Þjóðviljinn - 28.10.1979, Síða 24

Þjóðviljinn - 28.10.1979, Síða 24
DJOÐVIUINN Sunnudagur 28. öktóber 1979 — Ég býB mig fram i fúl- ustu alvöru og tek hiklaust efsta sæti á framboöslistan- um og þarmeö þingsætiö ef ég vinn, sagöi Bragi Jósefs- son i viötali viö Þjóöviljann, en sem kunnugt er hefur hann boöiö sig fram i fyrsta sæti i prófkjöri Alþýöu- flokksins I Reykjavik á móti Benedikt Gröndal og þarmeö oröiö til þess aö kratar neyö- ast til aö láta prófkjöriö fara fram, þött aörir á listanum hafi samiö fyrirfram þannig aö sjálfkjöriö yröi. — Mundi sigur þinn þýöa breytingu á stefnu Alþýðu- flokksins? — Ég hef ekki skilgreint Benedikt svo mjög, en tel, aö stefnumunur hjá okkur sé ekki veigamikill, amk. ekki svo aöhann skipti máli. — Þaö er þá slegist um menn, en ekki málefni? — Þaö er rétt i þessu til- felli. Þaö er veriö aö takast á um skipan manns i sæti. 1 okkar flokki er ekki svo langt á milli pólanna. Þótt menn kunni aö greina á um einstök máþ er grundvailarstefnan hin sama. Þarmeö er ekki sagt aö ég heföi komiö eins fram I starfi og Benedikt, t.d. varöandi Jan Mayen eöa úti- vist hermanna. I þjóömálum er grundvallarstefnamsama. — Fyrir hvaða málum mundirðu einkum beita þér ef þú kæmist á þing? — Félagslegum málum, mannréttindum og jafnrétt- ismálum. Lagfæring á kerf- inu, — dómskerfi, embættis- mannakerfi og ekki sist menntakerfinu, — öll eru þessi mál mér hugleikin. 1 menntamálum hefur lengi rikt stjórnunarleg óreiöa og ég efast ekki um, aö þar geti ég haft áhrif. — Hvernig heldurðu að samstarfiö mundi ganga við aðra frambjóðendur á listan- um? — Tvlmælalaust vel. Þetta eru allt góöir kunningjar minir og samherjar. — Hvaö um stjórnarsam- starf ef til kæmi? Viltu vinna með Sjálfstæðisflokknum eða stuðla að vinstri stíórn? — Þaö fer allt eftir þvi hvernig flokkurinn kemur útifr kosningunum. En yröi mynduö stjóm meö Sjálf- stæöisflokknum, mundi ég gera þá kröfu, aö hún yröi undir forystu Alþýöuflokks- ins. A hinn bóginn finnst mér sorglegt hvernig fór meö vinstra samstarfiö og alvar- legt umhugsunarefni hvers- vegna þessum flokkum tókst ekki aö vinna saman. Helst af öllu mundi ég óska eftir aö mynda nýsköpunar- stjórn, þe rlkisstjórn Alþýöu- flokksins, Sjálfstæöisflokks- ins og Alþýöubandalags. Af þvi stjórnarfari er ég hrifn- astur. Efnahagsvandi okkar tslendinga er sllkur, aö ekk- ert dugir nema aö setja sterkt pólitiskt læknaráö á laggirnar og þessir þrlr flokkar eiga sllk itök, aö sé vilji fyrir hendi er líklegt aö þeir gætu sameiginlega bjargaö hlutunum. —vh Aðalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9 — 12. f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aöra starfs- menn blaðsins i þessum símum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, afgreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348. C 81333 Kvöldsimi er 81348 Hvernig skyldi þaö vera aö „sitja inni”? Hvernig ætli þeim llði, sem skyndilega er sviptur frelsi og læstur inni i litlum klefa? Sjálfsagt hafa margir velt þessu fyrir sér og jafnvel fundist hug- myndin dálítiö spennandi. En sembetur fereruþaöekki margir sem komast aö þessu af eigin raun — og þó. Aö staöaldri eru þeir liölega 100 sem eru I fangels- um hér á landi og eru þeir ýmist aö blöa dóms eöa aö afplána dóma. Guörún óskarsdóttir