Þjóðviljinn - 20.10.1979, Side 12

Þjóðviljinn - 20.10.1979, Side 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. oktdber 1979 alþýöubandalagiö Landsþing ÆnAb Reykjavik helgina 20. og 21. okt. Landsþing Æskulýösnefndar Alþýöubandalagsins verður sett að Freyjugötu 27 (húsnæði Starfsmanna félagsins Söknar ) laugardaginn 20. nk. kl. 10 árdegis. Dagskrá þingsins verður þessi: Laugardagur: 1) Lúðvfk Geirsson form. ÆnAb flytur skýrslu nefndarinnar fyrir liðið ár. 2) Arthur Morthens flytur framsögu fyrir tiilögu ÆnAb um stofnun sér- stakra æskulýðssamtaka innan Abl. 3) Umræður og skipting I starfshópa. a) Stofnun æskuiýðssamtaka. b) Stjórnmálaástandið og fyrirhugaöar þingkosningar. c) önnur mál. Sunnudagur: 1) Starfshópar skila áliti. 2) Umræður, afgreiddar ályktanir og tillögur þingsins, kosningar og þingslit. Félagar eru beönir aö tilkynna þátttöku slna til Starfsmanns ÆnAb Benedikts Kristjánssonar Grettisgötu 3, I síma 17500. ÆnAb. ÁbR Sjálfboðaliðar Stjórn Alþýðubandalagsins I Reykjavik hvetur félaga til þess að skrá sig til sjálfboöaliðastarfa til undirbúnings Alþingiskosningunum. Skráning sjálfboðaliöa er I slma 17500. Stjórnin AbR Félagsgjöld Félagar I Alþýðubandalaginu I Reykjavík sem skulda árgjöld fyrir 1978 og/eða 1979 eru hvattir til að greiða þau sem fýrst á skrifstofu félagsins aö Gretisgötu 3. ' Stjórnin Alþýðubandalagsfóík Vesturlandi AÐALFUNDUR kjördæmisráðs ABL á Vesturlandi veröur haldinn I Rein Akranesi laugardag 20. og sunnudag 21. október n.k. Fundurinn hefst ki. 14.00 á laugardag. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. Nefndarkosningar, þar meö kosning upp- stillingarnefndar. 2. Lagabreytingar. 3. Stjórnmálaástandiö. Framboösmál ofl. Nefndastörf veröa á laugardagskvöld og sunnudagsmorgun. Fundi verðui fram haldið kl. 13.30 á sunnudag. A dagskrá veröur þá: 1. Nefndaálit. 2. Skipulag kosningabaráttunnar, (útgáfustarfsemi og verkaskipting). 3. Kosning stjórnar og fundarslit. Félagar eru hvattir til að fjölmenna. (Þeir sem lengra eru aökomnir geta gist I Rein og hafi þá með sér búnað til þess.) Stjórn kjördæmaráðs Alþýðubandalagsfélag Fljótsdalshéraðs Aöaifundurfélagsins verður haldinn laugardaginn 20. október kl. 16 í fundarsal Egilsstaðarhrepps á Egilsstöðum. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Kosning fulltrúa á flokksráösfund og I kjördæmisráð. 4. Lagabreytingar. 5. Staðan i stjórnmálunum — kosningaundirbúningur. HelgiSeljan áfundinn. Félagar fjölmenniö. stjórnin Kjördæmisþing Alþýðubandalagsins i Suðurlandskjördæmi verður haldiö ISelfossbíóilaugardaginn 20. og sunnudaginn 21. okt. n.k. og hefst kl. 14.00 20. okt. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Forvals- og framboösmál. 3. Stjórnmálayfirlýsing. 4. útgáfumál. 5. Verkefni kjördæmisráðs og komandi kosningar. 6. önnur mál. Stjórnin Alþýðubandalagið á isafirði Aðalfundur Alþýöubandalagsins á Isafirði veröur haldinn n.k. sunnu- dag 21. okt. kl. 16.00 I Vinnuveri Mjallargötu. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Stjórnmálaástandiö og komandi alþingiskosningar. Kjartan Ólafs- son hefur framsögu. 3. önnur mál. Kjördæ misþing Alþýðubandalagsins i Norðurlandskjördæmi eystra verður haldinn I Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18 Akureyri, laugardag og sunnudag 20. og 21. okt..Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. For- vals-og framboðsmál. 3. Afvinnumál. 4. Verkalýðsmál. 5. Útgáfumál. 6. Ýmsar álytanir. 