Þjóðviljinn - 06.10.1979, Síða 7

Þjóðviljinn - 06.10.1979, Síða 7
VIÐHORF kvenna í sveit í allri þjóðfélagsumræðu og — baráttu undangenginna áratuga mun ein sú stétt vera, sem hvað minnst hefur látið til sin taka, en það er stétt bændakvenna. Má heita að nær algjör þögn hafi rikt um hana, svo sem væri hún ekki til. Og vist þykir kannski mörgum að bændakonur teljist ekki vera stétt og skjóta sér á bak við það hefðbundna sjónar- mið að aðalstafssvið bondakon- unnar sé hin fórnfúsa þjónusta á heimilinu, sem vart verður smeygt undir ákvæði i samn- inga og sölu vinnuafls. Þó dylst það varla neinum að fyrir utan þau „sjálfsögöu” störf leggja margar sveitakonur af mörkum þann skerf til rekst- urs þeirra framleiðslutækja sem i sveitum landsins eru, að án þeirra ætti sér liklega viöa enginn búrekstur stað. En breytingar gera einnig vart við sig til sveita og bóndakonan er smám saman að vakna til meðvitundar um verð- leika sina. Veturinn 1976-77 réð- ust stúlkur við nám við Bændaskólann að Hvanneyri i að gera könnun á viöhorfum sveitakvenna til ýmissa mála er snertu þær sjálfar og sveita- búskap. Voru sendir spurninga- listar til konna er voru valdar á þann hátt að úr bæjaskrá póst- og sima var valinn af handahófi ákveðinn fjöldi sveitabæja. Upplýsingar um nöfn húsfreyja var aflað og siðan sendir út samtals 300 spurningalistar. Við þeim bárust svör frá 155 eða 55,3% þeirra sem listann fengu. Verður hér drepið á nokkra þætti könnunarinnar en af henni má ráða að sveitakonum þyki hlutur sinn mjög fyrir borö bor- inn af þjóðfélaginu og vinnu- framlag þeirra ekki metiö aö verðleikum. Þrældómur Þegar ppurt er um vinnu- framlag til búsins kemur I ljós að nær allar konurnar taka þátt i vinnu við búrekstur og að stór hluti telur sig vinna likamlega erfiða vinnu. Margar konurnar tilgreina að hvaða störfum þær vinna og eru það hin fjölbreyti- legustu störf þó fjósverk og vinna við heyskap séu þar greinilega stærstu þættirnir. 1 ljós kemur að vinna kvenna á vélum er litil miöað við bóndann 17% vinna jafnt og bóndi en 47.2% vinna ekkert á vélum. Eru það einkum yngri konurnar sem vinna við vélarnar. Hlutur bóndans á heimilis- störfum er vægast sagt litill og þar með jafnrétti hvaö varðar verkaskiptingu á sveitaheimil- unum. Aðeins 2% kvennanna segja heimilisstörfin skiptast jafnt á milli þeirra en 60.8% segja bónda hjálpa sér einstöku sinnum. Sem fyrr er það einkum á heimilum yngri kvenna sem minni verkaskiptingar gætir. En látum konurnar fá orðið: „Þær stúlkur sem ætla aö veröa sveitakonur þurfa aö geta tekið viö öllum störfum bónda fyrirvaralaust. Einyrkjakona i sveit er nú á dögum þræll. Þaö er engin leið að fá aðstoð hvað sem i boði er”. (Kona i Borgar- firði.) „Það væri nauðsynlegt að leggja raunhæfara mat á heim- ilisstörf en gert er. Þau eru ekki hlutverk heldur vinna og engu máli skiptir hvort sú vinna er framkvæmd af konum eða körl- um. Oft er mikiö álag á sveit- konum vegna barna og unglinga sem dveljast á heimilum á sumrin. Hvers vegna má aðeins reikna laun fyrir bústörf? Heimilisstörf eiga hvorki að vera þrældómur né helg köll- un”. (Kona i Mýrarsýslu). „Á hvern hátt er erfiði og vinna sveitakonu metiö? Hvergi metið ekki þakkað og þvi siöur að ráðamenn hafi vit á þvi að vinna sveitakonunnar er oft á tiðum það sem er undirstaöa þess að sveitabúskapur skuli enn vera til”. (Kona i Skaga- firði.) Aðstöðuleysi Fyrir nokkru ákvað Stéttar- félag bænda að leyfa konum inngöngu i samband sitt. Langt mun þó liklega líöa þar til konur notfæra sér þau réttindi af full- um krafti þegar kannaðar eru ástæðurnar fyrir þvi