Þjóðviljinn - 02.12.1979, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 02.12.1979, Blaðsíða 12
12. SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 2. desember 1979 Or kvikmyndinni Moliére i leikstjðrn Mnouchklnes: — Þetta er mynd 200 einstaklinga Zombies eftir Romero: Bráöfyndin hrollvekja um mannætur 23. Kvikmyndahátiðin í Lundúnum 15. til 2. des. 1979: SIÐARI HLUTI Tveir kvikmyndastj órar Af öðrum vel þekktum kvikmyndastjórum á hátíðinni má nefna nöfn eins og: John Houston (tvær myndir), Fredrico Fellini, André Delwaux, Andrzej Wajda, Eric Rohmer, Miklós Jancsó, Jiri Menzel, Jacques Demy, Frederick Wise- man og fleiri. En að sinni gefst ekki tóm til að gera grein fyrir framlagi þeirra á hátíðinni. Moliére —frönsk 1978 Þess i staö ætla ég aö kynna lauslega tvo kvikmyndastjóra, sem enn eru lltt þekktir en eiga þaö báöir sameiginlegt aö vera fæddir áriö 1939. Ariane Mnouch- kine er frönsk og glimir hún viö fortiöina I annarri kvikmynd sinni, Molfére. George A. Romero er Bandaríkjamaöur (frá New York) og fæst hann viö huglæga framtiö i kvikmynd sinni, Zombies. Uppruni þeirra, ferill, viðhorf og kvikmyndastlll er gjörólikur en þaö er ekki óllklegt að þau eigi bæöi eftir aö láta tölu- vert aö sér kveöa á vettvangi kvikmyndanna i framtlöinni, ef miö er tekiö af framlögum þeirra ILundúnum i ár.- Moliére, Frakkland 1978. Kvikmyndastjórn og handrit, Ariane Mnouchkine. Hún er fædd I Paris 1939. Rússneskur faðir, ensk móöir. Hún dvaldi f Englandi 1958-1959 ogákvað þá aö reyna hæfileiká sina innan leik- hússins. Hún las heimspeki I Sorbonne og stofnaöi þar leikhóp ásamt vinum. Aö loknum ferða- lögum i Austurlöndum fjær kom hún aftur til Parisar og stoftiaöi „"nieatre du Soleil” ásamt niu öörum áhugamönnum um leik- list. Hún leikstýröi mörgum af vinsælli leikverkum hópsins fram til 1974 er hún geröi sina fyrstu kvikmynd, 1789, sem er nokkurs konar úttekt á starfi leikhóspins. Moliére er önnur kvikmyndin sem hún stýrir. Ariane hefur þetta aö segja: „Égelska kvikmyndina og ég hef ætiö veriö tiöari gestur I kvik- myndahúsum en leikhúsum. Ég held aö vinna min meö leik- hópnum hafi stjórnast meir af áhrifum frá kvikmyndum en leik- húsi. En af hverju byrjaði ég þá i ieikhúsinu? Eftilvill vegna þess, aö iönaöarieg viöhorf kvik- myndageröar drógu Urmér mátt. Mér fannst styrkur og áhrifa- máttur leikhúsins meiri, meiri mögúleikar og þá aðallega vegna þess aö lýöræöisleg samvinna sem getur auöveldlega þrifist I leikhúsi virtist mér fullkomlega óframkvæmanleg i kvikmynda- gerð, enda þótt mér yröi annað ljóst siöar. Ég held aö hvatinn að Moliére hafi veriö þörf fyrir breytingu. Leikhópurinn var meö sýningu eftir sýningu i tiu ár. Viö vorum vinsæl. Þannig varö þetta að vera af fjárhagslegum ástæöum,annars heföum viö ekki lifaö þetta af. En aö bkum þoldum viö ekki endurtekninguna lengur. Þannig varð gerö mynd- arinnar um Moliére hvild og endurnýjun, þar sem viö vorum aftur byrjendur og unnum meö nýju fólki. Ég skrifaði handritiö aö kvik- myndinni, en aftur á móti uröu leikverkokkar til I samvinnu, þar sem ég lagöi fram hugmynd eöa útlinur. Söguhandritiö og kvik- myndastjórnin eru þvi mitt verk og