Þjóðviljinn - 23.12.1979, Page 3

Þjóðviljinn - 23.12.1979, Page 3
Sunnudagur 23. desember 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Jólahugleiðing um tónlist og útvarp ogpopparana Hver maður á sina ástarsögu og hver maður á sér múslksögu. Nú eru jól. Þegar min músik- saga hefst (sem er auðvitað hvorki merkari né ómerkilegri en hver önnur, en er handhægt dæmi af augljósum ástæðum) já þegar min músiksaga hefst, þá þóttu mér jól og páskar vondur músiktimi. Af hverju? Af þvi að þá var svo mikið af sígildri tón- list i útvarpinu. Mig vantaði polka og valsa og aðgengilegar laglinur. Dægurlög og sigræn- ingja. Kóróna músiksköpunar- verksins voru lög eftir Stephan Foster, Heima i gömlu Kentökki og söngurinn um fljótiö sem var ávarpað gamli minn; lika Nautabanasöngurinn úr Karmen. Það sem nú siðast var nefnt hafði að sjálfsögðu komið I gegnum útvarpið. Annars hafði harmonikkan ráðið ein. Nokkru siðar þóttumst viö strákar þurfa að stækka tón- eyraö. Næsta skrefiö var djass. Sveiflan var enn i fullum gangi og eitthvað sem hét bibop á leið- inni. Innan skamms vorum viö mjög stoltir orðnir yfir þvi að kunna að lýsa frati á stórar blásarasveitir, sem djössuðu dægurlag litillega til dansþarfa. Við vorum á höttunum eftir hinum snjöllu og hugmyndariku einleikurum. Við gengum sperrtir og vorum, eins og Rúss- ar segja, rúblu dýrari en aðrir menn. Við hlustum á Louis Armstrong! Sjálfsagt var það útvarpið sem kom þessu af stað. Það má telja vist að Jón Múli hafi verið kominn til sögu og hafi flækt okkur I sitt net. Nú var lika hægt að snúa sveifinni á grammifón og kaupa nokkrar plötur, sem voru að visu rán- dýrar, aö minnsta kosti fyrir þá sem fengu kvennakaup i fisk- vinnu, eins og þá tiðkaðist. Elskan, hvað viltu meir? Þrautseigla Enn liður fram timinn. Og enn heldur útvarpiö áfram sinu þrautseiga ætlunarverki: aö koma mönnum i kynni viö fleira en þá tónlist sem þeim hafði verið tiltæk i menningarlegu allsleysi eöa einangrun, venja þá með lagni við það, að fleira var til sem gerði dægrin litmeiri en valsar og foxtrottar ballanna eða sönglag I aðgengilegum siörómantiskum stil. (Að þessu ólöstuöu). Ekki aðeins á jólum og páskum, heldur allar vikur ársins þybbaðist þessi skeifi- lega stofnun gegn ótviræðum vilja almennings. Það var sama hve duglegir menn voru við að formæla andskotans óperium og arium con svinarió og stundum heimta aö þetta bölvað drasl væri brotið með sleggjum: út- varpið hélt sinu striki eins og sannhelgur píslarvottur. Og viti menn: þetta hefur sin áhrif, einnig i þeim Kefla- vikum, þar sem tveir menn spil- uðu á harmoniku á böllum og kona sýslumannsins eöa prests- ins kenndi fimm stúlkum frá efnuöum heimilum á pianó. Svo ég snúi aftur að minni hvers- dagslegu músiksögu: það siaðist smám saman inn I mann, að það væri ekki aöeins merki- legt að leggja eyrun viö þá tón- list sem kölluð var sigild heldur og nauösynlegt. Útvarpið hafði með einhverjum dularfullum hætti gert margbölvaðar „ariur” að parti af hversdags- leikanum. Það átti lika margra kosta völ i þvi að brjóta niður þá fordóma sem a.m.k. þá voru al- gengir meðal almennings sem hélt aö „svona er ekki fyrir okkur”. Mozart til dæmis og samtiðarmenn hans: hvernig var hægt að trúa þvi til lengdar, aö þeir væru til fyrir útvalda menn og vel skólaöa eina? Ekki nokkur leið. Lengi lifi snobbið Svo gerðist það, aö tveir ung- lingar setjast einbeittir á svip viö gamlan útvarpskassa upp- mjóan og ætla að fylgjast með Fimmtu sinfóniu Beethovens frá upphafi til enda. Vafalaust var þarna á ferðinni eitthvað það sem kallað er snobb. Við ætluðum að meötaka Beethoven af þvi að við héldum að það væri einhverskonar nauðsyn — en kannski án þess við hefðum verulega ánægju af þvi. Það var a.m.k. ekki vitað fyrirfram. Þetta gekk samt furöuvel, og á eftir fóru margskonar prófanir og „stækkun tóneyrans” I ýmsar áttir. Siðan þá hefi ég ekki nema að mjög takmörkuðu leyti viljað taka undir skammir um and- skotans snobbið. Snobb getur verið hlægilegt eins og i dæmi finu frúarinnar sem geisist um gamanleikina og er að viðra sig upp við agalega fræga lista- menn sem