Þjóðviljinn - 23.09.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.09.1979, Blaðsíða 7
Sunnudagur 23. september 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 * mér datt það í hug Sigurður Blöndal skrifar Land í tötrum bjóösögur veröa til um hin margvislegu fyrirbæri. Þegar þær eru komnar á kreik, eru þær oft furöu lifseigar. Islend- ingar áttumargarslikar t.d. um útilegumennina. Þaö var ekki fyrr en Bjöm Gunnlaugsson og Siguröur Gunnarsson feröuöust um ódáöahraun og miöhálendiö fyrir miöja siöustu öld, aö hiö sanna kom i ljós: Útilegu- mannabyggöirnar reyndust þjóösaga. En trúin á þetta fyrir- bæri hélst samt lengi. A þeim raunsæistimum, sem viö lifum, ganga enn þjóösögur og af þeim sprettur þjóötrú. Ein slik saga gengur um ó- spillta islenska náttúru. Sú saga er svo lffseig, aö hún er oröin aö þjóötrú á meöal mikils hluta ís- lendinga og er endurtekin á nærri hverjum auglýsingapésa, sem á aö lokka hingaö feröa- menn af fjörrum löndum. En þaö er likt meö þessa þjóð- sögu og útilegumannasögurnar fyrrum: Veruleikinn er annar. Verst leikna gróðurlendi í Norður-Evrópu Náttúra íslands hefur oröiö fyrir meir i spjöllum en þekkist I allri Noröur- og Vestur-Evrópu — nánar tiltekiö sá hluti hennar sem viö nefnum gróöurlendi og jaröveg. Engin dæmi eru 1 þess- um heimshluta um svo ofboös- lega eyöingu þessara landgæöa né svoslæmtástandþeirra, sem lifað hafa af. Gróöurlendiö og jarðvegur- inn, sem fæöir það, er nú aðeins helmingur þess, sem var, þegar forfeöur vorir námu landiö. Drottning gróöurlendisins, ilm- björkin, sem jafnframt er sverö þess og skjöldur, þekur nú aö- eins 1/30 hluta þess lands, sem hún veitti hlifö á landnámsöld. Eftir stendur land i tötrum. Þaö er þaö land, sem nútlma- menn hafa fyrir augum og i- mynda sér, aö sé óspillt. I fjölda byggöarlaga er kannski dalbotninn grænn, þar sem hann ermyndaöuraf framburöi ánna og þakinn myrlendi.Neöst i hliö- unum eru svo græn tún, en þar fyrir ofan, þar sem þurrlendis- gróöur ætti aö rikja, er þaö hryggöarmynd. Aöeins aum- kunarveröar leifarþesssem þar ættiaövera. Á stöku staö eru þó falleg mannaverk I ræktun eins ogt.d. sandræktiná Suöurlandi, fyrir utan hina venjulegu tún- rækt. Einstaka blettir til viðmiðunar Svona harkalega fullyrðingu er hægt að setja fram, vegna þess aö viö sjáum einstaka bletti til viðmiðunar, þar sem einhver verndarkraftur hefir bjargaö gróöurlendinu. Þessir blettir eru fáir og smáir, en þeir sýna, aö landiö þyrfti ei aö vera bert og rúiö. Meðferðin er afsökuö meö þvi, aö náttúruhamfarir og óáran hafi eyöilagt gróöurinn. Sumir bestu skógarblettir t.d. sunnan- lands eru þó viö rætur mestu eldfjalla landsins og einhvern veginn hefir óáran ekki megnað aö granda hágróörinum á þess- um blettum á öörum stööum, þótt á næsta leiti séu og, að þvi er viröist, öll náttúruskilyröi ættu aö vera hin sömu. Um þetta er Fnjóskadalurinn sigilt dæmi. Misjafnt mat á fegurð Telja mætti upp fjölmargar sveitir, sem ýmsir lofsyngja fyrir fegurö, en eru i minum augum verri en eyöimörk. Nýlega ók ég eftir dal einum þekktum