Þjóðviljinn - 16.11.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.11.1979, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. nóvember 1979 MOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Otgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Frnmkvcmdattjóri: Eiöur Bergmann Rltatjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttaatjóri: Vilborg HarBardóttir Umtjónarmaóur Sunnudagsblaóa: Ingólfur Margeirsson. Hekstrarstjóri: Ulfar Þormóösson Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéftinsson Afgreióslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: AlfheiÖur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, GuÖjón FriÖriks* son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Jón Asgeir Sigurösson Iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Jón Ólafsson Utlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar GuBbjörnsson Handilta- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigriöur Hanna Sigurbjömsdóttir, Þorgeir ólafsson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir. Afgreiösla: Einar Guöjónsson, Guömundur Steinsson, Kristín Péturs- dóttir. Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. (Jtkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6, Reykjavfk.simi 8 13 33. Prentun: BlaÖaprent hf. Slepptu öllu lausu • Morgunblaðið hefur gert mikið úr því að verðbólgu- hraðinn sé nú kominn í 81%. útreikningsaðferðin er áróðursbragð og felst í því að framiengja síðasta vísi- töluútreikning yfir f ókomna tíð. Það skiptir þó ekki mestu heldur hitt að það eru Sjálfstæðisf lokkurinn og Alþýðuf lokkurinn sem bera ábyrgð á vetrar- kosningunum og hafa sleppt verðbólgunni lausri með því að búa til stjórnleysistímabil. Verðbólguaðgerðir voru til umræðu í f ráfarandi ríkisstjórn og f ullur vilji til þess að taka í taumana þótt deilt væri um leiðir. Sjálfstæðis- flokkurinn brást því hefðbundna ábyrgðarhlutverki, sem hann hefur viljað gegna í íslenskum stjórnmálum, þegar hann neitaði að taka að sér stjórn landsins, er Al- þýðuf lokkurinn hl jópst úr ríkisstjórn. I stað þess krafðist hann kosninga og styður valdalausa dúkkustjórn fram yfir kosningar, sem ekkert getur eða má aðhafast gegn verðbólgunni. • En nú á að nota sér hið háa verðbólgustig sem Sjálf- stæðisflokkurinn ber ábyrgð á, til þess að koma fram leiftursókn gegn lífskjörum alþýðunnar í landinu. Það er rétt sem Guðmundur J. Guðmundsson segir í viðtali við Þjóðviljann í dag að „öll óhæfuverk gagnvart almenn- ingi eru framin undir yfirskini verðbólguhættunnar". Var það ef til vill i samstarfssamningi íhalds og krata eftir stjórnarrof ið að verðbólgunni skyldi sleppt lausri til þess að þessi stjórnmálaöfI ættu auðveldari leik eftir kosningar að koma fram óhæfuverkum sínum? Ruddu brautina • Margir hafa spurt hversvegna Sjálfstæðisf lokkurinn einmitt nú telur lag til þess að koma f ram leiftursóknar- stefnu sinni og breyta efnahagskerfinu með hag brask- ara og gróðahyggju i huga. Svarið við þeirri spurningu er einfalt. Hægrisveifla Framsóknarflokksins og Alþýðu- flokksins síðustu