Þjóðviljinn - 28.10.1979, Síða 11

Þjóðviljinn - 28.10.1979, Síða 11
Sunnudagur 28. október 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 « bókmenntir * bókmenntir » bókmenntir Bernska á útigangi Geir Hansson. Misjöfn er mannsæfin. örn og örlygur 1979. 1 bókarkynningu er þvi haldib á lofti aö Misjöfn er mannsæfin sé einstæö lifsreynslusaga. Þetta er dagsatt. Viö erum stödd á slóöum sem öngvir is- lenskir höfundar hafa til þessa lýst af náinni reynslu, a.m.k. rekur okkur ekki minni til þess. Geir Hansson er dulnefni. Höfundur rifjar upp bernskuár sin rétt fyrir striö og á striösár- unum, en bókin kemur reyndar út I flokki sem ber heitiö Her- námsárin. Viö munum ekki dæmi til þess aö hafa lesiö um islenskan dreng, sem átti jafn erfitt uppdráttar. Hann man fyrst eftir sér innan um brugg, landasölu og fylliri. Stjúpi hans, sem er mesti hrotti, situr ööru hverju inni. Móöir hans er á hraöri leiö inn i áfengissýki og stundar erlend skip. 011 bernskuárin heldur saga drengsins áfram eins og til er stofnaö. Hann er á flótta undan fylliröftum og hórkörlum sem setjast upp hjá móöur hans, bækur hans eru rifnar, kaninur hans drepnar, uppnefniö mellu- sonur fylgir honum hvert sem hann fer. Oft er hann á vergangi og þarf aö snapa mat eöa stela til aö lifa af. Undir fermingu er honum komiö I sveit. Þar hittir hann fyrir fólk sem telur sjálf- gert aö niðast á dreng úr hans umhverfi — en einnig fólk sem reynist honum vel og verður til aö efla honum sjálfstraust. Þar lýkur bókinni, aö sögumaöur snýr aftur til Reykjavikur sex- tán ára gamall, „stór og sterk- ur”, og ætlar aö vinna „svo aö ég þyrfti ekki aö leita á náöir annarra.” Eitt af þvi, sem fyrst vekur athygli viö bók, sem segir frá svo ömurlegum hlutum, er þaö, hve hófstillt hún er. Höfundur litur yfir sviö sitt meö siðferöi- legum yfirburöum og hefur yfir- leitt góöanhemilábeiskju sinni. Móöur sinnar minnist hann, þrátt fyrir allt, meö merkilegri hlýju. Á einum stað segir frá þvi, aö bryti á norsku skipi býö- ur Geir að koma sem messa- drengur til sln, fara i siglingar, og drengnum finnst hann hafa himin höndum tekið. Svo segir: „Ég gat ekki ákvebiö þetta nema aö tala viö mömmu fyrst, en hún sagöist ekki vilja láta þetta vitlausa striö drepa drenginn sinn. Mér fannst þetta miöur vegna starfsins, en ég gladdist lika vegna þess aö ég fann aö henni var ekki alveg sama um mig, þótt á ýmsu gengi.” Fáir synir hafa kunnaö að gleöjast yfir jafn litlu. Hófstillinginnær og til frásgn- arháttarins. Þaö er ljóst að höf- undur er ekki æföur viö skriftir. Hernámsárín MÍSjÖfn í laasson er mannsævin F.insta‘0 minningabók En hann þarf heldur ekki aö skammast sin fyrir það sem hann hefur á blaö fært. Þaö er haft fyrir satt, aö þegar svo- nefndir „ólærðir” höfundar lýsa ævi sinni, þá falli þeir einatt i þá gryfju aö spilla efniviö sinum meö þvi aö beita gatslitnum skrautblómum Ur garöi væm- inna höfunda. Geir Hansson sneiöir mætavel hjá þeim háska. Hann er ekki uppá- þrengjandi — atvikin tala sinu máli. Bókin flytur lexiu sem þarf- legter aö leggja áherslu á. HUn minnir okkar sjálfumglaöa þjóöfélag á þaö, hve varnar- lausir þeir eru sem eiga sér svipaöa bernsku og Geir Hans- son. Þaö er nokkurnveginnsama hvar hann leitar sér aö vinnu — hann má eiga þaö vist aö veröa þjófkenndur og enginn muni taka mark áoröum hans -vegna þess hver móöir hans er. Ein- staka menn eruöbruvisi, eins og sá ágæti maður sem stjórnar kaupfélagsdeild á Laugavegin- um — en þetta eru undantekn- ingar. Drengurinn er fyrirfram fórnarlamb þeirra, sem þurfa