Þjóðviljinn - 06.11.1979, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 06.11.1979, Blaðsíða 15
Þriöjudagur 6. nóvember 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 Fínnland og Katalónía Sjónvarp kl. 22.25 Sonja Diego sér um Umheiminnl kvöld. Umheimurinn kemur á skjáinn kl. 22.25 l kvöld. Umsjónarmaður þáttarins að þessu sinni er Sonja Diego. Hún sagðist ætla að byrja þáttinn á umfjöllun um stjórnmál og efnahags- líf í Finnlandi. — Það hefur svo mikiö veriö rætt um ástandið á hinum Norðurlöndunum að undan- förnu, vegna kosninganna þar, — sagði Sonja, — og mér fannst Finnland hafa orðið svolitið útundan. Þessvegna notaöi ég tækifærið þegar ráö- herrafundirnir voru haldnir hér á dögunum, og ræddi viö tvo finnska ráöherra, þau Pirkko Työalajarvi, fjármála- ráðherra, og Mauno Koivisto, forsætisráöherra. Ég ræði lika við Borgþór Kjærnested, og reyndar er viðtölunum við ráðherrana fléttað inn i samtal okkar Borgþórs. I seinni hluta þáttarins ætla ég að gera nokkur skil viöleitni ýmissa þjóðernis- minnihluta á Spáni til sjálfs- stjórnar eða heimastjórnar. Ekki bara Baska, heldur llka t.d. Katalónlumanna. Ég mun rekja nokkuö þær sögulegu forsendur sem eru að baki þessari viðleitni, og loks mun ég ræða um þessi mál við Baltasar listmálara, sem er frá Katalóniu. Hann mun segja okkur frá sinni reynslu, og einnig tala um tungumál Katalónlumanna, sem er alls ekki spænska, þótt margir haldi að svo sé, — sagði Sonja að lokum. Saga ílugsms Leonardo da Vlncl fékk marg- ar geggjaðar hugmyndir um dagana, eins og titt er um stórmenni andans. Hann lang- aði mikið til að fljúga, og gerði merka tilraun til þess. Frá þeirri tilraun segir I sjónvarp- inu I kvöld. Hinn franski flokkur- inn, sem hefur göngu sina f kvöld, er fræðslu- myndaf lokkurinn Saga flugsins, sem verður á dagskrá hálfsmánaðar- lega. Þættirnir verða sjö talsins. Þóröur Orn Sigurösson, þýðandi þáttanna, sagði okkur að I þeim væri rakin saga flugsins allt frá þvi menn fóru fyrst að reyna að fljúga, og framundir slöustu tima. — I fyrsta þættinum er sagt frá ýmsum flugtilraunum á fyrri öldum, og er þeirra fræg- ust eflaust tilraun Leonardo Da Vinci, sem ekki tókst. Ýmsir reyndu þetta siðar, meö litlum árangri. Svo komu svifflugmenn til sögunnar, og uppfrá þvl fer að koma skriður á málið. Sagt er frá flugi Wright- bræðra I desember 1903. Slðan greinir frá þróuninni i Evrópu næstu ár á eftir, og þátturinn endar á flugi Bleriots yfir Ermarsund 1909. 31. maí klukkan sex Það lítur út fyrir að þriðjudagskvöldin verði frönsk kvöld í sjónvarpinu á næstunni. I kvöld byrja tveir franskir framhalds- Sjónvarp kl. 21.30 myndaf lokkar. Annar þeirra er sakamála- flokkurinn Hefndin gleymir engum, i sex þáttum. Að sögn Björns Baldurssonar hjá sjónvarpinu fjallar þessi myndaflokkur um ungan mann, sem kem- ur að elskunni sinni lát- inni á stefnumótsstað þeirra eitt kvöld, nánar tiltekid 31. maí kl.6. Dauði ungu stúlkunnar viröist mjög dularfullur, en piltinum sýnist helst að hún hafi oröiö fyrir flösku, sem kastað hafi verið úr flugvél. Þetta gerist á ferðamanna- stað, þar sem litlar flugvélar eru tiðir gestir. Pilturinn hyggur á hefndir. Hann fer að afla sér upplýsinga um flug- vélar sem átt hafa leið þarna um þennan dag. Loks finnur hann eina flugvél og verður sér úti um farþegalistann. Á honum eru fimm nöfn.Piltur- inn ákveður að hefna sln 1 þessum fimm mönnum. Hefndaraögerðirnar ætlarhann að framkvæma einu sinni á ári, 31. mai kl. 6, þangaö til öllum fimm hefur