Þjóðviljinn - 16.11.1979, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.11.1979, Blaðsíða 5
Föstudagur 16. nóvember 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Kim Philby I Moskvu Breskur aöalsmaöur og list- frœöingur játar njósnir fyrir Sovét London (Reuter) Sir Anthony Blunt, listráðgjafi Elisabetar drottningar og einn af færustu háskólamönnum við Cambirdge háskólannp viður- kenndiy að hann hefði verið njósnari fyrir Sovétrikin fyrir heimsstyrjöldina síðari, á meðan á henni stóð, og eftir hana — sagði Margrét Thatcher i breska þing- inu i gær. A sama tima og Margrét forsætisráðherra gaf yfirlýsingu sina, svipti Elisabet listfræðing- inn lávarðstigninni, svo að nú heitir hann Anthony Blunt. Sagnfræðingurinn Andrew Boyle hafði i nýlegri bók sinni „Climate of Treason” m.a. sagt frá titluðum Englendingi sem hefði með njósnir að gera. Þar eð sagnfræðingurinn nefndi engin nöfn, veltu margir vöngum yfir við hvern væri átt. Þetta sagði Margrét forsætisráðherra ástæðu þess, að hún ljóstraði upp nafninu i þinginu. Anthony Blunt játaöi á sig njósnir árið 1964, og kvaðst hafa verið sá dularfulli háskólamaður sem fékk gáfaða unga háskóla- menn til að gerast njósnarar fyrir Sovétrikin á fjórða áratugum. Meðal þeirra voru hinir þekktu Kim Philby, Guy Burgess og Donald MacLean, sem allir flúöu til Sovétrikjanna. Akveðiö var að höfða ekki mál gegn Blunt, ef hann skýrði frá málavöxtum árið 1964. Enda voru engar sannanir til gegn honum, nema sú játning sem hann svo gerði. 1 fyrradag fór Blunt frá Eng- landi, og er ekki vitað hvert för- inni var heitið. Húsvörðurinn,þar sem hann býr, sagði að hann hefði farið i fri til ítaliu. DANSKIR BYGGINGARIÐNAÐARMENN Epoxy veldur krabbameini Kaupmannahöfn (Information) 90.000 verkamönnum I danska Alþýðusambandinu erhætta bú- in frá hinu skaðlega epoxy-efni, og 40.000 þeirra er hætt við krabbameini, vegna þess hve mikið þeir umgangast þetta efni, segir i bréfi sem Samband byggingariðnaðarmanna i Dan- mörku sendi nýlega til danska atvinnumálaráðherrans, Svend Auken. Rannsókn bandariskra vls- indamanna hefur sannað að epoxy-efniö veldur krabbameini I dýrum. Grunur hafði leikið á aö þetta efni valdi krabbameini, þegar i ljós kom i svonefndu Ames-Bakteriuprófi, að efnið veldur breytingu á erfðaeigin- leikum tiltekinna bakteria. Læknir danska Vinnueftirlits- ins, Ole Sv.ane, hafði þó látið i ljós efasemdir og sagt að gera þyrfti tilraunir með áhrif epoxy á dýr, 'áður en hægt væri aö segja til um skaösemi epoxy-efnisins. Niðurstööur sllkra tilrauna liggja nú fyrir. Samband danskra byggingar- iðnaöarmanna visar Ibréfinu til atvinnumálaráðherrans til reynslunnar I Sviþjóð, sem hef- ur sýnt að ógerningur er að framfylgja öryggiseftirliti vegna epoxy-efna. Rannsóknir i Svíþjóð hafa sýnt að umgengni við þessi efni er hættuleg á 90 prtísentum vinnustaða. „Við viljum ekki vera til- raunadýrfyrir atvinnurekendur sem einungis stefna að grtíða, eða til að ná óvissum skyndi- sparnaði i framleiðslukostn- aði”, segir i bréfi byggingariðn- aðarmanna. Og danski atvinnu- ■ malaráöherrann er spuröur: ■ „Þarftu mannslik sem sönnun- argögn i epoxy-málinu? Ef svo er, hve mörg?” Bréf Sambands byggingar- iðnaðarmanna lýkur með tísk um að Vinnueftirlitiö breyti af- stööu sinni og leggist gegn notk- un epoxy-málningar I Lyn- ette-hreinsunarstöðinni, sem sagt var frá i Þjóðviljanum i gær, og aö stefnt verði aö al- gjöru banni við notkun epoxy-efna i Danmörku. SVIÞJOÐ: Fjölmargir atvinnubílstjórar hætta störfum um fertugt Starfinu fylgja streita, atvinnusjúkdómar og þreytandi vinnutími Margir bílstjórar hætta í þeirri atvinnugrein áður en þeir komast á eftirlauna- aldur, segir í niðurstöðum rannsóknar á vegum Sam- bands f lutningaverka- manna í Svíþjóð. Meiri- hluti vörubílstjóra hættir störfum á fertugsaldri# og þeir sem starfa við akstur milli landa hætta enn fyrr. Veigamikil ástæða er hinn óreglulegi vinnutími, ásamt nætur- og helgi- dagavinnu Rannáóknin heitir „Lifnaðar- og atvinnuaðstæður atvinnu- bilstjóra” og var framkvæmd sumarið 1978 meðal atvinnubil- stjóra á Skáni og i Halland- héraði. Flestir sænskir atvinnubil- stjórar eru samkvæmt þessari