árin hefur fært forystu Sjálfstæðis- f lokksins heim sanninn um að nú sé grundvöllur til þess að koma fram rakinni hægri stefnu á Islandi. • Sannleikurinn er sá að útkoman í síðustu kosningum var dulin hægri sveifla. Alþýðubandalagið vann það til aðfara í ríkisstjórn til þess að bægja ihaldshrollvekjunni frá. Á fyrstu sex mánuðum stjórnarsamstarfsins tókst að berja í gegn,fyrir forgöngu Alþýðubandalagsins og samtaka launafólkS/VÍnstri stefnu í ef nahagsmálum sem jafnaði lífskjör og lagði álögur á efna- og eignafólk og fyrirtæki. Þegar trúlofunarlög Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks náðu fram að ganga, svokölluð Ólafslög, urðu þáttaskil og fyrirstaðan brást. • Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hafa siglt svo nærri hægri leiðum Sjálfstæðisf lokksins að þar skilur nánast ekki í milli. Hversvegna skyldi Sjálfstæðis- flokkurinn þá ekki álykta að þeir sem aðhyllast hægri stefnu geti allt eins safnast um einn flokk í stað þess að kjósa yfir sig íhald í þremur flokkum? • Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur og Sjálfstæðis- flokkur eru sammála um stórniðurskurð á útgjöldum rikisins til velferðarmála, millifærslu og f járfestingar. Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur og Sjálfstæðis- flokkur eru sammála um lækkun niðurgreiðslna á búvöru og meðfylgjandi hækkun verðlags á lífs- nauðsynjum. Sjálfstæðisflokkur, Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur eru sammála um afnám vísitölu- tryggingar launa. Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisf lokkur eru sammála um nauðsyn eriendr- ar stóriðju og aukið veldi erlends f jármagns í íslensku atvinnulífi. Sjálfstæðisf lokkur, Alþýðuf lokkur og Fram- sóknarf lokkur eru sammála um hávaxtastef nu. Þá eru Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur og Sjálfstæðis- f lokkur sammála um aðtekin verði upp frjáls verslunar- álagning með hækkandi vöruverði. • Hér hafa aðeins verið rakin nokkur dæmi um mál- efnasamstöðu þessara þriggja flokka. Með hægri stefnu sinni og áróðri sínum fyrir henni hafa Framsóknar- flokkur og Alþýðuflokkur rutt brautina fyrir leiftur- sóknarstefnu Sjálfstæðisflokksins. Og hver getur treyst því að Framsóknarf lokkurinn feti ekki í fótspor íhalds- ins eftir kosningar? Það er hinsvegar haf ið yfir allan efa að Alþýðuflokkurinn mun gera það ef hann fær. —ekh klippt- Þjóðnýtt áhœtta Friörik Sophusson, komst aö sögn Morgunblaösins í lifsháska á fundi f Hamrahliöarskóla, þegar Ólafur Ragnar benti á hann sem hugsanlegt skotmark syltingarsinnum. Friörik lætur sér samt hvergi bregöa viö svoddan uppákomur og heldur ótrauöur áfram skrifum sinum um nauösyn þess aö selja rikis- fyrirtæki. Ein slik ritsmiö leit dagsljósiö i fyrradag i Morgun- blaöinu. Friörik telur þar upp fjöl- margt sem hann telur mæla meö slikri sölu. Eitt er þaö þó sem sérstök ástæöa er til aö vekja athygli á: Friörik og flokkur hans vilja selja hlut rikisins i fyrirtækjum en samt ekki til aö hætta rikisrekstri — heldur veröi „söluandviröi þeirra notaö til aö koma á fót nýjum atvinnufyrirtækjum”. Meö þessu segir Friörik, er hægt aö koma þvi svo fyrir, aö: 5.