Þjóðviljinn - 02.12.1979, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 02.12.1979, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. desember 1979 Erla Sigurdardóttir rædir við Ragnhildi Gísladóttur, sem m vinnur á Lorry í B Kaupmannahöfn r eru seldar j ;/ r“ - iiir >: i : / W 'r/ H 'v uW í Þjóðvil'ianum hefur ör- litið verið minnst á íslenskt vinnuafl á erlendri grund og þá síðast i ræðu Þorláks Kristinssonar farand- verkamanns. islensku verkafólki hefur fjölgað ört í Danmörku undanfarin ár og getur hver sem vill dundað sér við að finna skýringu á því. Undirborgaðir útlendingar Helsta vandamál í því sam- bandi er þekkingarleysi Islend- inga (sem annarra útlendinga) á sjálfsögöum réttindum sinum og má þar nefna lágmarkslaun. Lé- leg timalaun hér geta hljómaö himinhá i eyrum Islendinga vegna hins geysilega launamis- munar, t.d. eru lagmarkstima- laun nú uþb. isl. kr. 2400. Er engin furöa þótt atvinnurek- endur sækist eftir erlendu vinnu- afli sem gerir litlar kröfur og er sjaldnast i verkalýösfélagi. A vissan hátt má segja aö atvinnu- rekendur tefli erlendu vinnuafli gegn innlendu sem fær aö biöa aftast i atvinnuleysingjarööinni á meöan lifaö er flott á ódýru vinnuafli. Ekki má skilja orö min þannig aö erlent verkafólk sé uppspretta alls ills þvi hér reyni ég aöeins aö sýna fram á tilhneig- ingar atvinnurekenda til aö sleppa sem best frá boröi. Verka- lýöurinn situr enn sömu megin borösins, hvort sem viökomandi er danskur, islenskur eöa tyrk- neskur. Hvar gistir þú síðast? Þeir eru þó nokkrir atvinnurek- endurnir sem skotiö hafa sig i duglegum og ógagnrýnum verka- lýö frá Fróni. Er þá helst aö minnast trúboöshótelanna bless- aöra, en þar hafa ófáir Islending- ar gist á feröum sinum um borg- ina við Sundiö. Þau hótel standa fyrir utan alla kjarasamninga og erueigendur þeirra ekkiaðilar aö Vinnuveitendasambandinu. Fyrir viku frétti ég hins vegar af islenskum stelpum sem ynnu við vafasöm kjör á skemmtistaö hér i bæ (sem einnig er mörgum íslendingum góðkunnur!) og ákvaö þvi aö ná tali einni þeirra. Þar gala gaukar Heimilisfang stúlknanna er aö Hótel österport en skemmtileg staösetning þess er fólgin i aö hót- elið iiggur meöfram fjölförnum járnbrautarteinum. Leið min lá niöur nokkur þrep en siðan inn eftir löngum gangi. Minnti sú ganga helst á Smart spæjara þar sem hann gekk i gegnum margar furðulegar dyr. Loks kem ég aö herbergi 56 og kný dyra. Tilvonandi viömælandi minn liggur uppi irúmi og spyr ég á fingra- og varamáli hvort hún sé Ingibjörg Gisladóttir. A yfir- náttúrulegan hátt tekst okkur að skilja hvora aöra og spyr ég hvort loka megi glugganum. Fugla- söngurinn sem fyllti herbergiö var tryllt vein járnbrautarlest- anna sem stanslaust æða fram hjá glugganum. Glugganum er lokaö og þá fyrst er hægt aö tala saman á móöurmálinu. Auglýsing í Mogganum — Hverngi fenguö þiö vinnuna á Lorrý, Ingibjörg? — Þaö birtist ofsalega girnileg auglýsing I Morgunblaöinu heima, þar sem auglýst var eftir hressum stúlkum i framreiöslu- störf. Húsnæöi var i boöi og átti vinnutiminn aö vera fimm timar. Þessir fimm timar eru þó nokkuö teygjanlegir þar