Þjóðviljinn - 09.10.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.10.1979, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 9. október 1979 DIOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- Hreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandi: Otgáfufélag ÞjóBviljans Framkvemdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjérar: Árni Bérgmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir Umsjónarmaóur Sunnudagsblaós: Ingólfur Margeirsson. Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson AfgreiBslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar örn Stefánsson, Guöjón Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. Eriendar fréttir: Halldór Guömundsson. lþróttafréttamaöur-.Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. útlit og hönnun: GuÖjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Handrita- og pnófarkaiestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigríöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Ölafsson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jón Asgeir Sigurösson. Afgreiösla: Guömundur Steinsson, Kristín Þétúrsdóttir. Slmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónadóttir. Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavlk, sfmi 8 13 M. Prentun: BlaÖaprent hf. Ábyrgðarleysi • Ábyrgðarleysi og ævintýrapólitik þingflokks Alþýðuf lokksins er nú öllum liós. Formaður flokksins hefur lýstyfir því aðengin sérstök ástæða sé fyrir brott- hlaupi flokksins úr ríkisstjórn. Bara verðbólga, verð- bólga og aftur verðbólga. Opinberlega gef ur þingf lokkur Alþýðuflokksins þá eina ástæðu fyrir brotthlaupi sínu sem átt hefði að vera meginröksemdin fyrir að sitja áfram þar til þrautreynt væri hvort ekki næðist sam- staða um aðgerðir sem dygðu gegn óðaverðbólgunni. Því hvernig sem þingflokkur Alþýðuflokksins reynir að hlaupast undan ábyrgð á núverandi ástandi í efnahags- málum mun það ábýrgðarhlutverk sem hann tók að sér fyrir ári elta hann uppi og dómur þjóðarinnar verða eftir því. • Það er ábyrgðarleysi að gefast upp frammi fyrir vandamálum sem Alþýðuf lokkurinn hef ur átt sinn stóra þátt í að skapa. Vaxtastefna sú sem kratar knúðu fram með mikilli málafylgju hef ur leitt til aukinnar verðbólgu vegna þess að f yrirtæki, stof nanir og samtök hafa þrýst á það að velta af sér vaxandi vaxtabyrði út í verðlagið. Sú krafa Alþýðuf lokksins að leysa vandann sem skap- aðist af olíuverðshækkunum með gengissigi í stað þess að faliast á millifærsluleið Alþýðubandalagsins hefur einnig magnað verðbólguna. Það er lítill mannsbragur að því að gefast upp frammi fyrir afleiðingum eigin verka. • Magnús Magnússon félagsmála- og heilbrigðisráð- herra var mótfallinn brotthlaupi Alþýðuf lokksins vegna þess að það er honum ekki að skapi að gef ast upp f yrr en í fulla hnefana og hann taldi ekki fullreynt hvort sam- staða næðist með stjórnarflokkunum um nauðsynlegar efnahagsráðstafanir, sem þeir hafa raunar allir viður- kennt að grípa þyrfti til,enda þótt ágreiningur haf i jafn- an verið um leiðir í stjórnarsamstarfinu. Sá ágreiningur hef ur legið fyrir f rá upphaf i og það sýnir einungis skort á þrautseigju og úthaldi að þingflokkur Alþýðuf lokksins skuli gefast upp þegar fyrst reynir verulega á. • Það er ábyrgðarleysi að hverf a f rá stjórnarþátttöku þegar framundan er lögfesting mikilvægra félagslegra réttindabóta. Eins og Magnús Magnússon hefur bent á eru það honum sár persónuleg vonbrigði að þurfa að standa