Þjóðviljinn - 16.11.1979, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.11.1979, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. nóvember 1979 Þorsteinn Magnússon fyrrv. aðstoðarmaður samgönguráöherra skrifar Ósannindi í sjónvarpssal Málflutningur Magnúsar Magn- ússonar Ijóst dæmi um örvœntingu Alþýðuflokksmanna Þorsteinn Magnús- son: Félagsmála- pakkinn var lagður upp i hendunar á félagsmálaráöherra. Hin pólitiska umræða á ís- landi undanfarna daga og vikur hefur greinilega leitt i ljós að höfuðandstæður islenskra stjórnmála eru annars vegar Alþýðubandalagið og hins vegar Sjálfstæðisflokkurinn. Þetta hefur komið skýrt fram i „leiftursókn” ihaldsins gegn lifskjörum almennings og þeirri staðreynd aö Alþýðubandalagið hefur einn flokka tekið að sér að hrinda þessari „leiftursókn”. Þetta forystuhlutverk Alþýöu- bandalagsins hefur leitt til þess að Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hafa hrein- lega horfiö i skuggann i hinni pólitisku baráttu siöustu daga. Vonbrigöi Framsóknarmanna og Alþýöuflokksmanna koma fram i ýmsum myndum, en ör- væntingarfyllstir eru þó tals- menn Alþýðuflokksins sem nú leggja ofurkapp á að telja al- menningi trú um að höfuöand- stæður islenskra stjórnmála séu milli Alþýðubandalagsins og Al- þýðuflokksins. Þetta hefur kom- ið ljóslega fram i skrifum Al- þýðublaðsins siöustu daga sem og málflutningi talsmanna Al- þýðuflokksins, þar sem öllum spjótum er beint að Alþýðu- bandalaginu, en markvisst reynt að gera sem minnst úr þeirri hættu sem felst i áform- um Sjálfstæðisflokksins um geigvænlegar kjaraskerðingu og niðurskurö á sviði heil- brigðis- félags- og menningar- mála. Má vera að þessa afstöðu Alþýðuflokksins megi rekja til þess að þeim er fariö að lengja eftir að komast i stjórn með Sjálfstæðisflokknum og vilja þvi sem minnst styggja stóra bróð- ur. Margir vita betur örvænting krata kom skýrt fram i framboðskynninguAl- þýðuflokksins s.l. þriðjudags- kvöld þegar Magnús H. Magnússon félagsmálaráðherra bar á borð fyrir almenning þá ósvifnu lygi að samgönguráðu- neytið hefði ekkert unniö að hagsmuna- og öryggismálum sjómanna i tiö slðustu vinstri- stjórnar. Um leiö hældi Magnús sér á ósmekklegan hátt meö þvi aö eigna sjálfum sér hinn svo- kallaða félagsmálapakka vinstristjórnarinnar, sem fól i sér framgang mála sem verka- lýöshreyfingin hefur i mörgum kjarasamningum reynt að fá fram en ekki tekist. Allir þeir sem fylgjast náið með stjórn- málum vita hins vegar að félagsmálapakkinn byggðist fyrst og fremst á tillögum Al- þýðubandalagsins og var unn- ínn af forystumönnum Alþýöu- bandalagsins i verkalýðshreyf- ingunni og lagöur upp i hendurnar á félagsmálaráð- herra sem fékk það hlutverk að leggja lögin fyrir Alþingi. Bætt veðurfregna þjónusta Hvaða hagsmuna og öryggis- mál sjómanna sem samgöngu- ráðuneytiö vann að i siðustu rikisstjórn voru þá svo ómerki- leg aö Magnús Magnússon félagsmálaráðherra taldi ekki ástæðu til að geta þeirra i sjón varpinu á þriðjudagskvöld? 