Þjóðviljinn - 02.12.1979, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 02.12.1979, Blaðsíða 21
Sunnudagur 2. desember 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 21 erlendar bækur The Meaning of Hitler Sebastian Haffner Translated by Ewald Osers. Weidenfeld and Nicolson 1979. Höfundurinn var flóttamaöur á Englandi frá 1938 og starfaöi þá viö Observer, 1954 hvarf hann aftur til Þýskalands og var blaöa- maöur hjá Die Welt og Der Stern. Nú stundar hann ritstörf I Berlin og hefur skrifaö bækur um Winston Churchill ofl. Fjölmarg- ar bækur hafa komiö út um Hitler. í þessari bók leitast höf- undur viö aö meta þýöingu Hitlers fyrir þýska sögu og fram- tiö. Hann skiptir bókinni i sjö kafla. I fyrsta kafla rekur hann æviskeiö Hitlers, uppruna hans og misheppnan sem listamanns, þátttöku hans i fyrri heims- styrjöldinni og pólitlskt brölt hans I Mtinchen, samantekt Mein Kampf ofl. Siöan rekur Haffner pólitiska baráttu hans og þær aö- stæöur sem ollu þvi aö hann náöi þvi aö veröa einhverskonar „nautna og eiturlyf þýsku þjóöar- innar”. Ræöumennska hans var bland- in „djöfullegum og jafnframt kynferöislegum seiö” sem orkaöi mjög sterkt á áheyrendur, svo sterkt aö óeölilegt var I augum þeirra, sem ekki áttuöu sig á þvi aö auövelt var aö vekja upp skrýmslin sem byggja undirdjúp undirvitundarinnar, væri réttum aöferöum beitt. Haffner fjallar nokkuö um hugmyndir þær sem Hitler lagöi sem grundvöll aö kenningum sinum. Hitler var illa menntaöur og misskildi flestar þær grundvallar hugmyndir sem hann tindi saman úr ýmsúm kenningakerfum og stjórnmála- stefnum, siöan skekkti hann þessar stolnu kenningar og kall- aöi sinar. Flest allt þaö sem máli skipti, misskildi hann eöa skildi ekki, en þóttist skilja. Hálfsann- leikur og andlegt hálfkák einkenndi skoöanir hans og ein- mitt þetta hálfkák átti sér hljóm- grunn meöal þýskra smáborgara sem uröu auöveld bráö, þess sem magnaöi sjálfsþýöingu þeirra* Höfundur nefnir næst-siöasta kafla ritsins „Glæpir”, þar sem tiunduö er glæpasaga Hitlers, morö nánustu samstarfsmanna hans, gyöingaofsóknir og þjóöar- morö gyöinga. Þótt telja veröi Hitler meöal þeirra sem mörkuöu stjórnmál Evrópu á vissu tima- bili, veröur einnig aö telja hann til i hópi ótindra moröingja og glæpamanna. Hann var bæöi pólitikus og fjöldamoröingi, hald- inn djöfullegu moröæöi. Þaö er oftast minnst þjóöarmorös gyö- inga, en stefna Hitlers i Póllandi var ekki minni hryllingur. Þar var stefnt aö þvi aö myröa alla forystumenn þjóöarinnar, einnig alla menntamenn og alla þá sem taldir voru til forustu fallnir, siöan átti aö gera þá sem eftir liföu aö hreinum vinnudýrum, þaö átti aö svipta þjóöina eigin tungu og menningu, öllum fornum menningarverömætum og öllum tengslum viö eigin fortiö. Þessi stefna var framkvæmd i Póllandi, sá hluti þjóöarinnar sem átti aö halda lifi skyldi skrilmönnuö, gerö aö lágþjóö eöa óþjóö. Þaö má e.t.v. segja aö skrilmönnun þjóöa eigi sér staö og hafi átt sér staö og aö sterk öfl I heiminum stundi; þá iöju I gróöaskyni. Munurinn á aöferöum Hitlers og þeirra, sem nú á dögum feta hans slóöa i þessum efnum er sá, aö Hitler stefndi aö þessu mark- miöi meö fjöldamoröum og rekstri afkastamikilla morö- stööva, en nútima sporgöngu- menn hans nota hungriö, fátækt- ina. græögina og hræsnina. Hitler haföi aö leiöarljósi fábjánalega kynþáttafordóma, en gróöaöfl nútimans hafa Mammon. 