Þjóðviljinn - 27.10.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 27.10.1979, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. október 1979 Laugardagur 27. október 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Vetrarfundur SÍR Orkusparnaður og vatnsbúskapurinn ofarlega á baugi Á fimmtudag var hald- inn í Reykjavík vetrar- fundur Sambands íslenskra rafveitna og sóttu hann um 100 f ulltrúar víðs vegar að af landinu.4 Meginmál fundarins vörðuðu virkjanir og f lutningskerf i raforku, og flutti Jakob Björnsson orkumálastjóri erindi um virkjunarkosti til aldamóta og Gunnar Ámundason, rafmagnsverkf ræðingur um meginorkuf lutnings- kerfi landsinstil aldamóta. Var skýrt frá erindi Jakobs i Þjóðviljanum í gær, en auk þeirra tveggja fluttu Ingólfur Ágústsson, rekstra rst j ór i, Karl Ragnars, verkf ræðingur, Steinar Friðgeirsson deildarverkfræðingur og Jón Ingimarsson verk- f ræðingur erindi um vanda í rekstri raforkukerfa. Þá fjallaði Ingvar Ásmunds- son um raforkureikninga til neytenda og breytingar á þeim og áætlunum sem þeir byggjast á. Aðalsteinn Guöjohnsen, formaður SÍR, sagði i samtali við Þjóðviljann eftir fundinn, aö auk virkjana og orkuflutnings hefði mikið verið fjallað um orku- sparnað á fundinum. Sagði hann að menn hefðu ekki veriö á eitt sáttir um hvernig standa ætti að orkusparnaði en sammála um að draga ætti verulega úr orkusóun landsmanna meö ýmsum ráöum. Á fundinum var ekkert rætt um skipulagsmál raforkukerfisins, og þvi bar Landsvirkjunarmálið svonefnda ekki á góma. Sambandiö hefur hins vegar ritaö öllum sveitarstjórnum, sem eiga rafveitur, bréf og spurt um af- stöðu til frumvarpsins sem fellt var I borgarstjórn Reykjavlkur, en ekki fengið nein endanleg svör ennþá. Þá var mikið rætt um vatns- búskapinn með tilliti til raforku- framleiöslu, og sagöi Aðalsteinn að hið sérstaka ástand sem hér hefur rikt undanfarin 2 ár og leitt hefur til minnkandi vatnsforða, hafi leitt hugann að þvi að þó við eigum geysimiklar birgðir af vatni og gufu, sem hægt er að virkja, þá geti oröið aö gripa til raforkuskömmtunar ef boranir bregðast eða ef úrfelli minnkar i 2 ár eða lengur. Astandiö hefur óneitanlega lag- ast nú með haustrigningunum, sagði Aðalsteinn, en þó ekki nóg til þess að horfiö verði frá orku- skömmtun til stóriðju og stór- fyrirtækja. Sagði Aðalsteinn hins vegar óliklegt að gripa þyrfti til skömmtunar rafmagns til almannanota. Aöalsteinn sagði að mikið hefði verið unnið i þvl að gera raforku- reikninga áreiöanlegri og einfald- ari en nú er og mætti vænta árangurs i þeim efnum á næstu mánuöum. Viö erum óaánægðir með reikningana eins og þeir eru nú, sagði Aöalsteinn, og okkur er ljóst að fólk er það lika. Það þarf að fullkomna áætlarnirnar eins og hægt er og gera reikningana skiljanlegri, sagði hann, en eins og nú er eru þeir nánast óskiljan- legir. SIR heldur tvo fundi af þessu tagi árlega, sumarfund og vetrar- fund. Þetta var 31. vetrarfundur sambandsins. — AI Frá vetrarfundi SIR. Ingvar