Þjóðviljinn - 06.11.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.11.1979, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 6. nóvember 1979 ÞJÓÐVILJJNN — SIÐA 7 Minnlng: Valgerður Gísladóttir dáln 27. okt. 1979 Þegar ég kom heim til Reykja- vikur aö afloknu námi erlendis áriö 1953 tók ég að sækja fundi Kvenréttindafélagsins og fundi sósialista og kynntist þá fljótlega þeim djörfu og dugmiklu konum sem voru kjarninn í baráttusveit róttækraislenskra kvenna á þeim árum. Ein þessara kvenna var Valgeröur Gisladóttir sem viö fylgdum til grafar i gær. Valgeröur átti til aö bera i rik- um mæli þá kosti sem prýddu þessar konur. Hdn átti bjartsýn- ina og trúna á málstaö jafnréttis- ins og rika þörf fyrir aö berjast gegn ranglæti hvort sem þaö hitt- ist 1 lagabókstöfum eöa I fram- feröi þeirra, sem meira máttu sin, gagnvart þeim sem minni máttar voru. Valgeröur var glaövær kona og kunni sérlega vel þá list aö segja skemmtilega frá og á þann hátt aö þaö sem hún sagöi festist vel I minni. Þaö var margt hægt aö læra meö þvi aö sitja og skrafa viö Valgeröi. Ekki kann ég ævisögu Val- geröar, en þegar hún ræddi um æsku sina kom tvennt skýrast fram, ást á æskuheimilinu og vilj- inn til aö vera enginn eftirbátur strákanna. I viötali, sem Þjóö- viljinn átti viö hana sextuga, segir hún t.d. frá bóndanum sem spuröi hvort hUn þekkti ekki ein- hvern strák sem hann gæti fengiö isveit næsta sumar og fékk þetta svar. ,,Nei,en égget komiö tilþin I staöinn fyrir sták”. Valgeröur var fædd I Holti I Kjalarnesi 13. mal 1902,en kom til Reykjavikur meö foreldrum sin- um þriggja ára gömul. Foreldrar hennar voru sæmilega stæö og þess naut hún I uppeldinu, en fátæktina I Reykjavik þekkti húnogviljanntil aö bæta úr hefur hún fengið meö móöurmjólkinni. „Mamma var tlður gestur hjá einstæöingum” sagöi Valgerður I áöurnefndu Þjóöviljaviötali. Þegar ég kynntist Valgeröi var hún fimmtug, æskuárin aö baki fyrir löngu og hún búin aö ala upp stóran harnahóp meö manni sinum Sigurhans Hannessyni járnsmiöi. Nú er kominn tlmi félagsmála- starfanna og þar var engin fyrir- höfn spöruö. A þessum árum geröu konur I Kvenréttindafélag- inu tvennt. Þær stóöu saman og náöu oft verulegri réttarbót fyrir konur og þær stóöu I harkalegum pólitlskum deilum og kosninga- bækur Undir merki lifsins eftir dr. Vilhjálm G. Skúlason Hér er fjallaö um störf heims- kunnra vlsindamann, sem fórnaö hafa lífi slnu og starfskröftum mannkyni öllu til heilla og ham- ingju. Allir hafa þeir vlsinda- menn, sem hér segir frá, átt stór- an þátt I þvl að bægja sjúkdóm- um hungri og fátækt frá dyrum átökum um völdin i félaginu. öldurnar risu oft hátt, og til- finningar voru oft heitar og þá kom sér velaðeigasamherja eins og Valgerði, sem haföi bæöi lagni og myndugleika til aö bera. Hún var lengi fulltrúi okkar Sóslalista I stjórn Kvenréttindafélagsins og átti mikinn þátt i aö móta kröfu- gerö félagsins um lagabætur I trygginga- og skattamálum