein þeirra Auöar Guöjónsdóttur
og Kristinar Jónsdóttur um þýdd-
ar barnabækur.
•SKftRUHeavifw.
Sven Wernstöm, höfundur
þeirrar margfrægu bókar Félagi
Jesús, á í þessu hefti hressilega
hugvekju sem heitir Hvaö er gott
og hvaö er vont? Þar sker hann
upp herör gegn vitundariðnað-
inum. „Þaö þýöir aö viö förum i
skæruhernaö gegn upptökum
þessa iönaöar, kapitalism-
anum.”
Enn er ótalin grein Geröar G.
-.óskarsdóttur, skólastjóra á Nes-
kaupstaö, um Tengsl skóla og at-
ýinnulifs. Þar segir m.a. frá til-
taun sem gerö hefur veriö viö
Gagnfræöaskólann I Neskaupstaö
og miðar aö þvi aö losa örlitiö um
einangrun skólans og tengja hann
atvinnulifinu meö nokkuö öörum
hætti en áður hefur tiökast. Holl
og fróöleg lesning, bæöi fyrir
skólafólk og annaö fólk.
Og svo eru þaö ádrepurnar. Aö
ööum ólöstuöum sætir þar tvl-
mælalaust mestum tiöindum
ádrepa Gunnars Karissonar Um
pólitiskt uppeldi.
1 henni sýnir Gunnar fram á
þaö meö góöum og gildum rökum,
m.a. meö dæmum úr kennslubók-
um, aö islensk börn eru pólitiskt
vannærö. Hann ræöst þar af engri
vægö, en þó kurteislega á
margar heilagar beljur. Þarna er
fariö inn á efni sem alltof litiö
hefur veriö rætt opinberlega hér á
landi, og væri svo sannarlega þörf
á þvi að fleiri stingju niöur penna
og ræddu þetta mál.
Niðurlagsorö ádrepunnar eru
þessi: „En þaö blasir auövitað
viö samt aö hver tilraun til póli-
tiskrar fræöslu i skólum veröur
úthrópuö sem pólitísk innræting.
Þess v.egna er brýnt aö þeir sem
hafa trú á eigin pólitiska málstaö
nái saman, hvort sem þeir hafa
trú á borgaralegu eöa sósialisku
þjóöfélagi. Þeir sem vilja I alvöru
ala upp börn til að geta tekiö
afstööu i lýöræöisþjóöfélagi veröa
aö koma sér saman um leiö til
þess og foröast allt karp viö þá
sem vilja ekkert annað en póli-
tiska vannæringu barna”.
Þessi samantekt er engan veg-
inn tæmandi, en ætti þó aö gera
mönnum ljóst aö barnahefti tima-
rits MM er allra góöra gjalda
vert, og enginn ætti aö láta þaö ó-
lesiö, allra sist þeir sem eitthvaö
hafa af börnum aö segja. —ih
Ferðatöskur
HAFNARSTRÆTI 18 LAUGAVEGl 84 HALLARMÚLA 2
Inn á milli „alvarlega” les-
efnisins er skotiö höfundarlaus-
um þulum og visum, sem margar
hverjar hafa gengiö I arf frá kyn-
slóö til kynslóöar. Þetta
eru,,romsur” sem allir þelfkja,
kveðskapur á borö viö:
Öli fór til Bertu bakariistertu
og baö hana aö kyssa sig.
Þá sagöi Berta bakariisterta
ekki nema þú elskir mig.
Þrir islenskir rithöfundar hafa
samið smásögur sérstaklega
fyrir þetta hefti: Vilborg Dag-
bjartsdóttir, Guöbergur Bergsson
og Olga Guörún Arnadóttir. Saga
Vilborgar heitir Slagboitiog þar
segir frá bernskuárum höfundar
á Vestdalseyri á hernámsár-
unum, samskiptum Islenskra
barna og erlendra hermanna. Viö
lestur hennarflýgur manni i hug,
aö Vilborg hljóti aö eiga margar
slikar sögur i fórum sinum, og
væri sannarlega fengur aö fá þær
I bók.
Guöbergur skrifar söguna Ég á
bfl um strákinn Óla, sem hefur
ekki áhuga á neinu ööru en bilum.
Pabbi hans heldur þvi fram aö
strákurinn þurfi aö fá kvef, „þá
hristi hnerrinn kannski bilana úr
höföinu á barninu.... Börn veröa
aö lenda i vanda, ef þau eiga aö
ná þroska”. Mamman hefur lika
áhyggur af þroskaleysi Óla:
,,Núna eru börn sprautuð gegn
öllu. Þaö er von þau veröi fá-
vitar.”
Upplýsingabæklingar liggja frammi ® Samvinnubankinn
í öllum afgreiðslum bankans. V, og útibú um land allt.
Sparivelta Samvinnubankans:
Lánshlutfall
Fyrirhyggja í fjármálum er
það sem koma skal. Þátttaka
í Spariveltu Samvinnubank-
ans er skref í þá átt. Verið
með í Spariveltunni ogykkur
stendur lán til boða. Láns-
hlutfall okkar er allt að
200%. Gerið samanburð.