á Vesturlandi, þar sem tætlur einar eru eftir af gróður- lendinu. Allt var krökt af sauð- fé, sem var aö naga hrjóstrin. En enginn segir neitt og menn halda, aö þetta sé óspillt náttúra. Égsá lika fyrir skömmu vest- ur á landi skrúögræna skógar- ása, sem voru eins og fbsteppi til aö sjá. Allt i kring voru svo nagaöir og berír ásar, eins og viöast blasa viö. And- stæöurnar voru þarna skarpari en venjulegt er. En náttúran haföi þarna megnaö aö varö- veita sitt rétta andlit. Islendingar seinir að skynja ásýnd landsins tslendingum gengur seint aö skynja, aö land þeirra hefir ei lengur sina sönnu ásýnd. Þaö ætti aö vera grænt og búsældar- legt viöast hvar neöan viö 200 - 300 m hæöarlinu yfir s jávarmáli ogsumsstaöar allmiklu ofar, en er i' þess staö rifið og tætt, eins og einhver óvættur hafi klóraö i andliti þess. Menn eru aö deila um þaö, hver sú óvættur er. Um eðli hennar þyrfti grein, sem væri miklu lengri en þessi, svo aö þaö biöur betri tima. En fyrir þvi dettur mér þetta hörmulega efni i hug, aö nú er lokiö sumri og ég hefi farið all- viöa um landiö I sumar. I hvert skipti, sem ég fer um þaö ofbýö- ur mér, hversu hart þaö er leik- iö — þ.e. gróöurlendi þess. Auö- vitaö er þetta vegna þess, aö ég hefi sjálfur alið aldur minn mestallan á einum þeim bletti þess, þar sem þaö litur út, eins og náttúran vildi hafa þaö: Allt þakiö skógi og margs kyns jurt- um, sem dafna og blómgast i skjóli hans, þar sem þaö skilar margföldum afrakstri í upp- skeru miöað við geldmóana fyrir utan. Ég hefi þannig allt aöra viömiöun en þeir, sem hafa haft nagaöar gróöurtætlur og blásna mela fyrir augunum alla ævi. Mig brestur einatt orö til aö lýsa þeirri hörmung, sem gróöurlendi Islands er á stórum svæöum. Meö myndum má skýra þaö á langtum áhrifa- rtkari hátt. Lesendum þessa dálks veröa fátækleg og mátt- litil orö aö nægja frekar en ekk- ert. En mér fannst nú samt ó- maksinsvert aö minna á aö allt taliö um hina óspilltu náttúru tslands er þjóösaga ein, en virö- ist lifa góöu lífi á þessum svo- kölluöu raunsæistimum. „Rauði greifinn” Kai Moltke lést 10. september sl. 76 ára aö aldri. Moltke setti mikinn svip á vinstri væng danskra stjórnmála i fjöimarga áratugi. Hann tók m.a. þátt i aö stofna alla sósial- isku flokkana sem eiga fulltrúa á danska þjóðþinginu, þ.e. Komm- únistaflokkinn, Sóslaliska þjóöar- flokkinn (SF) og Vinstri sósial- ista. Moltke var þó enginn flokka- flækir i stn viö Hannibal, hann tók sósialismann einfaldlega of al- varlega til aö geta veriö til lengd- ar meöreiöarsveinn stalinista og hentistefnumanna. Moltke var af háum stigum, sonur hallarprests, og erföi greifatitil. Hann geröist þó ungur róttækur, var einn af stofnendum danska kommúnistaflokksins i byrjun 3. áratugsins og komst fljótt I forystusveit hans. Þegar „drengirnir hans Lenins” yfir- tóku flokkinn undir forystu Aksel Larsens 1929, féll Moltke i ónáö. Fór hann I eins konar útlegö til Moskvu, var þar starfsmaöur á kontórum heimshreyfingarinnar. Þar sá hann margan góöan vin og traustan félaga falla fyrir böölum Stalinsstjórnarinnar, gerðist