sem gestirnir koma um sjöleytiö og fara rúm- lega tólf, og þá þurfum viö aö taka til. í miöri viku erum viö búnar kl. 00.15 en um helgar um hálfeitt. Þetta er húsnæöiö. Viö borgum kr. 900 fyrir tveggja manna her- bergi en kr. 650 fyrir eins manns herbergi. Églitf kringum mig og er varla hægt aö kalla kytru þessa sal. Gólfrými er álika mikiö og rúm- breiddin, en rúmin viröast miöuö fyrir manneskjur sem ekki eiga viö yfirvigt aö striöa. A leiö minni út af hótelinu sýndu vin- konur Ingibjargar sem siðar veröur á minnst mér eldhús þeirra og baöherbergi. Lyktin I eldhúsinu minnti helst á borö- tusku sem ekki hefur veriö undin f nokkra daga. Tvær suöuplötur voru á boröinu en enginn ofn. Þarna var skápur þar sem hægt átti aö vera aö geyma mat I, en stelpurnar sögöu aö slikt þýddi litið þvi maturinn væri horfinn aö morgni. Sturturnar virtust þó vera hreinlegar en ekki vistlegar. Þær sögöu mér einnig stelpurnar að mennirnir i gestamóttökunni hefðu stundum orö á þvi að að- sókn gamalla karla að hótelinu heföi aukist eftir aö islensku stelpurnar fluttu þar inn. Ein hætti er hún fékk laun Nú, en snúum okkur aftur aö samtalinu viö Ingibjörgu. — Hvaö eru margar islenskar stelpur sem vinna þarna? — Við erum tólf núna en ein er hætt. Svo eru tvær norskar og ein sænsk, nokkrar danskar en þær eru innan við helming. Við vinn- um öll kvöld i viku nema mánu- daga, en þá er staöurinn lokaöur. Ég hætti fljótt I framreiöslunni og hef verið siöan I fatahenginu. Ég neitaöi þessu, þetta var svo mikiö stress. Þaö er uppselt á hverju kvöldi. Staðurinn tekur um 750 manns svo þaö eru uþb. 30—40 gestir á hverja stúlku. Auk þess er allt of mörgum boröum troöiö inn svo þaö er erfitt að smeygja sér á milli þeirra. Hvers vegna islenskar stelpur? Ja, hann er nú svo skrýtinn sem er yfir þessu aö maöur veit aldrei hvort taka á mark á honum. Hann sagöi sjálfur aö honum fyndist danskar stelpur svo leiöinlegar, en ég hef heyrt annars staöar aö hann hafi ekki getaö fengiö Dani I I vinnu á þessum kjörum. Ein dönsk stelpa hætti þegar viö feng- um fyrstu launin. Sagöist ekki vinna fyrir þetta skitakaup. Skráður á Spáni Þaö var eitthvaö skrifaö i blöö- in um daginn aö Niels (yfirmaö- urinn,ES) mætti ekki vinna hér I Danmörku þvi lögheimili hans væri á Spáni (Margir fjársterkir Danir fluttu til Spánar á siöustu æviárum Francos vegna léttra skatta,ES). Hann bauö okkur út aö boröa um daginn á Peder Oxe. Viö kom- umst aö þvi seinna aö tveir is- lenskir strákar ynnu I uppþvottin- um þar, en þeir eru vist hættir núna. Það er vlst sami aöilinn sem rekur Lorrý, Hótel österport og Peder Oxe. Ætli manni yröi ekki hent út héöan ef maöur fengi aöra vinnu? óvelkomnum kastað út Ég byrjaði að vinna 20. sept- ember en þá þurftum við aö ræsta allt, þvi staöurinn haföi veriö lok- aöur I hartnær tvö ár. Nokkrum dögum seinna komu menn frá verkalýösfélaginu, en Niels henti þeim út og skipaöi okkar aö halda áfram að vinna. Fyrrverandi framkvæmdastjóri á Lorrý sem Niels rak, sagði okkur aö menn- irnir frá verkalýösfélaginu heföu rætt viö Niels og sýnt honum fram á aö ekki borgaöi sig annaö en aö hækka launin. 