Þjóðviljinn - 06.10.1979, Page 10
Laugardagur 6. október 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 6. október 1979
u.
Prjónastofan Dylgja, þriðja stærsta fyrirtœkir á Egilsstöðum
j
Prjónastofan Dyngja er
eitt stærsta fyrirtækið á
Egilisstöðum. Við gengum
þar um sali fyrir skömmu
og ræddum við fram-
kvæmdast jórann, Jón
Pálma Pálsson um starf-
semi prjónastofunnar, sem
selur nær alla framleiðslu
sína til útflutnings.
í eigu SÍS
— Hvenær var prjónastofan sett
á laggirnar?
J— Fyrirtækiö var stofnaB 1968
af tólf einstaklingum hér á staBn-
um. ÞaB var rekiB fyrst fyrir
innanlandsmarkaB, en upp úr
1970 var fariB út í ullarvörufram-
leiBslu. AriB 1976 tók IBnaBardeild
6lS og Kaupfélag HéraBsbúa viB
rekstri prjónastofunnar eftir
rekstrarerfiBieika. Dyngja hefur
veriB þeirra eign siBan, IBnaBar-
deildin á 60% og KaupfélagiB
40%.
Þessar efnilegu fyrirsætur stilltu sér upp fyrir ijósmyndarann i saumastofunni. Þau
eru klædd i vesti, peysu, og trefil, allt nýiega hannaBar flikur hjá Dyngju. Vonir
standa til aö IönaBardeild SÍS muni setja þessar bráöfallegu vörur I vörulistann
fyrir Evrópu og BandarikjamarkaB.
Jón Pálmi Pálsson framkvæmdastjóri viö eina prjónavélina I Dyngju.Sjö vélar af þessari gerð eru í prjónastofunni, allar geröar fyrir ull.
Enginn verkefnaskortur
Viö framleiöum nú eingöngu
fyrir SambandiB og vörur frá
ókkur eru seldar bæöi til vestur-
og austurblokkanna en þó meira
austur fram aö þessu.
— Hvaöa vörur eru helst fram-
leiddar hér?
— Viö framleiöum úr Islenskri
ull tilfallandi vörur, eftir þvi sem
beöiö er un\ þó fyrst og fremst
peysur. Hér er bæBi prjónastofa
og saumastofa. Prjónaö er úr
lopa frá Gefjun og varan siBan
fullunnin.
Sambandiö hefur séö um sölu-
mál og samningagerö. ViB höfum
hannaö flikur sjálfir og selt
IBnaöardeild SIS og sölumenn
þeirra hafa siBan komiö þeim á
framfæri á Rússlandsmarkaöi. A
Vesturlandamarkaöi er málum
þannig háttaB aö sölumenn er-
lendis gera pantanir hjá IBnaöar-
deild SIS og hún pantar siöan frá
okkur samkvæmt þeirra óskum.
— Hvaö framleiöiö þiö og seljiö
mikiO á ári?
— SiBasta ár var veltan 214
miljónir króna og reiknaB er meö
aö hún fari i 320-330 miljónir á
þessu ári. A sl. ári seldum viö
rúmlega 50 þúsund stykki þar á
meöal peysur jakka og kápur. Þá
höfum viö selt öörum saumastof-
um prjónavörur. Viö höfum selt
Hörpu, ReyBarfirBi, Nálinni,
Borgarfiröi og Hrund, VopnafirBi,
prjónavoö. En I ár höfum viB nær
eingöngu selt til Hörpu Reyöar-
firöi.
Rússlandsmarkaöur
stödugur
— Er erlendi markaðurinn
stööugur?
— Gagnvart okkur er um stöö-
ugap markaö aö ræöa þar sem viB
byggjum mjög á Rússlandsmark-
aöi. Ekki er skortur á verkefnum.
Sl. 1-2 ár hefur veriö yfirdrií'iö nóg
aö gera og viö sjáum ekki fram á
verkefnaskort næsta hálfa áriö.
— Hvaö hafiö þiö framleitt mik-
iö á þessu ári?
