Þjóðviljinn - 16.11.1979, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 16.11.1979, Blaðsíða 9
Föstudagur 16. nóvember 1979| ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Hver er tilgangurinn? Sunnudaginn 4. nóv. s.l. birtist grein I Þjóöviijanum eftir Ingi- björgu Haraldsdóttur undir fyrir- sögninni Konur og stjórnmál. Ég hóf lestur greinarinnar með eftir- væntingu,bjóst viö skeleggu inn- leggi f jafnréttisbaráttu kvenna og e.t.v. jafnframt skilgreiningu á hve seint mál þokast I rótta átt, einmitt á sviöi stjórnmálanna. Þvi miöur varö ég fyrir sárum vonbrigöum. Þegar greinin erskrifuö eruum þaö bil allir framboöslistarnir til alþingiskosninganna aö koma fram eöa komnir. Þar á meðal framboöslisti Alþýöubandalags- ins i' Reykjavik, þar sem einmitt konu er best treyst til aö skipa baráttusætið. Út frá þvi sjónar- miöi, þó ekki komi annaö til, er greinin forkastanleg. Hér á þaö sannarlega viö sem sagt hefur veriö af biturri reynslu: Guö varöveiti mig fyrir vinum min- um. Óþarfa yfirlæti lupphafiræöirlngibjörgum þá kröfu sem heyrist nú i kringum kosningarnar, um fleiri konur á þing og þá öfugu útkomu sem Ijós er af framboöslistunum. I þessu sambandi talar hún um „samtök sem kenna sig viö kvenréttindi” sem hvetja konur til þátttöku I prófkjörum flokkanna. Er hér greinilega átt viö Kvenréttinda- félag tslands. Þaö liggur I framsetningu orö- anna aö þessi samtök séu ekki „raunverulegir” málsvarar kvenréttinda — þaö séu hins veg- ar Rauösokkar aö dómi Ingi- bjargar.en sem fulltrúi þeirra og túlkandi þeirra skoöana skrifar hún greinina. Sem slik viröist mér hún hinsvegar ekki hafa ráö á þessu yfirlæti. Kvenréttindafélagiö eru þau samtök Islenskra kvenna sem lengst hafa staöiö vörö um rétt- indi þeirra, barist fyrir þeim og átt þátt I særstu sigrum, enda meö samfellt starf I meira en hálfa öld aö baki. Það hefur vissulega veriö misjafnlega brattsækið og vakandi fyrir straumi tímans en svo gjörsam- lega hefur þaö, held ég, aldrei misst áttanna aö þaö hafi kvatt konurtilaðhopa afhólmi ialhliöa þátttöku I þjóöfélaginu eins og Rauösokkur láta sér nú sæma. Rauðsokkahreyf ingin— hvert stefnir hún? Næst ræöir Ingibjörg um Rauö- sokkahreyfinguna. Getur hún þess aö I upphafi hafi þaö veriö baráttumál hreyfingarinnar aö styöja konur og hvetja til áhrifa I þjóöfélaginu og hafi þaö haft þó nokkur áhrif. NU séu viöhorfin hins vegar breytt. A ráöstefnu Rauösokka á Selfossi sem haldin var núna I lok október hafi komiö I ljós „að einhugur rlkti meöal ráðstefnugesta um aö litiö sem ekkert ynnist meö þvi aö fá 30 konur á þing meðan sá fulltrúa- fjöldi endurspegli ekki ástandiö I þjóðfélaginu almennt.” Þetta er semsagt skoöun og yfirlýsing hins „róttæka og raun- verulega” jafnréttisbaráttuhóps! Þessa stefnumörkun þykir blaöamanni Þjóöviljans svo rlk ástæöa til aö túlka sem skilmerki- legasbaðhúnlætursérekki nægja að geta hennar i frásögn af ráö- stefnunni sem heil slöa af Þjóö- viljanum var þó lögö undir daginn áður heldur geymir hún sér þenn- an fagnaöarboðskap og flytur sem guöspjall sunnudagdagsins i myndskreyttri 3ja dálka inn- rammaðri grein. Þaö er rétt sem Ingibjörg segir aö Rauðsokkahreyfingin hafi breytt um svip, starfsaðferðir og