Þjóðviljinn - 09.10.1979, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.10.1979, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 9. október 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Hönnun nýju ríkís- skipanna að ljuka Legg áherslu á aö þau verði smíðuð innanlands, segir Ragnar Arnalds samgönguráðherra Hönnun hinna nýju strand- ferðaskipa er nú á lokastigi. Búið er að teikna skipin og þau hafa verið módelreyndf Danmörku, en i þeim var lögð áhersla á að skrokkurinn væri þannig aö orku- sparnaður yrðisem allramestur. Þá er einnig langt komið með að velja vélar og annan innri búnað 1 skipin, sagík Guðmundur Einars- son forstjóri Skipaútgerðar rikis- ins i samtali við Þjóðviljann i gær. Hann bætti þvi við að það væri i höndum ráðherra hvar skipin yrðu smiöuð. Ragnar Arnalds, samgöngu- málaráðherra, var inntur eftir' þvi hvort ákveðið hefði verið að láta smiða skipin innan lands. Hann sagði að innan skamms myndi hann leggja fram i rikis- stjórninni tillögu um að hef ja sem fyrst smíði skipanna og að leitað verði eftir láni til þess verks og einnig myndi hann leggja áherslu á að skipin yrðu smiðuð inn- anlands. Þess má að lokum geta að þarnaer um að ræða 3 skip, sem Ragnar Arnalds munu verða 70,7 m. löng, 12 m. breið og burðargeta þeirra á að verarúm 1200 tonn. Strandferða- skipin Hekla og Esja, sem núeru i notkun og voru smiðuð hjá Slipp- stöðinni á Akureyri á sinum tima bera rúmar 800 lestir. — S.dór Félagsmálaráð samþykkir Dagmömmur nú í kerfínu Á fundi félagsmálaráðs s.l. fimmtudag var samþykkt að inn- lima dagvistun barna á einka- heimiium (dagmömmukerfið) inn I dagvistunarkerfi borgarinn- ar og verður dagvistunin undir sameiginlegri yfirstjórn og inn- ritun allra barna á einni hendi. 700 börn eru nú i dagvistun á einkaheimilum i Reykjavik hjá um 300 konum. Guðrún Helgadóttir gerði grein fyrir þessum ákvörðunum félags- málaráðs á borgarstjórnarfundi j siðustu viku, en ráðið skipaði s. 1. haust starfshóp til aö gera tillög- Stal kirkju- sjóðnum Málið liggur ljóst fyrir. Gjald- keri Breiöholtssafnaðar hefur játað að hafa dregiö sér 2,5 miljónir úr kirkjusjóðnum en það er sú upphæð sem talin er vanta i hann, sagði Erla Jónsdóttir deildarstjóri hjá Rannsóknarlög- reglu rfkisins f samtali við Þjóðviljann i gær, en hún hefur rannsókn málsins undir höndum. Málið verður nú sent rikissak- sóknara tii ákvörðunar. Mál þettakomstuppí fyrri viku þegar átti að halda safnaðarfund i Breiðholtssókn. Gjaldkerinn var þá staddur i útlöndum og er farið var að skyggnast I sjóðinn og kom þá I ljós að þar var fátt um fé. Akvað safnaöarstjórnin þá að kæra gjaldkerann til rannsóknar- lögreglunnar og var hann hand- tekinn á Keflavikurflugvelli er hann kom til landsins á föstudag. Viðurkenndi hann þegar að hafa stolið peningunum. — GFr. ur til úrbóta á dagmömmukerfinu og til að draga úr þvi misræmi sem nú rlkir milli daggæsluform- anna. Tillögur starfshópsins, sem fé- lagsmálaráö féllst á, miða að auknu eftirliti og betri stjórnun á vistun barna á einkaheimilum auk þess sem gert er