— Viö erum búnir aö framlpiöa
40 þúsund peysur I ár og selja til
Sovétrikjanna. Það gerir 143
miljónir á genginu I dag. Viö höf-
um gert samning um 10 þúsund
peysur og búiö er aö tala um 40
þúsund I viöbót viö þaö, en þetta
gerir samtals um 200 miljónir
króna Yfirleitt eru pantanirnar
frá Rússlandi stórar, I tugum
þúsunda. Þetta eru eingöngu
barnaflíkur sem viö framleiöum
núna á Kússlandsmarkaö.
Einfaldar og ódýrar
flikur
— Eru þessar flikur hannaöar
hér?
— Já, þær eru flestar hannaöar
hér, af mér, framleiðslustjóra og
prjónamanni. Viö reynum aö
samræma þetta hag fyrirtækisins
og högum hönnuninni meö þaö i
huga aö flíkin sé auöveld I fram-
leiöslu, ekki efnisfrek né tlmafrek
I saumi. Sovétmenn leggja
áherslu á einfaldar og ódýrar
flikur.
— Þiö seljiö ykkar framleiöslu
á föstu veröi. Viö hvaöa tlmabil er
veröiö miöaö?
— Þaö er miðað viö október i
fyrra. Þá er geröur pöntunarlisti
og sett verö á flikurnar, bæöi til
kaupenda og seljenda. Viö fáum
greidda ákveöna dollaraupphæö
fyrir hverja flik og hún stendur
allt áriö. Slöan fer þaö eftir verö-
lagsþróuninni innanlands hvernig
málin þróast.
Verölagsþróunin hefur ver-
íö ansi slæm frá slöustu ára-
mótum. Allt hefur hækkaö geysi-
lega mikiö, hráefni laun,
ODÍnberir skattar og þjónusta,
Nýpressaöir vettlingar I gufumekki. Asta Jóhannsdóttir sér um aö allt sé þetta gert
samkvæmt kúnstarinnar reglum.
Gert er viö galla I ullarvoöinni (t.v.) og vo)in er ýfö I þar til geröri vél.
Guömundur Páisson þvær trefla, sem fara á Rússlandsmarkaö, og pressar siöan úr þeim vatniö, ýfir þá
og burstar upp.
Björg Jónasdóttir sniöur peysur úr islenskri ull, sem siöar meir ylja
sovéskum börnum I vetrarkuldanum.
Peysurnar saumaöar saman á saumastofunni
þannig aö þetta er allt á niöurleiö.
Þó standa prjónastofurnar vel
miöaö viö saumastofur, þvi
verölagning á prjónlesi fær aö
fylgja kostnaöarhækkunum. En
saumastofur fá e.t.v. ’ ekki
hækkanir á sinni framleiöslu.
Ytri aðstædur
dökkar
Útreikningar á hækkunum frá i
október I fyrra sýna að lopinn
hefur hækkaö um 36%, launin um
42%, opinber þjónusta um 50% aö
meöaltali, en gengissig dollarans
hefur á sama tima veriö um 20%
og mikiö af þessu gengissigi hefur
oröiö undanfarna tvo mánuöi. Af
þessu má sjá aö biliö er mjög
mikiö.
Ytri aöstæöur fyrirtækisins eru
dökkar. Annaöhvort veröur aö
breyta sölufyrirkomulaginu, t.d.
miöa ekki viö dollar, eöa gera
einhverjar aörar ráöstafanir.
Rikisstjórnin á ekki aö láta fisk-
iönaöinn hafa svo mikil áhrif á
þessi mál sem raun ber vitni.
Einstakar iöngreinar eiga ekki aö
þurfa aö llða fyrir aörar.
Vextir og verötrygg-i
ing 60% af láni
— Hvaö viltu segja um vaxta-
stefnuna? Hvernig eru vextir og
afborgunarkjör af lánum?
— Vaxtastefnan er slæm. Til
dæmis tökum við afurðalán og
gerum yfirlit þegar viö sækjum
um þaö, — reiknum út hvernig út-
koman veröur. Siöan lánar Seöla-
bankinn út á þetta I dollurum á
gengi dagsins þegar lánið er veitt.
Viö eigum svo aö greiöa um 8%
vexti og verötryggingu miöaö viö
dollara og þegar þetta er komiö
saman þá hefur raunin orðiö sú
undanfariö, aö vextir og verö-
trygging eru 60% af upphaflega
láninu. Þaö sér hver maður aö
þetta er algjör geggjun. Betra
væri aö hafa vextina hærri, verö-
trygging kæmi þá betur út. Þaö er
afar óhagkvæmt aö reka fyrir-
tæki miöaö viö núverandi skil-
yröi.
