Þjóðviljinn - 06.10.1979, Síða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 6. október 1979
I DAG M.A.
ifiiíiiiíiiiiitegííiíí:
\
iJSigíSíííSÍíííiíiíiííS
:::;:^:::::::::::::;:::::;i:i;i:i:i;i:::i:i:i:i:S
Uppgjör milli
lýöræöis og
einræöis”
Umbúðalaust viðtal við Boga
Hallgrimsson, einn af þremur
fyrrverandi skólastjórum I
Grindavik, sem mjög eru í sviðs-
i;i;i;i;i;i;i;i:i;i;ii
Hvernig er aö
keyra raffbíl?
Eru rafmagnsbflar farartæki
framtiðarinnar? Hvernig er að
keyra þá? Er hægt að „spyrna”
þeim? Lesið allt um þá i Helgar-
blaðinu
m
Steve McQueen
Leikarinn Steve McQueen er einn
af fáum þeirrar stéttar sem er
jafn vinsæll hjá körlum og kon-
um. Ævisaga hans er rakin i
stuttu máli i Helgarblaðinu.
,,Hissa þegar
eitthvaö nær
ffram aö ganga”
Spjall við Hólmfriði Arnadóttur, S v *>
framkvæmdastjóra Sambands 8BP aéjHLNi
veitinga- og gistihúsaeigenda, ji
sem segist ekki ætla að verða elli- l dauð i þvi starfi. 1* J !
Brauó úr : r- r
loónu
Sveinbjörn Jónsson, iofnasmiðj- unni, hefur gert tilraunir meö furðulegustu hluti. Hann ræðir suma þeirra I liflegu Helgar- blaðsviðtali. Xm-\ s'-
MINNING:
Karlinna G. Jóhannesdóttir
og Jón Jónsson, klœöskeri
Það varð skammt milli þeirra
hjónanna, Karlinnu og Jóns. Hún
andaðist 10. ágúst siðastliðinn, en
hann andaöist fyrsta þ.m. Bæöi
voru þau komin til aldurs, hann
nær niræður en hún sex árum
yngri.
Karlinna og Jón bundust hvort
öðru i leynum árið 1913, en sama
ár fór hann utan til Lundúna og
þar varð hann innlyksa styrj-
aldarárin og komst ekki heim til
Islands fyrr en árið 1919, en þá
gengu þau i hjónaband.
Þau hjónin bjuggu samfleytt á
Isafirði þar til þau fyrir tveim ár-
um brugöu búi sakir heilsubrests
og fkittu til Hverageröis, en þar
voru og eru tvær dætur þeirra bú-
settar.
Ég var drenghnokki þegar ég
fyrst komst i kynni við þau Karl-
innu og Jón. Astæöan var sú að
þau höfðu einstaka unun af aö
rækta jörðina. Og þá hagaöi svo
til að rétt fyrir ofan Eyrina, eins
og kaupstaðurinn var byggður i
þá daga, var jarðskiki sem oft
varð vilpa. Þennan skika tóku
þau hjónin ab girða og rækta og
fengu sér til aðstoðar piltunga og
var ég einn i þeim hópi. Ég man
að mér og ýmsum okkar jafn-
aldranna þótti lítið gaman að
pjakka með skóflu, en samt varð
nú eitthvað úr verki. Slðar meir
gerði ég mér grein fyrir að það
var eldmóður þeirra hjónanna
sem orkaði á okkur þótt viö
skiljanlega gerðum ekki okkur
það ljóst þegar við vorum að róta
i moldinni.
Þegar ég síðar komst til vits og
ára og varð róttækur sósialisti
urðu kynni min af þeim hjónum
náin og ég segi eins og er : Þau
kynni hafa alltaf verið mér’mjög
kær. Þau voru bæði óvenjulega
heilsteyptar manneskjur. Mann-
úðarhugsjónin var rikur þáttur i
fari þeirra og alla tiö unnu þau
sleitulaust i samræmi við hana.
Máttur efnalitilla hjóna vestur á
ísafirði I baráttunni gegn órétt-
læti og ójöfnuði var kannski ekki
ýkja mikill en þau geröu það sem
þau gátu, vel minnug þess að
margt smátt gerir eitt stórt.
Þeim h jónum féll aldrei verk úr
hendi, ungaðárum starfaöi Karl-
inna við hjúkrum sjúkra á
spitalanum á ísafiröi en vann sið-
ar venjuleg húsmóðurstörf auk
þess sem hún lagði mikla vinnu i
jarðrækt. Störf hennar á heim-
ilinu voru æði mikil þvi gesta-
gangur var mikill. Hjónin voru
sifellt að skjóta skjólshúsi
yfir raargan manninn og
voru þá börnin oft látin
vikja úr rúmum sinum. Þeg-
ar Jón stálpaðist lagði hann land
undir fót og fór heiman f rá sér, úr
Dýrafirði þar sem hann m.a.
hafði mikið samneyti við afasinn
Sighvat Borgfirðing, til tsafjarð-
ar og lagði fyrir sig klæöskeraiðn.