„Ny, áhættusöm atvinnu- fyrirtæki hafa meiri mögu- leika á aö yfirvinna byrjunar- öröugleika meö timabundinni aöstoö rikisvaldsins.” j Eilífðarvélin Þetta er i rauninni merkileg og lofeverö hreinskilni. Rikiö á ■ aö ýta fyrirtækjum Ur vör út á ■ samkeppninnar ólgusjó og taka þar meö á sig áhættuna af sliku tiltæki. Ef aö vel til tekst, þá er 1 óhætt aö selja hlut rikisins, til þess aö fullnægt sé þeirri stefnu I Sjálfstæöismanna aö gróöinn sé ■ i einkarekstri. En ef tiltækiö | misheppnast, þá er auövitaö ■ ljóst, aö rikiö mun áfram fá aö bera skaöann (kannski I nafni atvinnutryggingar eöa annarra Íalmanna heilla) samkvæmt þeirri formúlu, sem einnig er i reynd yndi og eftirlæti Friöriks ■ Sophussonar og hans lika: aö | töpin skulu þjóönýtt. ■ Þetta er hin yndislegasta ■ eiliföarvél sem hugsast getur. J Einkafyrirtækin eru byggö upp ■ meö fyrirgreiöslum rlkisins. Ef eitthvaö mistekst ber rikiö JJ skakkaföllin — sem veröa aö | sinu leyti prýöileg röksemd ■ fyrir þvi, aö rikisrekstur hvers- ■ konar hljóti aö vera slæmur! 1 1 Friórik Sophugson: ' " ' ' " Sala ríkisfyrirtækjanna — liður í atvinnuþróun framtíí art M iJaniiitw aprri' M S»lrt»rTrrfc»«».»,ur nkiaiaa. Yn » SjAlf a» f>4r*u«a nkmu. mb » ana itnlMW, nkiau SnMlnrrk rUlM*n4i>n)«M. IIM >w WaU . linnMjMaa Mutju*. S«V>Mkl •« GrMÍéW UlM«wr«ar — U4 Wa */ •«.»■«<.» Wrfi art MW*|i.ru, u> tfUt iu(i, M irrMi m kar lil nlliéarw^. h-JT. - mun fVMéaaaa T Trkllrri lyrtx ilamlii Af kmji kfl fyrlrtvAi? tik•* * ki.t > fj»i»»nri» kiyu f***n* Mu mk lanuka jkrm VlMéifUM** kf. LbI>*|U1 k f. KrMi ruu kf. Uafo kf. FjArmaxa lyrir (r«aitk&aral«iaaa tftaa tHkaafjrlrUUiu kf. (Mmmél kf. RaTka k/f Oraar k f. I iImii fc» aalraUl aUrtéku kf. SkaliacrtB fcf\ Blikkaiakiaa k f. Yokmrtkjuaa k f .1 WtwMjauu kf m Ikaakar I kaak»a» k f Sp>Tj» aia Af k*»rj</ » frravr ak taada fjénaac* rtkn 1 ia» i |mua f,nrtrr*jua. rm' •ukmjiia aAruai' Saau ra»J ro*r ua fcau n»npiri)nr lm*>. »m rtkik » oJkiá ok Atk|«liy.vTi n at nkií fc*fm ••n nWu rac*'»Tt |t»— frrtnakjMm ÞMI þak ngi ,afe*m fuiltrua I Mjor» uianr* þ»irr» Þa» n rAI»r«t h.y|.*r» rikiunt a» MlU a» niiutn aii.nau hróua Slikl frri.t f»r»l •* fr»rt»«I atr» |x t if rik.i. •■.).» akap. f»nr lakjaaum r»k»lr»-M.I,r*i. •a Ikli af hk^a<jolkur»tWnu uaai Mak «6iu » nki«f«r»M»k.unum og hiylabrafuta nk.uni hlui»frl.« fau f>ari IjI a» fla yad> f,nrta*ji U» kr-i p< hlulal.rrf —r* » »iA»n rftll ra ,n~ét .arté »r »»ta a» li at »r*» m.aau | ■» k• lal .fJt —* i.nakuM.aa. IrtlilUy | krkakjaa m*é ■>>■ '.nnati.a ><••»» •»>• P. Pýramíðinn mikli í kosningahrinunni veröa annars Utundan ýmisleg undar- leg tiöindi i menningarllfinu. Eitt er, aö nú er búiö aö gefa út á nýjan leik spádómsrit Adams Rutherfords, sem heitir Hin mikla arfieifö íslands, Ruther- ford trúöi á þá visku, sem lesa mátti út úr Keópspýra- miöanum, einnig var hann i hópi þeirra manna, sem geta lesið hvaö sem þeim sýnist út úr Bibliunni. Rutherford geröi nú margt i senn. Hann fann mikla örlaga- linu i pýramiöanum mikla