Þjóðviljinn - 06.10.1979, Page 3
Laugardagur 6. október 1979 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 3
Ingólfur Guðbrandsson
Makalaus'
ummæli
segir Ingólfur i
Útsýn um frásögn
ráðuneytisstjóra
um heimflutning
Sunnufarþega
Ég hef sjaldan orbiö jafn
undrandi og þegar ég sá þessi
ummæli ólafs S. Valdimars-
sonar ráðuneytisstjóra i sam-
göngumálaráöuneytinu i einu
dagblaðanna I gær, þar sem
hann segir að Ferðaskrifstof-
an Sunna hafi sjálf séð um
heimflutning farþega sinna
þegar i óefni var komiö. Það
var Ferðaskrifstofan trtsýn
sem flutti farþega Sunnu heim
frá Costa del Sol þrátt fyrir þá
staðreynd að Sunna skuldaöi
og skuldar enn Ferðaskrifstof-
unni (Jtsýn 24 miljónir kr.
sagði Ingoífur Guðbrandsson i
Útsýn er við ræddum við hann
I gær vegna þessarar fréttar
Ingólfur sagði að hann
myndi láta frá sér heyra um
þetta mál, það væri ekki hægt
að taka svona ummælum
þegjandi.
Við leituðum einnig til Ólafs
S. Valdimarssonar ráðuneyt-
isstjóra og spurðum hann
hvort þarna væri rétt eftir
honum haft i fréttinni. Hann
kvað svo ekki vera aö öllu
leyti, en bætti þvi við að hann
stæði við það sem hann hefði
þar sagt að Sunna hefði gert
virðingarverða tilraun til að
koma farþegum sínum heim,
án þess að þeir y rðu fyrir auka
útgjöldum. Að öðru leyti sagði
Ólafur að Sunnumálið næri nii
algerlega úr höndum sam-
göngumálaráðuneytisins.
-S.dór
, Eftir kosningaáfall norska Verkamannqflokksins:
Verkalýðsforystan
í ráðherrastólana
Oslo (Reuter)
Odvar Nordli forsætis-
ráðherra Noregs tilkynnti i
gær umfangsmiklar breyt-
ingar á norsku rikisstjórn-
inni. Sjö menn fara úr
ríkisstjórninni/ og jafn-
framt fá nokkrir núver-
andi ráðherrar önnur em-
bætti.
Verkamannaflokkurinn tapaði
fylgi i nýafstöðnum byggðakosn-
ingum, en þar voru umdeildustu
málefnin áform um frjálslyndari
hegningarlöggjöf, og skattastefnu
rikisstjórnarinnar. Inger Louise
Valle, fyrrum dómsmálaráð-
herra, og Per Kleppe, fyrrum
fjármálaráðherra, vikja þó ekki
úr rikisstjórninni. Valle verður
byggðamálaráðherra og Kleppe
tekur við nýju ráðuneyti sem mun
sjá um langtima áætlanir i efna-
hagsmálum.
I áhrifamikil embætti fara
menn úr verkalýðsforystunni. Ulf
Sand, sem veitt hefur áætlana-
deild norska Alþýðusambandsins
forstöðu, verður fjármálaráö-
Frá mótmælafundinum I New York i siöustu viku: Tom Hayden og
Jane Fonda.
Herferd gegn bandarísku
auðvaldi og kjarnorku
Herferð Jane Fonda og
Tom Hayden gegn banda-
rísku stórauðvaldi er haf in
og gengur vel. i síðustu
viku komu þau fram i
Battery-skemmtigarðinum
í New York/ en þar söfnuð-
ust saman 200.000 manns
til að mótmæla kjarnorku-
verum í Bandaríkjunum.
Fonda og Hayden berjast fyrir
efnahagslegu lýðræöi, og orðaði
Tom þaðm.a. þannig: „Það getur
verið að lýðræði riki á stjórn-
málasviöinu, en þvi er ekki að
fagna i efnahagsmálum. Stjórnir
stórfyrirtækjanna hafa einræðis-
völd.”