Eftir komu sina frá Englandi
stundaði hann allskonar vinnu
bæði á sjó og i landi, en siðustu
áratugina vann hann á vegum
bæjarfélagsins — auk þess sem
hann var sífellt að yrkja jörðina.
Kreppuárin 1930-1940 voru ár
mikilla erfiöleika, jafnt á Isafirði
sem annarsstaðar. Ekki sist urðu
þau ár erfið fyrir þá verkamenn
og verkakonur sem voru róttæk i
stjórnmálum. Margs er aö minn-
ast frá þessum áratug. Gamall
vinur minn og þeirra hjónanna,
Guðmundur Bjarnason, verka-
maður, lýsti ýmsu þvi sem geröist
á tsafirði i ágætri minningargrein
sem hann skrifaði í Þjóöviljann I
tilefni af andlátiKarlinnar. Ég vil
bæta við einu atviki vegna þess aö
þaö lýsir svo vel viðbrögðum
þeirra Karlinnu og Jóns þegar i
móti blés.
A þessum árum kastaðist oft i
kekki á fundum í Verkalýösfélag-
inu Baldri á milli forystumanna
krata annarsvegar og róttæks
verkafólks hinsvegar. Kratarnir
höfðuþátögl oghagldirá félaginu
og svo fór að þeir létu reka eina
verkakonu og þrjá verkamenn úr
þvi. Einn hinna brottreknu var
Jón Jónsson. Hann og þau Karl-
inna tóku á málinu með
jafnaðargeði og jafnvel með
brosi á vör, höfðu þó fyrir ung-
börnum að sjá. Og þau héldu
áfram aö tóra, og þau héldu
áfram að vera bein i baki. Mér
hefur hinsvegar verið sagt að
sumir af foringjum kratanna hafi
bognað vegna þessa atviks, þegar
fram liðu stundir — svona innra
með sjálfum sér.
Þau Karlinna og Jón voru
hamingjusamar manneskjur,
skapgerð þeirra var þannig að
þau sköpuöu sér sjálf hamingju,
orðtakið ,,hver er sinnar
hamingjusmiður” er örugglega
bæði satt og rétt. Þau eignuðust
fjögur böm sem öll eru vel gerö,
vinnusöm og ósérhlifin. Ein-
hversstaðar stendur að eplið falli
sjaldan langt frá eikinni.
Þeim systkinum, mökum
þeirra og barnabörnum sendi ég
kærar kveðjur.
Haukur Helgason
Eitt sinn skrifaði Þórbergur
Þórðarson i bréfi til vinar sins
Vilmundar Jónssonar aö þrennt
væri gott um tsafjörö aö segja.
Eitt af þvi var að þar byggi
skemmtilegasti klæðskeri á land-
inu. Þessi klæðskeri var Jón
Jónsson. Hann er i dag til moldar
borinn.
Fljótlega eftir að ég flutti til
tsafjarðar 1972 fór ég að sækja
þar pólitiska fundi og tók þá strax
eftir knálegum, lágvöxnum
manni með yfirvararskegg sem
kom oft með skarpar og fyndnar
athugasemdir á fundunum. Mér
var sagt að þar færi Jón klæðskeri
eða skraddari eins og hann var
lika kallaður.
Ég fékk strax áhuga á að kynn-
ast nánar þessum glaðbeitta, litla
manni og bráðlega varð ég
heimagangur i litla, notalega
húsinu að Fjarðarstræti 29 hjá
þeim Jóni og konu hans Karlinnu
Jóhannesdóttur. t lágtimbruðu
húsi þeirra andaði allt af mann-
legri reisn. Þar var gestrisni i há-
vegum höfð, glaðvært viðmót,
hreinskiini, siðfágun og trú á
fagrár hugsjónir. Ég sá það alltaf
betur og betur hvert lán það var
aðfá aðkynnastþeim.Ognúhafa
þau safnast til feðra sinna með
nokkurra vikna millibili.
Jón Jónsson var fæddur að
Höfða I Mýrahreppi i Dýrafirði 4.
febrúar 1890 og var þvi kominn
fast að nlræðu er hann lést. For-
eldrar hans voru Margrét Sig-
hvatsdóttir og Jón Sigurðsson,
ættaður úr Arnarfirði. Margrét
var dóttir hins merka fræðaþuls
Sighvats Borgfirðings sem bjó
lika á Höfða á uppvaxtarárum
Jóns.
