Þjóðviljinn - 23.12.1979, Síða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. desember 1979.
Fyrir nokkrum vikum minntist tJtivistarfólk 85 vestur á Lýsuhóli i Staðarsveit. Blaðamaður Þjóð-
ára afmælis Hallgrims Jónassonar með veisluhaldi viljans, —mhg, segir hér ofurlitið frá þvi ferðalagi.
„Minningar geyma
heiðalöndin hljóð”
Vib háborðib á Lýsuhóli. Frá v. Þórir Hallgrlmsson, Haligrimur Jónasson, Einar Gubjohnsen, Valgerbur Tómasdóttir, Jóhannes Kolbeinsson.
— Mynd: Magna Ól.
Það var föstudagskvöld, 22.
nóvember. Strekkings stormur og
hráslagi i lofti. Ég veit ekki með
vissu af hvaða átt vindurinn blæs.
Að visu veit ég réttar áttir hér i
höfuðstaðnum. En mér finnst þær
vera öðru visi en áttavitinn segir.
1 raun og veru hef ég aldrei
botnað i neinum áttum hér. Og
hvaö gerir það lika til þar sem
viöast hvar sést ekki nema i
næstu hús? Mér er aöeins ljóst
hvað er upp og hvað niður en
fræöimenn viðurkenna vist ekki
slikar áttir.
Og svo kemur það til, sem enn
ruglar mann i veöurfræðinni að
hér getur stormur blásið svo að
segja samtimis úr ýmsum áttum.
Maður getur t.d. verið að labba
inn Laugaveg og hefur skinandi
byr i bakhlutann en svo allt i einu
fær maður stóran strekking beint
I fangið. Liklega eru þaö ein-
hverjar þvergöturnar, sem þarna
blanda sér i málið. Það er betra
aö vera handfljótur að hagræöa
seglunum i þessari borg — og
kannski i ýmsum skilningi.
Útivistarfólk
í afmælisför
Já, það er stormur og bara
bölvað leiðindaveður. Klukkan er
aö veröa 8 og ég er staddur suöur
viö Umferöarmiöstöð. Dálitill
hópur manna stendur þar viö
bensinskúrinn. En hópurinn
stækkar óðum og brátt eru þarna
nokkrir tugir manna, karla og
kvenna á ýmsum aldri, — já og
jafnvel börn. Ég heyrði siðar að
80 ára aldursmunur skildi að þá
elstu og yngstu. Ég litast um en
þekki fáa. t raun og veru ekki
nema þrjá, svo að orð sé á ger-
andi: Hallgrim Jónasson, fyrr-
verandi kennara, Eirfk frænda
minn Þormóðsson frá Akureyri
og Kára prentara úr Þjóövilja-
húsinu gamla við skólavörðu-
stiginn.
En hvaö er þessi hópur þá að
gera hér i sllku hundaveðri? Jú,
þetta er fólk úr feröafélaginu Úti-
vist og förinni er heitiö vestur að
Lýsuhóli i Staðarsveit og það i
kvöld. Minna mátti nú ekki gagn
gera. Og hver er svo tilgangurinn
með þessu ferðalagi nú undir
nóttina? Hann er reyndar sá, að
það Útivistarfólk hefur orðiö
ásátt um að halda upp á 85 ára af-
mæli Hallgrims Jónassonar frá
Fremri-kotum vestur á Lýsuhóli.
Þangaö á aö fara i kvöld eða öllu
heldur I nótt, efna til afmælis-
veislu annaö kvöld og hverfa svo
heim á sunnudag. Þannig voru út-
linur áætlunarinnar.
Stafni snúiö
í vestur
Brátt renndi aö hlið okkar einn
sá mikilfenglegasti fólks-
flutningabill sem ég hef augum
litið, enda veitti honum ekki af
mikíu magarúmi þar sem hann
þurfti að innbyröa rúmlega 60
manns. Og um kl. 8.30 voru borg-
arljósin að baki. Ég lenti i aftasta
bekk i þessu ferliki ásamt öld-
ungnum Eyjólfi Halldórssyni og
tveim ungum mönnum.
Segir nú ekki af feröum um
sinn. Við ökum greitt gegn
myrkri og stormi og nú var auk
þess byrjaö aö rigna. Feröa-
veðrinu varð sannarlega ekki
hælt en mér leist vel á ferðafélag-
ana að þvi leyti sem ég hafði enn
getað gert mér grein fyrir þeim.
