Þjóðviljinn - 02.12.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 02.12.1979, Blaðsíða 7
Sunnudagur 2. desember 1878 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Umsjón: Olga Guðrún ■ ■ Inná klósett að gráta Kringum eldhús- borðið sitja nú auk blaðamanns þeir Eyj- ólfur Kristjánsson, 15 ára, bróðir hans Örn- ólfur 17 ára, og tveir jafnaldrar þess siðar- nefnda, Friðrik og Sig- trygguj”. Við höldum áfram þar sem frá var horfið i umræðum um skólann. Allir strák- arnir eru við nám i Menntaskólanum við Hamrahlíð nema Sig- trylggur, sem er nemandi i Menntaskóla Kópavogs. Friðrik er nýbúinn að lýsa yfir þeirri skoðun sinni að skólinn sé andlega niðurdrepandi. Allir sammála. örnólfur: — Uppbygging skóla- kerfisins er gerö á alröngum forsendum, þaö gengur allt út á mötun og itroöslu. Litiö sem ekkert lagt upp Ur sjálfstæöri hugsun, og útkoman er alveg eftir þvi. Maöur veröur sljór, heilinn hættir aö starfa nema á afmörkuöum sviöum. Frikki: — Ég hef t.d. tekiö eftir þvi aö minar lestrarvenjur breytast stórlega þegar ég byrja i skólanum á haustin. Á sumrin hef ég getaö komist yfir aö lesa töluvert af þvi sem kallaö er „betri bókmenntir” þó aö ég hafi veriö i fullri vinnu og dauöþreyttur á kvöldin. En svo um leiö og skólinn er byrjaður leggst maður i reyfarana og nennir ekki aö lita i almennilega bók. örnólfur: — Þaö er sama sagan hjá mér. Blm.: — Nú viröast æði margir vera sammála um aö skólakerfiö einsog þaö er I dag sé byggt á misskilningi, eöa aö þar sé jafnvel meövitaö veriö aö fletja fólk út og gera þaö að viljalausum verkfærum, svo aö rikjandi öfl i þjóöfélaginu geti áfram setiö aö völdum. Eyvi: Já, en þó eru furöan- lega margir sem sjá ekki I gegnum svindliö! örnólfur: — Þaö eru þeir sem alltaf eru tilbúnir aö æpa: „Kennarinn er meö áróöur!” um leiö ogeinhver kennari gerir tilraun til að koma af staö um- ræðum I timum. Svoleiöis fólk misskilur bara hugtakiö „áróöur”. Þaö er oröiö svo vant gömlu áróöurstuggunni aö ef fariö er Ut fyrir hana og gefinn kostur á frjálsum skoöana- ;kq>tum veröurþaö snarringlaö ogkallar álög og reglu. Þetta er aö visu misjafnt, sennilega er þetta fólk I minnihluta, en þaö gerir sitt til aö viöhalda vit- leysunni. Það er nefnilega spurni'ng hvaö kennararnir nenna að hvetja fólk ef þeir fá endalaust svona undirtektir. Gefast þeir ekki bara upp og snúa sér aö itroöslunni uppá gamla móöinn? Annars flokks borgarar örnólfur: Þaö er I raun og veru bölvuð synd aö Unglingar skuli ekki gripa hvert tækifæri sem gefst til aö skiptast á skoöunum. Okkur veitti ekki af að þekkjast betur. Viö kynnumst á svo yfirboröslegu plani, hittumst I skólanum, spjöllum um allt og ekkert, skemmtum okkur saman, dönsum saman, en eigum ekki neinar alvarlegri upplifanir sameiginlegar. Engin dagleg vandamál sem snerta okkur til- finningalega. Blm.: — Þaö er kannski aö hluta til þess vegna sem þiö náiö ekki meiri samstööu? örnólfur: — Sem okkur sannarlega veitti ekkert af aö hafa. Únglingar eru annars flokks borgarar. Þaö er hrein tilviljun. sem ræður þvi hversu stóran skammt af mannrétt- indum þeir hljóta. Þjóöfélagið setur þeim næstum eingöngu bann-reglur, ekki „þú- átt- rétt- á” reglur. Frikki: Viö búum undir her- lögum. Sérstaklega yngri krakkar, þeir mega bókstaflega ekkert. Eyvi: — Þaö er dálitiö undar- leg mótsögn i hegöunarreglum fúllorðinna og unglinga. Ung- lingum er harðbannaö að gera allt það sem fullorðnir stunda sér til skemmtunar. Drdcka, reykja, sofa hjá... fulloröna fólkinu þykir þetta ofsalega gamanogunglingarnirvita þaö, en þegar þeir ætla sjálfir aö fara