Þjóðviljinn - 23.09.1979, Page 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. september 1979
DIODVIUINN
Málgagn sósialisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
t lgefancti: Utgáfufélag l»jóðviljans
f ramkva*indastjori: Kiftur Bergmann
Hitsljórar: Arr.i Bergmann. Einar Karl Haraldsson.
Fréttastjóri: Vilborg Harftardrtttir
l nisjónarmaftur Sunnudagsblafts: Ingólfur Margeirsson
Hekstrai sljóri: t’lfar þormóösson
Auglysingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson
Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson
Blaðamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón
Eriöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór
Sigurdrtrsson.
Erlendar fréttir: Halldór Guömundsson.
lþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson.
I.jósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson.
i tlit og hönnun: Guöjrtn Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson.
Ilandrita- og prófarkalestur: Andrea Jrtnsdóttir, Elías Mar.
safnvöröur: Eyjólfur Arnason
Auglýsingar: Sigríöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir ólafsson.
Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir. Jón Asgeir Sigurösson.
Afgreiösla: Guömundur Steinsson, Kristín Pétursdóttir.
Síma varsla: Ólöf Halldórsdóttir, SigrlÖur Kristjánsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir
Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Ctkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson.
Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6, Reykjavfk, sfml 8 13 33.
Prentun: Blaöaprent hf.
Skilnings er þörf
• íslendingar hafa nú tekið við rúmum þrem tugum
flóttamanna frá Víetnam og þannig tekið þátt í að létta
hlutskipti þess hóps f lóttamanna sem nú mun vera einna
verst staddur í veröldinni af öllum þeim miljónum sem
ekki eiga sér lengur athvarf í upprunalegum heim-
kynnum. Rausn okkar er ekki vonum meiri og langt
undir getu — við ættum líklega að taka við 5-10 sinnum
f leiri, og aðrar velmegandi þjóðir til jafns við það, til að
f lótamannabúðirnar í Suðausturasíu tæmdust með skjót-
um hætti.
• Hörmungar f lóttamannanna frá Víetnam eru miklar,
andspænis því þjáningadjúpi ber okkur að sýna auð-
mýkt, og það er borgaraleg og mannleg skylda okkar að
veita liðsinni án þess að spyrja um endurgjald í einni eða
annarri mynd.
• Móttaka á f lóttamönnunum og f ramkoma okkar við þá
getur orðið okkur dálítill spegill til að líta í, prófsteinn á
menningarstig okkar sjálf ra. Berum við gæfu til að búa
þannig um þessa langt að komnu gesti á okkar heimili,
að þeim finnist þeir vera velkomnir og geti síðan orðið
heimilismenn án þess að nokkur fari í manngreinarálit?
Það liggur í landi að við íslendingar séum ekki býsna
skilningsríkir á framandi þjóðir, einkum ef þær hafa
ekki norrænt yfirbragð. Við skulum ekki láta það henda
okkur að telja þessa tilvonandi landa okkar ómenntaða
þótt þeir skilji ekki vesturlandatungur, fákæna þótt þeir
kunni ekki á alla okkar tækni eða einangrunarsinnaða
þótt þeir sýni hlédrægni gagnvart fleðulátum. (búar
Suður- og Austurasíu eru menningarþjóðir sem haf a ekki
lært af okkur Vesturlandabúum hvað snertir háttvísi og
almennar menntir. Raunar er ekki að efa að ýmislegt í
okkar hugsunarhætti komi þeim spánskt fyrir sjónir, og
hversdagsleg hegðan okkar má þeim þykja lítt eftir-
breytniverð í einhverjum greinum. Austurlandamenn
eru þekktír að því að hugsa af ákaf lega mikilli natni um
börnin og bera um ieið einkar djúpa virðingu fyrir ell-
inni. Hætter við að afgreiðsla (slendinga á vandamálum
barna og gamalmenna þyki þeim stundum æði kuldaleg.