að konur sækja ekki bændaþing. Þar eru greinilega þrjár ástæður sem vega þyngst, þ.e. aöstööuleysi, áhugaleysi og mótstaða bænda. Hér fylgir umsögn konu úr Húnavatnssýslu um þetta jafn- réttismál: „Eitt er það öðru fremur i minu hugskoti hversu langt við konur i sveit eigum i land i jafn- réttisbaráttu kvenna. Nú eigum við að heita aö hafa kosninga- rétt til Stéttarsambands bænda og til Búnaðarþings. En er það ekki bara „plat”? Stéttarsam- band bænda er nefnilega nokkuð sem er byggt ofan frá. Það vantar alveg stéttareiningar. Að vísu eiga búnaðarfélögin að gegna þvl hlutverki en þau hafa yfirleitt öðrum hnöppum að hneppa en að vera i sambandi viö Stéttarsamband bænda. Að endingu — ég tel okkur konur ekki hafa kosningarétt til Búnaðarþings á meðan aðeins er miðað við eitt atkvæöi pr. bú. Ég má sem sagt kjósa I stað bónda mins en ekki með hon- um”. Og annar Húnvetningur seg- ir: „Þaö er nefnilega meira um það til sveita en annars staðar að hjón stofni atvinnufyrirtæki saman og vinni saman við fyrir- tækið. Þau leggja aleigu sina i þetta fyrirtæki við stofnun þess og siðan alla slna starfskrafta. Þetta gæti allt veriö gott og blessað en er það ekki galli á framkvæmdinni aö oftast er það aðeins annar aðilinn sem á fyrirtækið? Þaö er aö visu blað um að hjón eigi alla hluti saman (nema gerður sfe kaupmáli) en jörðin, byggingarnar, bústofn, vélar — allt er á nafni annars aðilans og hann getur gert það sem honum sýnist við þessa hluti — þaö þarf aðeins undir- skrifthans.Er ekki kominn timi til að islenskar sveitakonur geri breytingu hér á?” Spurningin um stéttarmun kvenna i kaupstaö og sveit leiöir i ljóst að stórum hluta kvenn- anna þykir kaupstaöarkonan vera hærra metin og njóta betri aðstöðu eða 29.4% á móti 1.4% sem. telja sveitakonuna hærra metna. Þó eru 69.2% kvennanna á þvi að enginn munur sé þar á. Mikill meirihluti var ennfremur þeirrar skoðunar að jafnréttis- barátta kvenna ætti fullan rétt á sér og er ekki hægt að greina nein aldursáhrif i viðhorfum kvennanna til þess atriöis. Og konurnar sjálfar höfðu ýmislegt til málanna að ieggja: „Mér finr.st starf sveitakon- unnar ekki metið sem skyldi i þjóöfélaginu þvi að mér finnst það erfiðara starf að vera hús- móðir i sveit heldur en i kaup- stað og svo vinna margar sveitakonur mjög mikið við bú- störfin að auki en þeim eru svo áætluð hámarkslaun og það finnst mér ekki sanngjarnt”. (Kona i N-Þingeyjarsýslu.) „Við bjuggum i tiu ár nálægt kaupstað en siöan fluttum við upp i sveit og aðalmunurinn sem ég fann á stöðu konunnar var sá að bændur lita meira nið- ur á konur sinar en kaupstaðar- búar. (Stundum gæti maður haldið að þær væru I hópi hús- dýranna.) Ég varð mjög undrandi á þessu. En ég held að jafnréttisbaráttan sé farin að taka meiri þátt I almennu félagslifi.” (Kona úr Arnes- sýslu.) Laugardagur 6. október 1979 WóÐVILJINN — SiÐA 7 Löndin þar sem dánartíðni ungbarna er lægst. Besta ástand heilbrigdismála í heimi? Dánartíðni ungbarna langlægst á tslandi Tvennt er talið bera vott um gott ástand í heil- brigðismálum þjóða, annarsvegar miklar lífs- líkur og hinsvegar lág dánartiðni ungbarna. Á sl. ári kom fram að islending- ar lifa að meðaltali lengst allra þjóða og nú er komið i Ijós/ að ungbarnadauði er langsamlega minnstur á islandi. Frá þessu er sagt i siðasta tölu- blaöi Fréttabréfs um heilbrigðis- mál, sem Krabbameinsfélag Is- lands gefur út. Þar er útskýrt, að meö orðinu „ungbarnadauði”, er átt viö þau börn sem fæðast lifandi, en deyja áður en þau ná eins árs aldri. Til að bera slikar tölur saman milli landa eru oftast reiknaöar út hlutfallstölur (af hundraöi eða af þúsundi) og þá miðaö við fjölda lifandi fæddra barna.) Nýjustu samanburðartölur er að finna i tölfræðihandbók sem Sameinuðu þjóðirnar gáfu út 1978. Þar eru birtar tölur frá árinu 1976 og er ísland þar i ellefta sæti meö 1.17%. Sé litið á sambærilega tölu i Hagtiöindum kemur i ljós að hún er 0.77%. Samkvæmt upplýsing- um frá Hagstofunni er þetta rétta talan en hin fyrri mun hafa verið gefin upp sem bráöabirgöatala. Lægsta talan i fyrrnefndri hand- bók er 0.87% í Sviþjóð og 0.93% i Japan. A islandi er þvi dánartlðni barna á fyrsta ári sú lægsta i heiminum. En ástandið hefur reyndar ekki alltaf verið svona gott, segir enn- fremur. Fyrir einni öld dó á Is- landi fimmta hvert barn áður en það náöi eins árs aldri (1871-75: 21.9%). Fyrir hálfri öld voru dánarlikurnar á fyrsta ári orðnar einn tuttugasti (1921-25: 5.3%), en siðasta fimm ára meðaltal sýnir, að aöeins eitt af hverjum hundraö börnum deyja á fyrsta ári (1971- 75: 1.16%). Nýjustu upplýsingar eru frá árunum 1976 og 1977 og er meöaltal ungbarnadauða þau ár 0.86%. I nokkrum rikjum i Afriku og Asiu er ungbarnadauðinn nú frá 20% til 30% eða svipaöur og hann var hérlendis fyrir heilli öld. Þessi riki eru Burma, Zambia, Gabon, Ginea og Nigeria. Þá er rætt um i þessu sambandi hugtökin „andvana fæddir” og „burðarmálsdauða”, en einnig þar eru Islendingar með lægstu töluna. Um lifslikurnar segir, að sam- kvæmt nýjustu tölum (1975-76) séu lifslikur pilta á Islandi 73.0 ár við fæðingu, en stúlkna 79,2 ár, og er þetta hæsti meðalaldur i heiminum, sem tölur eru til yfir. Dánarlikurnar á fyrsta ári eru meiri en samanlagðar likur á að deyja á aidrinum frá eins árs og framyfir tvitugt. Þeir sem lifa fyrsta árið af mega þvi vænta þess að ná hærri aldri, eða 73.8 ár (karlar) og 80.0 ár (konur), segir að lokum i grein Fréttabréfsins. —vh UNGBARNADAUÐI 1976 ísland 0,77% Svíþjóð 0,87% Japan 0,93% Danmörk 1,03% Frakkland 1,04% Finnland 1,05% Holland 1,05% Spánn 1,07% Sviss 1,07% Noregur 1,11% Núer vikingaborðum af minni gerðinni rúllað að Luxemborgarvika hjá Loftleiöum Hótel Loftleiðir hefur ákveðið að halda 1andkynningarvikur með svipuðu sniði og þeir gerðu I fyrravetur. Fyrsta land- kynningarvikan að þessu sinni er Luxemborgarvika sem hefst i Vikingasa! 11. október og stendur til 14. október. Að henni standa llótel Loftleiðir, Markaðssvið Flugleiða og Ferðamálaráð Luxemborgar. Yfirumsjón með matseld á Luxusemborgarvikunni hafa BernardLambert frá Hotel Siller og Þórarinn Guölaugsson yfir- matsveinn Hótels Loftleiða. I tengslum við Luxem- borgarvikuna kemur hingað 11 mannalúörasveit, sem spila mun i Reykjavik á meðan land- kynningarvika stendur, einnig kemur til greina að þeir spili á Isafiröi og Akureyri. I vetur mun Hótel Loftleiöa m.a. halda Sælkerakvöld og meðal þeirra sem sjá um kvöldin eru Albert Guömundsson alþingismaöur, Anna Alfreös- dóttir og Svanhildur Sigurðar- dóttir, Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóri og fleiri. Tisku- sýningar verða frá 1. nóvember og fram á vor i hádeginu fyrsta föstudag i mánuöi. Þegar liður að jólum verða fjögur sérstök hátiðarkvöld í desember þ.e. kertaljósakvöld, Lúsiukvöld, aðventukvöld og jólapakkakvöld. Eftir áramót eru fyrirhugaðar tvær landkynningarvikur, búlg- örsk vika 3. til 10. febrúar og tékknesk vika 7. til 16. mars. Að lokum má geta þess að miklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Veitingabúöar m.a. er nýr matseðill og einnig verða teknar upp vinveitingar þar og verður veitt létt vin á mat- málstimum. rs

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.