og ýmsum öðrum málum sem snerturéttarstööuog hag kvenna, og hún varö býsna lögfróö er árin liöu. Ég geri fastlega ráö fyrir þvl aö hún heföi oröiö lögfræöing- ur og þaö mjög fær lögfræöingur ef hún heföi veriö ung á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina en ekki þá fyrri. Um tíma var Val- geröur I barnaverndarnefnd og einnig þar voru lög og réttur á dagskrá. Kvenfélag Sósialista fékk einn- ig aönjóta starfskrafta Valgeröar og um hrlö var hún formaður þess félags. A slöari árum átti Valgeröur oft viö erfiöa sjúkdóma aö stríöa, en alltaf var hún æörulaus, og þegar heilsan leyföi sótti hún fundi bæöi I Kvenréttindafélaginu og Alþýöubandalaginu og fylgdist meö af lifandi áhuga, Þegar heilsan leyföiekkiseturá fundum haföi hún öðruhvoru samband I slma til aö fylgjast meö og þaö var alltaf jafn gaman aö spjalla viö hana. Ég kveö Valgeröi meö viröingu og þökk. Adda Bára Sigfúsdóttir. Valgeröur var fædd aö Holti á Kjalarnesi, 13. maí 1902. Foreldrar: GIsli Halldórsson, trésmiöameistari og Maria Þor- varðardóttir, ljósmóöir. Gift Sigurhans Hannessyni, járnsmiðameistara, f. 26.10. 1885 — d. 10.12. 1966. Fósturbörn: Af fyrra hjóna- bandi Sigurhans: Jóhanna Sigurhansdóttir Þor- steins, f. 16.8. 1909. Sigurhans Snæbjörn Sigur- hansson, f. 3.12. 1920. Systursynir Sigurhans: Hannes Berg Bergsteinsson, f. 12.8. 1923. Sigurður Berg Bergsteinsson,f. 26.10. 1925. Börn Valgerðar og Sigurhans: Bolli, f. 21.12. 1928. Auður Marla, f. 23.8. 1930. Magnea Ingibjörg.f. 24.9. 1932. fjöldans og þannig lagt grunninn aölifshamingju ogfegurra mann- llfi. Bókin bætir Ur þörf fyrir les- efiii um hina stórstlgu framfara- sögu lyfja og læknisfræði. I bók- inni eru 20 andlitsteikningar af vlsindamönnum, og eru þær gerö- ar af Eiriki Smith, listmálara. Umleikinn ölduföldum eftir Játvarð J. Júliusson Hér er á ferðinni mikil saga löngu liöinnatlma, saga, sem nær óslitiö yfir tvær aldir og spannar ágrip af sögu sex kynslóöa. Fyrir- feröarmesti þáttur þessarar miklu sögu er ævi- og athafna- saga Eggerts Ólafssonar i Hergilsey og um leiö ævisaga .þriggja eiginkvenna hans, heit- konu og tveggja barnsmæöra. Saman viö þá sögu fléttast saga Jóns Eggertssonar, konu hans og barna og rakin eru örlög systr- anna, Guörúnar elstu og Stein- unnar, en þær eru ættmæöur f jöl- mennra kynkvisla. íbúð óskast Ungt par óskar eftir 2ja-3ja herb. fbúð til leigu. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Upplýsingar i sima 22388. Gísli Ellert, f. 21.12. 1934. Hrafnhildur, f. 14.4. 1936 — d. 14.5. 1942. Félagsstörf Valgeröar: Kvenfélag sösialista 1946-1968. 