Þjóðviljinn - 16.11.1979, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.11.1979, Blaðsíða 3
Föstudagur 16. nóvember 1979 'ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 * 1 gær var 5 ára afmæli sjúkrahótelsins og tók eik, ljósm. Þjóöviljans, myndina viö þaö tækifæri og sjást á henni bæöi hótelgestir og starfsfólk. Sjúkrahótel RKÍ 5 ára Sjúkrahótel Rauða krossins i Reykjavik varð 5 ára i gær. Þar dvelur aðallega fólk sem er að jafna sig eftir stórar aðgerðir á sjúkrahúsunum og allt frá upphafi hefur aðsókn verið geysi- mikil. Fólk fær þarna mat og aöhlynningu og ýmis konar hjálp og er hótelið eins og þægilegt heimili. Forstöðukona er Bryndis Jónsdóttir. —GFr. Setuverkfall í MH Arni Þór Sigurðsson, fulltrúi nemenda I skólastjórn MH: Viljum breyta mætingareglunum (Ljósm.: eik) 1 gær lagöist kennsla niöur i 5 kennslustundir i Menntaskólan- um viö Hamrahliö vegna mót- mælaaögeröa nemenda gegn mætingareglum skólans. Þegar blaðamann Þjóöviljans bar þar aö garöi voru nemendur meö stórfund um málið en áöur höföu þeir sest inn á kennarastofuna til að fylgja eftir kröfum sinum. Heimir Pálsson konrektor sagöi i samtali viö Þjóöviljann aö hann teidi aö máliö yröi jafnaö enda væri þaö ekki stórt i sniðum. Arni Þór Sigurðsson, fulltrúi nemenda i skólastjórn MH, sagöi að i fyrradag hefði kennarafund- ur fjallað um mætingareglur og þar hefði komið fram tillaga frá Braga Guðbrandssyni kennara um að breyta mætingareglunum til móts við kröfur nemenda en sú tillaga var felld. Risu þá nemend- ur upp sem töldu þetta ólýðræðis- lega ákvöröun. Reglurnar eru þannig að 2 stig eru gefin fyrir skróp i tima og 1 stig fyrir að koma of seint. Ef nemandi fær innan við 50 stig á önn fær hann eina einingu út á það, enga ef stigin eru milli 50 og 100, minús eina ef þau eru 100-150 og minús tvær ef þau eru 150-200. Ef þau fara yfir 200 dæmist hann utan skóla. Til stúdentsprófs þarf 132 ein- ingar og með góðum mætingum getur nemandi þvi aflað sér 8 ein- inga. Ef hann fær hins vegar frádráttareiningar þarf hann að bæta sér þær upp með þvi aö taka fleiri einingar i námsgreinunum. Hafi hann t.d. 5 einingar i minús þarf 137 einingar til stúdents- prófs. -GFr Leigendasamtökin: „Opið hús” á morgun Skv. lögum um húsaieigu- samninga sem gildi tóku 1. júni, s.l. má aöeins krefjast fyrirfram- greiðslu fyrir fjóröung umsamins leigutima. Ef samningur er t.d. gerður til eins árs er ekki hægt aö krefjast fyrirframgreiöslu til lengri tima en þriggja mánuöa. Þetta kemur fram i fréttatilkynn- ingu frá Leigjendasamtökunum. Leigusali á rétt á að krefja leigutaka um tiltekna fjárhæð sem tryggingafé og má hún nema allt að þriggja mánuða leigu fyrir húsnæðið eins og það er i upphafi leigutimans. Þá er hins vegar óheimilt að krefja leigutaka um fyrirframgreiðslu. Tryggingaféð skal varðveitt i banka eða sparisjóði á hæstu mögulegum vöxtum. Þratt fyrir að lög þessi hafi ver- ið i gildi i fimm mánuði gegnir furðu hvefáir vita um tilvist þeirra. Leigjendasamtökin hvetja alla til að kynna sér efni laganna, en þau er hægt að fá á skrifstofu félagsmálaráðuneytis- ins og hjá Leigjendasamtökunum að Bókhlöðustig 7. Einnig má geta þess að opið hús verður n.k. laugardag á milli 3 og 6. Guðrun Helgadóttir mætir óg stjórn sam- takanna kynnir starfsemina og lögin yfir kaffibolla. Skrifstofa samtakanna er annars opin alla virka daga frá 3 til 6. -Gfr Nýjung í uppsiglingu hjá Veðurstofunni: Útvarpa veðurkortum Skip þurfa sérstök móttökutœki til að ná kortinu Hlynur Sigtryggsson veöur- stofustjóri sagöi i samtali viö Þjóðviljann i gær, aö nú væri I undirbúningi hjá Veöurstofunni útvarp á veðurkortum. Notuö eru svo kölluö Facsimile-tæki viö þetta. V eöurstofan á nú þegar eitt svona senditæki en þyrfti aö hafa tvö til öryggis. Nokkur islensk skip hafa nú þegar móttökutæki um borð fyrir svona veðurkortasendingar og geta þvi undir vissum kringum- stæöum náð útvarpi á veöurkort- um erlendis frá. Ef öll fiskiskip fengju sér móttökutæki fyrir þessi veðurkort, myndi það auka mjög á öryggi sjómanna, aö sögn Hlyns, og sagði hann það meira öryggi fyrir sjómenn aö fá svona tæki, þegar byrjað verður að Ut- varpa veðurkortunum, heldur en að fá veðurkort i stað stillimynd- ar I sjónvarpi. Hlynur sagöi þaö undir fjár- veitingum komið, hvenær byrjaö