upp úr ráðherrastól þegar hann er nýbúinn að f á samþykki ríkisstjórnarinnar til þess að f lytja lagafrum- vörp um nýtt húsnæðislánakerfi,um aðbúnað og hollustu- hætti á vinnustöðum og um lífeyrisréttindi aldraðra. Eðlilega hefði hann viljað fylgja þessum málum fram á haustþingi og öðrum félagslegum umbótamálum sem góðan hljómgrunn hafa haft á stjórnarheimilinu. • Sama má í rauninni segja um ýmis önnur ráðuneyti sem nú á haustmánuðum myndu hafa lagt f ram árangur af undirbúningsstarfi að ýmiskonar þröfum löggjafar- breytingum. öll þau mál sem of langt yrði að rekja hér á þessum vettvangi eru nú í uppnámi vegna brotthlaups kratanna. Það er ábyrgðarleysi að slíta stjórnarsamstarf i og ætla sér að minnsta kosti í orði kveðnu að knýja fram skammdegiskosningar án þess að stjórnmálaf lokkunum hafi unnist tími til þess að standa við það loforð sitt að breyta kjördæmaskipaninni. Sérstaklega eru það gróf svik við kjósendur Alþýðuf lokksins f höfuðborginni og á Reykjanesi sem áreiðanlega ætlast til þess að Alþýðu- f lokkurinn komi því máli í höf n að jafna kosningaréttinn áður en þjóðin gengur á ný til kosninga. Frá þessu loforði er þingflokkur Alþýðuf lokksins nú að hlaupa. • Það er ábyrgðarleysi að ætla nú eins og Alþýðu- flokkurinn að steypa þjóðinni út í hatramma kosninga- baráttu og gera landið stjórnlaust f ram á næsta ár. Allir kjarasamningar eru lausir og hin stóru heildarsamtök launafólks munu ekki hafa neitt ábyrgt stjórnvald að semja við. Horf ur eru á því að f járlagalaust verði f ram á næsta ár og að enginn pólitískur meirihluti verði í land- inu til þess að hemja verðbólguna. Hún mun því æða áfram í því stjórnleysisástandi sem Alþýðuflokkurinn ætlar að koma hér til leiðar. • Það er ábyrgðarleysi að tefla málum 1 kosningar í desember og fjármálum ríkis og efnahagsmálum þjóðarinnar í uppnám fram á næsta ár. Það væri jafn ábyrgðarlaust ef afgreiðslustjórn án stuðnings þingsins sæti hér verkalaus til vorkosninga. Þessvegna er sá kost- ur nú heiðarlegastur og í samræmi við stjórnskipan (slendinga að nýr meirihluti taki höndum saman á þingi, eða mynduð verði minnihlutastjórn með hlutleysi ein- hvers þingf lokks sem glímdi við efnahagsvandann f ram á vor og kæmi kjördæmamálinu í höfn. -ekh Spurt um traust Nú um helgina hafa áhrifa- menn veriö spuröir um upp- hlaup Alþýöuflokksins og Drög að sjálfsmorði Fyrir nokkru var Jón Baldvin, ritstjóri Alþýöublaösins, stadd- ur i Samtökum frjálslyndra og vinstri manna á hinni löngu Siðir læmingja Þegar Benedikt Gröndal var spuröur aö þvi i ótvarpi á föstu- dagskvöld af hverju Alþýöu- flokksmenn hættu þátttöku i rikisstjórn, þá reyndist honum erfitt aö finna einhverja sér- Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins: „Kcwniiu'ar beear í haust ’inatriSi i KRATAR SPRENGJA Ósamkomul: Ósamkomu Ósamkomu cs»oi RIKISSTJORNINA stjórnarslit. Sá sem svaraöi af einna mestri varfærni var Olaf- ur Jóhannesson. Hann fékkst þó til aö lauma út úr sér viö Tim- ann skemmtilegri athugasemd um innanhússástand i Alþýöu- flokknum sem vert er aö gefa gaum. Timinn spuröi Ólaf um þaö, hvort þetta væri hjá Alþýöuflokknum „hrein ákvörö- un án skilyröa eöa möguleika til samninga um áframhaldandi samstarf”. Olafur svaraöi: „Aiveg ákveöiö. Þingflokk- urinn hefur lfklega ekki þaö mikiö traust á ráöherrunum aö hann telji heppilegt aö þeir reyni samninga. Þaö á aö fyrir- byggja aö þeir geti fest sig i net- inu.” Þungbœr sigur ey öimerkurgöngu sinni hringinn I kringum Alþingis- húsiö. Hann