stefnumið slöan hún kom sem hressandi vorblær inn I íslenskt þjóðllf fyrir tæpum áratug. Þaö er hörmulegt til þess aö vita aö hreyfingsem fór jafnglæsilega af staö og átti jafn brýnt erindi viö Islenskar konurskuli nú senda frá sér yfirlýsingu sem ekki veröur skilin ööru vlsi en uppgjöf I sókn kvenna til jafnréttis i þjóðfélag- inu. Égvona sannarlega aö þarna hafi aðeins veriö lltill hópur Rauösokka aö verki. En sé þetta almennt viöhorf Raubsokka sé ég ekki aö hreyfingin hafi lengur hlutverki aö gegna a.m.k. ekki sem forystusveit I Islenskri jafn- réttisbaráttu. 30 konur á þing — ástandið i þjóðfélaginu almennt Ekki gerir Ingibjörg tilraun til að rökstyðja ályktunina út frá is- lenskum aöstæöum. Hins vegar fer hún alla leið austur til Ind- lands og segir sem svo aö ekki hafi Indiru Gandhi tekist aö Margrét Sigurðardóttir: skapa þar Gósenland jafnréttis kynjanna þó aö hún hafi verið „þjóöarleiðtogi” um árabil. Enn þann dag i dag sé þaö „furöu al- gengt aö indverskar konur séu brenndar á báli, hafi þær ekki þóknast eiginmönnum slnum.” Þaöskiptirauövitaöengumáli I þessusambandiaö ég hélt aö enn- þá væri viö lýöi I Indlandi I ein- hverjum mæli sá siöur aö bera konur á bál meö látnum eigin- mönnum slnum. Ekki sem refs- ingufyrir aö „þóknast” þeim ekki heldur sem staöfestingu á þvl aö meö láti eiginmannsins væri lífi konunnar lokiö, án hans ætti hún sér ekki llfsgrundvöll sem sjálf- stæð persóna. sannarlega svakaleg og óvenju ódulbúin kvennakdgun en nokkuö táknræn samt fyrir viöhorf aftur- haldsafla gagnvartkonum og þaö miklu vlöar en á Indlandi ef grannt er skoöaö. Sjálfsagt hefur Ingibjörg rétt fyrir sér i þvl hvers vegna þessi siður viögengst á Indlandi — ég efa ekki aö hún kunni betri skil á siðvenjum I fjarlægum heimsálf- um en ég. En hvaö um þaö þá skulum viö halda okkur við efniö. Aö mati Ingibjargar er Jjaö svc sem alveg augljóstaö fyrst Indiru tókst ekki að kveöa niður forynjur villimannlegra siöa sem viögeng- ist hafa I hennar stóra og fjöl- menna rlki I aldir og árþúsundir myndi fyrir litið koma I islenskri jafnréttisbaráttu þó aö 30 konur yröu kosnar á þing. Athugum þetta nánar: Svo sem kunnugt er hafa flest 3 konur ver- iö kosnar samtimis á 60 manna löggjafarþing okkar og framboð- in nú benda ekki til þess aö þær veröi fleri á næsta kjörtlmabili helduraölikindum færri. Þetta er staðreynd. En þvi fer fjarri aö þessi staðreynd sýni „ástandiö i þjóöfélaginu almennt.” Konur eru ekki einungis helm- ingur Islenska þjóöfélagsins held- ur virkir og fuligildir þáttak endur I þvl. t starfsstéttum þess listum, menningu og stjórnmála- . starfi. Þess vegna er fámenni kvejana í þingmannahópnum ekki aöeins óréttlát heldur einnig skrumskæling af „þjóðfélaginu almennt.” En hvað endurspeglar þá sam- setning Alþingis? Hún endur- speglar þá staöreynd aö karl- menn eru ennþá forréttindastétt, á fölskum forsendum I þjóöfélagi okkar og ekki sist i stjórnmála- flokkunum. Þeir nota þessa for- réttindaaðstöðu til að skammta konum svo nauma þátttöku á framboðslistum flokkanna að það ógni ekki yfirráðum þeirra á þeim valdapósti sem Alþingi vissulega er. Þaö er söguleg staöreynd aö forréttindahópar, sérstaklega ef þeir byggja á langri hefö, láta ekki