að koma af sjálfum sér afbrot- um, vilja dreng aö kynferðis- leguleikfangi, eða finna hjá sér hvöt til aö bæta sér upp eigin vanmátt með þvl aö niðast á þeim sem enn veikbyggðari eru. Embættishroki fylgir stundum hinum almennu fordómum gegn fátækum „mellusyni”, eins og hjá sveitaprestinum, sem ekki vildi ferma þann sem hvorki átti spariföt né gat borgaö ferm- ingartoll. Höfundurinn segir i formáls- oröum, aö hann hræöist heiminn ennogkunnibestvið sigifelum. Láir honum enginn. Hann kvaðst lika stolturaf þvi aö vera til, hafa bjargaö sjálfum sér frá tortimingu. Vlst hefur hann rétt til þess. —AB Auðlegð er illur fengur Gunnar Gunnarsson. Gátan leyst. — Margeir. Iöunn 1979. 168 bls. Það er ekki nema satt og rétt sem útgefandinn segir: frum- samdar Islenskar lögregiusögur eru ekki á hverju strái. Gunnar Gunnarsson hefur stóra eyöu aö troöa upp i og hefur reyndar sýnt þaö áöur, aö hann kann til verka i faginu meö útvarpsleik- ritinu Svartur markaöur sem hann samdi meö Þráni Bertel- syni. Þetta er ekki saga um þá sí- gildu gátu: hver gerði þaö? Frá upphafi vega eru lesandinn og Margeir rannsóknarlögreglu- maður nokkuö vissir um aö Hörgdalsbræður á Akureyri stunda tollsvik og gjaldeyris- svik og fleira. Spurt er: hve miklu hafa þeir afrekaö i glæp- um, og hvernig veröur unnt aö koma upp um þá? Þar fyrir utan er Gunnar Gunnarsson á þeim sömu bux- um og sænsku hjúin Wahlö og Sjöwall hafa komiö i tisku. Lög- reglusagan er i pólitiskri tón- tegund. Auöur er illur fengur — þaö er sú forsenda sem byggt er á, og þaö er reynt aö koma henni á framfæri meö þvi aö nota hiö vinsæla form lögreglusögu. Og sjá: Hörgdalsbræöur, virtir borgarar á Akureyri, eru ekki aðeins skattsvikarar og toll- svikarar, heldur og ólöglegir fasteignamenn á Spáni og eitur- lyfjasalar. Og hver hefur drepiö mann þar ytra? Liklegt er aö höfundur lög- reglusögu þurfi fyrst og fremst að kunna aö fara meö tvo hluti: óvissuþáttinn og trúverðugleik- ann. Sumt tekst Gunnari mæta- vel i þessum efnum, en annað miöur, og er þá liklegt að þaö standi honum m.a. fyrir þrifum hve „innlend hefö” er fátækleg. Aö þvi er trúveröugleikann varöar, þá finnst lesandanum full þykkt smurt á andrúmsloft- ið á Akureyri: augu mafiunnar stara á lögreglumanninn úr hverju horni og þaö er meira aö segja varhugavert að tala viö hann i sima á hótel KEA. Miklu betur gengur aö trúa þvi sem gerist á Spáni. Annaö dæmi: það er i sjálfu sér mjög trúverö- ugt, að nýliði i islensku rann- sóknarlögreglunni, eins og Mar- geir aöalpersóna er, sé dálitið eins og álfur út úr hól á glæpa- veiðum i öðru landi. Og þurfi þar með að slampast áfram meö aðstoö misskilnings og til- viljana. En þaö getur svo dregið úr áhuga lesandans, aö fyrir Margeir skuli ekki lagðar flókn- ari þrautir, að það skuli ekki reyna meir á þá hugvitssemi sem er aðal svo margra lög- reglusagna. Best fer Gunnar með óvissu- þáttinn i þeim atriðum sem varða ungan pilt I felum: les- andinn veit ekki hvaö hefur komiö fyrir hann, og hann veit ekki sjálfur I hvað hann hefur flækst. Fuiloft fellur höfundur I þá freistingu að nota matvæii og drykkjarföng sem tengiefni i sögunm. Margeir rannsóknarmaður er ekki óskemmtilegur fugl, og er höfundi vel trúandi til að fylgja honum um nýjar bækur og spennandi. Það er þess vegna dálitið leiðinlegt undir lokin, þegar noröanbræöur eru komnir undir lás og slá, aö þá reynir Margeir aö fletja út alla per- sónulega ábyrgö með svofelldri blöndu af sjálfsögöum hlutum og hæpinni einföldun: „Eiginlega eru þetta ágætir drengir... Þeim fannst að visu