Þjóðviljinn - 23.12.1979, Side 9
Sunnudagur 23. desember 1979. ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 9
Aöalbjörg Zóphoniasdóttir, Hallgrimur Jónasson. — Mynd: Magna Ól.
Valgeröur Tómasdóttir, Jóhannes Kolbeinsson. — Mynd: Magna Ól.
varö brátt á tjá og tundri i eldhús-
inu á Lýsuhóli þvl þaö er ekki
hrist fram úr erminni i einum
svip aö undirbúa matarveislu
fyrir 60-70 manns. Ég sat á skrafi
viö þá Kára prentara og Eirik
Þormóösson þegar skyndilega
birtist hraöboöi, sem auglýsti
eftir sjálfboöaliöum viö matar-
geröina. Þetta voru slæmar frétt-
ir fyrir mig. Mér þótti sem heiöur
Þjóöviljans lægi viö aö ég skor-
aöist ekki undan liöveislu. A hinn
bóginn er mér ljóst, aö þótt mér
sé margt illa gefiö þá er ég þó lik-
lega i fáu slakari en matreiöslu.
Samt arkaöi ég til eldhúss, náöi
mér í biturlega sveöju, ávarpaöi
myndarlega konu, sem mér sýnd-
ist vera þarna einskonar yfirfor-
ingi og spuröi á hvaöa vig-
stöövum helst mundi þörf minnar
liöveislu. Hún leit á mig, aö þvi er
mér sýndist meö dálitiö efa-
blöndum svip, og sagöi, aö full-
skipaö væri nú oröiö I hvert rúm.
Skyldi ég biöa átekta þar til ef
kveöja þyrfti útvaraliö. Ég sneri
aftur erindi feginn. Heiöri
blaösins og sjálfs mln einnig var
borgiö a.m.k. I bili.
Síöan var sest aö boröum.
Jón I. Bjarnason, fararstjóri og
söngstjóri, setti hófiö, bauö
veislugesti velkomna og þá ekki
hvaö sist afmælisbarniö. Siöan
mælti Einar Guöjohnsen fyrir
minni Hallgrims, sem hann fór
um maklegum viöurkenningar-
oröum og kvaö hann raunar best
hafa mælt fyrir minni sinu sjálfur
meö lifi sinu og starfi. Ýmsir
fleiri tóku til máls undir boröum
einum ósi. Mun og seint ofsögum
af þvi sagt hversu fádæma vin-
sæll Hallgrimur er meöal hinna
fjölmörgu feröafélaga sinna. Er
áreiöanlega leitun á skemmti-
legri feröafélaga og traustari og
fjölfróöari leiösögumanni en
Hallgrimur er. Sjálfur þakkaöi
hann svo fyrir sig meö fallegri
ræöu og voru þar engin ellimörk
aö heyra á máli og framsetningu.
Fjöldi heillaskeyta barst
afmælisbarninu og voru þau lesin
upp af Jóni I. Bjarnasyni. Eitt
þeirra, frá Aöalbjörgu Zóp-
honiasdóttur, var i ljóðum, og get
ég ekki stillt mig um að birta þaö
hér:
Hallgrimur, á heiðursdegi þinum,
þér heillaósk ég flyt I
nokkrum llnum
og þökk, I feröum
fræöa- varstu -sjór.
Þótt háriö gráni og hrukkist
kinn og enni,
i hriöum lifsins oft I
sporin fenni
ungur enn er andi þinn
og frjór.
Mikla eldsál, innst I
þinum barmi,
ættjöröin er fremst, I
gleöiog harmi,
henni gafst þú ótal ástarljóð.
Slfellt ert þú sannur
tslendingur,
I svaöilförum lékst viö hvern
þinn fingur.
Minningar geyma hciöalöndin
Og frá sæti Gisla Svanbergs-
sonar mun þessi ábending hafa
borist:
Úr leynum hugans læöist staka,
lltíö er um kvæöataí.
Þetta <;r Hallgrims heiðursvaka,
honum til nú drekka skal.
Er borö höföu veriö upp tekin
var fljótlega stofnaöur fjöl-
mennur kór og stóö söngur og
gleöskapur lengi nætur.
Heim á leið
Þótt seint væri gengið til náöa I
nótt voru þó allir snemma á
fótum. Menn fengu sér morgun-
bita, húsiö var sópaö og skúraö og
svo haldið af staö til Reykjavikur.
Veöriö var svo þaö getur best og
bliðast og bliöast oröið á haust-
degi, stillilogn og glampandi sól-
skin, skyggni til allra átta svo
gott sem hugsast gat.
Heimferöin var ánægjuleg en
um hana er annars ekki ástæöa til
aö orðlengja. Þó kom fyrir atvik,
sem enn sannaði hve traustur bil-
stjórinn okkar var. A veginum
ofan viö Grimarstaöi sprakk
skyndilega dekk undir bilnum.
Hann var á æöi mikilli ferö og þvi
mátti viö ýmsu búast en bil-
stjórinn hélt bilnum svo vel á veg-
inum aö hann haggaðist ekki úr
hjólförunum og rann hann þó á
felgunni eina 40 metra.
Til Reykjavikur komum viö um
kl. 8. Ég haföi i fyrsta sinn veriö i
ferð meö Hallgrimi Jónassyni. Og
þaö veröur margt, sem gleymist
fyrr en sú för.
hnigu þær ræöur allar aö hljóö. —mhg
V''í
GUNNAR MAGNÚS:
Hælið
Á hælinu átti ég mér lítið herbergi
skreytt borði, stól, skáp og rúmi.
Spegli og vaski.
Það var risherbergi.
Fólkið á hælinu var margt og merkilegt.
Starandi æðandi hrópandi syngjandi.
Allir voru vinir mínir.
Sumir lásu Ijóð.
Á morgnana voru allir saman í salnum.
Þar var talað um vansælu.
Stundum brosti sólin inn um gluggann.
Einu sinni söng fugl á þakinu.
Þetta var vinalegt hæli.
Engin hryllingsmynd.
Aðeins öskrin á nóttunni
vöktu geig.
JÓHANN J. E. KÚLD:
Sjómannsþraut
Þóblási af norðri og bíti í skinn
á baujuvakt stendur hann hljóður.
Sem arfur hljóp honum kapp í kinn,
kalt oft gustaði um sjómanninn,
er sótti á þig, Ránxi róður.
Við aðgerð á þilfari oft hann stóð
er Ægisdæturnar kváðu.
í ágjöf og veltingi ölduna tróð,
fyrir útgerðina og ríkissjóð,
sem hlut hans nælandi náðu.
Þó fast væri sótt á fiskimið
i fangbrögðum storms og bylja,
á auðsöfnun hans varð ærin bið,
en útgerðin reri á þingsins mið,
svo skattheimtu tók hann að skilja.
Ennþá er sótt á saltan mar
og sigraður veðrahamur.
Mótgangsróðurinn meitlaði far,
mikil í sniðum sóknin var,
og glottandi sló hafs Gramur.