Asmundsson I ræðustól. Ljósm. Jón, Heilbrigðisyíirvöld: S almonella-r annsóknir meðal forgangsverkefna Salmonella-mengun og Salmonella-sýklar berast I fólk um sjúklingum, annað hvort þarmeð hætta á smitun fólkster vaxandi hérlendis einsog fram kom í frétt Þjóðviljans nú í vikunni þar sem skýrt var frá greinargerð sem landlækn- ir hefur sent frá sér um þessi mál og aðgerðum sem heilbrigðisyfirvöld vinna nú að. 1 greinargerðinni, sem land- læknir hefur gert i samráði við Heilbrigöiseftirlit rikisins, Matvælarannsóknir rikisins og sérfræöingana Sigurð B. Þorsteinsson lækni, Guðna Alfreðsson dósent og Grim S. Valdimarsson efnafræöing kemur fram að tiðni salmonella-sýkinga hefur aukist mjög á Vesturlönd- um yfirleitt undanfarin ár. Fram aö þessu hafa sýkingar veriö til- töluiega fáar hér á landi, en af og til hafa þó veriö greind tilfelli. nánast eingöngu meö menguðum mat eða drykk. Heilbrigöir hraustir einstaklingar þurfa mik- iö smitmagn til að veikjast en las- buröa einstaklingar, ungbörn og gamalmenni geta veikst af til- tölulega fáum sýklum. Sjúkdóms- einkenni eru mjög mismunandi frá einum sjúklingi til annars, allt frá engum einkennum upp i lifs- hættulega blóðsýkingu. Allflestir fá þó væg einkenni frá meltingar- færum. Ekki liggja fyrir ákveðnar tölur um fjölda sýkinga hér á landi, enda er vitað, að aðeins litill hluti sýkinganna greinist. Inn á sjúkrahús hér i Reykjavik hafa undanfarin ár lagst 5—15 sjúklingar árlega, og eru þaö allt sjúklingar með umtalsverð einkenni og sumir mikiö veikir. Virðist sem fjöldi þessara tilfella fari hægt vaxandi. Oftast hefur verið unnt að sýna fram á smit erlendis frá hjá þess- vegna ferðalaga eða neyslu á innfluttum mat. Svo er þó ekki alltaf og viröist það fara vaxandi aö ekki sé hægt aö skýra sýkingu á þennan hátt. Kemur það vel heim við þá staðreynd, að Salmonella-mengun fer vaxandi i umhverfi hérlendis, s.s. 1 mávum, músum, skolpleiðslum og sorphaugum. Við megum þvi búast við aukinni hættu á smitun fólks i framtíðinni og heilbrigðis- yfirvöld telja brýna nauðsyn á að stórauka eftirlit og taka upp áþekkar aðgerðir þeim sem beitt er i nágrannalöndum. Að lokum segir I greinar- gerðinni aö leiöa megi að þvi góð rök, aðrannsóknir á útbreiöslu og smitleiðum salmonella-sýkla sé nú meðal forgangsverkefna I Islenskum heilbrigðismálum. En forsenda þess, að svo megi vera sé veruleg aukning fjár- veitinga til aögeröa og eftirlits á þessu sviöi. — vh Flóttamannavanda- mál eru gömul eins og allir vita. Um aldir hef- ur fólk flúið styrjaldir, náttúruhamfarir, trúar- bragðaofsóknir, kyn- þáttaofsóknir. Kannski hafa flestir þeirra sem hafa verið til þess neyddir að skipta um heimkynni verið að flýja skort. Amerikurnar báðar byggðust á sínum tima sliku fólki að mjög verulegu leyti. Stundum hafa margar ástæður blandast saman. Einhverjir mestu fólksflutningar sem um getur á siöustu timum er flótti Gyöinga frá Rússlandi og öðrum löndum um austanverða álfuna sitt hvorum megin við