1 lokakafla bókar Haffners lýsir hann lokadægri Hitlers, sem þá hugöist koma allri þýsku þjóöinni fyrir kattar- nef meö ráöstöfunum, sem voru reyndar ekki framkvæmdar. Haffner skýrir margt i þessari bók sinni og sér margt I nýju ljósi. Byrjunarlaun: 292.913 kr. (10. fl. 2 þrep) Hámarkslaun 316.336 kr. (11. fl. 3. þrer Ljósmæöurnar Gróa Jónsdóttir og Vilborg Einarsdóttir. Elsta opinbera starfs- stétt á Islandi er Ijós- mæðrastéttin. I skipunar- bréfi Bjarna Pálssonar landlæknis/ dagsett 19. maí 1760 er tekið fram að honum sé ,/gert skylt að veita Ijósmæðrum til- hlýðilega fræðslu í Ijós- móðurlist." Fyrsta kennsiubókin á íslensku í Ijósmóðurf ræðum/ Yfir- setukvennaskólinn/ kom þó út 11 árum fyrr eða árið 1749. Ekki voru fyrstu islensku ljós- mæöurnar hátt launaöar og stóö landlæknir stööugt i striöi viö yfirvöld viö aö fá viöurkenndan rétt þeirra til sæmilegra launa. Var neytt ýmissa bragöa til aö standa gegn launakröfum ljós- mæöra en hugvitssemin held ég hafi náö hvaö lengst þegar ákveöiö var aö launa allar ljós- mæöur sameiginlega meö 100 rikisbankadölum á ári. Þannig lækkaöi stéttin i launum um leiö og fjölgaöi i henni. Þetta var áriö 1766. Siöan hefur mikiö vatn til sjávar runniö, og væntanlega munu viösemjendur opinberra starfsmanna ekki láta sér til hugar koma svona snjalla sparnaöarráöstöfun á næstunni, jafnvel ekki i leiftursókn gegn dýrtiöinni. Þaö breytir hins vegar ekki þvi, aö enn eru ljós- mæöur láglaunastétt. Þaö segja þær Gróa Jónsdóttirljósmóöir á fæöingardeild Landspitalans og Vilborg Einarsdóttir ljósmóöir á Fæöingarheimili Reykjavikur, sem i dag segja lesendum blaösins frá kjörum stéttarinnar. Vilborg: Byrjunarlaun ljós- mæðra eru 292.913 þús. á mánuði. Þaö er 10. launaflokkur hjá BSRB, 2.þrep. Eftir fjögur ár hækka launin um einn flokk og hámarkslaun þar eru nú 316.336þús. þ.e. þriöja þrep i 11. flokki. Gróa: Þetta eru ekki há laun og ég er viss um aö þau væru helmingi hærri ef þaö væru karlmenn sem ynnu þetta starf. Þetta er alls ekki starf sem hægt er að kasta höndunum til og ábyrgð ljósmæöra er mikil eins og allir ættu aö skilja. Ábyrgðin litils metin Vilborg: Þegar starfsmatiö var gert 1970 lentum viö mjög Gróa Jónsdóttir og Vilborg Einarsdóttir Ijósmœöur í Reykjavík Laun væru hærri ef karl- menn ynnu starfið neöarlega hvaö varöar ábyrgöarþátt starfsins. Hann var metinn til 75 stiga, sem er hlægilega lágt. Til samanburðar vil ég geta þess aö ábyrgö stjórnenda fréttaútsendinga hjá sjónvarpinu var metin á 115 stig og söm varö ábyrgöin hjá ljósa- meistara Þjóðleikhússins. Og yfirmaður viöhaldsdeildarinnar fékk 130 stig. — Nú viburkennir samninga- nefnd rikisins reyndar ekki aö farið sé eftir þessu starfsmati — þaö var aöeins gert i eitt ár — þó er ég sannfærö um, aö þaö hefur valdið þvi aö einhverju leyti, hversu stéttinni er haldiö niöri i launum. Gróa: Já, og ekki bara ljós- mæörum, heldur öllum heil- brigöisstéttunum. Þetta eru allt kvennastéttir og láglauna- stéttir. 