Þjóðviljinn - 28.10.1979, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.10.1979, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 28. október 1979 r helgarvíðtalíd — Nú veit ég hver þú ert, segir Auður Haralds, er undirritaður staulast upp tröppur rithöfundarins i Skuggahverf inu og sest við stórt stofuborð sem er al- þakið bréfum, pjötlum, hannyrðadóti, saumnálum og óútfylltum víxlum frá Alþýðubankanum. Teikning og texti: Ingólfur Margeirsson — Þú skrifar þessi leiöinlegu viötöl i Þjóöviljanum sem byrja alltaf á „ég kem gangandi aö húsinu númer þetta viö þessa götu...”. Ég reyndi tvisvar aö lesa þau, — en tvisvar i röö meö sama innganginn, — ég gafst upp, segir þessi rauðhæröi, stuttklippti blaöamaöur Samúels hvatskeytislega. Rithöfundur? Já, i næstu viku kemur fyrsta bók Auðar út og ber titilinn „Hvunndagshetjan — Þrjár öruggar aöferðir til aö eignast óskilgetin börn”. Bókin er kölluð reynslusaga og gæti þess vegna heitiö „Harmsaga ævi minnar” ef hún væri ekki krydduö mergjuöum húmor sem ofbýður magavöðvum les- andans, — eða allt að þvi. Auður Haralds minnir einna helst á búsældarlega ráöskonu sagöi viö útgefandann minn, þegar þessi bók er komin út þor- ir enginn karlmaöur nálægt mér. Hvaö á ég þá aö gera? Senda eftir þeim til Madagascar? Erum viö ekki komin út fyrir efniö? — Ég vil enn vikja aö þessum neikvæöu karlaiýsingum i bók þinni. Hvers vegna öll þessi spörk I hitt kynið? — Fannstu til i eistunum, vin- ur? Þaö er alltaf veriö að álasa mér fyrir aö vera vond við þá. Mér finnst meöferöin á karl- mönnunum i bókinni ekki sam- úöarsnauö, þvi aö i hverju ein- asta tilviki reyni ég aö skilja af hverju þeir láta eins og þeir gera. Og aö reyna aö skilja ein- hvern er mesta fáanlega samúöin. Nei, afstaöa mln i dag Núþorir enginn karlmaður nálægt mér! viö fyrstu sýn, en sú blekking reynist þó skammgóö. — Er þetta ekki óvenju harka- leg lifsreynsla sem þú lýsir I bók þinni, Auður? — Þaö held ég ekki. Ég er ekki aö segja aö þetta gerist á hverju götuhorni, aöeins svona ööru eöa þriöja hverju. Annars held ég aö heimurinn sé sjaldan vondur viö fólk, þaö er fólkiö sem gefur heiminum tækifæri til aö troöa á sér. Og allt kvenna- uppeldi áöur fyrr miöaöist aö þvi aö gera okkur aö undirlægj- um og þess vegna er jafnvel ennþá auðvelt aö troöa á kon- um. Þaö er til mýgrútur af karl- mönnum sem daglega þurrka af fjósbússunum á eiginkonunni og enginn tekur eftir þvi, þvi aö all- ir eru svo vanir þvi. Ég á ekki viö misþyrmingar, megniö af þessu er bara smáatriöi, en þau hrannast upp. — I bókinni lýsir þú barns- feörunum sem vonlausum af- styrmum; er þetta dæmalaus óheppni eða ýktar persónu- lýsingar? — Þaö er nú satt að ég hef óvenju sterkt aödráttarafl á vonlausa karlmenn, gamalt fólk á biöstöövum og veika ketti. Til dæmis hafa yfir 50% ailra bón- oröa til mln komið frá drykkju- sjúkum vélstjórum. Þaö stendur meira aö segja i skýrslu einhverrar opinberrar stofn- unnar aö „Auöur Haralds hefur óvenju góöa hæfileika til aö laöa að sér óheppilega menn”. Þessu siöasta er ég altént ekki aö Ijúga. Annars er þetta meö aö laöa háö ýmsu, segir Auöur og rótar i hárinu á sér. Ég var meö æöisgengiö afro-hár, ægilega kvalafull fegurö,og fór og lét klippa þaö allt af. Kvartaöi um leiö viö rakarann aö ég heföi skyndilega öölast óskaplegt aö- dráttarafl á hitt kyniö meö öllu þessu hári. Þá sagöi hann: „Gáfaðar konur hafa svo mikið aö gera aö þær mega ekki vera aö þvi aö eiga viö háriö á sér og hafa þaö stutt. Þetta