Mér fannst ég kynnast í Jóni
einhverju afar sjaldgæfu. Frá-
sagnarlist hans var sprottin upp
úr aldagamalli islenskri hefð.
Hún var kjarnmikil, ávallt glett-
in, stundum römm og mjög vest-
firsk. Ungur sat hann viö fótskör
Sighvats afa sins og nam hin
fornu fræði, en Sighvatur hafði
afturá móti numið ungur af Gisla
Konráðssyni i Flatey. Sá var þó
munurinn á Sighvati og dóttur-
syninum aö hinn siöarnefndi
fékkst aldrei við skriftir en lét
hina munnlegu frásögn nægja.
Jón sagði að I sinu ungdæmi
hefðu Dýrfiröingar verið hrjúfir
ogharðir og ekkert verið að skafa
utan af hlutunum. Þeir voru
beiskir af margra alda basli. En
þá var vorþeyr i lofti. 1 Dýra-
fjörðinn komu nokkrir Þingeying-
ar með hugsjónir bindindis- og
ungmennafélagshreyfingarinnar,
og af þeim hreifst Jón mjög.
Sama áriö og Jón fæddist reistu
Norðmenn hvalveiðastöð á Höfða
og ólst hann upp I sambýli viö þá
og læröi norsku reiprennandi.
Þetta umhverfi mótaöi Jón og
hann varö staöráöinn I að afla sér
meiri menntunar.
Fimmtán ára gamall fór Jón til
tsafjarðar og réði sig i klæðskera-
nám til Þorsteins Guðmundsson-
ar sem rak þar stórt verkstæði.
Laukhann náminu á 5 árum. Arið
1913 rak ævintýra- og menntunar-
þráin hann til Englands og varð
hann þar innlyksa alla fyrri
heimsstyrjöldina og komst ekki
heim á ný fyrr en 1919. Starfaði
hann að iðn sinni í London en
notaði jafnframt hvert tækifæri
til að mennta sig. Sótti hann
kvöldskóla og nam bibliufræði og
varð manna fróðastur i þeim og
einnig lagði hann stund á fiölu-
nám. Þegar hann kom heim til ts-
lands var hann þvi orðinn vel
menntaður heimsborgari og eng-
inn kotungsbragur á honum.
Jóni Jónssyni var margt til lista
lagt. Meðal þess sem hann hafði
lært i Englandsdvölinni var
heilsufræði og hjálp i viðlögum og
eftir heimkomuna varð hann
samstarfsmaöur og aðstoðar-
maður Vilmundar Jónssonar
læknis um skeiði, Auk klæðskera-
iðnarinnar fékkst hann við marg-
visleg störf til sjós og lands.
A þriðja áratug aldarinnar
gekkst hann fyrir þvi að tsfirðing-
ar stofnuðu garöyrkjufélag og
komu upp skrúögaröi. Var hann
siöan potturinn og pannan i garö-
yrkjumálum kaupstaðarins og sá
um langtskeiö um garöana i bæn-
um. Einnig varð hann slikur sér-
fræðingur i holræsalögnum á tsa-
firði að ávallt var kallað til hans
ef einhver vandamál komu upp i
tengslum viö þau.
Jón var ákaflega skemmtinn
maður og hvers manns hugljúfi.
Hann lék oft meö Leikfélagi tsa-
fjarðar og var frægur fyrir að
herma eftir.
Hann var hugsjónamaður,
barðist ,‘yrir þvi aö klæða landið
gróöri, var bindindismaður af lifi
og sál og snemma hreifst hann af
hugsjónum jafnaðarstefnunnar.
Þar skipaði hann sér I raðir hinna
róttækustu og þótti þaö fara vel
saman við trú sina á kenningar
Jesú Krists.
Eftir að Kommúnistaflokkur
tslands var stofnaður árið 1930
tók hann þátt I öllu starfi hans og
fundir tsafjarðardeildarinnar
voru haldnir á heimili þeirra
Karlinnu i Fjarðarstrætinu. Jón
gat þó aldrei sætt sig við efnis-
hyggjuákvæði I stefnuskrá
flokksins og gekk þvi aldrei form-
lega I hann.
Róttækni Jóns var ekki vel séö
meðal forystumanna Alþýðu-
flokksins á tsafiröi og á kreppu-
árunum var honum vikið úr
Verkalýðsfélaginu Baldri ásamt
þeim Eyjólfi Arnasyni, Halldóri
Ólafssyni og Karitas Skarp-
Framhald á 18 siðu