— HvaB er þá til bóta?
— Langhagkvæmast væri aö fá
veröbólguna stöövaöa. Viö gætum
þá gert áætlanir og rekiö fyrir-
tækin eftir þeim.
Þarft fyrirtæki
— Hvaö eru starfsmenn margir
hér?
— Um 40 starfsmenn eru á
launaskrá, en dagsverkin eöa
stööugildin eru um 30. Hér er aö-
eins unnin dagvinna, nema i
prjóninu, prjónaö er á vöktum
allan sólarhringinn.
— Er Dyngja ekki eitt stærsta
fyrirtækiö hér á Egilsstöðum?
— Dyngja er þriöja stærsta
fyrirtækiö á staönum. Fyrstu sjö
mánuöi þessa árs borguöum viö
um 60 miljónir króna I laun. Þaö
má segja aö prjónastofan sé mjög
þarft fyrirtæki fyrir staöinn. Hér
fær fjöldi fólks atvinnu, og flest er
það fólk sem ekki hefði atvinnu
ella.
— Hér vinnur mest kvenfólk?
— Já, aöallega, en 6 karlmenn
vinna hér lika.
— Er þetta ekki dæmigerð lág-
launavinna?
— Vinnan er borguö samkvæmt
taxta Iöju. Auk þess er bónus á
allri vinnu hér,. þannig aö svolftil
launauppbót kemur til viöbótar.
Föstu launin eru nú 211 þúsund á
mánuöi miöaö viö fullan vinnu-
dag, — þaö er skammarlegt aö
þurfa aö segja frá þvi. En bónus-
inn gefir oft og tiðum 30-40% i viö-
bót. Meöalbónusinn á saumastof-
unni I mai s.L var 64% og i april
var hann 56%. Yfirleitt er ekki
bónus á litlum pöntunum, sem
fara á Vesturlandamarkað.
— Hvaö fer mikið af fram-
leiöslu Dyngju á Rússlandsmárk-
aö?
— Miðaö viö verögildi er þaö 70-
80%, en magniö er hlutfallslega
miklu meira. _ eös
BÆKUR
BÆKUR
l3tvegur 1979
Vandað rit
frá Hagdeild
Fiskifélags íslands
Nýlega sendi Hagdeild Fiski-
félags tslands frá sér I tveimur
heftum ritiö — Útvegur 1978 —
Þetta er I 3ja sinn sem slik yfir-
litsskýrsla frá Fiskifélaginu
kemur út. Hér er um aö ræöa rit,
sem inniheldur allt þaö sem
varöar fiskveiöar og útflutning
s já varafuröa.
Skýrslurnar um útflutninginn
voru unnar úr skýrslum Hagstofu
tslands en tölulegar upplýsingar
um aflann og skiptingu hans eftir
tegundum, landshlutum og fleira,
er unniö úr skýrslum FI.
I fyrra hefti ritsins Útvegur
1978 er greint frá skipastól lands-
manna 1978 og greinist það I fiski-
skipastólinn og skiptingu hans
eftir landsvæöum. Þvi næst er
skýrsla um veiðar og hagnýtingu
helstu botnfisktegunda, skýrsla
um loðnu, sild, rækju, humar, og
kolmunna. Þá er skýrsla um afla
og sókn eftir veiðarfærum og út-
flutning sjávarafuröa. Auk þess
eru svo I ritinu fjölmargar
skýringatöflur.
tsiöara heftinu er eingöngu um
töflur aö ræða sem sýna tegunda-
skiptingu fiskafla eftir stööum
árin 1969-1978, tegundaskiptingu
fiskafla eftir stööum og mánuöum
1978, verkunarskiptingu fiskafla
eftir stööum og tegundum 1978,
úthaldog afla eftir stöðum skipa-
geröum og stæröarflokkum 1978
og veiöarfæraskiptingu fiskafla
eftir stöðum og aflategundum
1978.
Hér er um aö ræöa afar vel
unnið rit, sem er nauösynlegt
hverjum þeim sem fylgjast vill
meö fiskveiöum okkar tslend-
inga.
