Þjóðviljinn - 02.12.1979, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 02.12.1979, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. desember 1979 Arnar Sigurbjörnsson alþýðutónlistarmaður: GÍTARINN VAR Arnar Sigurbjörnsson hefur starfað i hljóm- sveitum í 15 ár og þykir einn af okkar bestu gítar- leikurum. Fingrarím leitaði til Arnars i tilefni af útkomu fjórðu plötu Brimklóar — sem Arnar hefur verið ein af driff jöðrunum í undan- farin ár — en platan ber heitið //Sannar dægur- vísur" og kom út nú um miðja vikuna á vegum Hljómplötuútgáfunnar hf. Ekki er það þó platan sem er i deiglunni að sinni, heldur ferill Arnars i bransanum, ásamt einu og öðru varðandi lif og kjör alþýðutónlistarmanna almennt frá hans bæjardyrum séð. Hljómsveitaklíkur Arnar byrjaði að leika á gitar 15 ára gamall og fyrsta hljómsveitin sem hann lék i hét Strengir, en hana skipuðu, ásamt Arnari, Sigurður Árnason, Reynir Harðarson og Garðar Eliasson. ,,Það var til gitar á heimilinu sem bróðir minn átti”, segir Arn- ar um þessi fyrstu ár. ,,Ég lærði nokkur skátagrip i einn vetur hjá Karli Lillendahl. Svo komu Bitl- arnir og bitlaklikan, rollaraklik- an og shadowsklikan hjá þeim eldri. Ég var harður rollari. Það voru allir með gitara. Gitarinn var baráttumerki.” Eftir Strengi tók við hljómsveitin Toxic, siðan Flowers sem starfaði frá 1967 til 1969. Þar næst Ævintýri fram til ársins 1972, að Arnar tók sér hlé i eitt ár. Haustið 1973 var Brimkló stofnuð og hefur Arnar starfað i þeirri hljómsveit siöan. Reyndar varð hljómsveitin Mexikó til i millitiðinni, en það var I rauninni Brimkló með aðeins breyttri mannaskipan. ,,Ég var i allskonar djobbum með spilamennskunnij’ heldur Arnar áfram. ,,Um tima vann ég m.a. hjá Biering við að selja potta og pönnur.” — llljómsveitum hefui alltaf fylgt nokkur ævintýral jómi. Fannst ykkur þið vera stjörnur á þessum fyrstu árum bit-timans? ,,Nei eiginlega ekki. A þessum tima var meira um að vissar klik- ur voru bakvið hljómsveitirnar og rigur á milli þeirra hópa sem snerust kringum vissar hljómsveitir. Það voru lika fieiri staðir þá, Lidó, Búöin og Tunglið, og við spiluöum á vissum stöðum. Karnabær og Vikan stóðu fyrir fegurðar- og hljómsveitakeppn- um. Það var kosiö milli hljóm- sveita og þá þufti að troöa upp með eitthvað spes. Toxic og Hljómar kepptu einu sinni og skildum viö jafnir. //Pabbi kom með heyrnartól" — Var eitthvað um aö æfðværu upp frumsamin lög fyrir þessar keppnir? „Ekki á þessum tima. Það kom eiginlega ekki fyrr en með Flowers. Hljómar hafa liklega verið fyrstir með frumsamið efni, jú og Dátar. Flowers voru eigin- lega meö allt frumsamið. Við tók- um upp eina 4 laga plötu. Það var m.a.s. farið til Englands til aö taka upp. Þar heyrðum við „final mix” af fyrstu plötu Deep Purple. Þeir höfðu sama gæjann og tók okkar plötu upp. Þetta var æðis- legt „sánd”. Viö spiluðum i Marquee meö Long John Baldry og Spooky Tooth. Við vorum allir i nýsaumuðum fötum og ég man að i fyrsta laginu þurfti Jónas (R. Jónsson) að beygja sig og þaö kom saumspretta gegnum allt klofið á buxunum hans.” — Hvernig var fjárhagsmálum ykkar háttað á þessum árum? „Þau voru þrælhagstæð. Nóg að gera og mikið uppúr þessu að hafa. Miklu betra en núna. Maður spilaði yfirleitt á ákveðnu kaupi og það var ekkert vesen. Maður hafði heldur ekki fyrir neinum að sjá. Þetta voru þvi bara peningar til að eyða. Ég man eftir að það voru stundum biðraðir við Búöina allt frá kl. 5.00 um daginn þótt ballið ætti ekki aö byrja fyrr en kl. 9.00. — Hvaða tónlist var helst leikin á þessum árum? ' „Menn voru mikið að spila „soul” — Otis Redding og svoleiðis. Ég man að ég sá Otis Redding og Eric Burdon á Ready Steady Go. Otis lagðist á hnén og grét og allt. Ég fór úti næstu plötubúð daginn eftir og keypti ailar plöturnar hans, jafnvel gamlar twist-plötur sem voru alveg glataðar. Þetta safn er nú að mestu týnt. A tónleikum þetta árið vorum viö með soul-útsetningu á „You keep me hangin’on” og bitlalag i útsetningu Yes. Yes voru ekki byrjaðir að gefa út plötur en við sáum þá i London og tókum mið af þeim. Gunnar (Jökull) var þá meö