Þjóðviljinn - 06.11.1979, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 06.11.1979, Blaðsíða 16
DJÖÐVIUINN Þriðjudagur 6. nóvember 1979 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9 — 12. f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfs- menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, afgreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. V81333 Kvöldsími er 81348 ERLENDIR AUÐHRINGAR ÁSÆLAST LAXELDIÐ: „Rothögg fiskeldis” segir Sigurður St. Helgason lífeðlis- fræðingur á Húsatóftum „Það er ekki rétt. Hér er alit fyrir hendi nema f jár- magn," sagði Sigurður St. Helgason lifeðlisfræðingur á Húsatóftum við Grinda- vík, er við bárum undir hann ummæli nafna hans, framkvæmdastjóra Fjár- festingafélagsins, um skort á þekkingu og reynslu hér á landi varð- andi laxeldi í sjó. Sigurður St. Helgason taldi það algjöra uppgjöf að leita til er- lendra auöhringa i þessu efni. „Hvort sem um er aö ræða haf- beit, eins og Bandarlkjamennirn- ir hafa hug á, eöa laxeldi 1 sjó, eins og Norðmenn eru meö í huga, er hér um að ræöa mjög stórt markaösmól,” sagði Siguröur. ,,Ef hér kemui aðili sem gengur ■beint inn ð erlendan markað, hvernig eigum við þá, þegar viö förum af staö með þetta seinna, að geta keppt við þá sem þegar hafa þetta forskot?” Siguröur sagöi aö komin væri hreyfing á fjárveitingar til fisk- eldis, þótt 900 miljónir I fiskeldis- sjóð hafi stöðvast á siöasta degi á Alþingi i vor. „Við höfum alla þekkingu til að annast þessi mál, bæði i sam- bandi við eldiö sjálft og einnig þá verkfræöiþekkingu sem þarf til að koma upp svona mannvirkj- um,” sagði hann. „Og jafnvel þótt viö þyrftum sérfræöiaöstoö á ein- hverjum sviöum, þá væri hægur leikur að fá ráðgjafa erlendis frá. En við eigum ekki að fara að hleypa erlendum fyrirtækjum inn i framleiðsluna hér á landi.” „Ég tel aö þaö veröi rothögg fyrir alla framtið fiskeldis hérna, ef það á að fara að hleypa erlend- um aöilum inn i þetta, sem ekkert hafa nema fjármagn fram aö færa," sagöi Sigurður. „Aldrei kom þaö til mála, þegar verið var aö byggja upp hraðfrystiiðnaöinn eftir strið, aö fara að sækja erlent fjármagn til þess eða fara inn á markaöi, sem erlendir umboös- menn réðu yfir. Fiskeldi á eftir að aukast mjög hér, og ef viö förum svona af stað, þá held ég að það veröi erfitt aö draga I land aftur.” Þess má geta að lokum, aö i sumar komu tveir Bandarikja- mann að Húsatóftum og voru i fylgd meö þeim Arni Isaksson hjá Ingólfur á Hellu þakkar fyrir sig Styður sér- framboðið Algjör klofningur í Suöurlandi þrátt fyrir sáttaför Geirs Hallgrímssonar „Þetta er eitt hnefahöggiö enn stæðisflokkinn þegar Ingólfur framani flokksforystu Geirs”, Jónsson á Hellu lýsti 1 gær yfir sagði Sjálfstæðismaður i samtali stuðningi við framboð Eggerts viö Þjóðviljann i gær. „Ætli Ing- Haukdals og stuðningsmanna ólfur sé ekki að þakka fyrir það hans I Rangórvalla- og Vestur- aö komiö var I veg fyrir að hann Skaftafellssýslu. Fram aö þvi yröi ráðherra 1974.” höfðu flestir bæöi innan kjördæm- Þaö var mikið áfall fyrir Sjálf- is og utan gert ráð fyrir að