sem benti til tslands, hann tengdi svo MYND III ÍSLANDS-ÁSINN V: V ■( 3 \ f 3 % Æ 1 ■z. KIDlm MITL þessa hornafræöi viö Jesaja spámann og Davfössálma og ýmislega Utreikninga. Út úr þessukom, aö Islendingar væru bornir til mikils hlutverks. Þeir væru hin týnda ættkvisl Benja- mins, sem i fyllingu timans mundu taka forystu fyrir öörum þjóöum. Þessi upphefð átti aö byrja um 1941 eöa þar um bil, þvi þá væri þvi timabili lokiö sem Benjaminitar áttu aö vera I ánauö. Rutherfordkom til tslands og las erindi um boöskap sinn i Rlkisútvarpiö. Þaö er aö s^ja: hann flutti inngnagsorö si'n á ensku, en siöan tók Bjarni Jónsson vigslubiskup viö og las erindiöá islensku. Þar stóö m.a. „Eins og Benjamln hins forna tima var fyrirrennari og ljós- beri nútlmans, svo er og Benja- mln þessa tima, ísland, fyrir- rennari og ljósberi hins til- komanda friöarrikis, hins dásamlega tima, sem allir helg- ir spámenn hafa boöaö alt frá upphafi veraldar. tsland, litli Benjamln þjóöanna, háleitur er heiöur þins hlutskiftis! ” Þvl miður er þaö nú svo, aö tslendingar hafa ekki gert sig liklega til aö gerast sérstakir ljósberar öörum þjóöum hvorki 1941 eöa siöar. Þaö væri þá helst, aö Framsóknarflokkurinn reyndi af besta mætti aö halda einhverju sliku á lofti meö slnum prýöilegu útleggingum á þeim dásemdum sem Aratugur Framsóknar hefur haft I för meö sér. —AB ____.og skoriö Leiðrétting í grein Péturs Gunnarssonar, „Frelsi með hættu"/í Þjóðviljanum í gær, féllu niður línur, þannig að merking brenglaðist. Um leið og beðist er velvirðingar á mistökunum birtum við upphafskafla greinarinnar aftur eins og hann er réttur: Þaö var á dögum ameriska Vietnamsstríösins. Ég var staddur i k vikmy ndahúsi i bláókunnu landi. Fyrirvaralaust dettur landkynningarmynd um lsland á tjaldið. Þar vakti hrifn- ingu lax að stökkva fossa, safn aö koma af fjalli, börn i sund- | laugum, bátur á íslandsmiöum. Skyndiiega flækist amerlsk her- þyrla inn á sviðið og byrjar að hífa upp úr bátnum sjómann sem allir gátu séö að var við hesta- heilsu, en þulur úrskurðaði lærbrotinn. 1 því sambandi var r A röngum 1 gær birtist hér i blaðinu lesendabréf undir fyrirsögninni „Er þetta lika hægt, kratar”. Tveir lesendur blaðsins hafa haft samband við blaðiö út af bréfi þessu. Segja þeir, að sú frétt i Dagblaðinu sem sögð er tilefni þessa bréfs sé alröng. Þar er sagt, að fyrrverandi stjórnandi þess getið að Island væri stofn- aðili að Nató og hefði ameriskan her. Reis þá salurinn upp til mótmæla og vildi ekki einu sinni sjá lunda snúinn úr hálsliönum I Vestmannaeyjum. Það hljómar fáránlega, en islendingar virðast vera eina fólkiö sem veit ekki, eða lætur sem þeir viti ekki, eða vilji ekki vita,að það er ameriskur her á Islandi. forsendum fyrirtækis sem gjaldþrota varð sé orðinn „f jármálastjóri” hjá Tryggingastofnun ríkisins. Hið sanna sé að umræddur maður beri alls ekki neitt sllkt starfs- heiti, heldur sé hann lausráðinn tii ákveðinna skrifstofustarfa. Þá var þvi og andmælt að tónninn i skrifi þessu væri hinn sviviröulegasti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.