gagnrýninn kommúnisti en var áfram I flokknum og laut aga Kai Moltke er látinn hans. Frá þessu timabili segir Moltke I bókinni „Mordet pl Komintern” (1976). Stefán i endurhæfingu Þar segir hann eftir farandi sögu um fyrstu kynni sin af ógn- arstjórninni. Setfán nokkur Pét- ursson var sekur fundinn um hægri villu i islesnka kommún- istaflokknum. Komintern kvaddi hann til Moskvu til aö gera grein fyrir sinum málum, og stóö til aö senda Stefán i pólitiska endur- hæfingu. Stefáni var hins vegar ekkertum þaö gefiö heldur leitaöi ásjár i sænska sendiráöinu, sem kom honum úr landi. Siðan nefnir Moltke nokkur dæmi um aöra, þ.á.m. dani, sem fóru i „endur- hæfingu” og sáust aldrei aftur. I seinni heimsstyrjöld létu Þjóðverjar fangelsa Moltke eins og aöra forystumenn danskra kommúnista, og sat hann fyrst i dönsku fangelsi, en siöan þrjú ár I fangabúðum I Þýskalandi. Frá þessum tima hefur hann sagt i bókinni „Fire ár I fangedragt”. Kai Moltke Rekinn úr fSokknum Þótt Moltke hafi snemma orö- iö gagnrýninn á Stalin og for- ystu kommúniskrar hreyfingar, þagöi hann lengst af yfir gagnrýni sinni, af tryggö við leniniskan flokksaga. Eftir afhjúpanir Krús- joffs tók hann aö reifa sjónarmiö sin og segja frá reynslu sinni inn- an DKP, og var hann rekinn úr flokknum eins og Aksel Larsen formaður hans. Moltke tók þátt i stofnun SF, ásamt Larsen, og sat lengi á danska þjóðþinginu fyrir flokkinn og i miöstjórn hans. Þeg- ar SF studdi rikisstjórn krata 1967 og féllst m.a. á skeröingu visi- tölubóta, klofnaði vinstri armur hans frá flokknum, þ.á.m. Moltke. Flokkur vinstri sósialista veröur þá til, og sat Moltke bæöi á þjóðþinginu fyrir hann og i miö- stjórn hans. Honum lenti þó fljótt saman viö yngri flokksmenn, sem voru margir hverjir anark- istar og/eöa blómabörn. Moltke hvarf úr flokknum 1969 meö hópi verkalýðsfrömuða og þingmann- inum Hanne Reintoft. Reintoft og verkalýösfrömuöirnir gengu i DKP, en Kai Moltke var utan flokka siðan og fékkst einkum viö ritstörf. Uppgjörvið Stalínsimann Auk þeirra bóka, sem áður er getiö, er „Pengemagt og Rus- landspolitik” (1953) eitt merkasta verk Moltkes. Þar rekur hann hvernig hagsmunir örfárra auð- manna réöu þvi aö danska stjórn- in fylgdi mjög Sovétfjandsam- legri stefnu fyrst eftir rússnesku byltinguna 1917. Moltke skrifaði mikiö I blöð, fylgdist meö al- þjóöastjórnmálum og reit m.a. bók um Evrópukommúnismann. Loks miölaði hann óspart af fá- gætri þekkingu sinni á innviöum og sögu kommúnistahreyfingar stalinstimans. Þótt Kai Moltke hafi duliö sann- færingu sina um áratugi af mis- skilinni tryggö viö málstaö kommúnismans, var uppgjör hans viö stalinsimann djúptæk- ara og vægöarlausara en flestra annarra, og til siðasta dags var hann leitandi, gagnrýninn og starfandi sósialisti. Ritverk Moltkes eru einkum og sérilagi gullnáma fyrir þá sem vilja kynna sér (mistæka) sögu sósial- ismans eftir byltinguna i Rúss- landi. Kaupmannahöfn 12. september 1979 Gestur Guðmundsson. Gagnrýninn sósíalisti til hinsta dags

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.