1 varastjórn 1948 og form. 1955-1958. Kvenréttindafélag tslands. Bandalag kvenna I Reykjavlk. Barnaverndarnefnd Reykjavlkur. Ennfremur margvlsleg nefndarstörf á vegum þessara félagasamtaka. Af því sem aö framan er ritaö má sjá tvo höfuöþættina I llfsönn Valgeröar Glsladóttur. Þaö var ekkert smá heimili sem hún haföi i umsjón og ekki fyrr en þvi verki er lokiö snýr hún sér aö þátttöku I félagsmálum, og uröu þau síöan höfuöviöfangsefni hennar þaö sem eftir var starfsævinnar, en sjálf haföi hún dregiö sig I hlé slöustu árin er hún fann, aö hún gat ekki sinnt þessum málum eins oghúnvildi. Þaö var ekkert hálft I afstööu hennar, hvorki gagnvart málefnum né mönnum. Valgeröur var barn aö aldri er foreldrar hennar fluttust til Reykjavlkur og þar ólst hún upp. Foreldrar hennar voru báöir mjög sterkir mótendur I slnu umhverfi, hvort á sinn hátt, og bar Valgerður glögg merki þeirra beggja. Gisli var hæglátur maöur meö afbrigöum, verkglöggur og raunsær, dulur um tilfinningar slnar ogkunni þá list aö þegja, en legöi hann eitthvaö til mála var eftir þvi tekiö. María Þorvarðardóttir var einnig sérstæöur persónuleiki. Hún var elsk aö ljóöum og sögum, trúmanneskja mikil og átti auö- velt aö umgangast jafnt háa sem lága. Heimili Gisla ogMarlu var um langtskeiö nokkurskonar — vin — þar sem ýmsir rithöfundar og skáld komu saman og ekki síöur átti margur þangaö erindi, sem á ýmsan hátt haföi oröiö fyrir áföllum I lifinu, þvl Marla var mikil umönnunarkona I slnu umhverfi. Or þessum heimilisjarövegi er Valgeröur runnin og þvl fylgdi henni alla ævi, skilyröislaus trú- mennskan gagnvart hverju þvi starfi sem hún tók aö sér, sár og mikil löngun til miklu meiri menntunar en þá var titt aö veita konum, og slöast en ekki sist, glöggur skilningur á kjörum þeirra, sem áttu undir högg aö sækja f Ufinu. Þetta voru hennar þrlr lifsþættir og þeim var hún tnl alla slna ævi. Nei, þaö varö ekkert af lang- skólagöngu. En strax sem ung- lingur sýndi Valgeröur sjálfstæöi sitt gagnvart umhverfinu. Hún réöi sig á ýmsa staöi sem kaupa- konu vegna þess, eins og hún segir sjálf, aö meö þvl móti varö mögulegt aö sjá meira af landinu og kynnast öörum háttum og siðum. Hún var mörg sumur I kaupavinnu bæöi fyrir noröan og sunnan en var heima aö vetrinum og vann þá heimili sínu. Og llkt er þaö Valgeröi þessum sjálfstæöa, skapsnögga og hrein- skiptna einstakling.aö þegar hún giftist er maöur hennar Sigur- hans, sautján árum eldri, full- mótaöur, afburöur annarra I slnu fagi og aö allri innri gerö gæddur þeim eiginleikum er Valgeröur mat mest, trúmennsku og hrein- skilni ásamt tvlllausri afstööu. Ég hef aldrei hjá hjónafólki séö fullkomnari viröingu fyrir persónu hvors annars sem milli þeirra Valgerðar og Sigurhans, og um leiö þessa miklu, hljóöu væntumþykju, sem var eins og allsstaöar náíæg. Þar hallaöist ekki á. Þaö getur hver sagt sér sjálfur, aöekki var auöur ibúi hjá verka- manni sem stofnaöi heimili strax fjölmennt af fósturbörnum. Já, heimilið var stórt en þar viö bættist, aö bæöi voru þau hjón meö afbrigöum frændrækin svo heimili þeirra var oftar llkt litlu, notalegu gistiheimili. Þaö var ekki, á þeim tlmum, auövelt aö fá inni I Reykjavlk ogfólk, sem átti erindi úr sveit I bæinn, varð aö treysta á skyldmennin. Þaö var lika svo, aö margur venslamaö- urinn dvaldi hjá