• Um aðstoð við f ólkið sem hingað er komið þarf að ríkja
eindrægni hjá (slendingum, og fólkið þarf að fá frið og
næði til að venjast nýju umhverfi. Óviðeigandi hnýsni
um hagi þess og feril ber að vísa á bug.
• Flóttamennirnir frá Víetnam koma ekki til okkar sem
beiningamenn, heldur til að verða þátttakendur í okkar
þjóölffi, fullgildir að skyldum og réttindum. Þeir koma
úr landi sem haf naði þeim og afneitaði, stuggaði þeim út
á opið haf og lét veður og vinda ráða örlögum þeirra. Við
skulum ekki láta okkur detta í hug að hér sé við saka-
menn aðeiga eða annað utangarðsfólk. Ekkert bendir til
annars en landflóttinn sé úr öllum þjóðfélagshópum, þó
líklega meira Kínverjar og aðrir þjóðernisminnihlutar
en Víetnamar sjálfir. Mikið umrót þurfti heimafyrir til
aðrífa þetta fólk upp, barnaskapur væri að halda að þar
hafi verið að verki fyrirheit um gull og græna skóga
hinum megin hafsins. Það gerir enginn nema í lífsnauð-
syn að leggja út í þá ferð sem allt eins getur endað niðri í
sævardjúpum sem norður á hinu kalda Islandi.
• Víetnam er að náttúrufari eitthvert gjöfulasta land
sem um getur. Þess vegna kómu gírugir Evrópumenn,
sviptu íbúana sjálfsforræði og lögðu landið undir sig.
Víetnamar vildu ráða sér sjálfir og voru við lok heims-
styrjaldarinnar þess albúnir að taka við öllum stjórnar-
taumum. Þá hófst hinn grimmilegi nýlenduhernaður
Frakka á hendur Víetnömum, en síðar tóku Bandaríkja-
menn við hlutverki kúgarans. f meira en 30 ár geisaði
þjóðfrelsisstríð Víetnama, og meginhluta þess tímabils
stóðu þeir andspænis öflugasta herveldi heims sem
hvergi sparaði öll sín vígtól. ( vitfirrtri tilraun til að
sprengja landið aftur á steinöld, hellti Bandaríkjaher
meiri eldi á Víetnam en lék um Evrópu öll heimsstyrj-
aldarárin. Þessu mótmælti alþýða heimsins, en mest og
best voru mótmælin innan Bandaríkjanna sjálfra. Því
fór svo, að Víetnamar unnu verðskuldaðan sigur í þjóð-
frelsisstyrjöldinni.
• Herveldi Bandaríkjanna ber að sínum hluta ábyrgð á
f lóttamannastraumnum frá Víetnam. En enginn skyldi
firra núverandi stjórnvöld Víetnams þeirri ábyrgð sem
þau bera.
—h
* úr aimanakinu
Ég heföi fremur kosiö aö hafa
þessa almanaksgrein i sendi-
bréfsformi til félaga
Guömundar J., islandsmeistara
i aö snila nautkálfa niöur á ann-
arra bola hornum. En viö þessir
vinnuóöu i eigu blaösins, flokks-
ins og hreyfingarinnar erum sl-
fellt aö sætta okkur viö aö hiyöa
tilskipunum. Og þaö kom til-
skipun um þetta formiö. Og
vegna þess aö félagi Guömund-
ur Jóhann er ekki siöur i eigu
flokksins, blaösins og
hreyfingarinnar allrar en aum-
ur ég, þá sendi ég tilskipun frá
mér til hans; þá, aö félagi
Guömundur lesi þetta sem
sendibréf til sin jafnframt já-
yröi viö kaffiboöinu frá um dag-
inn og kröfu um kleinur meö.
Um koniakstár út 1 þýöir vist
ekki aö ræöa!
# Ég ætla ekki aö svara bréfinu
frá félaga Guömundi á dögun-
um; hann veit alveg aö mér
þótti þaö bráöskondiö, ómaklegt
á köflum, yfirfullt af útúrsnún-
ingum og haröaflótta frá þvi,
sem tilefni var til frá kveikjunni
aö tilskriftinni.
hvers konar i þeim frumskógi
embættismannavalds, sem
stjórnkerfi okkar er. Þaö kæmi
mér ekki á óvart, aö til lengdar
geröi þaö menn bæöi andlega og
likamlega steingelda.