könnun giftir og eiga eitt eða tvö börn. Að tiltölu hafa fleiri leigu- bilstjórar lokið grunnskóla- eða menntaskólaprófi en allir strætis- vagna- og vörubilstjórar til samans. Nettótekjur vöru- bilstjóra i innanlandsflutningum eru849krónur (59.000 isl. krónur) á viku, en nettótekjur strætis- vagnabilstjóra 641 sænsk króna. Leigubila- og vörubilstjórar vinna miklu meiri yfirvinnu en strætisvagnabilstjórar. Auk þess vinna leigubilstjórar og vörubil- stjórar i millirikjaflutningum oft um helgar. Atvinnubilstjórarnir töldu það jákvæðasta við vinnu sina vera sjálfstæði, hreyfanleika og marg- breytileika. Það neikvæðasta fannst þeim hinn óreglulegi vinnutimi, og vildi meirihlutinn að vinnutima yrði breytt til batnaðar. Yfir 70 prósent maka eða sam- býlisfólks atvinnubilstjóranna töldu þetta ágæta atvinnugrein, en sami fjöldi hafði áhyggjur af neikvæðum þáttum hennar, svo sem streitu, mengun, umferðar- þunga, matarvenjum og maga- sjúkdómum. Einnig fannst þeim að yfirvinna og helgarvinna tak- mörkuðu mjög möguleika á sam- gangi þeirra við fjölskylduna. Helstu atvinnusjúkdómar eru ýmis konar bakveiki, eink- um meöal vöru- og strætisvagna- bilstjóra. Strætisvagnabilstjórar og mjög margir leigubilstjórar kvörtuðu yfir höfuðverkjum en þeir hafa einmitt mest að gera þegar umferðarþunginn er mest- ur. Fjöldinn er mismunandi eftir starfsstéttum, en 30 til 50 prósent atvinnubilstjóranna sögðust hafa þurft að nota verkjatöflur á undanförnu ári. „Þessum heislufarsvanda tengist annar, sem jafnframt ógnar umferðaröryggi, en það er notkun alkóhols sem róandi lyfs. Um 5 prósent allra strætisvagna- og leigubilstjóra nota alkóhól til að róa taugarnar, en alls 13,4 prósent vörubilstjóra nota það” segir i rannsðknarniðurstöðun- um. Alls töldu 35 prósent allra at- vinnubilstjóra sig hafa orðið veika af orsökum vinnunnar á undanförnu ári. Flestir vörubílstjórar hætta þvi starfi á fertugsaldri, og fá sér vinnu við lagerstörf eða læra ein- hverja iðngreinu segir i niðurstöð- um rannsóknarinnar á lifnaðar- og atvinnuaöstæðum sænskra at- vinnubilstjóra. Umdeildur ísraelskur hershöfdingi rekinn ísraelskur hershöfðingi, sem átti þátt i brottrekstri arabisks borgarstjóra á hertekna svæðinu á vesturbakka Jórdan, var leyst- ur frá embætti i gær. Dany Matt hershöfðingi hafði yfirheyrt arabiska borgarstjór- ann Bassam al-Shaka m.a. um af- stöðu hans til dráps palestinskra skæruliða á 34 Israelum á siöasta ári.Lét hershöfðinginn það leka til fjölmiðla I tsrael, að Shaka hefði lýst ánægju með morðin. Shaka var þegar I staö sviptur völdum á hernámssvæöinu, og hnepptur i fangelsi. Allir borgar- stjórar á hernámssvæðinu sögðu þá af sér, og kváðu þetta aðferð tsraela til að losna við þá leiðtoga Vesturbakkans sem hlýða þeim ekki. Shaka hafði átt þátt I að höfða mál gegn tsraelum fyrir að stofna nýtt byggðarlag á hinum hernumda Vesturbakka, málið vannst fyrir hæstarétti tsrael, og urðu israelsk yfirvöld að hætta við þessi áform. Siðar kom i ljós að við yfir- heyrsluna hafði hershöfðinginn þráspurt Shaka um afstöðu hans til drápsins á mönnunum 34, en borgarstjórinn alltaf svarað, að slik dráp hlytu að eiga sér stað á meðan Israel héldi fast við her- nám arabiskra landsvæða. Kortsnoj biður syni griða Strasbourg (Reuter) Kortsnoj skákmaðurinn Irækni, fór I gær þess á leit við Evrópu- þingið (Efnahagsbandalagið) að það aðstoðaði hann við að fá son sinn Igor leystan úr haldi og að syninum yrði veitt ferðaleyfi. Sósialistinn Barbara Castle kvaðst mundu leggja fram tillögu um sameiginlega yfirlýsingu allra fulltrúa sósíalista i Evrópu- þinginu. Igor Kortsnoj var hand- tekinn nýlega fyrir að neita að gegna herþjónustu I Sovét- rikjunum. Kaupgardur .ucL,s» Höfum lokad verslun okkar aö Smiðjuvegi 9. Opnum í dag matvoruverslun í nýju og giæsilegu verslunarhúsnæöi v/ Engihjalla i Kópavogi. Bifreiðastæði eru norðan við húsið.— Ekið frá Nýbýlavegi norðan bensínstöðvar ESSO. Nú sem fyrr leggjum við áherslu á lágt vöruverð og góða þjónustu. GJORID SVO VEL OG REYNIÐ VIÐSKIPTIN. MUNIÐ að KAUPGARÐSVERÐ er KJARABÓT Kaupgarður tl ... .. . J — f leioinm heim h/f v/Engihjalla

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.