Þjóðviljinn - 06.11.1979, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.11.1979, Blaðsíða 2
2 Stt>A — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 6. nóvember 1979 Frá kosninga- stjórn ABR Kosningastjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík vekur athygli kjósenda á því að kjörskrá liggur nú frammi á AAanntalsskrifstofu Reykjavikurborgar að Skúlatúni 2. Allir stuðningsmenn flokksins eru hvattir til að kanna hvort þeir séu á kjörskrá og athuga jaf nf ramt hvort vin- ir og ættingjar sem styðja flokkinn, en gætu hugsanlega hafa dottiðaf kjörskrá, séu á kjörskránni. Þeir sem ekki eru á kjörskrá eru hvattir til að láta kosningaskrif- stofuna að Skipholti 7 vita þannig að kæra megi viðkomandi inn á kjörskrá. Kærufrestur rennur út 17. nóvember n.k. Rétt er aö vekja athygli á þvl aö sá sem staddur er I Reykjavlk og notar ekki rétt sinn til aö kæra sig inn á kjörskrá meöan kærufrestur er, missir rétt til þess aö láta kæra sig inn siöar. Kosningaskrifstofa Alþýöubandalagsins i Reykjavik er aö Skipholti 7. Hún er opin frá 9—22:00 en 13:00—20:00 laugardaga og sunnudaga. Slmar kosningastjórnar veröa þessir um sinn: 28118,28364, 28365. Þótt kostnaöi viö kosningarnar veröi haldiö I lágmarki kosta þær þó sitt. Kosningasjóöurinn er galtómur sem vonlegt er. Viö svo báiö má ekki standa. Tekiö er á móti framlögum i sjóöinn aö Grettisgötu 3 og aö Skipholti 7. Félagar, Bregöumst skjótt viö og látum fé I sjóöinn sem fyrst. Okkur vantar borö, dregla og gólfteppabúta, hraösuöuketil og ýmis búsáhöld I kosningamiöstööina Skipholti 7 nú þegar. Kosningastjórn. fWanst þú viðreisnar- árin? Kaupmáttur íækkaöi um 30% fyrstu tvö árin Hvernig voru viöreisnarárin sem ýmsir þingmenn Alþýöu- flokksins og Sjálfstæöisflokks sjá nú i ljósrauöum hillingum og dreymir um aö endurnýja? Man þau nokkur? Fyrstu skrefin einkenndust af stór- felldri kjaraskerölngu. Frá þvi i janúar 1959 þar til I des- ember 1960 minnkaði kaup- geta verkamannakaups um 30% — hvorki meira né minna — auk þess sem at- vinnuleysi tók aö láta kræla á sér. Þessi gffurlega kjaraskerö- ing stafaöi af þvl aö um ára- mótin 1958/59 var útborgað kaup verkamanna lækkaö um 13,4% og 10 vlsitölustig tekin bótalaust af þeim. Slöan kippti veiöreisnin vfsitölunni algjör- lega úr sambandi og yfir flæddi flóö veröhækkana. Miö- aö viö kaupmátt 100 áriö 1945 var kaupmátturinn 109 stig I janúar 1959, 99 stig I febrúar 1960 og 85 stig 1 desember 1960 eöa lægri en nokkurn tfma I 18 ár aö undanskildum árun- um Í951 og 1952 er hann fór niöur I 84-85 stig. Svona hófst hin rómaöa viö- reisn er Vilmundur Gylfason gefur hæstu einkunn og annaö fór eftir. Nánar um viöreisn- arárin I blaöinu á morgun. Hættir Ólafur strax eftir kosningar? Margt bendir til þess aö ólafur Jóhannesson hafi gert leynisam- komulag viö nánustu samstarfs- menn sina um aö hætta strax eftir kosningarnar og hleypa þá Guö- mundi G. Þórarinssyni inn I þing- iö, en Guömundur skipar 2. sætiö á lista Framsóknar I Reykjavlk og Framsókn kom einum manni naumlega inn I Reykjavik i slö- ustu kosningum. 1 viötali Helgar- póstsins birtist um helgina þessi klausa, sem vakti mikla ólgu I Framsóknar herbúöunum um helgina: „Ertu orðinn þreyttur á póli- tik” ,,Ég er afskaplega sáttur viö aö hætta.” Ólafur Jóhannesson: Sáttur viö aö hætta. Engir póli- tískir fangar á Kúbu Havana (Reuter) Kúbönsk yfirvöld hafa leyst úr haldi þá siöustu 400 af 3.600 pólitiskum föngum sem á siö- asta ári, var heitiö náöun, sögöu taismenn rfkisstjórnar- innar s.l. laugardag. Þá stija aðeins eftir inni nokkur hundruö fangar sem dæmdir hafa veriö fyrir hermdarverk af pólitlskum ástæöum eöa sakaöir um sam- starf viö hópa kúbanskra út- laga, sem gert hafa árásir á mannvirki á Kúbu. Sjálfstæöisflokkurinn tilkynnti þjóöinni fyrir nokkrum mánuöum nýja stefnuskrá. Hún bar hiö fagra heiti: „Endurreisn i anda