Þegar maöur hlustaöi á til-
kynningaflóöið, sem maöur veit
aö átti upptök sin I frjósemdar-
huga vaskra stjórnmálamanna
og félaga I sóslaliskri baráttu,
og bar saman við þær hugsjón-
ir, sem maöur veit af i höföum
félaganna i stjórnmálunum,
skelfdist maöur viö þá ógnar-
legu útþynningu, flækju og oft á
tföum merkingarleysi, sem
hugsjónirnar höfðu oröiö fyrir á
leiö sinni i gegn um frumskóg
embættismannakerfisins. Fjand*
samlegs embættismannakerfis i
myrkum og liflausum frum-
skógi pappirshlaöa og laga-
króka frjálshyggjunnar.
# Aö loknum einokunartiman-
um birtast einkennin ef til vill
skýrar en nokkru sinni. En af
þvi aö þetta er aöeins stuttur
pistill en ekki 13 binda lexikon
ætla ég ekki aö nefna til einstök
dæmi, en hvet félagana þess i
hafnarlaust, og ekki er viö þeim
hreyft.
Og þaö hefur ekki veriö viö
þeim hreyft. Hvenær skyldu
Seðlabanka-, Landsbanka, og
allrabanka, — siöan ráöuneytis-
, deildar- og allir hinir stjórarn-
ir I stjórnkerfinu hafa veriö
ráönir til starfa? Ég veit aö þaö
er ekki misminni úr mér, aö nú-
verandi rikisstjórn réöi þá ekki.
# Ergó:
Viö þurfum aö breyta stjórn-
skipulaginu. Viö þurfum aö
veita nýju Alþingi, nýjum rlkis-
stjórnum: skýlausan rétt til
þess aö segja upp þeim stjórn-
um stjórnkerfisins sem þeim
sýnist og ráöa menn, sem hafa
I myrkum frum-
skógi frjálshyggjunar
(eða dulbúið sendibréf til félaga Guðmundar)
# Hinu er ekki aö neita, aö ég
fihn hjá mér þörf fyrir aö eyöa
nokkrum oröum aö Alco-bank-
anum hans og félaga Svövu,
sérstaklega vegna þess aö nú
hefur veriö haldinn stofnfundur
og félagi Guömundur situr þar i
stjórn meö koniaks-innflytjand-
arium Alberti Guömundssyni,
Baldri Guölaugssyni starfs-
manni Vinnuveitendasam-
bandsins og nokkrum afturbata
drykkjuhrútum.
En hinkrum ögn viö.
1 blaöaleysinu fyrst I mánuö-
inum gafst ofurlitiö tóm til þess
aö horfa á sviö landsmálanna
öörum augum en dagana, sem
maöur þarf aö koma hverri
skynjun og ofskynjun frá sér á
þrykk á mannamáli, hvernig
svo sem maður er i stakk búinn.
Þaö er aö visu fjandi langt
siöan aö ég kom auga á þaö, án
þess aö geta talið mig upp-
finningamann fyrir vikiö — sem
betur fer —, aö stjórnarfarsleg
uppbygging lýöveldisins Islands
er meingölluö. Og ekki aöeins
hún; heldur mikiö af félagslegri
uppbyggingu og á ég þar td. viö
félagslega uppbyggingu verka-
lýöshreyfingarinnar og flokks-
ins Okkar svo eitthvaö sé nefnt.
Allt þetta gæti ég skrifaö um
þrettán binda lexikon, en til
þess aö hugga ykkur: ég ætla
ekki aö gera þaö. Hitt geri ég,
hér og nú»aö benda aðeins á ó-
skapnaöinn þann, sem er
stjórnarfarsleg uppbygging,
méö öörum oröum: embættis-
mannakerfiö.