hún botnar auðvitað ekkert i hvað eru að iðja. En þegar við gerum okkur grein fyrir þvi, að „snobb” er lika það, að viðurkenna að þaö sé ómaksins vert og meira en það, að leggja nokkuö á sig til að kynnast menningarverðmætum — eins þótt móttökuskilyrði mættu vera betri, þá er auðvelt að hefja nokkurn lofsöng um þetta margskammaða fyrir- bæri. Það var áreynsla, metn- aður, „snobb” hjá þrettán eða fjórtán ára strákum, að vilja hlusta á Fimmtu sinfónfuna. En það þýddi lika aö heimurinn hafði stækkað, þú varst ekki lengur upp á dægurlög ein kominn, djassinn tapaði heldur ekki neinu á þvi að heiöursmenn frá átjándu og nitjándu öld settust aö i hlustum þinum — og siðar komu aðrir menn og óm- striðari og vildu sanna að okkar eigin öld skapaði lika merka tónlist. Og eftir það sem á undan var gengið þá gekk hreint ekki illa að kynnast þeim. Kveinstafir Allt er þetta rifjað upp með það I huga, að á liðnum mánuðum hefur fræg hlust- endakönnun orðið til þess, að á ný er með ýmsum tóntegundum farið að amast við þvi uppeldis- hlutverki I tónlist sem rikisút- varpiö, með öllum sinum göllum, hefur gegnt. Það er aftur skirskotað til vilja almennings, til meirihluta- smekks, til lýðræðis — og gott ef ekki til þess þjóðernislega réttar tslendinga að hlusta á popp, engilsaxneskrar ættar mestan part, I Útvarp Reykjavik til þess aö þeir „þurfi” ekki að leita á náðir Kanaútvarpsins, eins og það heitir. Þessu fylgir nokkur hávaði sem viröist hafa þann undirtón, að poppi sé ekki nógur sómi sýndur, það sé einhver hornreka, að hámenningar- gaurar þrengi kost poppsins, sem er nú oröið svo sniðugt, að kalla sig alþýðutónlist. Poppaður heimur Mér finnst þetta skrýtið. Þaö hafa alltaf veriö til einhverjar hliöstæður við popp samtimans, Árni Bergmann skrifar þær hliðstæöur allar hafa átt sinu hlutverki að gegna. Auk þess vitum við, að það er hægt að gera alla hluti misvel. En einhverskonar sjálfsmeö- aumkun poppsins hljómar satt best að segja eins og vond skrýtla. Ekki veit ég betur en heimurinn sé fullur af poppi. Sá sem fær skessuskot og liggur heilan dag hreyfingarlaus eins og klessa, hann er fimm eöa sex sinnum á dag aö hlusta I útvarpi á langa þæfti sem eru popp eða byggðir ut- an um popp eða meö poppi- vafi. Á miðjum degi er Vi- valdi honum eins og vin i eyðimörk mikils gauragangs. Heimilin eru full með popp, ekki sist á þeim stundum þegar kvöldsvæfir menn vilja fara að leggja sig. Verslunargöturnar eru fullar með popp. Langferða- billinn er poppaður og einka- billinn og kjörbúðirnar eru fullar af silkimjúku poppi. Poppið er fastur liður i sjón- varpi eins og veðurfregnir og ráðherrar. Fyrir utan allt þetta magn er poppið miklu áleitnara en hliðstæður þess fyrir t.d. þrjátiu árum — það er vegna innri þróunar og vegna tækni- væöingar i hljómflutningi miklu raddsterkara, það ræöur yfir margfalt fleiri desibflum. Heil kynslóð er orðin svo mettuð af poppi að hún þolir ekki þögn, kyrrðin ærir hana. Og poppið lætur sér ekki nægja aö láta heyra til sin, poppið er búið að leggja undir sig meira og reglulegra pláss en nokkuð annaö i fjölmiðlum að loönu og alþingi einu undan- skildu. A poppsiðum dagblaö- anna er reistur einkennilegur heimur sem gerir tilkall til að gerast sjálfum sér nógur — t.d. meö málfari sem veldur utan- poppmanni þungum höfuðverk. Þar takast á straumar sem að sönnu eru ekki allir einynja, satt er það, þarna eru bisnessmenn harðsviraðir jafnt sem hug- sjónamenn, sem vona að hægt sé að nýta poppiö til annars en deyfingar — þvi miður vilja einnig þeir falla i þá gryfju að kæfa sina eigin jákvæðu við- leitni i hávaða. En hvort sem er: engin starfsemi sem fellur undir menningu og/eða af- þreyingu hefur tryggt sér slika stöðu sem poppið hefur i raun, slikt umtal, slika sjálfsaug- lýsingu — og, þegar allt kemur saman: slikt sjálfshól. Yfir hverju er eiginlega veriö að kvarta? Eða eins og Heine skáld sagöi: Þú átt demanta og perlur, ódauölegt lof hefur þér verið kveðið, sjálfan mig hefur þú lagt I rúst — og elskan min, hvað viltu meir? Arni Bergmann *sunnudags pistill

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.