hafa karl- menn uppgötvaö og foröast þess vegna stuttklipptar konur.” Þar fuku sem sagt kyn- töfrarnir minir, og,éins og ég hlýtur aö mótast af breyttum skoöunum; er andvægi viö fyrri afstööu. — Viltu útskýra þetta nánar? — Ég er miklu hatrammari og haröari I dag. Ég er reiö yfir aö hafa látiö troöa á mér, en ekki út i karlmenn eöa þjóöfélagiö, heldur út i sjálfa mig. Þess vegna er ég hlynnt þvi aö rifa kjaft. Reyndar reyni ég meö húmor fyrst, en ef það dugar ekki þá sýni ég klærnar — nú- oröiö. Ég get nefnt þér dæmi: Dóttir min fór eitt sinn á spitala og þá kemur svona skýrslugeröar- kona og vill vita allt. Fyrst nafn fööur og þaö vissi ég. Sföan nafnnúmer og þaö vissi ég ekki. Slðan atvinnu fööur. Þaö vissi ég heldur ekki. Þá segir hún, ekki búin að ná sér eftir nafn- númersleysiö: „Þú hlýtur aö vita þaö”. Ég: „Nei”. Hún: „Já, en þú hlýturaö vita þaö”. „Nei”, sagöi ég þá, „ég þekki manninn ekkert”. Eftir þetta hvæsi ég bara „X” i staö nafns og sleppi viö hitt. Þaö er ekki hægt aö ætlast til aö ég gangi meö þjóöskrána á mér. En hún var ekki búin. Þetta hér heitir félagsleg afstaða: „Þiö búiö auövitaö I leiguhús- næöi”. „Nei, eigin”, svara ég. Þá segir hún I fööurlegum tón: „Þaö er náttúrulega mjög lé- legt”. „Já”, svaraöi ég, „viö búum undir Tjarnarbrúnni”. Þá varö hún fúl. — Við lestur bókarinnar virðist þú vera karlmannshatari — ertu það? — Nei, svolangtifrá. Ég, sem hef aöeins fimm veikleika: 1. Karlmenn (haföu þá númer eitt! ).2. Góöan mat. 3. Tóbak. 4. Afengi. 5. Skartgripi. Rætt viö AuðiHaralds nýbakaðan rithöfund Ég er heldur ekki aö ráöast aö karlmanninum sjálfum, heldur mörg þúsund ára skipulagi. Hver er þaö sem mótar karl- manninn fyrstu árin? Móöir hans, og siöan tekur félagsleg hefö viö. Og hvaö sem öllu jafn- rétti hugsandi æöri mannvera liöur, þá gleymum viö aö viö er- um upphaflega dýr. Það hlýtur að vera karlmanninum lifeölis- lega eölislægt aö verja sitt um- ráöasvæöi og þess vegna bregst hann viö jafnréttisbaráttu kon- unnar einhvers staöar innst inni i frumunum og litur á hana sem keppinaut en ekki sem jafn- ingja. Þaö á örugglega eftir aö taka okkur nokkur þróunarskeiö aö komast yfir þann hialla. — Ct frá þessu, hvaða augum Ilturðu hjónabandið, ertu hlynnt þvi? —- Hjónabandiö er ennþá heilög belja i minni vitund, eina virkið sem stendur upp úr rúst- um uppeldis mins. Ég myndi ætlast til fullkominnar tryggöar, gagnkvæms skilnings og hamingju. Þetta stangast á viö aö mér finnst enginn geta átt aöra manneskju, sál og likama. Ég hef aðeins einu sinni hitt mann sem ég heföi getaö hugsað mér aö giftast. Hann var svo fullkominn aö hann reykti ekki og ég átti aö fara út á stétt þegar mig langaði I slgarettu. Séröu þaö? Fjörutiu sinnum á dag? Ég heföi búiö á stéttinni. — Við lestur handrits þins að „Hvunndagshetjunni” fannst mér saga þin sambland ai sjálfsirónlu Þórbergs Þórðar- sonar, kynslóðalýsingum Pét- urs Gunnarssonar og einkallfs- frásögnum Ericu Jong? — Þórberg hef ég aldrei lesiö og kynslóöalýsingarnar eru ekki þarna til aö sýna Pétri aö viö stelpurnar getum lika, heldur vegna þess aö ýmsar i ráöuneyti minu vildu umfram allt aö þessi fáránlegi klæönaöur gelgju- skeiösins áöur fyrr kæmi fram. Mér til mikillar hrellingar sé ég aö þetta er allt aö koma aftur. Þetta er vist hluti af unglinga- veikinni, eins og Guörún Helga- dóttir kallar þaö. Ég las „Fear of Flying” (ísa- dóra i Isl. þýö.) eftir Ericu Jong og fannst nún frábær. Þetta var fyrsta bókin sem ég las sem kryfur kynferöismál