7. Onnur mál. Þingiðsett kl. 13 á laugardeginum 20. okt.. Stjórnin. Alþýðubandalagið á Reyðarfirði Félagsfundur verður haldinn laugardaginn 20. október kl. 17.00 I Fé- lagslundi. — Hjörleifur Guttormsson kemur á fundinn. — Fjölmenniö. — Stjórnin. Frá Kambseli til Keflavíkur Minningarorð um Amór Sigurjónsson, Brunnhól, A-Skaft. Þeim fækkar nú óðum mln- um gömlu og góðu samstarfs- mönnum sem unnu að félags og menningarmálum fyrir sveit sína og hérað. í dag var einn af þess- um mætu mönnum borinn til grafar Arnór Sigurjónsson Brunnhól sem enn taldist á góö- um starfsaldri, eða 53 ára. Þar er hniginn góöur drengur með áhuga á öllu sem betur mátti fara og aukið gat gengi fólksins* er mikil eftirs já aö honum, fyrst og fremst fyrir konu, börn, aldraða for- eldra, annaö venslafólk, sveit hans og félagsmálastarf Austur - Skaftfellinga þar sem hann I broddi fylkingar var til þess kjör- inn af sveitungum sínum og öðr- um héraðsbúum sem þar þurfa að skipa málum. Nú er Brunnhólsbóndinn geng- inn til grafar. Við sem ef tir stönd- um mænum til hans I anda eins og til fleiri þegar leiðir skilja og þökkum honum allt. Ég hafði alltaf gaman að ræöa við Arnör, hann var léttur I máli vel gefinn og tók létt á þó maður gerði sér til gamans og léti tvl- ræð orð falla; þaö var I samræði viö hans skapgerð. Foreldrar Arnórs eru Sigurjón Einarsson fæddur I Odda á Mýr- um (sú jörð fallin úr byggö) og Þorbjörg Benediktsdóttir frá Ein- holti ein af hinum mörgu systkin- um Gunnars Benediktssonar prests og rithöfundar. Koma þau hjón mjög við félagsmálasögu Mýrahrepps og A-Skaftfellinga, fyrst sem ungmennafélagar og siöar hvort um sig eftir stöðu, hann I verkahring karla en hún I verkahring kvenna og höfðu þar I mörgu forystu. Sigurjón mætir sem fulltrúi Mýradeildar I K.A.S.K. á fyrsta fulltrúafundi þess 25. og 26. mal 1920. Fleiri fulltrúafundi I K.A.S.K. átti hann eftir að sækja. Þá sat hann marga bændafundi sem fulltrúi slns búnaðarfélags, einnig fundi Búnaöarsambands Austur-Skaft- fellinga, og I mörg ár fulltrúi Austur-Skaftfellinga á Stéttar- sambandsfundi bænda, neitaði slðast kosningu aldurs vegna. Oddviti hreppsnefndar Mýra- hrepps frá 1947 til 1970. Þorbjörg kemur mikið viö starfsemi kven- félagsins á Mýrum og aðra starf- semi sem konur hafa beitt sér fyrir þar. Það hefur veriö með hana eins og fleiri góöar konur, hún hefur stuttbónda sinn I starfi, og þvi' meir sem meira hefur reynt á. Einar faðir Sigurjóns var hreppsstjóri Mýrahrepps frá 1916 til 1946 og oddviti frá 1905 til 1917, endurskoðandi K.A.S.K. i fleiri áratugi svo fátt sé nefnt af hans opinberu störfum. Kona Einars Ingunn Jónsdóttir ágæt húsfreyja og studdi þann málstað kynsystrasinna sem betur mátti, komin af þeirri ætt sem telur að ég hygg flesta A-Skaftfellinga i sinni ætt. Ég nefni aðeins þessi nöfn til að rifjauppafhvaða bergi Arnór er brotinn. Arnór var fæddur I Kambsseli Alftafirði 16. júli 1926, ég hygg innsta bæ til dala sem þar er 1 byggð. Fjallahringurinn um- hverfis bæinn hefði eflaust heillað hug hins unga manns ef hann heföi veriö búinn að fá fulla skynjun aldurs vegna. A þessu harðbýla afdalakoti lágu fyrstu æskusporin. Margur sumardag- urinn kom þar fagur sagði Sigur- jón og kyrröin sem þarna rlkti var ógleymanleg. Lika gátu kom- iö þarna haröir hríðarbyljir, en þeir gleymdust þegar sólin skein. Égheld eftir tveggja ára dvöl I Kambsseli hafi þau hjónin f lutt aö Flugustöðum meö fjölskyldu slna.ogbjuggu þareittár. Þaðan lá leiðin I æskustöðvarnar Brunn- hól á Mýrum. Þar er Sigurjón kominn I ábúendatal 1931 og býr þá með föður sinum, en fær brátt nýbýli úr jörðinni og nefnir býlið Arbæ. Þetta gerist 1936-1937. Ein- ar og Stefán sonur hans fhittu frá Brunnhóli með fjölskyldur sinar. Stefán 1944 en Enar 1946 og er Sigurjón þá einn ábúandi á þess- um jöröum. 