siðustu aldamót. Þeir voru að flýja ör- birgð og einnig lög sem bönnuðu þeim sérstaklega mörg úrræði I lifsbaráttunni sem aörir áttu kost á. Hve margir? Enginn veit með vissu hve margir flóttamenn eru nú I heim- inum. Stofnanir Sameinuðu þjóð- anna telja þá um tólf miljónir. Stærsti hópurinn eru Palestinu- menrt, sem taldir eru um ein mil- jónogsjö hundruð þúsund. Þaöer einhver dapurlegasti kaflinn i harmsögu Gyöinga, að þegar þeir, flottafólk I 2000 ár, ioksins fengu tækifæri til að stofna eigiö þjóörlki, þá var það á kostnað annarrar þjóöar, ogeinmitt þjóö- ar sem enga ábyrgð bar á örlög- um evrópskra Gyðinga I heim- styrjöldinni siöari. Flestir innan Afriku Ef flóttamannavandamálin eru rakin eftir heimsálfum, þá veröur Afrika efst á blaði. Þar eru flóttamenn taldir 2.150.000 eöa þar um bil — og flestir i Zaire eöa rúmlega hálf miljón. Þessu næst koma Bandarikin og Kanada, sem hýsa um 760 þús- undir flóttamanna. Vestur-Evrópa hefur tekiö viö nær 600 þúsundum. I Suð- austur-Asiu eru flóttamenn taldir um 450 þúsundir og þá flestir frá Indókina, I Astraliu og Nýja-Sjá- landi eru flóttamenn rúmlega 300 þúsundir. Allt þetta flóttafólk er aö flýja eitthvað pótitiskt ástand — kúg- un, þjóöamisrétti, styrjaldir o.s.frv. Aðstæður erumjög ólikar. ISuður-Aneriku eru taldir um 100 þúsundir flóttamanna — og flestir þeirra munu vera pólitiskir flóttamenn I þröngum skilningi: Chilebúar eða Argentinumenn eða Uruguaymenn á flótta undan lögregluriki — og hafa reyndar allmargir komiö sér tilEvrópu. I Afrlku er hin mikla mergð flóttamanna meö réttu tengd viö þá nýlenduskipan sem þar rikti. Þegar nýlendurnar urðu sjálf- stæðar — og margar ekki nema aönafninutil — hlutuhinnýju riki landamæri, sem ekki voru I neinu skynsamlegu samræmi við bú- siau einstakra þjóða. Með þeim landamærum hlutu sumar þjóöir eöa þjóöabrot hlutskipti minni- hluta sem bjóviö skarðan hlut, og spretta af þvi' ástandi átök, stund- um borgarastyrjaldir, stundum viðleitni til að skapa ný rfki (Biafra), og þar fram eftir göt- um. Mikill fjöldi fólks hefur flúið langvarandi styrjaldarástand I Angóla, Eþiópiu og svo Ródesiu, þjóöerniskúgun I Búrundi. Stjórn- arfar náunga eins og Idi Amins, Bokassa keisara og Maciasar I Miðbaugs-Gineu, hefur stökkt miklum fjölda manna á flótta. Enginn fær talið þann hóp sem er stærstur: þá sem flýja landrán og landleysi I sveitum og halda I fátækrahverfi stórborga þriðja heimsins. — Myndin er frá Kalkútta. Tólf miljónir manna hafa flúið heimkynni sín Flóttamannabúðir I Libanon: Palestínuarabar eru langsamlega stærsti hópurinn. ^ v /k ■ mmmmmM Flóttafólk frá Vietnam viðstrendur Malasiu: Loksins opnuðust nokkrar dyr hjá efn- aðri þjóðum. Yfir næstulandamæri Þótt ýmsum kunni að þykja það undarlegt þá viröist Afrilóirikjum hafa tekist betur en flestum öðr- um að skapa vissa samstöðu um lausn flóttamannamála. Má vera aö það sé vegna þess að viða um Afriku lifa menn enn við einskon- ar náttúrubúskap, sem ekki er ýkja erfitt eöa kostnaðarsamt