1 byrjun áttum viö aö fá kr. 25 á timann (ath. lág- markslaun I dagvinnu er tæpar kr. 33. ES)„ en nú hafa þau hækk- aö. Maturinn er hins vegar lagöur á launaseöilinn og dreginn af hon- um skattur, þannig aö viö borgum allt aö kr. 80 i skatt fyrir þaö sem viö boröum. Er þetta löglegt? Undirritaöri fannst þetta gruggugt, en annaö stakk þó meir, en þaö var aö nafnnúmer atvinnurekanda vantaði á launa- seöilinn en hingaö til hef ég heyrt aö þaö væri nauösynlegt til aö launaseöill væri löglegur. Borga halla úr eigin vasa Peningakassinn er nokkuö flók- inn, segir Ingibjörg en þar höfum viö hver okkar númer. Ef vantar I kassann eftir lokun er viökom- andi stelpu gert að borga mis- muninn. Um daginn átti ein Is- lenska stelpan aö borga hvorki meira né minna en kr. 450, en hún neitaöi þvi gersamlega. Þaö er lika erfitt aö fylgjast meö þvi hvort fólk sé I raun og veru aö fara, þvf salernin liggja I sömu átt og útgöngudyrnar. — Hvernig gengur ykkur aö skilja dönskuna, svona nýkomn- ar? — Þaö gengur nú ágætlega, sérstaklega af þvi aö réttirnar eru tölusettir. Niels sagöi viö okk- ur aö ef viö skildum ekki fólkið, þá ættum viö bara aö brosa og segja „cigaretter sælges i garde- roben” (sigarettur eru seldar i fatahenginu). Nú komu tvær stöllur Ingi- bjargar inn i herbergiö. önnur þeirra hvessti brýrnar þegar hún vissi fyrir hvaða snepil ég skrif- aði. Sögöu þær að þetta yröi aö standa sem orð Ingibjargar en ekki þeirra allra. Sumar væru ánægöar og stundum væri ágætt. Auk þess gætu margir foreldrar oröið áhyggjufullir ef þeir rækj- ust á þessa grein: Þvi er ekki úr vegi að taka fram að engin var stúlkan kinnfiskasogin eöa blá á kroppinn. Ég reyndi þó að út- skýra fyrir þeim aö ekki skipti mestu máli hvort þeir syltu, held- ur aö fariö væri eftir leikreglum vinnumarkaðárins. Hvar er Hagstofan? Viö röbbuðum saman drykk- langa stund. Einna helst stakk mig hve litið þær vissu um borg- ina, hvar nauðsynlegar stofnanir væru staösettar eins og Hagstof- an, Skattstofan, aö ógleymdum skrifstofum verkalýösfélagsins. Engin þeirra haföi veriö lengi á vinnumarkaönum og þvi ekki skrýtiö aö þær skildu ekki mikil- vægi þess aö vera i verkalýösfé- lagi. Hver á aö benda þeim á þaö? Ekki gerir atvinnurekandinn þaö, biddu fyrir mér. Ingibjörg sagöi mér aö Niels fyrrnefndur heföi boöist til aö hjálpa henni við aö finna skóla. Þegar út kom sagöi hann aö menntun Ingibjargar væri neöst á slnum lista þvi hann væri önnum kafinn maður. Upplýsingar nauðsynlegar Ekki væri út i hött aö hafa starfandi islenskan félagsráö- gjafa með aösetur i Jónshúsi en starf hans yröi án efa gagnlegra en núverandi prestsembætti. Ráögjafi þessi gæti veitt villuráf- andi löndum upplýsingar og haft fyrirliggjandi gildandi kauptaxta hinna ýmsu verkalýösfélaga og félagsréttindi. Aö siöustu er ekki úr vegi aö taka undir hvatningar- orö Tolla um aö verkalýösfélögin heima hugsi aðeins meir um sauöi sina sem villast Ut I lönd I lengri eöa skemmri tima. Meö hækkandi tslandssól hlýtur þetta fólk aö snúa aftur. Kaupmannahöfn 2. nóvember 1979 Erla Siguröardóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.