forréttindi sin af hendi fyrr en I fulla hnefana. Það er einnig söguleg staöreynd að þeir hafa ótal ráö til aö standa I vegi fyrir þróuninni jafnvel eftir aö hún er orðin augljós og knýjandi. I þessu efni eru islenskir karlmenn sem hafa á hendi forystu stjórnmála- iiokkanna okkar engin undan- tekning. Og þvl miöur enginn stjórnmálaflokkanna frá hinum. Þaö er lika söguleg staöreynd aö þaö er engin önnur leiö til aö brjóta niöur forréttindaaöstööu, hvorki fyrir stétt, þjóö, kynþátt eða kyn, önnur en barátta þess eða þeirra sem llöa undir mis- beitingu valds og aðstöðu. Frá þeirri reglu er jafnréttisbarátta islenskra kvenna engin undan- tekning. Mér er fullkomlega ljóst aö sú barátta og framgangur hennar ræðst ekki eingöngu af fjölda kvenna á Alþingi. Þaö þarf aö breyta viöhorfum þjóöfélagsins til jafnréttis kynjanna og sú viö- horfsbreyting þarf ekki slst aö ná til fjölskyldu og heimilisllfs. En aukin þátttaka kvenna og viður- kenning á jöfnu ■ hlutgengi karla og kvenna Sem sjálfsögðum hlut I stefnumarkandi valdastöövum þjóðfélagsins s.s. Alþingi sveitar stjórnum og launþegasamtökum er einnig mikilsveröur vettvang- ur sem konur veröa aö leggja rækt viö. Enda augljóst aö þar er hlutur þeirra fyrir borö borinn. Og einmitt sú staöreynd sýnir aö karlar gera sér ljósa grein fyrir þvl hvaöa valdapósta þeir slst vilja missa tökin á. Þaö er þessi samtenging orsaka og afleiöinga sem greinilega skortir hjá þvl fólki sem var ein- huga um þá yfirlýsingu aö eftir þingsætum skyldu konur ekki sækjast, slikt skipti engu máli. Fólk sem gerir sér ekki grein fyrir þvi aö Alþingi er þáttur I okkar þjóöfélagi — og hann ekki óverulegur — þaö kann ekki aö skilgreina þjóöfélagiö og getur þar af leiöandi ekki háö baráttu I þvl. Fólk sem heldur aö sú breyt- ing aö 30 konur yröu kosnar á þing I staö einnar myndi ekki vera af- leiöing af verulegum breytingum I þjóöfélaginu, þaö skilur hvorki upp né niður I þjóöfélaginu sem viö búum I, þaö er slitiö úr sam- bandi viö Islenskan veruleika. Fólk sem gefur út sllka yfirlýs- ingu eins og Rauðsokkar nú rétt fyrir kosningar og gerir sér ekki grein fyrir þvi eöa hiröir ekki um aö þaö er bókstaflega aö ganga erinda sterkustu andstæöinga jafnréttis karla og kvenna, þaö er ekki hægt til aö vera I forystu fyrir jafnréttisbaráttu kynjanna. fE’g h;ixöi ekki um aö fara frek- - ar út I skýringar Ingibjargar. Rök eru ekki þar aö finna, en ýmsar fáranlegar firrur vaöa uppi. Þær gefa ekki ástæöu til málefnalegr- ar umræöu en lýsa sorglega lágu stigi i' umfjöllun um þjóömál. Lokaorð Ritstjórn Þjóöviljans hefur gert Rauðsokkahreyfingunni hátt und- ir höföi meö því aö afhenda henni eina slöu blaösins vikulega til aö túlkasln sjónarmiö. Mér hefur oft átlöum þóttaöþaö rýmigæti ver- iö betur notaö, þó vissulega meö ýmsum undantekningum. En með þessari grein Ingibjargar Haraldsdóttur sem aukagetu við slöu Rauösokka daginn áöur tek- ur þó steininn úr. Égspyr: Er þetta sú stefna og þaö viöhorf sem óskaö er eftir aö konur innan Alþýöubandalagsins hafi til jafnréttismála kynjanna? Af þeim sökum hef ég valið grein- inni þá fyrirsögn sem hún ber. Spurningunni erbeint til ritstjóra Þjóðviljans og ég vænti skýrra og afdráttarlausra svara. Frá ritstjórn: Grein Ingibjargar Haraldsdótt- ur kom I þætti sem heitur Or almanakinu — þar skrifa blaöa- menn Þjóöviljans til skiptis um áhugamál sinog skoöanir. Engin tilraun er til þess gerö af rit- stjórnr hálfu aö samræma þær skoöanir fyrirfram; m.