fram- fyrir framtíð Sigurður St. Helgason: Rothögg fyrir alla framtið fiskeldis hérna, ef fara á að hleypa erlendum aðil- um i þetta. WEYERHAEUSER CO.: A.m.k. 80.000 laxar í haust 1 janúarhefti Aquaculture Digest 1979, sem gefið er út I San Diego I Kaliforniu, segir m.a. frá þvi að á s.l. ári hafi Oregon Aqua Foods, sem er dótturfyrirtæki Weyerhaeuser Co. á sviði sjávarbúskapar, endur- heimt 10.000 fiska. Eru það betrl heimtur en nokkru sinni fyrr og þrisv- ar sinnum meira en fékkst 1977. Þá var búist við að heimtur mundu tifaldast á þesqu óri, miðað viö heimturnar I fyrra. I ár þróuðu fiskifræðingar til fullnustu nytt kerfi, sem hraöar mjög þroska seiöa. Þau eru alin I hreinsuöum, heitum af- rennsliskerjum, sem framleidd eru I Itimburverksmiðjum Weyer- haeuser i Springfield. Ef fyrirtækiið fær 1% til baka af þessum seiðum, — sem er reyndar lægra hlutfall en fiskifræðingar væru ánægðir meö, þá endurheimtir Oregon Aqua Foods 80.000 fiska nú i haust. Það er sviöaður f jöldi laxa og berst hér á land árlega. _ ejjg Fjárfestingafélag Islands: Samstarf viö Weyerhaeuser um laxeldisstöð hér á landi Veiðimálastofnuninni og Siguröur Helgason framkvæmdastjóri Hagvangs og Fjárfestingafélags- ins. Bandarikjamennirnir skoð- uðu fiskeldisstööina á Húsatóft- um og spurðu margs um land- kosti við Grindavik. Arni Isaksson hringdi i Sigurö St. Helgason og spurði hvort hann mætti koma þangað með Banda- rikjamennina tvo. Nú vaknar óhjókvæmilega sú spurning, hvaða hlutverki Veiðimálastofn - unin gegni I þvi ab auðvelda er- lendum auðhringum að ná tangarhaldi i fiskeldi hér á landi. — eös Ingólfur kominn á fulla ferð til stuðnings Eggert Haukdal. boð Eggerts væri vonlaust að duga til þingsætis. Með stuðningi Ingólfs og hans mikla persónu- fylgis I kjördæminu breytast við- horfin á svipstundu. Ingólfur Jónsson lét ekki standa Framhald á bls. 13 Fjárfestingafélag tslands hefur átt viðræður við Weyerhaeuser Co. f Bandarikjunum um lax- eldisstöð hér á iandi, sem þessir aðilar stæðu að i sameiningu. Sigurður Helgason, fram- kvæmdastjóri Fjárfestinga- félagsins, sagði Þjóðviljanum i gær að þetta væri timburfyrirtæki og stæði einna fremst banda- riskra fyrirtækja i sjávarbúskap eða laxeldi i sjó. „Þessar viöræöur eru ó algjöru frumstigi,” sagði Siguröur. „A grundvelli umræðna sem voru hér I blöðum um laxeldi og haf- beit, m.a. I sambandi við Kolla- fjaröastöðina, þá kom okkur I hug ab athuga möguleika á sam- vinnu við erlenda aðila, sem þeg- ar væru farnir að stunda þennan atvinnurekstur.” Hann sagöi að Fjárfestinga- félagiö hefði enga afstöðu tekið i þessu máli enn og ekki hið banda- rlska fyrirtæki heldur. Fulltrúar Weyerhaeuser hefðu komiö hing- að óg athugað þá möguleika sem hér eru. Báöir aðilar hefðu siðan safnað upplýsingum um þessa hluti og væru þær nú i úrvinnslu og athugun. „.Fyrsta skrefið er að átta sig á þvi hvort þetta borgar sig,” sagði Siguröur. „Ef svo reynist, þá verbur eðlilega tekin afstaða til þess hvaða skref yrbi stigiö næst.” Hann sagði að enginn ákveðinn staður væri I sigti til starfseminnar, en margir