Herferðin mun standa i mánuð
og munu þau Tom og Jane halda
fundi i 52 borgum. Þeir fundir
sem þegar hafa verið haldnir
hafa verið fjölsóttir og undirtektir
mjög góðar.
SVIÞJOÐ:
Stjórnarmyndun
gengur treglega
Stokkhólmi (Reuter)
Deilur um val forsætis-
ráðherra og um framtíðar-
hlutverk kjarnorku í orku-
búskap Svíþjóðar, valda
töfum á myndun rikis-
stjórnar.
Forystumenn borgaraflokk-
anna hafa nú þingað i tvær vikur
og enn ekki komið sér saman um
forsætisráðherraefni. Heimildar-
menn Reuter segja að forystu-
maður fhaldsflokksins, Gösta
Bohman, vilji Thorbjörn Falldin
aftur i embætti forsætisráðherra.
thaldsflokkurinn var sigurvegari
kosninganna, bætti við sig 18
þingsætum og hefur nú alls 73
þingmenn.
Frjálslyndi flokkurinn fékk 38
þingmenn, og krefst þess að for-
maður hans, Ola Ullsten sem nú
gegnir embætti forsætisráðherra,
haldi þvi embætti áfram.
Flokkur Thorbjörns Falldin,
Miöflokkurinn, ieggst gegn kjarn-
orkuverum, og krefst þess að þau
tvö sem verið er að ljúka smiði á,
veröi ekki gangsett. Hinir borg-
araflokkarnir eru hlynntir kjarn-
orkuverum og vilja ekki binda
hendur væntanlegrar rikisstjórn-
ar.
Nýkjörinn forseti sænska
þingsins, Sósialdemókratinn
Ingemund Bengtson, hefur hótað
að útnefna sjálfur forsætisráð-
herraefni, ef borgaraflokkarnir
ná ekki samkomulagi.
herra. Lars Skytöen, formaður
Sambands málmiðnaðarmanna,
verður iðnaöarráðherra, m.a.
ábyrgur fyrir uppbyggingu hinn-
ar ört vaxandi oliuvinnslu við
Noregsstrendur.
Visbending um að utanrikis- og
varnarmálastefna norsku rikis-
stjórnarinnar sé óbreytt, er skip-
un fyrrum aðstoðarutanrikisráö-
herrans, Thorvald Stoltenberg, i
embætti varnarmálaráðherra.
Rolf Hansen, sem verið hefur
varnarmálaráðherra, tekur við
embætti umhverfismálaráð-
herra. Knut Frydenlund veröur
áfram utanrikisráðherra.
Eyvind Bolle verður áfram
sjávarútvegsráðherra og Oscar
Oksnes landbúnaðarráðherra.
Odvar Nordli
Arne Nielsen tekur við félags-
málaráðuneytinu, en hann var
áður byggðamálaráðherra.
Aðrir nýir rá*fierrar eru þess-
ir: Andreas Cappelen dómsmála-
ráðherra, Reiulf Steen viðskipta-
ráðherra, Einar Förde mennta-
og kirkjumálaráöherra, Ronald
Bye samgöngumálaráðherra og
Sissel Rönbeck neytendamála-
ráðherra, en hún er 29 ára og hef-
ur yngri manneskja aldrei gegnt
ráðherraembætti i Noregi.
FRETTASKYRING
Carter og
Kúbudeilan
Carter Bandarlkjaforseti
virðist ekki hafa uppskorið
árangur sem erfiði i Kúbudeil-
unni hinni nýju. Fjölmiölar
bæði innan Bandarikjanna og
utan bera almennt brigður á
ýmislegt á áróðursfullyrðing-
um forsetans.
Fyrr og nú
Þegar Kennedy upphóf
Kúbudeilu hina fyrri, efaðist
enginn á Vesturlöndun um al-
vöru Bandarikjastjórnar og
gat Kennedy þvi gengiö fram
af fullri hörku. Hann tefldi á
tæpasta vað, og það var ekki
fyrr en löngu siðar að farið var
að spá i það á Vesturlöndum,
hvort hægt hefði verið að ná
sama árangri án þess að
hætta á stórstrið.