1956 eru Sigurjón og Arnór sonur hans búnir aö kaupa jarðirnar af Einari og það ár fer Arnór að búa á Brunnhóli. Eftir- lifandi kona hans er Ragna Sig- uröardóttir, þriöji ættliður frá Stefáni Eirikssyni hreppstjóra og alþingismanns frá Arnanesi, en föðurafihennar var Eymundur Jónsson Dilksnesi þjóðhagasmið- ur, vel hagmæltur og sagnaþulur góður. Til Amerlku fór hann upp úr aldamótum, var nokkur ár en kom heim aftur með eitthvað af fjölskyldu sinni og srttist að á Höfnhjá Siguröi syni sinum. Hans hagleikshendur komu sér vel syðra eins og hér heima, bæði sem smiður og meö liknsamar læknishendur; má af þessu sjá að Ragna er af góðum komin, enda sver hún sig I ættina með greind og myndarskap. Hún var bónda sinum sterk stoð á lflsleiðinni, þó liklega aldrei verið honum jafn mikiðeins og I banalegunni þegar hann helsjúkur lá ýmist á sjúkrahúsi I Reykjavik, eða á heimili sem þau mynduðu sér þar. Hátt i ár vék Ragna aldrei frá manni sínum en beið og von- aði hins besta fyrst, en með hverjum degi sem leið dvínaði vonin uns yfir lauk 15. september s.l. Þá kom fram þróttur ættar- innar, þá reyndist hún manni sin- um mest. Hann andaðist á sjúkrahúsinu I Keflavik. Þegar þau Arnór og Ragna byrj- uðu búskap á Brunnhóli byggðu þau öll hús aö nýju, Ibúðarhús, fjós fyrir 25 kýr, fjárhús fyrir 250 kindur. Þá juku þau mjög ræktun bæði á söndum og framræstu landi. Búskapurinn blómgaðist vel bústofninn var arðsamur einkum kýrnar, munu þær sum árin hafa skilað um hæstri nyt til mjólkursamlags A-Skaftfellinga áHöfn. Mátti afkoma þeirra telj- ast góð á bænda visu. Brátt eftir að Arnór hóf búskap var hann kvaddur til opinberra starfa af sveitungum sinum og héraðsbúum. Hann sat I hrepps- nefnd Mýrahrepps og var oddviti hennar um tlma. Neitaði að hafaþað starf á hendi lengur. Fleiri félagsstörf hafði hann á héndi innan sveitar sinnar þó hér séu ekki tal- in. Marga bændafundi sat hann sem fulltrúi sins búnaöarfélags, einnig á aöalfundum Búnaðar- sambandsins;þá mætti hann sem fulltrúi Mýradeildar á aöalfund- um K.A.S.K. og nú siðast I stjórn þess er hann lést. Hann var I stjórn Graskögglaverksm. I Flat- ey. Þetta stutta ágrip af störfum Arnórs sýniraöhann hefur fetaði spor feðra sinna sem forystumað- ur sveitar sinnar og héraðs, og ef aldur hefði leyft hefði það sýnt það enn betur. Arnór var góður eiginmaður, ástrlkur faðir og trúr þeirri köllun þar sem hann var kvaddur til starfs fyrir almenning. Þau Ragna og Arnór eignuðust þrjár dætur, Þorbjörg húsfreyja á ein- um bænum á Hala Suðursveit, heitbundin Fjölni Torfasyni. Búa félagsbúi með Steinþóri bróður Fjölnis og konu hans ólöfu Guð- mundsdóttur. Þorbjörg er fyrsti varaþingmaður Alþýöubanda- lagsins I Austurlandskjördæmi. Kennari að mennt. Agnes Sig- gerður, heitbundin Magnúsi Sig- urðssyni, er að ljúka mennta- skólanámi. Búsett I Njarövik. Svava, lauk námi 1 Skógaskóla i vor. Kom þá heim og vann aö búi foreldra sinna f fjarveru þeirra á- samt annarri stúlku. OfliAu þær heyjanna i' sumar fyrir bústofn- inn. Hún er yngst systranna. Þann 22. september var Arnór jarðsettur við Brunnhólskirkju aö viðstöddu miklu fjölmenni. Sóknarpresturinn séra Fjalarr Sigurjónsson jarðsöng og hélt á- gæta likræöu yfir honum I kirkj- unni. Jaröarfarardagurinn var hægur og kyrr, hann minnti á manninn sem verið var að kveðja. Að siöustu sendi ég öllum aöstandendum Arnórs innilegar samúðarkveðjur. Megi blessun Drottins sem lengst hvila yfir minningu hans. Hala 22/9 1979. Steinþór Þórðarson • Blikkiðjan Asgaröi 7, Garðabæ Önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verðtilboö SIMI53468 M íbúð óskast Einhleypur maður óskar að taka á leigu ibúðarhúsnæði. Upplýsingar i sima 72276.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.