Þjóðviljinn - 23.12.1979, Blaðsíða 7
Sunnudagur 23. desember 1979. ÞJöÐVILJINN — SIÐA 7
Sjónvarpiö er engill braskaranna, eöa hvaö segir KFUM?
Ahrif hljóömyndarinnar á óharnaöa barnahugi eru mun meiri en fólk
almennt gerir sér grein fyrir.
vestrænum velferöarþjóðfélögum
sérstaklega er um að ræða vissan
og óæskilegan þátt fjölmiölunar,
sem viö getum ekki forðast hvort
sem okkur likar vel eöa miður.
En þa ð e r sú f raml eiös la f jölm iðl -
anna sem byggir á lögmálum
gróöahyggjunnar, þ.e. fram-
leiðsla sem lýtur lögmálum
heimsdreifingarinnar t.d. og/eða
höfðar til sem flestra með þvi að
spila á strengi ofbeldis, kúgunar
eöa lágra mannlegra hvata i ein-
hverri mynd. Spurningin um
hvort framleiðslan selst eða ekki
er þar i fyrsta sæti án tillits til
gæða og þeirra áhrifa sem fram-
leiðslan getur haft á áhorfendur.
Magn slikra skilaboða er gifur-
legt i dag og ekki hvað sist i formi
kvikmynda (það er nægilegt að
lita á kvikmyndaauglýsingar i is-
lenskum dagblöðum þessu til
staðfestingar). Enef til viller það
vegna þessa magns af hæpnum
skilaboðum ogkraftsins áþessari
einstefnumiðlun, að rannsóknir
hafa sýnt aö fjölmiðlunum hefur
mistekist á nær öllum sviðum að
mæta þörfum barna og unglinga.
Stofustássið
Notkunin á fjölmiðlum er álitin
yfirborðsleg en á sama tima óhóf-
leg og nokkuð svipuð frá heimili
til heimilis. A heimilum er hljóð-
varpið i gangi meira og minna
allan daginn og á sjónvarpinu er
ekki slökkt meöan á útsendingu
stendur. Lestur dagblaða felst oft
i, að einungis eru lesnar fyrir-
sagnir og skoðaðar myndirnar
sem eru textanum til stuðnings.
Hið stöðuga og mikla magn skila-
boða stjórnar notkun barna og
unglinga á fjölmiðlum og hefur
áhrif á hæfileika þeirra til að ein-
beita sér og athuga gaumgæfi-
lega. Stöðugur hávaði og önnur
truflun fjölmiðlanna virkar letj-
andiá einbeitingu og athyglisgáfu
barna og unglinga. Margir
kennarar hafa veitt þvi athygli,
að mörg börn sem byrja skóla-
göngu og jafnvel þau sem eru
lengra komin eru ekki fær um að
einbeita sér aö mæltu máli, þvi að
I þeirra eyrum hljómar mælt mál
eins og bakgrunnshljóð, þ.e. eins
og þau hljóð sem þau taka á móti
frá hljóðvarpi, kvikmyndum og
sjónvarpi. Einbeiting og þroskuð
athyglisgáfa er mjög mikilvæg i
öllu námi. Yfirborðsleg og stjórn-
laus notkun á fjölmiðlum á
heimilum og utan heimila heftir
því í mörgum tilvikum lærdóms-
eða námshæfileika barnsins og
jafnframt eðlilega mótun per-
sónuleikans.
Þessar upplýsingar ættu aö
segja okkur þó nokkuð og þær
svipta englaásjónunni af stofu-
stássinu — sjónvarpskassanum.
Þaö er vonandi að Guðni og aðrir
þeir sem likja sjónvarpinu við
engil og lævislegum og áróðurs-
kenndum boðskap auglýsenda við
orð guös endurskoöi hug sinn hið
bráðasta.