yrði aö senda kortin út. I fyrsta lagi þyrfti veðurstofan aö fá ann- an sendi til viðbótar þeim eina sem hún á nú þegar, og kostar það ekki nema um 10 miljónir króna. Þá munu radióvitar fyrir þessar sendingar veratil frá þvi i sumar, þannig að þaö þyrfti ekkert stór- átak til að hefja sendingar. -Sdór r Askorun til kjósenda: Varist ad kjósa íhald og krata! „Þaö er ódýrt aö koma hér i borgarstjórn og tala fjálglega um brýnar framkvæmdir I heil- brigöismálum og rétta svo upp hönd á flokksfundum Sjálfstæöis- flokksins og samþykkja aö skera þessar sömu framkvæmdir niö- ur”, sagöi Kristján Benediktsson I borgarstjórn I gær þar sem einn borgarfulltrúi ihaldsins flutti til- lögu um aö Reykjavfkurborg ein- beitti sér, aö byggingu langlegu- deildar Borgarspitalans á næstu tveimur árum, en rikiö á aö kosta 85% byggingarinnar. „35 miljaröa niöurskuröur Sjálfstæðisflokksins mun vafa- laustbitnaá heilbrigðiskerfinu og 8 miljaröa niöurskurður krata reyndar lika,” sagði Kristján ennfremur. „Það vantar þvi ekk- ert I þessa tillögu annaö en að borgarstjórn Reykjavikur vari borgarbúa viö aö kjósa þessa flokkaef þettamálá aökomasti höfn! ” Hundruöir aldraöra biða eftir legurými i borginni og er ástæða til að taka undir orð Kristjáns og borgarfulltrúa Alþýðubandalags- ins I gær, en þeir tóku i sama streng. Tillagan um bygginguna var samþykkt með öllum greidd- um atkvæðum. -AI Framboösfundur skal það vera 1 Grundarfiröi er fólk óánægt meö aö ekki skuli ætlunin aö halda þar almennan framboösfund flokkanna fyrir þessar kosn- ingar eins og gert var til margra ára. Nú eru haldnir fundir I Ólafsvik, Hellissandi og Stykkishólmi á vegum flokkanna en Grundarfiröi sleppt. Alþýðubandalagið i Grundarfiröi hefur til þess að bæta úr þessu auglýst fund með frambjóðendum Alþýöubandalagsins í kjördæminu á laugardag kl. 17 i samkomuhúsinu. Jafnframt hefur Alþýðubandalagið i Grundarfirði skrifaö umboðsmönnum lista annarra stjórnmálaflokka á staðnum og boðið þeim að senda fulltrúa sina eða frambjóðendur á fundinn, svo að Grund- firðingar missi ekki af almennum framboðsfundi fyrir þessar kosningar. lngi Hans. Fjórir Fokkerar frá Kóreu Undirritaöir voru i fyrradag samningar milli Korean Airlines og Flugleiða hf. um kaup Flugleiða á fjórum Fokker Friendskip skrúfuþotum. Samningurinn var undirritaöur i Seoul, en þar hafa aö undanförnu fariö fram samningaviöræöur vegna kaup- anna. Hér er um að ræða þrjár F-27-200 flugvélar og eina F-27-500. Þær fyrrnefndu taka 48 farþega i sæti, en sú siðasttalda 56 farþega. Eins og sagt hefor verið frá i Þjóðviljanum er fyrirhugað að. selja tvær af eldri F-27 flugvélum Flugleiða hf., en aö ein F-27- 200og ein F-27-500 bætist I flota flélagsins i þeirra stað. Flugvélarnar verða afhentar Flugleiðum i Seoul i janúarbyrj- un. landslagsarkitekt, Jón ólafsson innanhúsarkitekt og Gestur Ólafsson arkitekt. (Ljósm.:Jón). ! Ráðstefna um umhverfi barna opin öllum á laugardag A laugardaginn veröur haldin á Hótel Borg ráöstefna á vegum I* Arkitektafélags tslands, Félags húsgagna- og innanhússarki- • tekta og Félags landslagsarkitekta um umhverfi barna. A blaöa- mannafundi i gær lögöu arkitektarnir mikla áherslu á aö ráö- stefnan væri opin öllum og mikill fengur væri I aö fá aö heyra sem flest sjónarmiö alls almennings. Ráðstefna veröur sett kl. 10 að morgni og talar þá Magnús H. Magnússon ráðherra um áhrif opinberra aðila á gerö umhverfis fyrir börn. Aðrir fyrirlestrar verða þessir: Arni Ragnarsson arkitekt talar um börn og skipulag, Auður Sveinsdóttir lands- lagsarkitekt um útivist barna, Sævar Guöbergsson félagsráð- gjafi um áhrif foreldra og opinberra aöila á mótun umhverfis 1 barna, Kristin Guðmundsdóttir innanhússarkitekt um börn og hibýli, Guðmundur 0. Eggertsson húsgagnaframleiðandi um stöðu húsgagnaframleiðslu fyrir börn og Björg Einarsdóttir for- maöur ráögjafarnefndar jafnréttisráös um umhverfi barna i jafnréttisþjóðfélagi. Allir þessir fyrirlestrar verða örstuttir en eftir hádegi starfa umræðuhópar. —GFr. 40 árekstrar á 12 tímum 1 gær urðu 40 árekstrar i Reykjavik á aðeins 12 klukkustundum, enda færi mjög þungt og vont eftir naer stanslausa slyddu og snjókomu allan daginn. Engin alvarleg slys urðu á fólki i þessum árekstrum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.