Þjóðviljinn - 23.12.1979, Page 1

Þjóðviljinn - 23.12.1979, Page 1
SUNNUDAGS ^■BLAÐIÐ MOÐVIUINN TVÖ BLÖÐ Blað II Sunnudagur 23. desember 1979 282. tbl. 44. árg. Þjóðviljinn óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla Einar Orn Stefánsson rædir Egil Skúla Ingibergsson borgarstjóra um borgar- báknid, gagnrýni á embættismenn, rekstur borgar- innar, sam- starfid við borgarfulltrúa ÆmmKKt og margt MiHH fleira JjStBBM vid „Þetta er spennandi vinna’% segir Egill Skúli Ingibergsson um borgar- stiórastarfið — Er borgarkerfiö ekki niikið bákn og flókið? — Jú, vlst er þetta töluvert mikið bákn, en það fer lika eftir þvl hvernig maður lltur á það og hvaða stofnanir og starfsmenn eru taldir meö. Ætli starfsmenn borgarinnar séu ekki alls mjög nálægt 6000, þ.e. þeir sem starfa beinlinis hjá borginni. 82 nefndir Stjórnun mála er þannig hátt- að, að kosnar eru nefndir til að sinna ákveðnum málaflokkum og fyrir þessum málaflokkum eru siðan embættismenn, sem eru þá framkvæmdastjórar hver á slnu sviði. Um 80 nefndir, stjórnir og ráð eru starfandi á vegum borgarinnar, að sjálfsögðu ekki allar með jafnstóra málaflokka á sinnikönnuog I sumum þeirra er- um við fyrst og fremst þátt- takendur með aðilum utan borgarkerfisins. Borgarráð er siðan hin raunverulega fram- kvæmdanefnd borgarstjórnar. Einstakir málaflokkar innan borgarkerfisins hafa svo sjálf- stæðan fjárhag. Þaö eru veitu- stofnanirnar, þ.e, rafmagnsveita, vatnsveita og hitaveita og Reykjavlkurhöfn sömuleiðis. Æösta stjórnvald borgarinnar er borgarstjórn. Borgarráð er framkvæmdaráð borgarstjórnar og borgarstjóri er framkvæmda- stjóri borgarstjórnar og borgar- ráðs. Þeir embættismenn innan borgarkerfisins sem heyra beint undir borgarstjöra eru borgar- ver kfræðingur, borgarritari, skrifstofustjóri borgarstjórnar og borgarlögmaður. Hver þessara embættísmanna ber ábyrgð á ýmsum málaflokkum og þeim embættísmönnum sem hafa þau sem sin aðalverkefni. Tekur tíma að átta sig — Hvernig gekk þér að átta þig á þessu nýja starfi og ná sam- bandi viö starfsmenn borgarinn- Wm* „Fjárhagsstaðan betri en um síð- ustu áramót” Egill Skúli Ingibergsson hefur nú gegnt starfi borgarstjóra í Reykjavík nokkuð á annað ár. Hann gegnir starf i sinu sem ópólitískur embættismaður í umboði vinstri meirihlutans í borgar- stjórn og telst það nýlunda, þar sem rótgróinn hálfrar aldar meirihluti ihaldsins haf ði annan sið sem kunnugt er. Borgarstjóri tók okkur Ijúfmann- lega á skrifstofu sinni við Pósthús- stræti nálægt vígstöðvum Ola blaða- sala er við knúðum dyra einn desem- berdag fyrir skömmu. Við höfðum beðið um viðtal og ekki var eftir neinu að bíða. „Sumir málaflokkar eru viökvæmari fyrir stjórnmálamenn en aörir...” — Fyrst og fremst verður maður I slíku starfi að ná sam- bandi viö nánustu samstarfs- menn sina og ég tel aö það hafi tekist vel. Þetta eru allt reyndir menn I þessu kerfi og þekkja það vel. En borgarkerfiö sjálft er alltof stórt i sniðum til þess að nokkur einn maður sé inni i hverjueinasta máli allsstaðar, og það tekur auðvitaö tlma að átta sig á þvl, hvaða leiö hin ýmsu mál fara innan þessa kerfis. Embættismenn okkar sitja fundi hinna ýmsu ráða og nefnda, fundargeröir berast hingað inn og eru ræddar I borgarráöi. Sérstök mál sem borgarráð þarf aö taka afstöðu til eru send þvl sem erindi frá viökomandi ráði. nefnd eða embættismanni. Umboð hvers og eins aðilja i þessu kerfi er ákveðið annars vegar I fundarsköpum borgar- stjórnar og hinsvegar Utfrá þeirri fjárhagsáætlun sem samþykkt er fyrir eitt ár I senn. Venjulega geristþaðumáramótin.þóað þar geti stundum orðið dráttur á eins og ntí, þegar taka þarf afstöðu til ákveðinna mála i fjárlögum, vegna samvinnu okkar við rikið i vissum málaflokkum. Framhald á 2. siðu „Ég tel aö tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga þurfi endurskoðunar við ...” ar? \

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.