þeim hjónum, bæöi heilbrigöir og sjúkir, oft mánuöum saman og skólapiltar höföu þar vetursetu. Og margir þurftu aö leita liö- sinnis Valgeröar i margvislegum vandamálum. Þar tók hún upp þráöinn móöur sinnar og haföi ekki minna fyrir. Sérstaklega var henni sýnt um aö rétta þeim hjálparhönder áttu undir högg aö sækja viö skrifstofuvaldiö. í þeim efnum var Valgeröur sóknharöur liösmaöur. Hún var höföingja- djörf aö eðlisfari og mat ekki menn eftir stööu þeirra eöa titl- um. Hun var lika óvenju glögg á rétt einstaklingsins I þjóöfélaginu ogbaröistalltaf fyrirþvi, aö þessi réttur væri ekki fótum troöinn. Já, þaö átti margur erindi á Laugaveg 93 (áöur85. Reyndar er þaö hús nú horfiö og stendur þar Kron-húsiö Domus) Sigurhans var mikils virtur I slnu stéttarfélagi og margvisleg félagsmál samtiöarinnar voru rædd þar innan veggja. Auövitaö langaöi Valgeröi til aö gerast virkari þátttakandi I baráttu fólksins fyrir félagsleg- um umbótum, en heimiliö varö aö gangafyrir. Þá fyrst, þegar börn- ineru komin vel af höndum gerist hún þátttakandi I félagsstörfum meöinngöngu 1 Kvenfélag sóslal- ista 1946. Og nátu þrjátíu árin vinnur hún á félagslegum vett- vangi, mikils virt af öllum sem meö henni eru i störfum. Þaö var aldrei neitt hálfverk hjá Valgeröi. Kannske sást þaö bezt þegar sonur hennar, Bolli giftist Björk Dagnýsdóttur og þau settu bú saman I heimili þeirra Valgeröar og Sigurhans. Þá lagöi Valgeröur húsmóöur- störfin til hliöar og þau hjón geröust heimilismenn ungu hjón- anna. Hefur þar ráöiö hvort- tveggja, aö Valgeröur vissi, aö eitt heimili þolir ekki tvær hús- mæöur og hitt, aö fyrst hún var farin aö sinna félagsmálum vildi hún vera þar heil og óskipt. Þaö ber þeim báöum nokkurt vitni, Bolla og Björk, aö þessi skipan hélst þaöan I frá, þvl þaö þykist ég vita, aö ekki hafi þaö alltaf veriö auövelt, veit llka, aö fáamat Valgeröur meir en Björk tengdadóttur slna. Viö Valgeröur áttum samleiö um rúmlega þrjátiu ára skeiö. Þegar ég minnist hennar nú, er mér efst f hug hversu margslung- inn persónuleiki hún var. Hún var Ihaldssöm, næstum Ur hófi, um ýms gömul verömæta möt. Kröfuhörö meö afbrigöum, en jafnt gagnvart sjálfri sér sem öörum. Engin flýrumanneskja, oft köld og snögg i svörum ein ein- hvernveginn vissi maöur alltaf af hlýjunni, hún var til staðar, en var ekki flikaö aö óþörfii. Hún var mikil félags- og samtakamann- eskja og naut sln vel i vinahópi þegar efnt var til fagnaöar en líka óvæginn verkstjóri ef koma þurfti einhverju I verk. Hún var mjög góöurhagyröing- ur og kunni mikiö af ljóöum. Minnug meö afbrigöum á menn og málefni og hafsjór af sögum. Og hún kunni aö segja sögu — og lika aö skrifa sögu. Þaö sást best er hún loksins gaf sér tóm til aö setja niöur á blaö nokkra frásögu- þætti. Er tjón aö þar varö henni dagurinn of stuttur. Og hún var sósialisti á þann hátt, sem runninn er upp Ur sjálfu mannlífinu, þaö var hennar slsfalismi ogmér fannst þaö góö- ur sósialismi, Og