# Þaö fór ekki hjá þvi i dag-
blaöaleysinu, á einokunartima
rikisútvarps frjálshyggjunnar á
fréttum og fréttaskýringum, aö
þaö flökraöi aö manni oftar en
einu sinni og oftar en tvisvar
undir fréttatilkynningalestri
frjálshyggjunnar, og þá meö
afturvirkri hugsun (þetta er
embættismannalegt oröalag,
kæru félagar!) til hugmynda-
frteöinnar, aö þaö hlýtur aö vera
skltadjobb aö stunda stjórnmál
staö til þess aö hafa vakandi
augu meö tilkynningum em-
bættismanna, uppátækjum
þeirra I stjórnsýslunni og yfir-
lýsingargleöi; og sjá, þiö efist
sannarlega um aö þaö sé vinstri
stjórn I landinu, og einnig um,
aö þaö geti átt sér staö aö
sósialistar sitji I rlkisstjórn og
eigi auk þess 5 fulltrúa i 8
manna meirihlutastjórn höfuö-
borgarinnar.
Nú er þetta aö veröa of langt
og endirinn eftir. Samt verö ég
aö nefna eitt dæmi til sönnunar
á tilvist pappirshlaöafrum-
skógarins: Mogginn hefur eftir
sjávarútvegsráöherra I dag,
fimmtudag 20. sept.:
,,Um áramótin skrifaöi ég
viöskiptaráöherra bréf...”
Eru menn virkilega hættir aö
tala saman? Hvernig fara rikis-
stjórnarfundirnir eiginlega
fram?
#Kjarninn I öllu þessu er: Þaö
breytir harla litlu þótt þjóöin
skipti um þá verkamenn sina,
sem hún sendir á Alþingi viö
Austurvöll og þaö siöan i ráð-
herrastóla. Þegar skipt er um
rikisstjórn er aöeins skipt um 9
opinbera starfsmenn af mörg
þúsund manna bákni. Gott og
vel. Til verkanna setja þeir aöra
opinbera starfsmenn; þúsundir
og aftur þúsundir, sem ef til vill
vilja ekki fyrir nokkurn mun aö
hin minnsta breyting veröi á;
þeim liöur vel I kerfinu sinu, þar
sem þeir hafa hreiöraö um sig
og þar sem hlutirnir ganga sinn
vanagang dag eftir dag, fyrir-
Úlfar
Þormóðsson
skrifar
sömu hugsjónir og þeir sjálfir til
þess aö hrinda hugsjónunum i
framkvæmd.
Þaö þarf aö grisja frumskóg
frjálshyggjunnar: ekki I byrj-
uninni meö þvi aö prenta ný lög
og hækka þannig pappirshlað-
ann, heldur meö þvi aö afnema
lög, einfalda lög og gera þau
skýrari og afdráttarlausar^
skafa burtu undanþágurnar og
krókana, sem hafa haldiö og
munu halda lifinu i forréttinda-
stéttum þjóöfélagsins.
Til þessara starfa þurfum viö
hugsjónamenn, menntaöa hug-
sjónamenn, félagi Guömundur.
#Þá erum viö komnir að Alkó-
bank á nýjan leik. Hann er enn
ein viöbótin: hann er liöur I aö
þétta enn náttúruleysisfrum-
skóg frjálshyggjunnar.
Þess vegna, félagi Guðmund-
ur og félagar allir I baráttunni
gegn öllum þeim meinsemdum,
sem manninn hrjá i myrkviö-
inu: klöstrum ekki upp viöbygg-
ingu; notumst viö það sem fyrir
er meöan viö erum aö ná áttum
og veröa okkur úti um verkfærin
til þess aö ryöja skóginn og
rækta nýjan. Stofnum hvorki
brennivins-, exems-, né blindra-
banka, en greiöum þess I staö
leiöina aö þeim sjóöum sem
fyrir eru á meöan viö undirbú-
um þann dag, sem viö opnum
Þjóöarbanka aiþýöunnar.
Þangaö til skulum viö vinna,
félagi Guömundur, og mennta
okkur, svo bankinn fari ekki á
hausinn vegna fáfræöi okkar
beggja.