fanga- vöröur í Hegningarhúsinu viö Skólavöröustig,sem I dag segir frá starfi si'nu, kveöur þaö ákaf- lega misjafnt hvernig menn bregöist viö frelsissviptingu. Sumum finnst þetta bara spenn- andi, sérstaklega mjög ungu fólki og ef um eitthvaö smávægilegt er aö ræöa. Aörir veröa afskaplega miöur sín. Menntun Hvaða menntun þurfa fanga- verðir að hafa? — Þaö er ekki krafist neinnar sérstakrar menntunar af fanga- vöröum, þannig séö getur hver sem er ,,af götunni” oröið fanga- vöröur. Þaö hafa verið haldin nokkur námskeiö fyrir starfandi fangaverK, þau eru ágæt svo langt sem þau ná, en þau eru svo stutt aö viö fáum þar aöeins nasa- sjón af þvl, hvaö þaö er sem viö þyrftum aö læra. Fangavaröa- félag lslands sem stofnaö var 1973 er nýgengiö I Norræna fanga- varöasambandiö. Formannaráö- Laun: Byrjunarlaun 246.433 þÚS. kr. — 7. fl. 1. þrep Hámarkslaun 304.494 þús. kr.—10. fl. 3. þrep KAUP OG KJOR Reynir fremur á andlegan styrk heldur en líkamlegan stefna þess var haldin hér á landi i sept. s.l. og starfssystkin okkar á Noröurlöndum undruöust mikiö hvaö litlar kröfur eru geröar hér um menntun fangavaröa. Ég tel þaö afar nauösynlegt aö fanga- veröir I starfi fái tækifæri til aö afla sér menntunar. Viö erum meö I okkar umsjá alls konar fólk, þetta fólk er flest vandmeö- fariö og oft illa á sig komið bæöi andlega og likamlega,og þvl hlýt- ur þekking fangavaröa og kunnátta á sem flestum sviöum mannlegra samskipta aö skipta afar miklu máli Konur hlunnfarnar i launum Vinna kven-og karlfangaverðir öll sömu störf I fangelsunum? — Viö erum 6 kvenfangaveöir alls á landinu. Fjórir vinna I fangageymslu iögreglunnar viö Hverfisgötu en ég og önnur til er- um hér I Hegningarhúsinu. Allar höfum viö erindisbréf uppá aö viö séum fangaveröir án allra skil- mála. Viö erum almennir fanga- veröir og tökum því á okkur allar þær skyldur sem starfinu fylgja. Viö sinnum öllum daglegum störfum í fangelsunum eins og starfsbræöur okkar og gætum jafnt karl- og kvenfanga. Samt sitjum viö tvær sem vinn- um hér I Hegningarhúsinu ekki viö sama borö og karlmennirnir launalega. Okkur er ekki leyft aö vinna á næturvöktum og aukavinnu fáum viö mjög takmarkaöa, miklu minni en karlkyns félagar okkar. Viö megum aöeins leysa hvor aöra af i veikindatilfellum og þá bara tvær vaktir I senn (þaö er unniö á 12 tlma vöktum I fjóra daga og slöan er fjögurra daga frD.Karlarnir mega aftur á móti leysa okkur af og á þeim eru eng- ar tímatakmarkanir. Þetta hvort tveggja gerir þaö aö verkum aö viö konurnar höfum miklu lægri laun en karlarnir. Þessi laun nægja okkur ekkert frekar en þeim, og meöan viö fáum ekki leiöréttingu okkar mála veröum viö aö sækja okkar aukavinnu um helgar austur á Litla-Hraun. Þar leitum viö á konum sem heimsækja fangana. Þaö er alltaf hætta á aö reynt sé aö smygla töflum eöa þvlumliku til fang- anna. Kvenfangaveröirnir í Lög- reg'lustöðinnifá hins vegar nætur- vaktir alveg til jafns viö karlana Hve mörg hestöfl? Hver er skýringin á þessu mis- rétti? — Þaö er nú e kki alveg 1 jóst, en okkur er t.d. sagt aö ekki megi „veikja” næturvaktina meö þvi aö hafa konu á henni. Þaö viröist dálltil tilhneiging hjá yfirmönn- um sem ákveöa þetta aö reikna styrkleikann út I hestöflum. Reynir þá svona mikiö á llkam- legt afl I starfinu? — Nei, sárasjaldan