allir eru sammála um þaö. En vissulega er þetta ekki min kvik- mynd. Hvernig getur nokkur sagt aö kvikmynd sé verk x eöa y, þegar margir vinna aö gerö hennar. Kvikmynd er samvinnu- ferli og þar er hver og einn gerandi. Viö gerö Moliére unnu allir frábæriega vel. Þetta er ekki kvikmynd Ariane Mnouchkine. Þetta er mynd 200 einstaklinga. Þegar viö unnum aö kvikmynda- geröinni þá skildi ég raunveru- lega hvaö Fellini átti viö, þegar hann sagöi, aö þaö mætti likja kvikmyndagerö viö járnbrautar- lest á fullri ferö. Hún fer af stað og keyrir svo hratt, aö þú getur ekki áttaöþig á aö þú vilt yfirgefa hana. Moliére var hraölest, sem keyröi stanslaust i sex mánuöi (kvikmyndatakan).'* Kvikmyndin leitastviö aö sýna lif 17. aldar leikritaskálds, þar sem áhorfendum eru leiddir fyrir sjónir innviöir þjóöfélagsins og leikhússtarfsemi timabilsins. Ahrifa frá leikhúsferli kvik- myndastjórans gætir vlöa, sér- staklega i mörgum af hópsenum myndarinnar, en áherslan I myndatökunni liggur á þvi ab sýna lif Moliére frá barnæsku og skólaárum, þar sem hann tekur þá ákvöröun aö gerast leikari i andstööu viö vilja föður sins og siöan ár hans og starf meö farandleikhóp sem lýkur meö þvi að Lúðvik 14. gerir hann og leik- hópinn aö skemmtikröftum hirðar sinnar. Þaö Frakkland sem Moliére og samstarfsmenn hans ferðast um er ekki land vel- sældar og rómantikur eins og þvi er gjarnan lýst i sögubókum. 1 einum myndkaflanum sækja hungraöir þorpsbúar, sem hafa sloppið undan fjöldamoröum, aö vagni leikhópsinseins og maurar að mykjuskán, brytja vagnhest- ana niður á staönum, grilla hrossakjötiö yfir opnum eldi og éta sem hungraðir úlfar þar til spýjan gengur upp af þeim. Myndin leitast viö aö lýsa siö- feröi og tiöaranda timabilsins, þar sem Moliére er miðpunkt- urinn og viðbrögð hans og umhverfisins viö verkum hans og skoöunum túlka hræsni og yfirdrepsskap yfirstéttarinnar og þann gifurlega stéttarmun sem einkennir timabiliö. Flestir leikaranna eru óþekktir sem kvikmyndaleikarar, en ágætur leikur þeirra og afbragös leikur Philippe Caubére sem Moliére gefur myndinni sann- færandi styrk. Kvikmyndin var upphaflega gerö til sýninga i frönsku og itölsku s jónvarpi og var hún sýnd á kvikmyndahátiðinni i Cannes i um þaö bil 4 1/2 tima langri út- gáfu. Núhefur myndin veriö stytt i 3 klst. og 8 min. og er kynnt á hátiðinni i Lundúnum I samvinnu við B.B.C. sem mun sýna þessa nýju Utgáfu i' sjónvarpi bráðlega. Zombies, USA 1979 Kvikmyndastjórn og handrit George A. Romero. George A. Romero fæddist i New York borg 1939. Hann ólst upp I Bronx og hóf gerö 8 mm kvikmynda I unglingaskóla. Hann reyndi aö komast inn I nokkra framhaldsskóla, fékk inngöngu i Einar Már Guðvarðarson skrifar Suffield Academy og Carnegie Mellon Institute, Pittsburg, en leiddist námið og lauk díki prófum. Hann hélt samt ótrauður áfram áhugamanna-kvikmynda- gerö og lauk viö nokkrar kvik- myndir. Hann stofnaöi siðan sjálfstætt kvikmyndafyrirtæki sem framleiddi hans fyrstu kvik- mynd 1968. Romero hitti Richard Rubinstein 1973, þegarhann vann að gerö þriðju myndar sinnar, The Crazies,og stofnuðu þeir eftir stutt kynni fyrirtæki saman. Fyrir utan framleiöslu á tveim nýjustu