ö.o.: hver og einn ber ábyrgð á sinu skrifi. Þaö er þvl ekki stefna blaösins sem IH kemst aö þegar hún veltir fyrir sér konum á þingi, heldur hennar persónulega niður-1 staöa. | Margrét Siguröardóttir hefur vitaskuld sama rétt: til að and- mæla skoðun sem hún telur skref aftur á bak I jafnréttismálum. Tökum að okkur viðgerðir og nýsmiði á fasteignum. Smið- um eldhúsinnréttingar, einnig viðgerðir á eldri innréttingum. Gerum við leka vegna steypugalla. Verslið við ábyrga aðila. TRÉSMIÐAVERKSTÆÐIÐ Bergstaðastræti 33, simi 41070 Blikkiðjan Asgarði 1, Garðabæ ónnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiði. Gerum föst verðtilboð SIMI 53468 FORELDRARÁÐGJÖFIN HVERFISGÖTU 8 10 SÍMI 11795 Kosninga- skrifstofur G-listans Reykjanes- kjördæmi Alþýðubandalagið á Suður- nesjum Kosningaskrifstofa Alþýöu- bandalagsins á Suðurnesjum er aö Hafnargötu 32,annarri hæö, I Keflavlk. Slminn er 3040. Stuöningsfóík Alþýöu- ‘ bandalagsins er hvatt til þess aö hafa samband viö skrifstofuna. Kosningaskrifstofan I Kópa- vogi er opin alla virka daga frá kl. 9.00 til kl. 22.00, i Þing- hól (Hamraborg 11), simi 41746. Félagar og sjálfboöa- liöar eru beönir aö hafa sam- 'band við skrifstofuna. Aðalkosningaskrifstofan, Strandgötu 41, Hafnarfirði, slmi 54577. Opiö daglega frá 10-19. Félagar og stuönings- menn hafiö samband viö skrifstofuna sem fyrst. Mun- iö kosningasjóöinn. Suðurlands- kjördæmi Kosningaskrifstofa G-listans á Selfossi. G-listinn hefur opnaö kosningaskrifstofu á Selfossi aö Kirkjuvegi 7 sima 99-1108 Opin allan daginn. Upplýsingar um kjörskrá og annaö er kosningarnar varö-* ar. Kosningastjóri: Hjörtur Hjartarson. Austurlands- kjördæmi Kosningamiðstöðin I Nes- kaupstaðer aöEgilsbraut 11, slmi 7571. Opiö daglega kl. 17—19. Kosningaskrifstofan Egils- stööumer aö Bjarkarhllö 6, (neöri hæö) simi 1245. Kosningaskrifstofan á Höfn simi 8426. Kosningaskrifstofan á Seyö- isfiröiaö Austurvegi 21, (efri hæö), slmi 2388. Opin öll kvöld og um helgar. Kosningaskrifstofan Eski- firöi.SImi 6397. Opin á kvöld- in. Hafið samband viö kosn- ingaskrifstofumar og veitiö sem fyrst upplýsingar um stuöningsmenn er veröa fjarstaddir á kjördag, 2. og 3. desember. Nordurlands kjördæmi eystra Kosningaskrifstofan Akur- eyri er á Eiösvallagötu 18, slmi 25975. Félagar og stuön- ingsfólk er hvatt til aö lita inn og gefa sig fram til starfa viö kosningaundirbúninginn. Norðurlands- kjördæmi vestra Kosningaskrifstofa Alþýöu- bandalagsins á Hvamms- tanga er aö Hvammstanga- braut 23. Opið á kvöldin og um helgar. Simi 95-1467. Kosningamiðstöðin er aö Suöurgötu 10, Siglufiröi. Op- in daglega kl. 1-7 e.h. alla daga. Simi 71294. Vestfjarda- kjördæmi Kosningaskrifstofa AB á tsa- firöi er aö Hafnarstræti 1, simi 4342. Félagar og stuön- ingsfólk er hvatt til aö lita innoggefasigfram tilstarfa viö kosningaundirbúning. Vesturlands- kjördæmi J Kosningaskrifstofa AB Akranesi er IRein, sími 1630.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.