staöir heföu verið skoðaðir. „Meirihlutaeign lslendinga i þessu fyrirtæki er algert skilyrði; annað teljum við ekki koma til greina,” sagði Siguröur. Aöspurður hvort ekki væri hægt að hrinda hafbeit I framkvæmd án samvinnu við erlenda aöila, sagði hann að það byggðist á þvi hve hratt væri eðlilegt ab ráðast i þetta. „Það getur verið ab hag- kvæmt sé ab fara mjög hratt af stað og þá væri ugglaust mun hagstæðara að hafa samvinnu við erlenda aðila, sem hafa mikla reynslu i þessum efnum. Ef það yrði hins vegar ofafaná að eöli- legast væri að þreifa sig áfram, þá minnkar jafnramt áhuginn á erlendu stamstarfi.” AOaiatriði málsins gagnvart Weyerhaeuser Co. væri aö nýta þá reynslu sem fyrirtækið hefði af Framhald á bls. 13 I Finnur Baldursson 27 ára Mývetningur sem lifði af 2ja tíma volk í ísköldu Mýyatni: j „Þaö bjargaöi lífi mínu að \ ég blotnaði ekki á höndum i ■ 8 ■ ■ i ■ i ■ L — Ég var með gúmmfvettlinga á höndum, og það bjargaði lifi minu að ég fór aldrei með hendurnar i kaf, þannig að þær voru þurrar og mér sæmllega heitt á höndum. Hefði ég blotnab á höndunum I isköldu vatninu, hefði ég fljótlega orðið krók- loppinn og þvf ekki getab haldið mér i bátinn, sagöi Finnur Baidursson, 27 ára gamail Mý- vetningur, sem vann fádæma þrekvirki i fyrri nótt. Hann féll útbyrbis af dráttarbáti Kfsiliðj- unnar, en sökum isingar á borð- stokknum náðl hann ekki að komast um borð aftur, en hélt sér i bátinn sem rak undan veðrinu um vatnið I um það bil 2 klst. Finnur var að fara um borö i dælupramma Kisiliöjunnar til að skipta við þann sem þar var á vakt milli kl. 0.30 og 1.00 I fyrri- nótt. Mikil ising var á þilfari dráttarbátsins, sem hann fór á úr landi og Finni skrikaði fótur og féll i vatnið. Engin leið var fyrir hann að halda sér I borð- stokkinn vegna isingar, en hann náöi taki á grind sem er fyrir skrúfunni og gat þannig haldið sér, þegar bátinn tók að reka um vatnið. Eftir 2ja tima volk I isköldu vatninu gat Finnur stýrt bótn- um i áttina að oliudælupramma, en missti þá takið á bátnum en hékk i bandspotta sem hékk aft- ur úr bátnum og þegar um það bil 10 m. voru eftir að oliuleiðsl- unni frá prammanum, sem haldiö er uppúr með flotholtum, sleppti Finnur bandinu og náði að synda að leiöslunni mjaka sér uppá hana og skreiöast uppá pramman. 1 dæluhúsinu var svolltill ylur frá dælunni og það bjargaði miklu. Sá sem Finnur átti að leysa af, varö var við hvaö gerðist og tók hann gúmbát sem var á prammanum, blés hann út án hjálpartækja og komst i land til að sækja hjálp. Finnur sagðist hafa verið orð- inn mjög þrekaður þegar hjálp- in barst, en sagðist samt hafa getab staulast um borð i bátinn sem komið var á. Hann sagðist allur marinn og bólginn eftir átökin, einkanlega á fótum, handlegg jum, og bringu og hefði hann meiöst svona við aðlskriða eftir leiðslunni. Að öðru leyti sagðist Finnur hafa það ágætt, þegar við ræddum við hann.. Mývatn er jökulkalt um þess- ar mundir og þrekvirki það sem Finnur vann þarna með ólikind- um. S.dór T i j i i ■ I ■ I a I ■ a ■ i i ■ i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.