þessi raunsæis- manneskja og sóslalisti trúöi á annaö llf meö slikri vissu, aö samkvæmt hennar trú, gæti hún alveg eins veriö nú aö lita yfir öxlina á mér. Er þvl best aö hætta hér. Þegar Valgeröur varö sjötug skrifaöi ég I gestabók hennar: Þau veörast aö visu fjöUin okkar er gnæfa yfir heiöarnar. Stormar og regn hafa rist þeim svip. Þannig sé ég þig Valgeröur, stolta f stormi stóra i fylgd. Pétur Sumarliöason Valgeröur Glsladóttir var jarö- sett I gær viö hátlölega athöfn. Ekki ætla ég aö rekja æviatriði hennar hér, en fáein kveöju- og þakklætisorö vil ég setja á blað. A uppvaxtarárum minum hér I Reykjavlkbjó Valgeröur um ára- bil svo aö segja I næsta húsi viö heimili mitt inni viö Gasstöö. Þaö var þó ekki fyrr en löngu seinna, aö ég kynntist henni og Bolla syni hennar og þá I gegnum pólitiskt starf I Sósialistaflokknum, Kven- félagi sósialista og Æskulýösfylk- ingunni. Allar félagslegar og pólitiskar athafnir Valgeröar einkenndust af hugsjónaeldmóöi. Réttlætistil- finningin var henni I blóö borin og ævinlega nálgaöist hún þau mannlegu vandamál, sem hún lét sig varöa meö þá tilfinningu i brjósti. Aöstoö þá sem hún veitti lltilmagnanum um dagana, veitti hún ekki I gustukaskyni, heldur af djúpstæöri tilfinningu fyrir fé- lagslegu réttlæti. Allir, sem sýndu yfirgang eöa geröu órétt aö hennar mati fengu tæpitungu- lausa hirtingu frá Valgeröi Glsla- dóttur. Valgeröur var mikilvirk og at- orkusöm, þar sem hún starfaöi aö félagsmálum. Alls staöarvarhún liötæk, en sinnti einatt þeim störf- um sem ekki létu mikið fyir sér, en höföu þeim mun meiri grund- vallarþýöingu fyrir þá hugsjón sem hún unni. Valgeröur var i hópi þeirra félaga sem komu til liösviö Minningarsjóö alþýöu um Sigfús Sigurhjartarson I því skyni aö tryggja hreyfingu okkar hús- næöi og flyt ég henni nú fyrir þeirra hönd þakkir fyrir framlag hennar og fórnfúst starf aö þvi málefni. Ég kynntist Valgeröi einnig frá annarri hliö. Hún var gift verka- lýöss-innanum Sigurhans Hann- essyni en hann var faðir tengda- móöur minnar, Jóhönnu Þor- steins. 1 þeim fjölskyldutengslum naut ég óumræöilegrar hlýju og vináttu frá Valgerði, sem aldrei fyrnist yfir. Fyrir þaö vil ég nú þakka aö leiöarlokum. Ingi R. Helgason. Otför Valgeröar Glsladóttur var gerö I gær frá dómkirkjunni IReykjavik. Athöfnin var einstök I sinni röö, ekki sist fyrir þaö, aö konur báru kistuna úr kirkju og aðpresturinn sr. ólafur Skúlason fór í einu og öllu eftir skriflegum fyrirmælum hinnar látnu um framkvæmd athafnarinnar. Meö Valgeröi er genginn góöur félagi úr rööum sóslalista, en hún tók mikinn þátt I pólitlsku starfi Sósialistaflokksins og Alþýöu- bandalagsins, meöan henni ent- ust kraftar. Einkum lét hún sig miklu varöa barnaverndarmál og jafnréttisbaráttu kvenna. Þjóöviljinn þakkar Valgeröi fórnfúst og óeigingjarr/t starf hennar og vottar ættingjum hennar öllum samúö viö fráfall hennar. Ritstjórar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.