1 þessum störfum er mikið um aö konur séu i skert- um stööum, þær neyöast til þess, til aö geta jafnframt sinnt um heimili sin. Sumar þessara kvenna eru ákaflega mikiö hlunnfarnar. Vinni þær minna en hálft starf er það einskis metiö. Þær fá ekki starfsaldurs- hækkanir og öðlast heldur ekki lifeyrissjóbsréttindi. Á byrjunarlaunum Vilborg: Ég þekki margar ljósmæður sem unnu árum saman viö afleysingar I sumar- frium, kannski 15-20 ár meöan þær voru aö koma börnunum upp. Að þvi búnu fóru þær aö vinna allt áriö og þá urðu þær aö sætta sig viö byrjunarlaun. Gróa: Það eru i raun þessar húsmæöur sem halda uppi heil- brigðisþjónustunni. A sængur- kvennagangi á fæðingar- deildinni hafa t.d. flestar ljós- mæðurnar veriö ljósmæöur I skertum stööum og á fæðingar- gangi þar sem ég vinn núna, erum við aöeins fjórar i fullu starfi auk deildarljósmæöra. Vilborg: En ég man svo langt aö þaö kostaöi heilmikiö stapp aö fá aö vinna minna en fullan vinnudag. Meöan ekki vantaði hjúkrunarfólk, þýddi ekkert fyrir konur aö fara fram á þaö. Blaðam.: Hver er menntun ljósmæöra? Vilborg: Ljósmæðraskólinn er tveggja ára skóli og undir- búningsmenntun er gagnfræöa- próf eöa sambærileg menntun. Nemar skulu vera á aldrinum 20-30 ára. Efri mörkin eru sem betur fer ekki nema á papplrnum. Nú er farið aö taka nemendur sem eru eldri en 30 ára, en þaö er ekki langt slðan þritugar konur og eldri þurftu aö fá sérstaka undanþágu til aö komast i skólann. Góður skóli Gróa: Ég vil meina aö þetta sé mjög góður skóli. Þar er mikið kennt og mikið lært og námsgreinum er sifellt að fjölga. Þaö eru gerðar miklar kröfur til ljósmæðranema samanber aö þeir taka sama próf i fæðingarfræði og lækna- stúdentar. — Aösóknin aö skólanum er lika mjög mikil. S.l. ár sóttu ca. 200 stúlkur um skólavist en aðeins 12 voru teknar inn i skólann. Vilborg: Þab hefur nokkuö verið rætt aö heröa inntökuskil- yröin i skólann, krefjast t.d. stúdentsprófs en þaö hefur aldrei komist af umræöustiginu. Þá hefur lika komiö til tals að ljósmóðurfræði yröu sérgrein eftir aö almennu hjúkrunar- námi lyki. Þannig er þaö i Svi- þjóð, Finnlandi og Noregi. 1 Danmörku er fyrirkomulagib aftur á móti eins og hér. nema skólinn þar er þriggja ára skóli. Gróa:Nú geta ljósmæöur lika lært hjúkrun á rúmlega tveimur árum og hjúkrunarkonur eiga lika kost á námi I ljósmóður- fræöum.við Ljósmæðraskólann. Þaö tekur 15 mánuöi. Karlar eiga ekki að meta starfið Blaöant.: Nú veröur væntan- lega sest aö samningaboröi bráöum. A hvaö munuð þiö leggja mesta áherslu i þeim viö- ræöum? Vilborg: Aö laun ljósmæöra verði leiðrétt. Þau eru alltof lág, ég er viss um aö þeir sem meta gildi starfsins — og þaö eru allt karlar — gera sér ekki grein fyrir hversu erfitt og ábyrgöar- mikiö þaö er. Gróa: Eða hvaöa hemja er þaö að yfirljósmóöir á stærstu fæöingarstofnun landsins skuli aöeins vera I 16. launaflokki. Einum flokki lægri en kennari i menntaskóla. — Og kjör umdæmisljós- mæöra eru heill kapltuli útaf fyrir sig. Þar til haustiö 1978 uröu þær að semja hver fyrir sig viö viðkomandi sveitarstjórnir. Þá um sumariö leysti ég af ljósmóðurina á Fjóröungs- sjúkrahúsinu i Neskaupstaö og hafði alveg sömu kjör og hún. Launin voru samkv. 6. launafl. og aö auki fékk ég ákveöna upphæö fyrir hverja fæöingu sem ég tók. — Nú er þetta skárra. Umdæmisljósmæður eru nú i 10. launafl. og þær sem vinna á sjúkrahúsum fá mánaöarlaun; en þær sem eru úti i sveitunum fá aöeins ákveöiö hlutfall af þessum launum, hlutfall sem miöast viö mannfjölda á hverjum stað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.