að laga sig að þótt skipt sé um land. Þá eru svo til öll Afrikuriki riki margra þjóða og tungumála og þvi minna um um þá fyrirvara sem nokkuö svo „hreinræktuð” þjóðriki gera á þvi að taka við fólki af öðru þjóðerni — að ekki sé talaö um litarhátt. I Afrfku leita menn blátt áfram yfir næstu landamæri. — Það er hinsvegar ekki hægt i Asiu eins og dæmin s-rr.na. Þaö er og i Afriku aö allmörg dæmi eru þess, að flóttamenn njóta aö vissu marki góös af þvi, að móttökurikið telur sig eiga pólitiskan fjandmann i stjórn þess rikis sem flúiö er frá. Zaire hefur t.d. tekið á móti flóttafólki frá Angóla — og Angóla hefur tek- ið viö flóttafólki frá Zaire. Sama gildir unp Rúanda og Búrundi, einnig Eþiópiu og SUdan. Sú var tiö, aö Khmerar i Vietnam flúöu til Kampútseu, en Vletnamar i Kampútseu austur til Vietnam. Hvað ræður móttökum? Gifurlegur fjöldi flóttafólks — hvort sem þeir eru að flýja skort eða óþolandi pólitiskt ástand, vm setjast aö i hinum efnaöri iðnrikj- um. En þau erui flestum tilfellum lokuð. örlög „bátafólksins” frá Indókina hafa þó opnað ýmsar dyr bæöi I Evrópu og Norð- ur-Ameriku, en samt sem áður heyra þau tilvik til undantekn- inga. Aðstoö við flóttafólk fyrr og sið- ar er nefnilega I gifurlega rikum mæli háð pólitiskum aðstæðum. Þaödregur enginn i efa, að það er brýnt og nauösynlegt aö hjálpa þeim sem flýja Indókina allslaus- ir á lélegum bátkænum. En þvi miöur er það svo, að þeir ættu miklu siður von á sæmilegu at- hvarfi ef ekki vildi svo til, aö þeir eru aö flýja lönd sem kennd eru við kommúnisma. Eins og mönn- um er kunnugt, er meirihluti þessafólks af kinverskum ættum. Þegar hægrisinnaöir herforingjar tóku völdin i Indóneslu á miöjum siöasta áratug hófst mikið blóð- bað i landinu — og bitnaði ekki sist á kinverskum þegnum lands- ins. Þeir áttu þá ekki i nein hús önnur aö venda og fæstir veittu þeirra hörmungum neina athygli. Pólitiskt veðurfar Ahrif sveiflna ipólitlsku veður- fari sjást og mætavel af dæmi Gyðinga og Palestinuaraba. Arið 1938 héldu um 50 riki ráðstefnu I Evian I Frakklandi, þar sem rætt var um það, hvaö gera mætti fyrir um 600 þúsundir Gyöinga, sem þá voru á valdi nasista — i Þýskalandi og Austurriki. Ráð- stefnan bar engan árangur aö heitiö gæti — hvert rlkið af öðru fann sinar ástæður til að loka landamærum sinum fyrir þessu nauðstadda fólki. Nasistar drógu af þessuþá ályktun, aðþeim væri óhætt aö gera hvað sem þeim sýndist við Gyðinga-enginn léti sig varöa hvað um þá yrði. Eftir striö, þegar uppvi'st var um GyNngamorðin miklu, vakn- aði samviska margar áhrifa- mannaog þeirflýttu sér aö leggja blessun sina, ekki aðeins yfir stofnun lsraelsrikis, heldur og I raun yfir brottrekstur Palestinu araba úr mörgum byggöa sinna. Lengi vel létu menn sér hlutskipti þeirra sér I léttu rúmi liggja. Það er ekki fyrren á siöustu árum, að menn þykjast leggja eyrun viö þeirrakröfum um eigiö riki. Þaö er aö sjálfsögðu ekki af mann- kærleika nema að litlu leyti aðalástæðan er.eins og allir