kvikmyndum Romeros, þá hefur fyrirtækiö „The Laurel Group” gert 17 klst. af iþróttaefni og skemmtiefni fyrir sjónvarp og flutt inn til Bandarikjanna og dreift þar 23 erlendum kvik- myndum. Kvikmyndir: „The night of theliving Dead” 1968 „The Affari/Jacks Wife” 1972 „TheCrazies” 1973 „Martin” 1977 „Zombies” 1979 Þetta hefur Romerq aö segja: Nú á timum viljum viö ekki slita erföaböndin, en þau koma okkur misjafnlega fyrir sjónir. Við þurfum á nýjum oröum að halda yfir allt sem viö gerum núna. Viö horfumst ekki i augu viö veruleikann og allt er fyrir- gefið. Draumaheimurinn freistar og þaö er á einhvern hátt óþol- andi. Á yfirboröinu er allt auðveldara, fyndnara og brjál- æöislegra. Fólk sleppur of ódýrt á svo margan hátt. En raunveru- lega, þá er reiðin og óánægjan meiri undir niöri heldur en á sjö- unda áratugnum, þegar menn sögðu: ,,Þetta er svarið”. Þaö reynir engin núna aö segja: „Þetta er svariö”. Þaö segja allir að þaö sé ekkerl svar. Það reynir enginn aö segja einu sinni „Þetta er vandamálið.” Þegar ekki er fyrir hendi meira rými i helviti, þá tekur það sér bólfestu á jörðunni er ályktun Romeros. 1 kvikmyndinni er Pennsylvania orðin yfirfull af mannætum, sem eru vofur helvitis og reika um á jöröu niöri en hafast þó aðallega viö á uppáhaldsstaö sinum, i stór- verslunum. Smá hópur íifenda finnur sitt himnariki á efstu hæð i einni stórversluninni og fjallar myndin aö mestu um samskipti þessa hóps við mannæturnar. Kvikmyndin er óvenjuleg hroll- vekja þvi hún er meinfyndin, enda þótt mikið mannakjöt sé étiö. Romero leikur sér listilega meö hinn hversdagslega draum Bandarikjamannsins, aö geta rápað frjáls um stórverslanir og tint úr hillunum það sem hugur- inn girnist án þess að greiða fyrir vöruna. En slikt gerist ekki fyrr en of seint, þ.e. þegar veraldleg verömætieruorðinn einskis viröi. Hugmyndarikar samskeytingar Romeros á myndefni, góö hrynjandi og skemmtileg notkun tónlistar gerir myndina spenn- andi frá upphafi til enda, en auk þess þá vekur hún spurningar um það himnariki og það helvlti, sem kristileg siöfræöi hefur lætt inn I vitund okkar. Þetta er kvikmynd sem hefur lært margt af Viet- namstriðinn og eftir aö hafa séð kvikmynd Francis Cappola „Apocalypse Now” sem fjallar á ótrúlega sterkan hátt um hina siðferðislegu hliö Vietnam- striösins, þá skaut þeirri hugsun öðru hvoru upp i huga mér, aö ef maðurinn getur hegöaö sér og umbreyst I djöfulsliki i tilbúinni styrjöld i Vietnam i von um heiöursoröu þegar heim kemur, hvaö getur þá ekki gerst á heima- slóöum þar sem vonin um umbunina er af öðrum toga spunnin. Þaö hlýtur ávallt aö veramanninum mikilsveröara aö fullnægja lifeölislegum þörfum en hégómagirndinni. 1 kvikmyndinni er boröaö mikiö af mannakjöti, margir eru étnir og aðrir sihungraöir. En enda þótt hér sé aöeins um hugmynda- leik aö ræöa, þá má auöveldlega finna tengsl viö raunveruleikann. Eins og Fellini hefur sagt ein- hvers staðar, þá er oft erfitt aö greina mörkin á milli tveggja heima, þess raunverulega og þess óraunverulega. Lundúnum növ. 1979 Einar Már Guövaröarson (Heimildir: Ýmis gögn frá bresku kvikmyndastofnuninni.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.