veriö komið fyrir kattarnef. Björn vildi ekkert láta uppi um það, hvort þessi mynda- flokkur vpri spennandi. Það verða áhorfendur að dæma um sjálfir. Flokkurinn er byggöur á sögu eftir William Irish, en leikstjóri er Claude Grinberg. Helstu leikendur eru Jean-Pierre Aumont, Christine Pascal og Daniel Auteuil. — ih. Hringiö í síma 8 13 33 kl 9-5 alla virka daga eða skrifiö Þjóðviljanum Síöumúla 6, 105 Reykjavík ísland úr NATO, herinn burt! Valgeir Backman sendi okkur hugleiðingar i tilefni af lands- ráðstefnu Samtaka herstöðva- andstæðinga, og áttu þær að birtast áöur en ráöstefnan hæfist. Fyrir handvömm okkar á rkstjórninni fórst það fyrir, og biöjum við Valgeir og lesendur afsökunar. Margt I bréfi Valgeirs er þess eölis aö það fellur ekki úr gildi þótt ráöstefnan sé afstaöin, og þvi birtum við nú niöurlagsorð hans, herstöðvanandstæðingum til umhugsunar og hvatningar. Valgeir ræöir um nauðsyn þess aö leiöa stjórnmálaflokk- unum fyrir sjónir mikilvægi þess verkefinis, aö binda endi á 40 ára yfirsetu erlends hers. Ef ekki næst árangur með þvi að höfða til flokkanna ,,þá sýnist mér það eitt ráö eftir, að efla svo vitund fólks um mikilvægi þess, að hver einstaklingur taki skýra afstöðu I þessu sameigin- lega átaki landsmanna. Og sú hreina og skýra afstaða sé þá tekin vegna þess, að i henni felst aðeins það lágmark ákvörðunar, sem setja verður hverjum einasta þegni þjóðfélagsins. Þetta lágmark er, að krefjast réttar sins sem sjálfstæð vera. Og sameiginleg krafa allra landsmanna verður þvi, að fá aö neyta þessa réttar sins I þjóöaratkvæöagreiöslu, vonandi meö þeim árangri og lokatakmarki: Allur erlendur her af landi burt! Hið íslenska lýðveldi friölýst um aldur og ævi, ásamt hafinu umhverfis. Féiagar! Inni I flokknum sem utan. Þegar þessari ráöstefnu lýkur, liggur eflaust skýrt fyrir niðurstaða og ályktun. Og von- andi verða allir aö leyfa sér meiri bjartsýni en hingaðtil. Og þaö er vel. Enhvortsem þetta mikla mál verður leyst án þingflokka eður ei, þá er það nú svo aö stað- reyndirnar tala, ef litið er til baka hvað varöar markandi stefnu þeirra og aðstoð frá upphafi hersetunnar. Þetta ásamt öðru veröum við að hafa i huga þegar litiö er til þeirra kosninga sem framundan eru. Þ.e.a.s. að breyta stööunni inni á Alþingi svo glæsilega her- stöðvaandstæðingum i vil, að þess verði ekki langt að biða að island verði úr Nató og herinn burt.” Áróðurs- útvarp Fyrir nokkrum dögum aug- lýstum við hér á slöunni eftir nafni á fyrirbæriö „frjálst útvarp”, sem nú er svo mjög I sviðsljósinu. Þaö eru nefnilega ekki allir á þvl aö þetta útvarp veröi svo afskaplega frjálst, ef þaö veröur á annaö borö leyft. Af þessu tilefni hringdi J.G. og stakk upp á aö fyrirbærið yrðinefnt áróöursútvarp. Þetta verður auðvitaö ekkert annaöen áróöur, —sagði J.G. — t fyrsta lagi eru það auglýs- ingar, sem eru áróöur, og svo er hætt viðaö annað efni á dagskrá slíks útvarps yröi mjög áróðurs- kennt, t.d. áróður fyrirhljóm- plötur, osfr. Þá vildi J.G. koma þvi á framfæri við poppskrifara blaösins, að hann kynnti baráttusöngvarann Jimmy Cliff, sem mikið hefði sungiö gegn fhlutun Bandarikjanna i Vletnam á slnum tima. Aðsend vísa Eftirfarandi vísa var okkur send, og er hún ort í til- efni af nýlegum blaðaf réttum: Skríður Kína Húa úr hýði, hendist geysttil f jærsta lands, atar Sovét narti og níði, nálgasthatur fasismans. H. ... og nu * 4 < Togarar I höfn olg munurinn er æöi miklll. frá lesendum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.