aöprófa erþetta allt i einu oröin stórsynd. Siggi: — Þeir sem sömdu lögin hafa sennilega ekki byrjaö aö drekka fyrr en þeir voru orönir tvitugir og ekki fattaö aö tippiö væri til annars en aö pissa meö þvi fyrr en löngu seinna. Frikki: — Þeir sem sömdu lögin voru góötemplarar. Þó góötemplarar séu fámennir eru þeir mjög atkvæöamiklir I þessu lándi. Eyvi: — Þaö fer öll niöur- bælda kynorkan i þetta hjá þeim. Unglingarnir verða einsog þeir fullorðnu Blm.: NU er mér kunnugt um að viöast hvar geta unglíngar ekki komiö með vini sina heim án þess að vera undir eftirliti foreldranna, þó aö foreldrarnir hins vegar spyrji unglingana aldra leyfis þegar þeir bjóöa sinum vinum heim. Þaö eru sem sagt ekki allir jafnréttháir á heimilunum. Hvaöa áhrif hefur þetta á samskipti foreldranna og krakkanna? Eyvi: — Þegar unglingarnir finna þetta misrétti skapast viss andúö á foreldrunum, þaö reröur barátta fyrir tilveru- réttinum, og um leið eru for- eldrarnir orönir nokkurs konar óvinir. Þá er búiö aö rjúfa sam- bandiö aö miklu leyti. örnólfur: — Verst þykir mér að eftir langa langa langa baráttuskuliunglingarnir alltaf enda meö þvi að samlagast hinum fullorönu... Siggi: — Um leið og þeir eru sjálfir komnir I fulloröinna manna tölu veröa þeir alveg einsog pabbi og mamma voru, og steingleyma þvi hvernig þaö var aö vera unglingur. örnólfur: — Og segja það sama viö sin börn þegar þar aö kemur: Haltu kjafti, hlýddu og vertu góöur, heiöra skaltu föður þinn og móöur. Eyvi: — Sagan endurtekur sig þrátt fyrir öil fögru fyrirheitin. Frikki: — Ja, hlýtur þetta ekki aö veröa svona? Viö lika? (Ofboösiegt rifrildi upphefst, svo húsiö leikur á reiöiskjáifi) örnólfur: — Sumir eru siungir, Friðrik! Og svo eru aðrir sem yngjast meö aldrinum. Littu bara á mömmu! Eyvi: — Já, þaö mættu margir öfunda okkur af henni. örnólfur: Eiginlega erum viö forréttindafólk, viö Eyvi, viö erum tæplega dómbærir á sam- skiptavandamálið, viö höfum svo li'tiö kynnst þvi af eigin raun. Við erum ekki meðhöndl- abir einsog skynlausar verur, þaö er tekið tillit til okkar jafnt og annarra. Ég get komiö heim meðstelpu og hún sofiö hjá mér, 3g næsta morgun getum við setiö i' eldhúsinu, drukkið kaffi og spjallaö viö mömmu i' mestu makindum. Þetta er áreiðan- lega ekki hægt nema á fáum neimilum. Siggi: — Flestar mömmur myndu allavega senda stelpunni morðaugnaráö. Manneskjur eða steingervingar? Eyvi: — Ég gæti trúaö aö það hafi haft sitt aö segja aö mamma hefur aldrei leynt okkur sinum eigin tilfinnlngum, við höfum fengið að vita hvers ^egna hún er glöð og hvers vegna hún er óhress. Nú urðum viö vitni að þvi þegar pabbi og mamma skildu fyrir talsvert mörgum árum, og það var auðvitað ferlega erfitt, maöur botnaöi ekki alltaf I þvi hvaö var á seyði, vissi ekki hversu alvar- leg vandamál voru á ferðinni, en þó var yfirleitt reynt aö út- skýra fyrir okkur. Við búum að þvi núna aö hafa ekki verið lok- aðir úti frá atburöunum. örnótfur: — Það er miklu betraað vita hina raunverulegu ástæðu fyrir liðan fólks, þá skilur maöur þaö betur og gerir sér grein fyrir þvi aö foreldr- arnir eru manneskjur meö til- Eruð þið sofandi eða hvað? Nú er libinn nákvæmlega einn mánuöur frá þvl fyrsta unglingasiöan birtist hér i Þjóöviljanum. Ég tók þaö fram strax I upphafi aö þaö væri algjörlega á ykkar valdi hvaö um þessa siöu yröi i framtiöinhi. Þiö gætuö skrifaö á hana næstum hvaö sem væri, og þyrftuö ekki einu sinni aö setja nafniö ykkar undir fremur en þiö vilduö. Hvaö gerist svo? EKKERT. Nákvæmlega ekki neitt. Ekki eitt einasta bréf hefur borist þessari siöu hingaö