ráð fyrir að Námsflokkar Reykjavikur annist námskeiðahald fyrir dagmömm- ur i stað félagsmálastofnunarinn- ar. Verða ráðnar 2 umsjónarfóstr- ur til viðbótar þeim sem fyrir eru (1 i heilu starfi og 2 I hálfu starfi hvor) og verður farið á heimilin einu sinni i mánuði allan ársins hring til eftirlits, en oftar fyrstu 3 mánuði sem kona hefur leyfi og eins þegar eftirspurn er mest eftir dagvistun á timabilinu ágúst-október. Dagvistun barna á einkaheim- ilum verður skv. þessum tillögum undir sameiginlegri yfirstjórn og innritun allra barna á einni hendi. Tekið verður viö skráningu barna hjá dagvistardeild félagsmála- stofnunar og skráðir biölistar fyr- ir vistun á einkaheimilum, en það hefur ekki verið gert til þessa. „Til dagvistunar á einkaheim- ilum skal beina ungum börnum og ekki eldri en 3ja ára nema með undantekningum. Skulu börn sem vistast á einkaheimilum eiga sama rétt á sérfræðiþjónustu og dagvistarstofnanir borgarinnar njóta,” segir i samþykkt félags- málaráðs. Guðrún Helgadóttir sagðist vonast til að þetta nýja skipulag tryggði börnum borgarinnar betri þjónustu i dagvistun sinni og drægi úr þvi misræmi sem oft væri milli dagvistarheimila og vistunar á einkaheimilum. — AI Dagvistunarþörjin: biötista 248 á 24. september voru 248 börn á biðlista eftir dagheimilisvist i Reykjavik og 786 börn biðu eftir leikskóiaplássi. A biðiista fyrir dagheimilisvist eru eingöngu tek- in börn svokallaðra forgangs- hópa, — einstæðra foreldra eða námsmanna. Grófleg flokkun þessara barna eftir búsetu leiðir I ljós að mest er þörfin fyrir dagheimilisvist i Breiðholtinu, en þar er 71 barn á biðlista; 61 barn i Vesturbæ, 33 i gamla Austurbænum, 40 I Hlið- um, Háaleiti, Bústaðahverfi og Löndum, 23 i Laugarneshverfi Langholti, Heimum og Sundum og 8 i Arbæjarhverfi. Sömu sögu er að segja um bið- lista eftir leikskólavist, — 376 börn eru á biðlistai Breiðholtinu. 1 febrúar s.l. voru 280 börn á biðlistum eftir dagheimilisvist. — AI Alþjóðlegt tákn en ekki íslenskt orð — segir Ólafur W. Stefánsson skrifstofustjóri dómsmálaráðuneytis um gagnrýni á nýju stöðvunarmerkin Við litum svo á að stafirnir I stöðvunarmerkinu séu tákn sem breytist ekki þótt farið sé yfir landamæri frekar en að það sé orö með ákveðna merkingu i málinu, sagði Óiafur W. Stefáns- son skrifstofustjóri i dómsmála- ráðuneytinu er hann var spurður um þá gagnrýni sem fram kom i þættinum um daglegt mál i fyrra- dag en það var deilt á það að um- ræddum stöðvunarmerkjum | stæði STOP en ekki STOPP einsog I ætti að vera samkvæmt isienskum ritreglum. ólafur sagði að merki þetta byggðist á alþjóðasamþykktum um umferðamál og væri nú komið i flest Evrópuriki t.d. bæoi Frakk- land og Þýskaland en i hvorugu þessara rikja er til orðiö stop. Þá sagði hann að mörgum þætti orðið stopp ekki fallegt i islensku máli og ætti þvi frekar að vera orðið stanz eins og var áður, ef islenskt orö ætti á annað borð að standa á merkinu. Ólafur sagði að i sumar hefði Baldur Jónsson lektor, formaöur islensku málanefndarinnar, kom- iðað máli við sig út af þessu sama atriði