Þjóðviljinn - 23.12.1979, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. desember 1979.
Hún gerir grín
að róttækum
sem eru í rusli
— Geröu grín að okkur!
Þessa skipun fékk teiknarinn
Claire Bretecher frá ritstjóra
franska timaritsins „Le Nouvel
Observateur” árið 1971, en þá
var hún ráðin til að gera fasta
teiknimyndasögu fyrir blaðið.
Myndasagan sem hún bjó til
nefnist á frönsku „Les
Frustrés” („Alveg irusli”),og
náöi sh'kum vinsældum að með
fádæmum er. Bretecher er i dag
einn vinsælasti og þekktasti
myndasöguteiknari Frakka og
er lesin um heim allan. Margir
telja myndasögur hennar bestu
pólitisku fréttaskýringar
blaðsins.
Claire Bretecher álitur þó
sjálfa sig fyrst og fremst
myndasöguteiknara og hefur
takmarkaðan áhuga á pólitík.
Hún fæst við persónur sinar og
söguþráö út frá félagslegri at-
hugun, og gerir meira úr einka-
lifinu en stjórnmálalifinu.
Vanalega er grin hennar ekki
illgjarnt. Myndasagan verður
þó beinskeytt þegar kaþólska
prestveldið og kirkjan eru til
umræðu. Claire er nefnilega
andsnúin kaþólskri trú og siðast
i sumar vakti hún mikla reiði
kirkjunnar i Frakklandi og
Spáni þegar heilög St. Theresa
frá Avila var tekin til bæna i
myndasögu hennar.
Sem teiknari er Claire undir
sterkum áhrifum frá banda-
riskum teiknurum, t.d. Bent
og Parker (Móri og B.C.).
Teikningar hennar eru einfald-
ar, aöalatriðið beinist að
andlitsdráttum persónanna i
hverri teikningu, en aukaatrið-
um er allt að þvi kastað á
pappirinn.
Venjulega eru sögurnar án
stórátaka eða uppákomu i end-
inn. I stað þess er sérhver
myndasaga byggð upp jafnt og
þétt þangað til hið fáránlega i
sögunni kemur i ljós. Hver
myndasaga er einnig tokuð
heild, en engar fastar eða
ákveðnar persónur eru tengdar
myndasögunni. Myndasögur
Bretechers geta fjallaö um allt
milli himins og jarðar, atvik
sem gerast i heimahúsum, á
götunni eða samtöl á rúm-
stokknum. Eitt sameiginlegt
einkenni eiga þó persónur
myndasögunnar: Allar eru þær
róttæklingar sem eru i rusli og
eru stórnefjaðar og flatfættar.
— im
Skák-
þrautir
Hvítur mátar I öörum leik I öllum
þrautunum.
4T PIB
Ég er feginn að þér eruö sam-
þykkur þvi að ég giftist dóttur
yöar. Meðal annarra orða: er þaö
yðar bíll sem stendur hér fyrir
utan með tvö hjól uppi á gang-
stétt?