til. Hafiö þiö þá ekkert aö segja? Þaö er nefnilega ekki meiningin aö ég sitji og pæli i þvi i minu horni hvaö þiö gætuö hugsanlega kært ykkur um aö lesa, og framreiöi þaö svo uppá mitt eindæmi án þess aö hafa minnstu hugmynd um ykkar viöbrögö. Ég skora á ykkur aö láta þessa siöu ekki lognast út af, bára vegna þess aö þiö nennib ekki aö lyfta penna nema þiö séuö pind til þess. SKRIFIÐ! Þessi siöa er fyrir ykkur, ekki fyrir mig. Ég er hins vegar reiöubúin aö leggja hart aö mér til þess aö hún megi veröa sem fjöl- breyttust, ef þiö bara réttiö mér litlaputta til aöstoöar. HAUSANA IBLEYTI! ÉGBIÐ! OLGAGUÐRÚN finnlngar en ekki steingerv- ingar eöa fullkomnunin holdi “ klædd. Eyvi: Of margir foreldrar farainná klósettaö gráta tilþess aö láta börnin ekki sjá aö þeim liöur illa. örnólfur: — Eru kannski alltaf önugir og börnin fatta aldrei hvers vegna. Halda bara aö þetta sé eölislægt. Siggi: — Þaö er einmitt á þessu sviöi sem vantar svo oft uppá tengslin milli krakka og foreldra. Foreldrarnir vilja ekki sýna veikleikamerki meöþvi aö láta tilfinningar sínar i ljós. Eyvi: Þeir vilja vera imynd fullkomleikans fyrir börnunum. örnólfur: — Og þeir halda aö þeir glati viröingunni á þvi aö sýna sjálfa sig i fullu dagsljósi. Sem mundi sennilega þvert á móti veröa til þess aö efla tengslin. Eyvi: — Jafnvel litlu börnin ættu aö fá aö taka þátt i erfið- leikunum aö einhverju marki. Ef þau eru oröin nægilega gömul til aö geta farið aö hugga foreldrana þá er þaö ekki svo slæmt. Frumeðlið brotið i spón Blm.: — Ráöleggingar til for- eldra? örnólfur: — Aö þeir hætti aö brjóta niöur frumeöli barnanna sinnaeinsog þeir gera flestir frá þvl aö börnin fæöast. Eölis- þættir einsog sjálfstæöi, frelsi... Frikki: — kærleikur... örnólfur: — já og snertingin, þetta er alltkerfisbundið muliö I smátt i uppeldinu. Blm.: — Leyfist strákum á ykkar aldri aö sýna tilfinningar sin á milli? Getiö þiö t.d. gengiö aö vini ykkar og tekiö utan um hann. örnolfur: — Þaö kemur fyrir. Frikki: — En þaö er bannaö. Siggi: — Viö gerum þaö, en almennt held ég aö þaö sé ekki gert. Hins vegar er þaö nauösynlegt, og gott ef maöur getur þaö. Gamlir kallar gera talsvert af þessu, faömast og kyssast, og það þykir sjálfsagt, en ef strákar einsog viö höguöum okkur eins yröi þaö bara misskiliö. Blm.: — Eigiö þiö stelpur aö vinum? Allir: — Já. Siggi: — Þær stelpur sem veröa vinir manns eru oftast nær einhverjar sem maöur hefur veriö I nánara sambandi viö einhvern tlma. örnólfur: Já, það er iöulega sem það myndast vinskapur út úr sambandi sem hefur upphaf- lega verið kynferöislegt. Blm.: — Haldiö þiö aö þetta sé eins hjá fullorðna folkinu? örnólfur: — Nei. Fullorðna fólkiö er svo galiö, sérstaklega i tilfinningamálunum. Flækir aUt fram og aftur aö nauösynja- lausu. íslendingar aldrei séð út fyrir eigin hagsmuni Blm.: — Eitthvaö aö lokum? örnólfur: — Já. Mér finnst rétt aö minnast á einn hryll- inginn sem fullorönir brjálæö- ingar hafa komið af staö: Þaö eru miljónir saklauss fólks aö deyja úr húngri i Kampútseu! Er ekki kominn timi til að tslendingar standi uppúr hægindastólunum og geri eitt- hvaö, i stað þess aö gráta hræsnistárum sem koma engum að gagni? Þessi þjóö er til skammar. Miljónum eytt i feguröarsamkeppni og viðllka fiflagang á meöan fólk sveltur i hel. Viö byggjum allan okkar lúxus á húngri og neyð úti I heimi. Viö erum afætur. Og þaö kæmi mér á óvart ef kivanis og læjons seldu jólakortin sin fyrir mat handa Kampútseufólkinu i ár. Islendfngar hafa aldrei séö út fyrir eigin hagsmuni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.