Þjóðviljinn - 02.12.1979, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.12.1979, Blaðsíða 3
Sunnudagur 2. desember 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍDA 3 okkar bækur bregöast ekki Ritsafn Ólafur Jóhann Sigurðsson hefur fyrir löngu skipað sér á bekk með okkar fremstu rithöfundum. Margar af hans bestu bókum hafa verið ófáanlegar um langt skeið, en nú með þessari nýju og glæsilegu útgáfu á ritsafni Ólafs Jó- hanns er bætt úr brýnni þörf. Átta bækur: Fjallið og draumurinn, Vorköld jörð, Þrjár sögur, Út á þjóðveginn (sögur 1935-1940), í gestanauð (sögur 1940-1945), Margs að gæta (sögur 1945-1962), Gangvirkið og Seiður og hélog. Verð til áramóta aðeins kr. 65.000. Eftir þann tíma verður safnið seltá kr. 94.400. Árni Bergmann: Miðvikudagur í Moskvu Fáir Islendingar hafa kynnst sovésku samfélagi eins náið og Árni Bergmann, sem fór ungur að árum í háskólanám til Moskvu. Hér segir hann frá reynslu sinni, frá kynnum af jábræðrum skipu- lagsins, andófsmönnum og öllu þar á milli, um leið og hann gerir úttekt á þjóðlífi og þjoðskipulagi þar eystra. Afar fróðleg og hreinskilin bók. Verð kr. 9.945. Félagsverð kr. 8.455. Kristinn E. Andrésson: Um íslenskar bókmenntir II Kristinn E. Andrésson var meðal fremstu bókmenntafræðinga þessarar aldar og jafnframt brautryðjandi nýrrar bókmenntastefnu. í þessu síðara bindi ritgerðasafnsins eru m. a. greinar og rit- gerðir um Halldór Laxness, Þórberg Þóröarson, Gunnar Gunnarsson, Snorra Hjartarson og Jóhannes úr Kötlum. Sig- fús Daðason sá um útgáfuna. Verð kr. 10.980. Félagsverð kr. 9.335. Magnús Kjartansson: Elds er þörf Úrval af greinum og ræðum sem Magnús hefur samið og flutt af ýmsum tilefnum síðustu þrjá áratugi þegar hann var í eldlínu íslenskra stjórnmála sem ritstjóri, alþingismaður og ráðherra. Verð kr. 11.000. Félagsverð kr. 9.435. John Steinbeck: Þrúgur rejðínnor # reiðinnar Ein af skærustu perlum heims- bókmenntanna. Steinbeck (Nóbels- verðlaun 1972) segir hér sögu amer- ískrar bændafjölskyldu sem flosnar upp í kreppunni miklu, selur búslóð sína fyrir notaðan bílgarm og heldur af stað yfir meginlandið, lokkuð af óprúttnum gylli- boðum. Bókin er í snilldarþýðingu Stef- áns Bjarman. Verð kr. 10.005. Félagsverð kr. 8.505. Norma E. Samúelsdóttir: Næstsíðasti dagur arsins Beta, húsmóðir í Breiðholtinu, situr við dagbókarskriftir. Með frjálsu dagbókar- formi, þar sem renna saman endurminn- ingar, hugleiðingar og frásagnir frá líð- andi stund,tekst höfundi að bregða upp skýrri mynd persónu og umhverfis af hispursleysi og listrænni dirfsku. Verð kr. 9.720. Félagsverð kr. 7.880. Anton Helgi Jónsson: Dropi úr síðustu skúr Önnur Ijóðabók Antons. Bókin skiptist í fjóra kafla, Heimslystarsálma, Farsælda frón, Mánudaga og Þjóðvísur. Hér kveður við ferskan og nýstárlegan tón, sem jafnvel höfðar til þeirra sem ekki lesa Ijóð að staðaldri. Verð kr. 5.855. Félagsverð kr. 4.975. Sigurður A. Magnússon: Undir kalstjörnu Einstaklega falleg og um leið átakanleg uppvaxtarsaga, sem fjallar um æskuár ungs drengs í fátækra- og jaðarhverfum Reykjavíkur á kreppuárunum. Bókin hefur nú þegar hlotið frábærar viðtökur, enda um að ræða einstæðan bók- menntaviðburð. Verð kr. 9.945. Félagsverð kr. 8.455. William Heinesen: í morgun- kulinu Samtímasaga frá Færeyjum. Sögu- sviðið er ofurlítiðeyjarsamfélag í Færeyj- um milli stríða. Vmsar sviptingar ganga yfir undir merki Mammons, Erosar og Drottins allsherjar. Þriðja bók Heine- sens í afburðasnjallri þýðingu Þorgeirs Þorgeirssonar. Verð kr. 11.285. Félagsverð kr. 9.500. Maj Sjövall og Per Wahlöö: Löggan sem hló Tryggvi Emilsson: Fyrir sunnan Fjórða bókin í sagnaflokknum „Skáldsaga um glæp“ í þýðingu Ólafs Jónssonar. Áður eru komnar út: Morðið á ferjunni, Maðurinn sem hvarf og Mað- urinn á svölunum. Æsispennandi og ó- venju raunsæjar lögreglusögur. Verð kr. 7.440. Félagsverð kr. 6.325, Kilja kr. 3.780. Snorri Hjartarson: Hauströkkrið yfir mér Fjórða Ijóðabók Snorra Hjartarsonar — stærsti viðburður á íslenskum bóka- markaði í ár. Hinn listfengasti af núlif- andi Ijóðskáldum kveður sér hljóðs eftir þrettán ára hlé. Verð kr. 8.540. Félagsverð kr. 7.260. Þriðja og síðasta bindi æviminninga Tryggva. Hér segir hann frá því þegar hann flyst til Reykjavíkur, lýsir harðri lífsbaráttu í höfuðstaðnum, segirfrá ná- grönnum, vinnufélögum og verkalýðs- átökum. í lokin er bókarauki um syst- kinin frá Hamarkoti. Fyrri bækur Tryggva, Fátækt fólk og Baráttan um brauðið vöktu fádæma hrifningu og voru báðar tilnefndar til bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs. Verð kr. 12.200. Félagsverð kr. 10.370. j leirfuglar Ingimar Júlíusson: Leirfuglar Fyrsta Ijóðabók Ingimars Júliussonar á Bíldudal. Eistu kvæðin eru frá 1973. Ó- rimuð Ijóð, sem einkennast af ferskri náttúruskynjun og Ijóðrænni tilfinningu. Verð kr. 5.855. Félagsverð kr. 4.975. Mál og menrung

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.