Þjóðviljinn - 09.10.1979, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.10.1979, Blaðsíða 1
UÚÐVIUINN Þriðiudagur 9. október 1979. —223. tbl. — 44. árg. A Iþýðubandalagið: Miðstjórn í kvöld Miðstjórn Alþýðubandalagsins kemur saman til fundar kl. 20.30 að Grettisgötu 3 i Reykjavik. A fundinum verður f jallað um viðbrögð við stjórnarslitum Alþýðuflokksins. 1 miðstjórn Alþýðubandalagsins eiga sæti 45 menn af öllu landinu. viöhorf | Ljúga líka Það er liklega einsdæmi i stjórnmálasögunni að flokkur skuli hætta þátttöku i rlkisstjórn að eigin sögn fyrir annan stjórn- málaflokk. Áróðursmeistarar Alþýöuflokksins hafa hvislaö þvi i eyra siðdegisblaðanna að Alþýðu- bandalagið hafi verið komið að þvi að rjúfa stjórnarsamstarf og þvf hafi verið um þaö að tefia að vera fyrri til og stela af þvi glæpnum. Þvi er haldið fram að Lúövlk Jósepsson hafi sagt að I þjóðhags- áætlun þeirri sem forsætisráö- herra lagði fram i rlkisstjórn sl. fimmtudag væru atriði sem nægðu til þess að sllta stjórnar- samstarfi. Þarna er vlsvltandi lokiö upp á Liiðvik. Enda þótt i þjóðhagsáætlun þessari sé bæði tillaga um KJARASKERÐINGU og ERLENDA STÓRIDJU voru Alþýöubandalagsmenn ekki upp- næmir fyrir henni. Alveg eins mátti búast við aö hér væri um samningabrellu af hálfu forsætis- ráðherra að ræða og hann vildi spila einhverju út sem hann gæti siöandregið til baka er á reyndi I samningum stjórnarflokkanna. A það hefði Alþýöubandalagiö látið reyna. Þvl er og haldið fram aö Alþýðubandalagið hafi ætlaö að leggja fram eigin efnahagstil- lögur á þriöjudagsfundi rikis- stjórnarinnar. SHkt er einnig lygi þvl þær umræður sem fram hafa farið um ef nahagsstefnu i flokkunum miðast við undir- búning flokksráösfundar og um- samda endurskoðun stjórnarsátt- málans. Ct yfir tekur þó þegar Dag- blaðið hefur það úr kratafyllerli hjá Benedikt Gröndal, s.l. föstudag, að formaður Alþýðu- flokksins hafi sagt veislugestum sinum að hann hafi þá um kvöldið verið að tala við Lúðvik Jóseps- son I slma og hann hafi sagt að Benedikt hefði rétt mariö það að vera á undan sér þvl hann hefði ætlað aðfara fram á stjórnarslit á mánudag. ÞETTA SÍMTAL ATTI SÉR ALDREI STAD. I staö þess að bera sllkar lygar á borð I stjórnmálaumræðu verða kratar minntir á næstu daga að ákvörðun þingflokksins var nær fullmótuö á þriöjudag fyrir réttri viku og blöð annarsstaöar á Norðurlöndum t.d. Politiken og Land og Folk, hafa það eftir sósialdemókratiskum heimildum á tslandi I slðustu viku að stjórn- arslit væru framundan á tslandi að frumkvæði Alþýöuflokksins. Erlenda sambandiö er I lagi þótt sambandslaust sé milli þing- flokks Alþýðuflokksinsog fólksins I verkalýðshr eyfingunni. _ ekh Flokksstjórn samþykkti tillögu þingflokksins Mikil óánægj a Fjórtán skiluöu auðu og tveir á móti Fyrir flokksstjórnarfundinn I gær hittust ráðherrar Alþýöuflokksins I Iðnó. Þeir Benedikt og Kjartan voru farnir að pakka saman I ráðuneyt- um slnum um helgina, enMagnús Magnússon var ekki búinn að gefast upp. Athygli hefur verið vakin á þvl aö dragi Alþýöuflokkurinn ráöherra slna út úr rlkisstjórninni er hann um leið búinn að afsala sér rétti til að fylgja þingrofskröfunni fram innan rlkisstjórnar. Þvl er tillaga þinfr- flokksins til flokksstjórnarinnar mjög óljós. — Ljósm.eik. Flokksstjórn Alþýðuflokksins samþykkti tillögu þingflokksins um að draga ráðherra flokksins út úr rikisstjórninni og krefjast þingrofs og kosninga með 53 atkvæðum. Fjórtán skiluðu auðu I leynilegri atkvæðagreiöslu og tveir voru á móti. Magnús Magnússon félags- málaráðherra sagði á fundinum að hann myndi skila auðu i mót- mælaskyni, en kvaðst ekki vilja eiga það á hættu að alger klofn- ingur skapaðist I flokknum. Að dæmi Magnúsar fór margir helstu verkalýðsmálanefndar- menn Alþýðuflokksins m.a. þeir Jón Helgason, formaöur Einingar á Akureyri^ Jón Karlsson formaður Verkalýðsfélags Sauðárkróks, Jóhann Möller á Siglufirði og Haukur Helgason þinglóðs, sem sæti á i launamála- nefnd A fundinum tóku ýmsir