vita, aukið vægi hins arabiska heims möguleikarhans áaö skrúfa fyrir oliuna. ábtóksaman vridtal|4a9sins Barnaárid er adeins upphafið Nú er farið aö siga á seinni hluta barnaársins og sló Þjóð- viljinn á þráðinn til Svandisar Skúladóttur formanns fram- kvæmdanefndar alþjóðaárs barnsins á Islandi til aö forvitnast um fyrirsjánlegan afrakstur árs- ins. — Hefur þaö sem af er barna- árs fariö að vonum, Svandis? — Já, i stórum dráttum. Þó eru ýmsir óánægðir með að meira hefur veriö talað en framkvæmt en ég held að þessi umræöa hafi gertmeiragagnen margirhalda. — Nú stendur yfir ein af hinum svokölluðu þemavikum I rikisút- varpinu. Ertu ánægð með þær? — Já, að minum dómi hafa þær heppnast vel og eins og til stóð. — Hversu margar eru eftir? — Þessi vika sem nú stendur yfir er hin þriðja I rööinni og f jall- ar um afbrigöileg börn. Lýkur henni með sjónvarpsþætti um efniö i lok mánaðarins. Eru þá þrjár þemavikur eftir. Meiningin var að tvær yröu haldnar i nóvember og ein i desember en hugsast getur að kosningarnar i byrjun desember setji strik i reikningin I sjónvarpinu. — Um hvað fjalla þær vikur sem eftir eru? — Sú fyrsta fjallar um af- burðagreind börn, önnur um barnamenningu og sú siðasta um óhæfa foreldra. V — Hafiö þið oröið vör viö mikil viðbrögö frá foreldrum og börn- um? — Nei, ekki mikil frá einstak- lingum. Ritgerðasamkeppni sem við efndum til meðal grunnskóla- barna um islensk börn á barnaári átti að vera sjálfstætt framlag frá börnunum en aðeinsbárust um 30 ritgerðir, sem okkur finnst alltof litiö miðað við þaö að 40 þúsund börn á grunnskólaaldri eru á landinu. — En hvaö um viöbrögö opin- berra aðila? — Nefndin skrifaði öllum sveitarstjórnum á landinu bréf þar sem fariö var fram á að einn sveitarstjórnarfundur yrði hald- inn þar sem eingöngu værifjallað um málefni barna. Einnig send- um við sveitarstjórnunum lista með margvislegum spurningum varöandi börnt.d. skólamál, dag- vistunarmál, æskulýösmál, i- þróttafélög o.s.frv. Þessum málaleitunum hefur yfirleitt ver- Svandís Skúla- dóttir; formaöur barnaársnefndar ið tekið mjög vel og höfum viö fengiö svör frá 22 sveitarfélögum og þ.á m. öllum þeim stærstu en einnig góöar ábendingar frá minni sveitarfélögum. — Hafa ekki frjáls félagssam- tök lika beitt sér fyrir einhverri starfsemi á barnaári? — Jú, og má þar t.d. minna á myndlistarsýningu barna á Kjar- valsstööum I sumar og bókasýn- inguna um daginn, en I öörum félögum hefur fyrst og fremst fariö fram umræöa um börn. Barnaársnefndin hefur reynt aö vera samræmingaraöili og tengi- liður við barnaársnefndir iöörum löndum. — Mun nefndin starfa er árinu lýkur? — Nefndin sjálf mun ekki starfa áfram að öðru leyti en þvi að efnt veröur til ráöstefnu á næsta ári til að geraupp árangur barnaársins.Hins vegar á barna- áriö aöeins aö vera upphafiö aö frekari umræöu og framkvæmd- um i kjölfariö á henni. — GFr „Ég held að þessi umræða hafi gert meira gagn en margir halda”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.