1 fyrsta lagi má nefna ákvörð- un um bætta veðurfregnaþjón- ustuvið skip. Samkvæmt tillögu samstarfshóps sem Ragnar Arnalds þáverandi samgöngu- ráðherra skipaði s.l. vor, var tekin ákvörðun um stórbætta þjónustu Veðurstofu íslands við sjómenn. Fráfarandi rikisstjórn samþykkti aukafjárveitingu á þessu ári aö upphæö 32 miljónir króna i þessu skyni. öryggisbúnaðar t öðru lagi má nefna reglu- gerö um öryggisbúnað við linu- og netaspil og öryggi á hring- nótaskipum. Reglugerð þessi var staöfest I ágúst s.l. Með reglugerðinni var hert eftirlit með þvi að skip sem fara á línu- og/eða netaveiðar séu búin sér- stökum öryggisbúnaði. Þá var þar einnig ákvæði um öryggis- búnað i skut loðnuskipa. Neyðarsendir t þriðja lagi má nefna reglu- gerö um fjarskipti sem fyrrver- andi samgönguráðherra undir- ritaði 15. október s.l. Samkvæmt reglugerð þessari skulu starfa loftskeytamenn á öllum vöru- flutningaskipum, sem eru 1500 tonn eða stærri og auk þess er skylt að hafa loftskeytamenn um borð i öllum skipum er sigla til Ameriku. A fiskiskipum 55 metrar að skrásetningarlengd eða stærri, skulu einnig vera loftskeytamenn. Nokkrum vik- um áður var gefinn út sá hluti þessarar reglugerðar er fjallar um neyðarsenda I gúmm- björgunarbátum (örbylgju- sendir). Sjómanna lög 1 fjóröa la'gi lagði Ragnar Arnalds fram á Alþingi frum- varp til laga um breytingu á sjó- mannalögum, en frumvarpiö fékkst ekki afgreitt fyrir þing- slit. Frumvarpið fól I sér veru- legan aukin rétt islenskra sjó- manna i veikinda- og slysatil- fellum. Skyldu sjómenn vera sammála Magnúsi Magnússyni. Lögskráning Til viöbótar þessum málum sem komu i hlut samgönguráðu- neytisins aö vinna að, var fjall- að um lögskráningu sjómanna i sérstakri nefnd á vegum ráðu- neytisins. Nefnd þessi hefur enn ekki lokið störfum og þvi ^iður skilað áliti til ráðherra, þó að félagsmálaráðherra fullyrði i sjónvarpi hins vegar að málið sá á lokastigi i ráöuneytinu. Mál þetta er vitaskuld afar mikil- vægt fyrir sjómannastéttina, þar sem m.a. þarf aö tryggja aö ekki sé hægt að afskrá skipverja fyrirvaralaust til aö koma i veg fyrir launagreiðslur til þeirra. Þess er að vænta að ekki liði á löngu að niöurstöður nefndar- innar liggi fyrir. I ljósi þess sem hér hefur ver- iö rakið, vekja ummæli Magnúsar Magnússonar félags- málaráöherra vissulega furðu manna og menn hljóta óneitan- lega að spyrja hvort sjómenn séu sammála Magnúsi um að framgangur ofangreindra mála hafi verið einskis virði fyrir sjó- mannastéttina i landinu. Formaður Framsóknatflokksins „Útiloka enga möguleika” Enn á ný er Fram- sóknarf lokkurinn aö koma út úr vinstri stjórn og lætur mikið með að nú þurfi íhaldsandstæðingar að efla Framsóknar- flokkinn. Hið sama var upp á teningnum 1974 er Framsóknarf lokkurinn kvaðst í kosningabarátt- unni „einn hafa bolmagn og aðstöðu til að vera for- ystuafl íhaldsandstæð- inga". Steingrimur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins sagði i sjónvarpsviðtali aö hann sæi ekki mikla mögu- leika á stjórnarsamvinnu Sjálfstæöisflokks og Fram- sóknarflokks eftir aö Sjálf- stæðisflokkurinn hefði sett fram „leiftursókn sina gegn verðbólgu”. En eins og áö- ur hefur komið fram I Morg- unblaösviðtali segir formaöur Framsóknarflokksins „að hann útiloki engan möguleika”. Innan Framsóknar eru nú, eins og oft áöur, sterk öfl sem vilja samstjórn með ihaldinu. Allir vita að forysta SIS vill hafa Framsóknarflokkinn I stjórn hvaö sem það kostar og helst með Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæöisflokkurinn og Framsókn eru sammála um kauplækkun um nýja vinnulög- gjöf, um „frjálsa” verslunar- álagningu, um erlenda stóriðju, um stööu olfufélaganna og um Steingrimur útilokar engan möguleika. samdráttarstefnu og hávaxta- stefnu i efnahagsmálum. Efn ahagsstefna Fram- sóknarflokksins er engin hindrun i vegi fyrir samvinnu Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknar, enda hefur Steingrimur Hermannsson lýst yfir þvi á Aðal „íhaldsand- stœðingurinn” fyrir kosningar gœti allt eins orðið aðal „íhalds- hjálparhellan” eftir kosningar Alþingi að enginn málaefnaá- greiningur hafi veriö milli Framsóknarflokks og Alþýðu- flokks i efnahagsmálum, og allir vinstri menn vita að for- ysta Alþýöuflokksins rekur um þessar' mundir eindregna hægristefnu i efnahagsmálum. I Þjóðviljanum sl. fimmtudag haföi Lúðvik Jósepsson formað- ur Alþýðubandalagsins meöal annars þessi varnaðarorö að segja til vinstri manna i sam- bandi við Framsóknarflokkk- inn: „En hvað um Framsókn? Geta vinstri menn treyst henni? Framsóknarflokkurinn hefir verið þátttakandi I fyrri vinstri stjórnum og hefir sannað, að hann er mislitur flokkur og væg- ast sagt ótryggur vinstri flokk- ur. En litum á þaö sem nær okk- ur stendur og afstöðu flokksins til nokkurra mála, sem nú eru ofarlega á dagskrá. t siöustu rikisstjórn studdi Framsóknarflokkurinn allar til- lögur kratanna um kauphækkun, einnig um lækkun á lægstu launum. Sú staðreynd að nú mæla lög svo fyrir, aö lægstu laun, undir 210 þúsund krónum á mánuði, skuli fá lægri verðbætur i prósentum 1. desember n.k. en hærri laun, eða væntanlega 8% á móti 10%, stafar af þvi að Framsókn knúði þessa ósvifni fram með krötum og hótaði að slita stjórnarsamstarfinu að öðrum kosti. Alþýðubandalagiö knúöi þaö fram, aö þessi kjaraskeröing á Þeir voru sammála um flest I fjögur ár. íhaldið og Framsókn sammála um kauplækkun, nýja vinnulöggjöf erlenda stóriðju, stöðu oliufélaganna og um samdráttar- og hávaxtastefnu í efnahagsmálum. lægstu laun skyldi ekki verða fyrstu 6 mánuðinafrá gildistöku efnahagslaganna eða til 1. des. n.k. Afstaöa Framsóknar var og er sú að leysa eigi veröbólgu- vandann á kostnað launafólks. Um það eru tillögur Fram- sóknar. Framsóknstuddi einnig kröfur kratanna um samdrátt, meö lækkun fjárveitinga til verklegra framkvæmda, og lækkun til félagslegra mála. Framsókn hefir lýst yfir stuðningi við nýjar erlendar stóriöjuframkvæmdir. Framsókn neitaði á Alþingi með ihaldinu að fram færi rann- sókn á fjármálaumsvifum verk- takanna á Keflavikurvelli. Framsókn neitaði að standa að fækkun banka. Framsókn hefur alltaf neitað að hróflað yrði við oliudreif- ingarkerfinu. Framhald á bls. 17 Enginn ágreiningur við Alþýðu- flokkinn í efnahagsmálum, og mörg sameiginleg stefnumál með Sjálfstœðisflokknum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.