Hljótt hafði verið i bilnum um
hrið utan hvað sessunautar kunna
að hafa skrafað eitthvað saman,
en skyndilega rauf afmælisbarnið
þögnina, — það reyndist þá meö
einna mestu lifsmarki þrátt fyrir
aldurinn, — og úr hátalaranum
berst um bilinn:
„Vex oss óðum vit og styrkur,
veðrið hefur nokkuð lægt,
nú er komið niðamyrkur,
nú er orðið pelatækt”.
Jón I. Bjarnason, fararstjóri,
var fljótur aö finna það út af sinu
söngviti að þarna var komið á
kreik erindi, sem féll að laginu
við ljóöið um kósakkaforingjann
Stenka Rasin. Stillti hann sér nú
upp I miðjum bilnum og hóf söng-
inn. Rak siöan hvert lagið annað
undir öruggri og tilþrifamikilli
stjórn Jóns þar til hann tilkynnti,
að nú yrði gert nokkurt hlé á kon-
sertinum. Ekki hafði söngurinn
fyrr hljóðnað en Gisli Svanbergs-
son mælti:
,,Það var eins og ýtt á takka,
allir spruttu úr bólinu,
nú er sungið, það má þakka
þetta — alkohólinu”.
Langþráð postulín
Er komið var inn I Hvalfjöröinn
tóku fararstjóra aö berast beiðnir
um það frá karlkynsfarþegum að
þeim leyfðist að losa sig við eitt-
hvað af þeim vökva, sem nú var
tekinn aö knýja dyra allharka-
lega. Fararstjóri reis úr sæti og
kvað það firn mikil ef hið svo-
kallaða sterkara kyn bæri sig
verrhvað þetta snerti en hiö veik-
ara og brýndi menn lögeggjan að
harka af sér þar til komið væri i
Oliustöðina, en þangað styttist nú
óöfluga. Væri og ólikt ánægju-
legra að pissa þar i drifhvitar
postulinsskálar en hér ofan á kol-
svarta mölina. Auk þess væri
veðriö með þeim fádæmum, að
enginn kynni fótum sinum forráð
utan dyra og væri þvi ekki um
annað að gera en að liggja annaö
hvort á hliðinni eða grúfu ef út
væri farið en hvorttveggja
neyðarkostur við svona athafnir.
En Hallgrimur Jónasson, skiln-
ingsrikur á mannlegar þarfir,
mælti:
„Mörgum verður manni brátt,
mundi ég ekki hissa, —
þótt iiminn geti leikið grátt
að leyfa honum ekki að pissa”.
Og Gisla Svanbergssyni hraus
hugur viö þeim hörmungarsvip,
sem hann taldi sig sjá á sumum
og bætti viö.
,,Þá er ekki sjón að sjá,
— sýnist litiö grinið —
mikið hljóta menn að þrá
að mlga I postulinið”.
„Landið, þjóðin,
sagan”
Við höfum nú yfirgefið Oliu-
stöðina, þar sem allir hresstu sig
með einhverjum hætti, — og seig
værö á fólk um sinn. En er Hall-
grimi þykir þögnin nógu löng
oröin segir hann:
,,Nú skal yngja óð á vör,
uiidir slyngu lagi
og að syngja i okkar för
tslendingabragi”.
Var það eins og við manninn
mælt að Jón fararstjóri hóf
sönginn og varö vel til liðs sem
fyrr. En um það leyti sem Jón
hafði lokið söngskránni hafði
rigningin snúist i slydduél og þá
sagði Hallgrimur:
,,Þó að festi vetur völd
vist á flestum heiðum,
enn er best að yrkja I kvöld
úti á vesturleiöum.
Og enn kvað hann:
Þegar hvorki vln né vif
vermir lundu slaka,
finnst mér hálfgert hundalíf
heila nótt að vaka”.
Við nálguðumst nú óðum
áfangastaðinn. Hallgrimur til-
kynnti alltaf öðru hvoru hvar viö
værum á vegi stödd, skýrði frá
öllum örnefnum þótt til engra
þeirra sæist fyrir náttmyrkri og
hafði á hraðbergi allar sagnir,
eldri og yngri, sem við þau eru
tengd. Hygg ég vandfundinn þann
leiösögumann, sem stendur Hall-
grimi á sporði um fróðleik allan
og frásagnarhátt. Honum er svo
sannarlega ,,upp i lófa lögð
landið, þjóðin, sagan”.
Og nú þaut um bilinn siðasta
stakan frá Hallgrimi á þessari
nóttu:
„Alla fýsir I það skjól
og þar hýsing taka,
kringum Lýsu- hlýjan -hól
heillladisir vaka”.