frjáls- hyggju”. Fyrst á eftlr var þó nokkuöum lúora- þyt og söng I þágu hinnar nýju stefnu. Morgun- blaöiöhirtif jölda greina til aö útskýra fagnaöar- erindiö. Stefnuskráin og útskýringarnar leiddu greinilega Iljós aö hér var á feröinni ómenguö I- haldsstefna 19. aldar sem setti auömagniö, at- hafnarfrelsi hinna sterku og lögmál frumskóg- arins f hásæti. Sjálfstæðisflokkurinn telur þaö helst til bjargaö á siöustu tveimur áratugum 20. aldar aö bera á borö ryöguö sýnishorn, safn-: gripi frá ihaldsfiokkum fyrri tlma. Þegar kosningar voru ákveönar virtist Sjálf- stæöisflokkurinn I fyrstu ætla aö halda hinni „nýju” stefnuskrá sinni hátt á loft. Talsmenn flokksins lögöu rika áherslu á hin miklu þátta- skil i sögu Sjálfstæöisflokksins. Slöustu dagana hafa óeiningin og mannvigin i framboösmálum Sjálfstæöisflokksins oröiö til þess aö kjarnaat- riöi stefnunnar hafa ekki veriö höfö f hávegum. Þjóöviljinn telur þaö hins vegar brýna nauö- syn aö launafólk og allir þeir sem standa vilja vörö um efnahagslegt sjálfstæöi þjóöarinnar, þá velferöarþjónustu I heilsugæslu og trygginga- starfsemi sem hér hefur þróast á undanförnum áratugum og starfsemi menntakerfis og menn- ingarstofnana geri skýra grein fyrir þvf, hvaö felst I raun og veru i þeirri stefnu sem Sjálfstæö- isflokkurinn boöar nú. Þjóöviljinn mun þess vegna á næstu dögum kynna kosningastefnu Sjálf stasöisflokksins. Viö iestur þeirrar kynningar er vert aö hafa I huga, aö mörg af þessum stefnuatriöum Sjálf- stæöisflokksins eiga mikinn hljómgrunn hjá hin- um ungu nýkrötum Alþýöufiokksins. Vilmundur Gylfason fluttiá siöasta Alþingi miklar lofræöur um ýmis höfuöatriöi i Oialdsstefnu 19. aldar. Markaöshyggjanogdýrkunin á hinum öfluga at- hafnamanni eru ennfremur hjartfólgin mörg- um forstjórutn og framkvæmdamönnum sem á undanförnum árum hafa fylkt liöi I forystusveit Framsóknarflokksins. Stefna Sjálfstæöisflokks- ins á því vlðtækan hljómgrunn I rööum Alþýöu- flokksins og Framsóknarflokksins enda ætlar Geirs-forystan sér aö framkvæma hana meö aö- stoö Alþýðuflokksins eöa Framsóknarflokksins aö kosningum loknum. Alþýöubandalagiö er eina afliö sem getur stöövar þaö afturhvarf til þjóöfélagsójöfnuöar, markaösdrottnunar og auömagnsdýrkunar sem „frjálshyggja” Sjálfstæðisflokksins boöar. Sam- kvæmt lögmálinu um aö þekkja óvininn telur Þjóöviljinn nauösynlegt aö kynna lesendum sin- um ýmis kjarnaatriöi I boöskap Sjálfstæöis- flokksin. Sýnishorn frá Bretlandi: Skurðarborð Thatchers Fyrir nokkrum vikum birti hiö þekkta blaö Guardian leyniskýrslu sem vakti mikla athygli I Bretlandi og víöa um lönd. I þessari leyniskýrslu var greint frá tillögum ihalds- stjórnarinnar I Bretlandi um niöurskurö á félagslegri þjónustu og fjármagni til menningarstarfsemi og menntastofnana. Þar birtist I fyrsta sinn nákvæm útfærsla lúín hugmyndir frjálshyggju- mannanna I forystu breska Ihaldsflokksins. Atlaga að samneyslu- skattleysi eignamanna og fyrirtækja Þeir höföu I kosninga- baráttunni boöaö nauösyn á víötækum niöurskuröi á sam- néyslunni og taliö aö heilsu- gæslukerfiö I Bretlandi og aukin hlutdeild hins opinbera i menntun almennings stæöi umsvifum markaöskerfisins fyrir þrifum. Til þess aö skapa svigrúm fyrir einkagróöann væri nauösynlegt aö gera at- lögu aö samneyslunni. Skatta- stefna, sem ætti aö færa hin- um rlku aukna hlutdeild af tekjum og gera fyrirtækjunum kleift aö halda slfellt stærri hluta gróöans hjá sér, yröi ekki framkvæmd á sama tlma og almenningi I landinu væri tryggö heilsugæsla og mennt- un I sama mæli og veriö heföi áöur. Þar eö skattleysi eigna- manna og gróöafyrirtækja væri frumþáttur frjálshyggj- unnar væri nauösynlegt aö framlög til heilsugæslu og menntastofnana yröu skorin niöur. Atlaga gegn samneysl- unni er þvi forgangsatriöi á skuröarboröi Tatchers. AAikilvægdæmi Til aö skýra nánar hvernig „frjálshyggjan” hefur reynst I framkvæmd I