og tók hann gilda fyrr- nefnda skýringu. I þættinum um daglegt mál i fyrradag sagði Arni Böðvarsson að til væri i islensku orðið stop sem væri allt annarrar merking- ar en stopp og gæti þessi rithattur þvi valdið ruglingi og auk þess gæti hann ruglað grunnskóla- nemendur i riminu sem væru að læra stafsetningu. Taldi hann að engum ruglingi ætti það að valda fyrir útlendinga þótt orðið væri skrifað með tveimur péum að Islenskum hætti. Ólafur W. Stefánsson benti á þaö i samtalinu við Þjóðviljann i gær að i Noregi og Sviþjóð stæði STOP á stöðvunarmerkjunum þó að rita ætti orðið með tveimur péum að þarlendum rithætti. — GFr r Vestfirðingar: Búiö að frysta 200 tonn af smokki 1 Nú I haust hefur veriö tölu- verö smokkfiskveiði á Vest- fjörðum og er nú búið að frysta um 200 tonn á Bfldu- dal, Þingeyri og tsafirði. Þetta er fyrsta smokkfisk- veiðin hér vib land sfðan 1966 en áður fyrr var árlega veiddur smokkur. Jón Páll Halldórsson ramkvæmdastjóri Norður- tangans á Isafirði sagði I samtali við Þjóviljann að smokksins hefði fyrst orðiö vart i ágúst og væri nú búið að frysta rúm 100 tonn á BDdudal, 40-50 tonn á Þing- eyri og um 50 tonn á Isafirði. Fyrir helgina vargóö veiði á Djúpinu á litlu svæði undan Skutulsfiröi og fengu bátarn- ír frá 500 kg. og upp I tonn á nóttu. 1 gær var bræla á mið- unum og komust bátarnir ekki út. Smokkfiskurinn er veiddur með sérst(8ium smokköngli og er frystur í beitu. Undan- farin ár hefur smokkfiskur verið keyptur af norskum, rússneskum, pólskum og canadiskum togurum og var íann veiddur i Karabiska hafinu og við Nýfundnaland. Nú um helgina var togarinn Elin Þorbjarnar- dóttir frá Suðureyri sendur á ilraunasmokkveiöar með flottroll frá Hafrannsókna- stofnuninni i Djíqjið. Ekki gekk sú tilraun vel og’ fékkst ekkert I trolliö. Hins vegar fékk togarinn 3 tonn i eigiö troll að sögn Gunnars Páls- sonar hjá Fiskiðjunni Freyju á Suðureyri. — GFr 1 undirbúningi: Stórmarkaöur í Smálöndum KRON hefur hug á að koma á laggirnar nýjum stórmarkaði og hefur i þvl skyni sótt um lóð hjá Reykjavikurborg. Umsóknin hefur þegar komið fyrir Borgarráð en er nú til athug- unar hjá lóða- og skipulags- nefnd. Ingólfur Ólafsson, kaup félagsstjóri kvaö félagi hafa augastað á lóð i Smá löndum, upp me Vesturlandsvegi að sunnan rétt austan afleggjaran niður í Gufunes þar sem Suðurlandsvegur tengis Vesturlandsvegi. Þaö hús sem félagið hefur hug á a reisa þarna, yrði byggt áföngum, en yrði um 12.00 ferm. fullbyggt. Auk þess a reka þarna stórmarka sagði Ingólfur að gert vær ráð fyrir margskonar öðrum verslunarrekstri. Stórmarkaöur KRON vi Skemmuveg I Kópavogi hef ur i engu brugöist þeim von um, sem við hann voru bundnar, aö sögn Ingólf kaupfélagsstjóra. Fólk hefu tekið versluninni vel og viðskipti fara vaxandi. Vöru val hefur verið aukið, m.a bætt við ýmsum tegundum fatnaðar. Aberandi er hva Breiðholtsbúar skipta miki við Stórmarkaöinn þótt en hafi ekki fengist tenging frá versluninni yfir á Breiðholts brautina, sem lofaö var þó þessu ári.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.