Sovétrikin voru auðmýkt og
Fidel Castro taldi þau hafa
brugðist. Léttvægur hern-
aðarmáttur Kremlvald-
hafanna varö augljós þegar
Bandarikin pilluðu af þeim
nokkrar eldflaugar á Kúbu
með þvi að hóta kjarnorku-
vopnaárás.
öðru visi mér áður brá.
Carter Bandarikjaforseti
mætir aðeins efasemdum og
háði. Og kannski ekki nema
von.
Sovéskir hermenn hafa ver-
ið á Kúbu frá dögum fyrri
Kúbudeilunnar árið 1962. Það
hljómar þvi ankannalega að
rjúka upp til handa og fóta ár-
ið 1979 og hneykslast ógurlega.
Ekki nóg með það, Carter er
hneykslaður með tilvisun til
150 ára gamallar kenningar
sem kennd er við Monroe, þá-
verandi Bandarikjaforseta. Sú
kenning segir að Bandarikjun-
um sé heimilt að hlutast til um
innanrikismál annarra rikja
amerisku heimsálfunnar ef
þau telja sér stafa ógnun af
þróun mála.
Her og her
öðruhvoru gellur við i
Morgunblaöi „allra lands-
manna” hneykslunaróp vegna
ótölulegs fjölda sovéskra
sendiráðsstarfsmanna hér á
landi. Jafnoft gleymir Moggi
að rikisstarfsmenn Banda-
rikjanna hér um slóðir eru
svona tifalt fleiri en RUssar.
Sama er uppi á teningunum á
Kúbu. Þar er nefnilega lika
bandarisk herstöð.
Flotastöðin Guantanamo
stendur við flóa á suðurodda
Kúbu og hafa Bandarikin haft
svæðið á leigu frá árinu 1903.
Umsamin leiguupphæð er 2000
dollarar á ári, en ekki hefur
verið tekið við greiöslum frá
árinu 1962. Við flotastöðina
starfa uþb. 2000 bandariskir
hermenn.
Trúir þvi virkilega nokkur,
að þessir 2000 Rússar á Kúbu
ætli að gera innrás i Bandarik-
in? Nei, ekki einu sinni Carter
sjálfur
Ástæður upphlaupsins
En hvað veldur þessum
skyndilega hávaöa i Carter?
Varla dugir sú einfeldnislega
skýring að tveir mótfram-
bjóðendur hans innan demó-
krataflokksins hafi notað
sovétherinn á Kúbu á áróðurs-
postillum sinum. Og Carter
hafi spilað út ás á móti gosum.
Nei. Bandarikjaforseti not-
aði þarna tækifæriö til að
framkvæma hugmyndir sem
uppi hafa verið i Washington.
Nú á að auka hernaðarlegan
þrýsting á rikin við Kariba-
hafið og önnur Mið-Ameriku-
riki. Það er ekki bara sovét-
áróöur sem bendir á þessa til-
ætlan aukinna hernaðarum-
svifa Bandarikjanna i Kariba-
hafi. Sjálfur forseti Mexikó,
Jose Lopez Portillo, brást hart
við og mótmælti þvi að
Bandarikin vildu gera Suður-
Ameriku aö valdasvæði sinu.
Hann sagði aö suðurálfan
gæti vel varið sjálfstæði sitt,
án þess að til þyrfti utanaö-
komandi ihlutun.
Við hér
Carter gaf til kynna i sjón-
varpsræðu sinni á mánudag að
nú yrði aukinn sá herstyrkur
sem ekki er kenndur við
kjarnorkuvopn. „Mölkúlu-
flotinn” veröur gangsettur á
ný og sendur um öll höf, þung-
vopnaður. Skyndiflutningur
herafla verður undirbúinn i
stórum stil. NATO-heraflan-
um verður haldið i umfangs-
mikilli viðbragösstöðu.
Ef þetta eru ekki striðs-
æsingar þá hvað? Okkar hlut-
verk er að losa okkur við her-
stöðvarófétið og NATO-hel-
takið.
-jás