verka- lýðsmálanefndarmenn til máls og komu með þau rök að reyna hefði átt til þrautar á samstarf við Alþýðubandalagsmenn og Framsókn. Bentu þeir á að stjórnmálamönnunum hefði mis- tekist það samstarf sem tekist hefði i verkalýðshreyfingunni og þá sérstaklega i Verkamanna- sambandinu og töldu það mikið miður. Miklar umræður urðu á fundi flokksstjórnarinnar og töluðu stuðningsmenn þingflokkstillög- unnar fyrir skammdegiskosning- um. Rikisstjórnin kemur saman i dag til þess að hlýða á boðskap ráðherra Alþýðuflokksins og mun þá væntanlega skýrast eftir þann fund hver næstu skref verða. — ekh. Magnús mætti ekki á þingflokksfund V erkalýðsmálanefndm á móti stjómarslitum Það er nú heldur Htið sem ég get sagt á þessu stigi málsins, maður verður að biða úrslita flokksráðsfundar i kvöld, sagði Magnús H. Magnússon ráðherra, sá eini af þingmönnum Aiþýðu- flokksins, sem greiddi atkvæöi gegn tillögu þingflokksins um stjórnarrof. Aðspurður um hvort hann hefði fengið stuðning við sjónarmið sin, sagði Magnús svo vera. Ég hef fundið stuðning við mln sjónarmiö úr öllum áttum, sagöi Magnús. Hann bætti þvi við að mikil óánægja hefði komið fram við tillöguna um stjórnarslit, hjá verkalýðsmálanefnd Alþýðu- flokksins, þegar hún fundaði sl. sunnudag. Bæði hefðu menn lýst yfir óánægju sinni með tillöguna og hvernig að henni var staðið nema hvorutveggja hefði verið. I gær kl. 15.00 hófst þingflokks- fundur Alþýðuflokksins en Magnús mætti þar ekki, en sat þess I stað á fundi með ýmsum verkalýðsforingjum i Alþýðu- flokknum. Hann var spurður að þvi hvort hann hefði veriö að mót- mæla með þvi að mæta ekki á þingflokksfund. Ég var búinn að boða þessa menn á fund hjá mér á sama tima, en annars má ef til vill segja að ég hefði getað frestaö þeim fundi, sagði Magnús. — S.dór. Mannréttindi Kosningar Stjórnmálin Verkalýðsmál Fræðslumál Andóf í Sovét Engin sameiginleg pólitisk stefna hefur verið mótuð meöal andófsmanna I Sovétrikjunum og skoðanir þeirra stangast allmikið á. Það sem sameinar þá samt er baráttan fyrir, að Sovétrikin viðurkenni i verki þau mannréttindi sem þau hafa sjálf sett I lög eða skrifað undir á al- þjóðavettvangi, sagöi andófs- maðurinn Vladimir Búkofski ma. i erindi sem hann flutti i Reykjavik á laugardag. Prófkjör? Hefst tveggja mánaða kosningabarátta á prófkjörum og innanflokksátökum um fram- boðslista? Þessari spurningu svara framkvæmdastjórar flokk- anna á siðu 7. Þar kemur fram að lög Framsóknarflokksins leyfa ekki prófkjör með minna en 5 mánaða fyrirvara og lög Alþýðu- flokksins krefjast þess aö próf- kjör fari fram. Það er hins vegar á valdi kjördæmisráðanna hvort prófkjör fer fram i Alþýðubanda- laginu og Sjáfstæðisflokknum. Þögnin rofin Þingflokkur Alþýðuflokksins ætlaði aö þegja um ákvöröun sina á föstudaginn fram yfir helgina. En Benedikt Gröndal lagði til hliðar ræðu þá sem hafði mikiö hugsaö um á þingi Alþýöuflokks- kvenna um kvöldiö og ákvaö að segja viðstöddum frá þvi sem geröist „áður en þiö fáið að lesa um það i morgunblööunum, þvi éghef fundið þaö á hringingum að þarveröa þessir atburöir raktir.” Dagsbrún Meö þaö i huga aö samningar eru lausir um áramót og meö til- liti til stööu launafólks i landinu yfirleitt lýsir fundur DagsbrUnar furöu sinni á aö þingflokkur Al- þýöuflokksins skuli nú hafa ákveðiö að rjúfa samstarf stjórnarflokkanna. „Slik ráöstttf- un er aöeins vatn á myllu hægri aflanna I landinu en getur meö engu móti þjónaö hagsmunum launafólks og verkalýðshreyf- ingarinnar.” Vaxandi stofnun Mjög vaxandi aösókn aö Námsflokkum Reykjavikur i haust, á fertugsafmæli skólans, má eflaustrekja til þess, hve vax- andi stofnun námsflokkarnir eru og hversu vel tekist hefur undir stjórn Guörúnar Halldórsdóttur aöaðlagaskipulaghans breyttum þörfum islensks nútímaþjóö- félags þegar fulloröiö fólk sem ekki haföi tækifæritil menntunar iæskureynir aö bætasér þaö upp. Sjá 5. siðu. Sjá 7. siðu. Sjá opnu Sjá opnu Sjá opnu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.