og ekkert frekar á nóttunni. Þaö reynir miklu meira á andlegan styrk en likamlegan. Hafið þið ekki reynt að fá þessu breytt? — Jú, mikil ósköp. Fanga- varöarfélagiö hefur tekiö máliö upp og stjórn þess skrifaöi I sum- ar dómsmálaráöuneytinu, þar sem fariö er fram á leiöréttingu. Mér vitanlega hefur ennekki bor- ist svar viö þessu bréfi. Nú er máliö I höndum Jafnréttisráðs, en félagiö visaöi málinu þangaö ný- lega. Or þvi aö ég er farin að tala um misrétti vil ég nefna annaö , sem veldur mikilli óánægju hjá stée- inni. Fangaveröir I fangageymslu lögreglunnar hafa enga mögu- leika á aö hækka i starfi. Þeir geta aldrei oröiö varðstjórar, þaö veröa eingöngu lögreglumenn. Starfsaldur skiptir engu mali I þessu sambandi og þannig getur lögreglumaður meö t.d. 5-6 ára starfsreynslu veriö settur yfir fangavörö meö 15-16 ára starfs- aldur. — Þetta gengur jafnt yfirkonur og karla, en hérna i Hegningar- húsinu eru allir yfirmenn karlar, bæöi flokksstjórarog varöstjórar. Viö konurnar viröumst ekki koma til greina, þegar valiö er I þær stööur. Hver eru laun fangavaröa? — Byrjúnarlaunineru ámánuöi 246.433 þús., Þaö er 1. þrep I 7. launafl. hjá BSRB. Meö auknum starfsaldri hækka þau upp I 10. flokk og mánaðarlaunin I þeim flokki eru 304.494 þús, kr. (3. þrep). Flokksstjórar eru einum launafl. ofar. Geðsjúkir og alkóhólist- ar NU heyrist oft sagt að fangelsis- mál hérá landiséui ólestri er það satt? — Ég skal ekki um þaö segja, hvortþau séu í algerum ólestri,en hitt þori ég aö fullyröa aö í þeim málaflokki er margt sem betur mætti fara. Sumt af þvl er afar brýnt aö veröi lagfært eða breytt sem allra fyrst. I fangelsunum eru t.d. menn sem þangaö eiga ekkert erindi svo sem geöveikir afbrotamenn. Geðsjúkrahúsin taka ekki viö þeim og þá eru þeir bara haföir I fangelsi. Allir hljóta aö sjá aö þetta er óréttlátt, bæöi gagnvart viökomandi afbrota- mönnum og lfka samföngum þeirra. Þaö má lita á þaö sem refsiauka fyrir venjulegan fanga að veröa aö umgangast daglega geöveikan mann. Sama gildir um alkóhólista. Þeir ættu ekki nærri fangelsi aö koma, þeirra vandi leysist ekki þar. En þeir eru samt fastagestir hjá okkkur. Telur þú að leggja beri niður fangelsi? — Ég fæ ekki séö að þaðséhægt viö núverandi aöstæöur. Borgararnir heimta aö eigur þeirra séu verndaöar og aö fariö sé eftir þeim lögum sem gilda hverju sinni I þjóöfélaginu. En fangelsin þurfa aö banta mikið, mennsem sitja inni þurfa aö hafa eitthvaö a ö gera, hv ort sem vistin þar er löng eöa stutt. Hér i Hegningarhúsinu er t.d. ekkert viö aö vera fyrir fangana annaö en lesa. Er það rétt að austur á Litla-Hrauni séu litlir ein- angrunarklefar þangað sem látn- ir eru óhlýðnir fangar? — Já, þaö gildir ákveöinn agi innan fangelsisinsogrefsingfyrir Rætt vid Guðrúnu Oskarsdóttur, fangavörð agabrot er innilokun 1 sellu. En i, þessar sellur þarna fyrir austan eru lika látnir drukknir menn, sem Selfosslögreglan tekur t.d. um helgar. Þar hamast þeir kannski um nætur og valda föng- unum miklu ónæöi. Eru margir ..hvitflibbaafbrota- menn” I fangélsunum? —■ Þú munt eiga viö þá sem háttsettir eru 1 þjóöfélaginu og veröa uppvisir aö afbrotum. Þaö kemur fyrir, en flest eru þetta nú smáþjófar. fhskandi jogurtdiykkur hollur svaíandi

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.