fékk þá keppinauta tvo til aö slást um hylli Vest- firöinga, Sighvat og Vilmund, og haföi þaö sér til skemmtunar á málfundum aö kalla þá sjálfs- morössveit krata. Þessi nafngift rifjast upp núna þegar þeir þremenningar standa allir saman i eindrægni aö stefnu sem liggur beint viö aö kalla Drög aö pólitisku sjálfs- moröi — og Megas á kannski eftir aö yrkja um. Ekki svo aö skilja, aö viö búumst viö þvi, aö Alþýöuflokk- urinn þurrkist út i einum áfanga. Ollu líklegra er aö tala um marksækna langtimastefnu sem tryggja muni flokknum svipaöa stööu og hann haföi fyrir sigurinn I fyrra. Ávísun Þaö var lika ansi fróölegt sem valt upp úr Benedikt Gröndal á þeim landsfundi Sambands alþýöuflokkskvenna sem haföur var til þess aö tilkynna um sögulega ákvöröun þingflokks- ins. Benedikt Gröndal vék þá aö innra starfi Alþýöuflokksins og taldi þvi mjög ábótavant. Flokksformaöurinn komst svo aö oröi um þetta efni aö „Skipu- lag Alþýöuflokksins hrundi saman eftir þennan mesta sigur flokksins og flokknum blæddi fjárhagslega út”. Merkilegar upplýsingar: mesti kosningasigur flokks reynist vera stórhættulegt áfall fyrir innviöu hans. Þvi betra þeim mun verra! Kannski viö þurfum ekki aö hætta okkur alltof langt inn á áhrifasvæöi Lisu f Undralandi til aö álykta sem svo, aö nú vilji þingflokk- urinn æöa út f kosningar til aö reyta af Alþýðuflokknum fylgi til þess aö hann veröi viöráöan- legri skipulagslega og aö hægt veröi aö endurreisa „ferska jafnaöarstefnu, skipulag og starf” eins og Benedikt Gröndal vill. á viðreisn Meö samþykkt sinni eru þing- menn Alþýöuflokksins nefnilega aö lýsa þvi yfir, aö þeir eigi samleiö meö Sjálfstæöis- flokknum. Þeir eru aö gefa ávisun á viöreisnarstjórn og er þaö aö sjálfsögöu mjög i þeim anda aö þingmenn flokksins hafa I raun ósköp svipuö viöhorf I efnahagsmálum og flokkur Gunnars og Geirs. En um leiö er viöreisnarsagan hafin aö nýju: innilegt samstarf viö Sjálfstæöisflokkinn eyöir mjög fljótlega úr vitund manna öllu sem kenna má viö sérstööu og sérkenni Alþýðuflokksins, og ef nokkur pólitisk uppskera veröur af samstarfinu veröur hún sett I hlööur á höfuöbólinu meöan hjáleigan týnir sjálfri sér og veslast upp. Og þá mun ekki duga aö bita i skjaldarrendur og hrópa spill- ing, spilling, kerfiö, kerfiö I nafni siöferöisþroskans. Þau tromp hafa þá gengisfalliö hraöar en nokkur islensk króna. staka ástæöu, einhver tiltekin tilefni — fyrir utan almenna óánægju meö veröbólguástand . Nú hafa menn um allt land veriö aö spyrja þessarar sömu spurn- ingar, ekki sist kjósendur og stuöningsmenn Alþýöuflokks- ins. Hvers vegna? Benedikt Gröndal. Þegar læmingjum hefur fjölgaö aö vissu marki taka þeir á rás til sjávar. Ýmsir hafa haft samband viö Þjóöviljamenn meö sinar skýringar og skulum viö ljúka þessari samantekt i dag á einni mjög greindarlegri, sem var aö snjóa inn um dyrnar rétt i þessu. Hún er úr dýrafræöinni en gengur nokkuö i sömu átt og þaö sem aö ofan var skrifað. Skýringin er á þessa leiö: „Þetta er bara læmingja- háttur. 1 Noregi er smádýra- stofn sem viö lásum um i dýra- fræöi I skólanum og hefur þann einkennilega lifsmáta aö eftir aö honum hefur fjölgaö aö vissu marki tekur hann skyndilega á rás og rennur I sjó fram, þar sem meginhluti stofnsins ferst. Enginn veit af hverju. Sama er um kratana. Þeim hefur fjölgaö upp aö vissu marki, og nú renna þeir blint i sjóinn og ætla sér aö veröa aftur fimm. Enginn veit af hverju.” —AB

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.