kvenna á hispurslausan hátt. Hjá mér er þetta ekki i eins stórum skömmtum, ég áleit aö is- lendingar þyrftu aölögunar- tima. Til dæmis kemur oröiö tittlingur fyrir fimm sinnum i minni bók og hvergi i sambandi viö klám. — Bókin ber það greinilega með sér að þú ert enginn nýliði i skriftum? — Ég læröi aö skrifa fimm ára til aö geta skáldaö. Þá skrifaöi ég ljóö, en hætti þvi þegar ég var komin yfir verstu unglings- árin. En ég hef skrifað mikiö af bréfum og þau meira aö segja svo góö aö fólk hefur svaraö þeim til að fá annaö. Svo hef ég verið blaöamaöur hjá Samúel i tvö ár. ölafi Hauks ritstjóra rataðist satt orö á munni þegar hann sagöi viö mig um daginn: „Þetta er allt okkur aö þakka, viö leyföum þér aö nota blaöiö sem skeiövöll til að æfa þig á”. Ég hef lika lesið mikiö. Þegar maöur sér gallana hjá öörum þá veröur auöveldara aö skrifa sjálfur. Sem barn las ég mest- megnis á dönsku, mamma átti feikilega gott safn af gömlu al- menningsmeisturunum sem voru ekki of háþróaðir, Dumas, Hugo og þá. Þessar bækur voru flestar meö gömlu stafsetning- unni og enn i dag hefur mér ekki tekist aö læra „nýju” reglurnar frá 1927. Eins bregöur fyrir hjá mér undarlegustu oröum sem hurfu úr daglegu máli fyrir hálfri öld. Þaö má segja aö ég hafi stefnt aö þvi aö veröa rithöfundur i aldarfjórðung, sem er langur meðgöngutimi. — Skrifaðir þú „Hvunndags- hetjuna” I einhverjum sérstök- um tilgangi? — Já. Mig iangar til aö hrófla við hugmyndum fólks um ein- stæöar mæöur. Viö erum manneskjur sem búum viö annaö fjölskylduform en gift fólk, en hættum ekki þar fyrir aö vera manneskjur. Þaö er oft lit- iö á okkur sem félagsleg skrimsli. Einstæöir feöur, aftur á móti, eru yfirleitt ekklar og eiga þvi gasalega bágt. Ég þekki dæmi þess aö skyldmenni og nágrannar þeirra af kven- kyni hafi gert linnuiausan aösúg aö þeim meö súpuskálar og þvottaburstann og saumadótið. Þegar kemur aö einstæöum mæörum þá eiga ekkjurnar samúö flestra, þ.e. ef þær halda sig innan veggja eftir aö maöur- inn er fallinn frá. Og þaö er lika skilningur fyrir þvi ef þær gifta sig aftur, konan þarf jú á forsjá aö halda. Fráskildar konur eru stórhættulegar, þær ku alltaf vera aö reyna aö ná i menn ann- arra kvenna, eins og þær séu ekki búnar aö fá nóg. Og svo eru þaö ógiftu mæöurnar. Eitt barn er óheppni, tvö geta jafnvel verið makalaus óheppni, en þrjú hljóta að vera afleiöing hams- lausrar vergirni. Meöan þau eru I raun aöeins þrir drættir. — Ertu smeyk um að börnin þín verði fyrir aðkasti þegar bókin þln kemur út? — Börnin eru svo stór hluti af mér aö ég á kannski erfitt meö aö sjá þau sem sjálfstæöa ein- staklinga hvað þetta áhrærir. Þau hljóta aö mótast af sömu skoöunum og ég hef og veröi þau fyrir aökasti þá geri ég ráö fyrir aö þaö snerti þau ekkert á ann- an hátt en þetta venjulega dag- lega mótlæti. Ég litsvona meira og minna á þau eins og börn böðlanna hér áöur fyrr, böölar og rithöfundar veröa aö vinna fyrir sér og börnin þeirra aö sætta sig viö hvaöan brauöiö kemur. 1 þessu kemur sonur Auöar inn. Hann er ögn niöurdreginn og segir viö móöur sina: „Mamma, þaö var strákur úti sem lamdi mig...” „Lemdu hann aftur”. „Ég geröi þaö, en hann hrinti mér og hendin á mér er óhrein”. „Þaö er vatn i krananum, þvoöu þér elskan”. „Já, en úlpan er lika óhrein”. „Viö eigum þvottavél”. „En strákurinn var sterkari en ég...” „Sláöu hann þá tvisvar I hvert sinn sem hann slær þig einu sinni”, segir hvunndagshetjan.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.