sjálfsagt að beygja lagabókstafi til aö ná sér I fjármagn. En það gera vist margir. Og svo selja þeir eitur. Þeir eru aðeins börn sins tima. Þjóöfélagiö allt, dag- blöðin, skólarnir, bera ábyrgð- ina.” Meö öörum oröum: allir eru glæpamenn og enginn er glæpa- maöur? Hljómar mannúölega að vlsu, en meö slikri og þvillkri staðhæfingu er i raun harla litiö sagt um málin, þvi miöur. ^B. ■ * A •• **&&*$£ zg&sy* Nokkur fríkuð lj óð Heima í héraði Nýr glæpur Ellefu manna hópur býr til myndir og texta I bók og gefur út fjölritaöa. Enn eitt dæmi af mörgum um islenska sjálfsút- gáfu sem vilja gjarna fara fram hjá okkur. Meöal annars vegna þess, aö viö höfum oftar enekki oröið vör viö aö óþreyjan eftir aö tengjast prentsvertu og pappfr væri miklu sterkari en allt annaö sem lagt var I sllka útgáfu. Hér er hópur höfunda á ferö ogtextarnirerudlikir eftir þvi. I Spássiusálmi, sem fyrstur fer, er aö f inna nokkrar upplýsingar um þann anda, sem svifur yfir vötnunum: þU horfir meö yfir- buröum á „stressaö liöiö” þvi aö öskubakki og kaffiboili er nóg gálgahúmor og nokkur fríkuð ljóö... Höfundarnir hafa heldur ekk- ert á móti þvi aö segja heiöruöum lesanda aö halda kjafti og þeir vilja gjarna ganga fram af honum meö tilræöum viö ýmislegt þaö sem hvers- dagsfólk telur til velsæmis. (Maöur efast reyndar um aö þaö takist lengur, nema þá aö glæfralegum málatilbúnaöi sé komiö fyrir I sjónvarpi eöa barnabók — en þaö er annaö mál.) 1 stuttu máli sagt: 1 þessari bók er of mikið af óvissu, af einskonar ósjálfráðri skrift sem hleypur áfram I von um að til- viljunin og hraöinn dragi höf- undinn á land. Nefnum sem dæmi: berfættur sandur þreyttur eftir dagsins önn og tfmans tönn og endaiausa kontakta viö loft og sjó og nakinn maöur gengur sér til afþreyingar og andar aö sér takmörkum og markmiöum og suö- vesturmiöum og áhyggjurnar eru alveg aö drepa hann... Maöur bara hristir hausinn. Ensvo getur sami höfundurnáð sér upp nokkru siðar og kannski lofað bót og betrun eins og I þessari framtiöarsýn: Arni Bergmann skrifar Framtiöin. Malbikaöur vegur fullur af umferö iaus viö tónlist og nakin fótspor. Enginn sandur Utiö sem ekkert gras fáir steinar. Eitt stórt hvellt bergmál af engu. Af næstum þvl engu. Heima I héraöi er ein þeirra sjálfsútgáfubóka sem minnir I senn á óvæntar og skemmtiieg- ar uppákomur i hugarreisum og þaö, aö textar hafa gott af aö liggja I salti og biöa um hrið sjálfskoðunar höfundanna. AB Bókmennta- greinar Ólafs Jónssonar Bókautgáfan IÐUNN hefur gefiö út bókina Lika lif, greinar um samtimabókmenntir eftir Ólaf Jónsson. Hér er um aö ræða úrval úr blaðagreinum Ölafs siðustu sextán ár, 1963-79. 1 bókinni eru ritdómar um helstu bækur tuttugu höfunda út gefnar á þessu timabili. Enn- fremur þrjár yfirlitsgreinar um sögu samtiöabókmennta, stöðu þeirra og framvindu eins og nú horfir. Greinar þessar birtust i dag- blööum og timaritum. Tvær yfirlitsgreinar voru samdar handa erlendum ritum. Höfundur kemst svo aö oröi I eftirmdla bókarinnar: „Annars hef ég á vlð og dreif vikiö við orðfæri, aukið við og fellt niður efni, allt i þvi skyni að orða skýrar það sem fyrir mér vakti i byrjun. Bókin er tekin saman i þeirri trú að bókmenntir, skáld- skapur skipti máli lengur en nemur fyrsta lestri og umtali um nýútkomnar bækur og vert kunni að vera aö prófa hversu endist og standist fyrsta reynsla bóka og höfunda. En annaö né meira en þá reynslu eiga þ.;ssar greinar ekki að láta uppi.” Bókin Llka llfer 244 bls. Stein- holt h.f. prentaði.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.