Bretiandi og hverju Islendingar mega eiga von á ef lærisveinar járn- frúarinnar komast til valda á Islandi er nauösynlegt aö rekja nokkur meginatriöi I niöurskuröarstefnu rikis- stjórnar Thatcher. Grimmasta aögeröin gagn- vart öldruöum og öllu almennu launafólki er aö verö á lyfseðlum er hækkaö um 60% Þessi hækkun er réttlætt meö þvl aö nauösynlegt sé aö koma í veg fyrir aö almenn- ingur sé aö nota sér lækna- þjónustu „aö óþörfu”. Ljóst er aö sllk hækkun mun koma verulega niöur á ellilifeyris- þegum og f jölmörgum öörum sem þurfa reglulega á lyfjum aö halda. Þótt hækkunin vegi ekki þungt hjá hinum rlku er ljóst aö hún kemur verulega viö pyngju hinna fátækari. Fargjöld strætisvagna og járnbrautalesta eru hækkuö verulega og almenningi þann- ig gert mun erfiöara fyrir aö nota samgöngutækin I jafn rlkum mæli og áöur. Rikisstjórn Tatchers hefur ennfremur skipaö sveitar- félögum aö skera niöur framlög til húsnæöismála til aö draga úr þeim byggingum ódýrra Ibúöa fyrir launafólk sem átt hafa sér staö I Bretlandi á undanförnum 20 árum. SHkur niöurskuröur mun hafa 1 för meö sér aö þær milljónir Breta sem nú búa I heilsuspillandi húsnæöi munu áfram lifa viö aöstæöur sem svipar meira til llfshátta 19. aldar en þeirrar framfara sem almennt eru kennd viö 20 öldina. Fækkun kennara og stöðvun skólabygginga Niöurskuröarstefnan felur I sér ákvaröanir og verulega fækkun kennara viö bæöi grunnskóla og framhaldsskóla I Bretlandi og byggingar nýrra skóla og annarra æöri menntastofnana veröi nánast stöövaöar. Þannig á aö tak- marka verulega vaxtarmögu- leika þeirrar menntastefnu sem felur I sér jöfnuö allra Ibúa til menntunar og þroska. Þær byggingaráætlanir sem I gangi voru miöuöust aöallega viö þau hverfi stórborganna þar sem aö hinir fátækari búá. Niöurskuröarstefnan I menntamálum veröur þess vegna I reynd til þess aö auka enn frekar misréttiö I skóla- málum og koma I veg fyrir framfarir á þessu sviöi. Þrengingaraögeröirnar I menntamálum fela einnig I sér aö nú veröur kra'fist ai foreldrum sérstaks gjaids vegna feröa barna meö skóla- vögnum og verö á mjólk og matvöru I skólum veröur hækkaö verulega. Almenn fátækt I Bretlandi hefur á undanförnum áratugum veriö svo útbreidd aö kjarnmesta máltiöin sem miljónir barna hafa fengiö á hverjum degi hefur veriö skólamáltlöin. Meö þvl aö krefjast verulega hækkaös verös fyrir hana er veriö aö gera foreldrum hinna fátækari barna mun erfiöara fyrir aö næra börn sln á sóma- samlegan hátt. Sama stefna hjá Sjálfstæðisflokknum Þegar litiö ér yfir þessar niöurskuröaraögeröir járn- frúarinnar I Bretlandi og hvernig „frjálshyggjan” birt- ist þar I framkvæmd þá er nauösynlegt aö hafa I hug aö I stefnu Sjálfstæöisflokksins hefur einnig verið boöuö aöför aö menntamálum, heilbrigöis- málum og húsnæöismálum. í stefnuskrá Sjálfstæöisflokks- ins eru ákvæöi um aö selja félagslega þjónustu á mark- aösveröi. A undanförnum vik- um hafa birst fjölmargar greinar I Morgunblaöinu sem boöaö hafa nauðsyn þess aö Sjálfstæöisflokkurinn rusli nú til I menntamálaráöuneytinu. Frambjóöendur Sjálfstæöis- flokksins eins og Bessý Jóhannsdóttir og Arndis Björnsdóttir aö ógleymdum fullhuganum Hannesi Gissurarsyni hafa hvaö eftir annaö krafist þess aö Sjálf- stæöisflokkurinn beitti sér fyrir uppstokkun I mennta- og kennslumálum. Sýnishorn af þeirri uppstokkun birtist okk- ur I framkvæmd I Bretlandi. Efling fangelsa og lögreglu A sama tlma og stjórn Thatchers gerir vlötæka atlögu aö félagslegri þjónustu og menningarstarfsemi og þá tryggir hún aö framlög til lög- reglu- og fangelsa séu áfram óbreytt. Fjármagn til sjúkra- húsa og skóla, heilsugæslu, mennta- og menningarmála er skoriö niöur en rekstur fangelsanna og lögreglunnar hefur forgang. Þaö er greini- legt aö boðberar „frjálshyggj- unnar’ vita hvaöa stofnanir eru stefnunni þóknanlegar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.