Hlaupagarpurinn
frá Hesti
Þegar loks var náö að Lýsuhóli
mátti rokiö heita óstætt orðið og
jafnframt þeyttist vatnið úr loft-
inu svo likara var árstraumi en
venjulegri rigningu. Komið var
fram yfir kristinna manna hátta-
tima og frekara ferðalag fyrir-
hugað að morgni svo ekki leið á
löngu þar til allir höfðu hjúfrað
sig niöur i svefnpoka sina viðs-
vegar um hin viðlendu húsakynni.
Sjálfur kaus ég mér landnám i
anddyrinu. Kom i ljós, að næsti
nágranninn þar reyndist vera
sveitungi minn að uppruna, Gisli
Albertsson frá Flugmýrar-
hvammi i Blönduhlið, bróðir sr.
Eiriks heitins á Hesti og Valtýs
læknis. Sá ég nú Gísla i fyrsta
sinn enda fluttist hann ungur úr
héraði. Var hann siðan um
margra ára skeið á vist meö sr.
Eiriki bróður sinum á Hesti. Gisli
var landsfrægur hér fyrrum þvi
um árabil kom þessi undramaður
úr fjárhúsunum á Hesti arkandi
til Reykjavikur til þess að taka
þátt I Viöavangshlaupinu á
sumardaginn fyrsta. Tók hann þá
á sprett i Vatnsmýrinni og skildi
eftir f slóö sinni alla helstu
hlaupagikki höfuðstaðarins.
Þetta athæfi mun hann hafa
endurtekið um árabil. Gaman
þótti mér að hitta Gisla og hefði
sist á móti þvi að fá tækifæri til að
endurnýja þann kunningsskap.
Út á Nes
í illviðri
Laugardagurinn rann upp yfir
okkur ferðalangana á Lýsuhóli
eins og annað fólk á þessu landi.
En ekki var ferðaveörið frýnilegt,
sama rokið og rigningin og i gær-
kvöldi nema ennþá verra ef orðið
gat. En útivistarfólk var ekki á
þeim buxunum að láta neina
náttúrukrafta hefta för sina.
Aformað hafði veriö að fara
a.m.k. út aö Hellnum og ekki
löngu eftir að allir voru „klæddir
og komnir á ról” var hlaupið út i
bilinn og haldið vestur Nesið.
Hallgrimur tók upp þráöinn frá
þvi i gær, lýsti örnefnum og hafði
yfir heila kafla úr fornsögunum.
En útsýnið var ekki á marga fiska
og kom hvorttveggja til: dimm-
viðrið og regnið á rúðunum. Mér
skildist raunar að flestir féröa-
félagarnir hefðu farið um þessar
slóðir áöur svo veðrið kom þvi
ekki að verulegri sök. Hvað
sjálfan mig áhrærði þá átti ég leið
þarna um fyrir 24 árum, fótgang-
andi i dýrlegu útmánaðaveðri.
Gjarnan heföi ég þó kosið betra
veður nú til þess að rifja upp fyrri
kynni af þeim stöðum þar sem
ætlunin var að stinga við fótum.
Fyrst var ekiö út að Búðum. Þá
að Arnarstapa og loks aö
Hellnum. Allsstaðpr var staðið
við um stund en þó styttra miklu
en ef veðrið hefði verið betra. Til
orða hafði komið að aka eitthvað
iengra en veðrið var nú orðið svo
hamrammt að i verstu hrinunum
varð bilstjórinn að nema staðar
svo billinn fyki blátt áfram ekki
út af veginum. Lá þó við aö svo
yröi i Axlarhólunum. Billinn stóö
þá kyrr en rokiö skall á honum
með þviliku afli að hann rann til
hliðar en staönæmdist alveg á
vegbrúninni. Er vert aö geta
þess, að bilstjórinn okkar, Ægir
Guðmundsson, stóö sig afburða-
vel i þessu ferðalagi öllu og er ég
sannfærður um að ýmsir hefðu
ekki leikiö það eftir, sem honum
tókst. Var nú förinni snúið að
Lýsuhóli á ný og komið þangað
einhverntima siðla dags. En
timasetningar er engar að finna i
þessari frásögn af þeirri gildu
ástæðu, aö ég mundi aldrei eftir
að lita á klukkuna.
„Hallgríms
heiðursvaka”
Nú var framundan aðal tilefni
ferðarinnar, veisluhald til heiöurs
Hallgrimi Jónassyni 85 ára. Allt