—S.dór
Fjölbreytt afmælis-
rit Ólafi Hanssyni
Sögufélag hcfur gefiö úr ritiö
Söguslóöir, afmælisrit i tilefni
sjötugsafmælis ólafs Hanssonar
prófessors, sem var hinn 18. sept-
ember s.l. Ritiö er gefið út aö til-
hlutan Sa gnfr æðist ofn una r
Háskóla íslands, Sagnfræðinga-
félagsins og Sögusjóös Mennta-
skólans i Reykjavik. t ritnefnd,
sem annaðist útgáfuna voru þeir
Bergsteinn Jónsson, Einar Lax-
ness og Heimir Þorleifsson.
Söguslóöir er 451 bls. aö stærö
ogeraöalefni þess ritgeröir eftir
25 höfunda, vini og samstarfs-
menn Ölafs Hanssonar, sem rita
um hin ýmsu áhugasviö hans.
Enn fremur er I ritinu grein um
Ólaf eftir Bergstein Jónsson,
heillaóskalisti (tabula gratula-
toria) meö yfir eitt þúsund
nöfnum, og skráyfir ritverk Ólafs
eftir Inga Sigurösson. Ritinu
fylgir mynd af oliumálverki
örlygs Sigurössonar listmálara
af ólafi, máluö á þessu ári og er
gjöf stúdenta frá 1954 til Mennta-
skóians i Reykjavik.
Höfundar ritgeröa I Sögu-
slóðum og heiti þeirra er eftir-
farandi:
Arnór Hannibalsson: Ættland
og þjóöerni.
Baldur Ingólfsson: Þýzku-
kennsla i Reykjavikurskóla.
Bergsteinn Jónsson: Leiöir
skiljast með Gránufélagi og
forystumönnum Þingeyinga 1878.
Bessi J ó h a nn sdó tt i r :
Sameining Evrópu — Efnahags-
bandalag Evrópu.
Björn Teitsson: Um fátækra-
mál á 18. öld.
Björn Þorsteinsson: Hirökvæði
islenskt frá 17. öld.
Egill J. Stardal: „Ein saga ér
geymd”.
Einar Laxness: Fjörbrot
lýöræöis — Svipmyndir frá enda-
lokum Weimarlýðveldis.
Guöný Jónasdóttir: Skjaldar-
merki tslands.
Guörún ólafsdóttir: Um sel og
selstööur i Grindavikurhreppi.
Gunnar Karlsson: Krafan um
hlutleysi i sagnfræði.
Gylfi Þ. Gislason: John Stuart
Mill og frjálshyggjan.
Haraldur Jóhannsson:
Ihuganir Forn-Grikkja um efna-
hagsmál.
Heimir Þorleifsson: Stór-
bændur gegn goðum —
Hugleiöingar um goöavald,
konungsvald og sjálfræöishug
bænda um miðbik 13. aldar.
Jón Guönason: Alþingis-
kosningar I tsafjaröarsýslu 1900.
Jón Þ. Þór: Hvað er samtima-
saga?
Jónas Gislason: Um sira Jón
Einarsson, prest i Odda.
Lýður Björnsson: Dalir i kistu-
handraöa.
Olafur R. Einarsson:
Draumsýn Ólafs Friörikssonar
árið 1914.
Framhald á 18. siöu
Kristin Björk Gunnarsdóttir
Bók um
lestrar- og
skriftar-
örðugleika
IÐUNN hefur gefiö út bókina Um
lestrar- og skriftaröröugleika
eftir Kristinu Björk
Gunnarsdóttur. Hér er um aö
ræða lokaritgerð til kennaraprófs
1978. Þetta er fimmta bókin i
flokki smárita Kennaraháskóla
tslands og IBunnar.
Ritgerö þessi er kennslufræöi-
leg athugun á tálmunum sem
fram koma i lestrar- og skriftar-
námi barna. Hún skiptist i all-
marga kafla. Er þar fjaliað um
lestrarferliö, rannsóknir sem
gerðar hafa veriö á lestrarörðug-
leikum og ýmis sjónarmið sem
þar koma til álita, hugsanlegar
ástæður lestraröröugleika, sál-
rænar og félagslegar. Þá er
fjallaö um lestrarkennslu, aö
sjálfsögöu einkum kennslu les-
tregra barna, greiningu lestrar-
örðugleika og fleira. —
!