þeim og hann var einn besti trommuleikari Breta þá. Hljómar tóku Mother Nature's Son og Spinnin' Wheel. Pabbi mætti á tónleikana með heyrnartól til að verjast hávaðanum og blöðin birtu myndir af honum daginn eftir.” Ævintýriö um Ævintýri „Tónabæjar - timabilið var alveg meiriháttar, eftir tónleikana i Laugardalshöllinni.” Þessir tónleikar marka timamót i islenskri poppsögu, þvi þá var i fyrsta og kannski eina skiptiö „Maöur veröur líklega ekki tekinn alvarlega fyrr en maöur er kominn meö fast „djobb” á Sögu”. — Ljósm. Jón poppkosningahátiö i Laugardals- höllinni. Björgvin Halldórsson og Ævintýri báru sigur úr býtum i þessari keppni eins og frægt er orðið. „Við ætluðum okkur ekki að fara inni Höll til að vinna”, segir Arnar og lætur hugann liða til þessa timabils. „Okkur vantaði annan gitarleikarann, þvi Biggi (Hrafnsson) var á Mallorca. Þetta vakti miklar deilur og i rauninni var þetta voðalegt áfall fyrir Trúbrot, sem voru búnir að vera á toppnum öll árin meðan Hljómar störfuöu og töldu sig þvi sjálfkjörna. Það voru alltaf böll i Tónabæ á sunnudögum kl. 3—5 og alltaf mikið af fólki. Einn sunnu- daginn var mikiö stuð og menn ákváðu að halda áfram eftir ball- ið og fara niður á Klambratún með kassagitara og spila. Það varð allt brjálað og það komu fréttir i öllum blöðum um þetta.” „Sífellt reynt að hanka okkur" — Björgvin var eiginlega mest i fréttum á þessum árum og hljómsveitin hvarf á bakvið hann. „Já, það var ákveöiö frá byrjun að hafa „front”- mann. Maður hafði séð þetta hjá grúppum úti, að það var einn stjórnandi sem sagði hvenær ætti að hækka og lækka. Söngvari er lika alltaf ,,front”rfnaður. Björgvin var lfka tekinn útúr af blaðamönnum sem fylgdu okkur alveg sama hvert við fórum. Það voru hangandi i okkur blaðamenn — jafnvel á Akureyri komu gæjar úr mennta- skólanum til að leggja fyrir okkur spurningar úr Bibliunni eða hvaö sem var, til að hanka okkur á og gera okkur asnalega.” — Hvað með drauminn um heimsfrægð? „Við tókum upp tvær litlar plötur, báðar á islensku. Við spil- uðum i Danmörku i Revulution klúbbnum og einhverjum klúbbi fyrir vandræðaunglinga. Þar var okkur boðin atvinnuspila- mennska. Við áttum að feröast um Norðurlöndin og spila á úti- skemmtistöðum i görðum sem heita „Folkepark” og eru viða á Norðurlöndum. Einhverjir okkar áttu börn og buru hér heima svo að þessar áætlanir urðu að engu. Ævintýri splundraðist svo nokkru seinna eftir að við Bjöggi komum frá Ameriku og Siggi og Biggi frá Englandi. Tónlistarsmekkur okk- ar var-oröinn mjög ólikur eftir þetta.Við vorum allir i countryog west coast tónlist en þeir voru á kafi i Colosseum og þungu bresku rokki.” — Hvað með ferðalög um land- ið á þessum árum? „Það var hægt að férðast og spila meira allan ársins hring. Við fórum til Eyja, norður á Akureyri, á Snæfellsnes, uppi Borgarfjörð og útum allt, allt ár- ið. Oft lentum við i ýmsu. Urðum næstum úti uppá Hellisheiði einu sinni, svo vorum viö tepptir i Eyj- um i nokkra daga. Loksins sigld- um við tii lands með 12 tonna trillu með öll hljóðfærin og við kúldruðumst um borö ælandi hver uppi annan. — Nú er allur kostn- aður kominn upp. Hljóðfærin eru dýrari og leiga æfingahúsnæöis er meiri. Skattarnir hækkuðu mjög hratt fyrir nokkrum árum, eöa um rúmlega helming, og það er úr sögunni að menn haldi hljóm- leika. Eins eru skemmtanir einsog i Húsafellsskógi, Saltvik og svoleiðis alveg úr sögunni.” Hassleit — Það var mikið fjaðrafok þegar tneðlimir Trúbrots lýstu þvi yfir um 1970 að þeir hefðu neytt hass. Lentuð þið ekki i nein- um málum útaf þessu? „Það fannst hass hjá okkur á hótelinu i Eyjum á sinum tima. Einn af „gestum” okkar var með hassið og við vorum allir settir i steininn vegna þessa. Sýslu- maðurinn eða hvað það var varð að dusta byrt rykiö af lögbókun- um og setja upp dóm i málinu. Það sem hlægilegast var við þetta var, að það voru ekki til nein lög um hass og þetta var þvi alls ekki ólöglegt. Þaö fékk enginn dóm fyrir hassneyslu eða neitt slikt. A þessum árum var æðislega mikiö tékkað á okkur, Við vorum einu sinni að spila á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.