Verðbólgu-
sjónvarp
A sama tima og Danir t.d. telja
sig ekki hafa efni á þvi að leyfa
auglýsingar I sjónvarpi, (enda
þótt þærgefiafsérarði beinhörð-
um peningum) vegna þess að þær
stuðla að mótun ákveðins verð-
mætamats, auka umframneyslu
og eru þannig verðbólguhvetj-
andi, sem er jú aðalmeinsemd
velferöarþjóðfélagsins, þá eru til
Islendingar sem likja þeim við
orð guðs og islenskt s jónvarp sem
þröngvar þeim inn á heimilin
enda þótt viö vitum að notkunin á
sjónvarpinu sé yfirborðsleg og
stjórnlaus. Islenskt sjónvarp er
rikisrekið, enda þótt það starfi
eins og sjónvarp starfar sem
markaðstæki auöhyggjumanna.
Höfum við efni á frekar en t.d.
Danir aö leggja stóran hluta af
útsendingartimanum undir aug-
lýsingar, þegar við vitum að þær
stuðla að .umframneyslu, mótun
hæpins veömætamats, eru þannig
verðbólguhvetjandiog þjóðinni til
ills. Verðbólgumeinið liggur ekki
I tölum eða bókstöfum, það liggur
aö stærstum hluta I verðmæta-
mati þjóðarinnar, það er að
meira eða minna leyti huglægt.
Ef við höfum ekki efni á að starf-
rækja sjónvarpán auglýsinga, þá
er bara a ð stytta útsendingartim-
ann. Það borgar sig.
I næstu grein verða gefnarfrekari
upplýsingar um fjölmiðlun og eru
þær að hluta eins og i þessari
grein unnar upp úr ritinu ,,A
general curricular model for
Mass Media education” eftir
Sirkku Minkkinen, útg. UNESCO
1978 og byggir sú bók á niðurstöð-
um og rannsóknum I m.a. Hol-
landi, Frakklandi, Spáni, Bret-
landi, Finnlandi, Danmörku og
Sviþjóð. En auk þess byggi ég á
punktum úr öörum gögnum sem
ég hef aflað mér I Vestur-Þýska-
landi, Danmörku og Bretlandi.
erlendar
bækur
Passages from
Antiquity
to Feudalism.
Perry Anderson
Verso Edition 1978.
Ritið kom i fyrstu út hjá New
left Books 1974 og er nú endur-
prentað í kiljuformi. Höfundurinn
segir i' formála aö þetta rit sé
undanfariog inngangurað stærra
riti þar sem þróun stjórnarhátta
og samfélags er rakin fram á
daga hins menntaða einveldis og
þróun þess stjórnarfars og tengsl
við lénsskipulagið. I þessu riti
rekur höfundur mótun samfélaga
til forna, þar sem framleiðslan
byggist á þrælavinnu, hann ber
saman formgerð rómversks og
grisks samfélags. Höfundur fjall-
ar siðan um ástæðurnar til hruns
Rómaveldis. Siðan leitast hann
við að skýra upphafsmótun léns-
sk4>ulagsins og þróun þess i hin-
um ýmsu rlkjum Evrópu. Sér-
stakur kafli er um þróun sam-
félaga á Norðurlöndum á timum
Víkinga,sem hann telur hafa ver-
ið samfélag byggt upp á þræla-
vinnu og þrælaverslun.
Höfundurinn aðhyllist marx-
iska söguskoöun ogskrifar rit sitt
m.a. út frá þeim forsendum, en
tekur fullt tillit til þeirra breyt-
inga sem orðið hafa siðan þær
kenningar komu fram þ.e. bindur
sig ekki við þær aö hætti vul-
gær-marxista.
Höfundurin ræðir ástandið i
Austur-Evrópu og á Balkanskaga
um þaö leyti sem Tyrkir ná yfir-
ráöum á skaganum og ástæðurn-
ar fyrir sigrum þeirra á þeim
slóöum sem voru ekki ósvipaöar
þeim, sem voru á jöðrum Róma-
rlkis, þegar barbararnir hófu þar
innrásir.
Ritiö er þýðingarmikið fyrir þá
sem stunda sagnfræði, einkan-
lega miðaldasögu og sömuleiðis
fyrir samfélagsfræðinga.
Heimilda er getið jafndðum
neðamáls og er þar aö finna
nýjustu verk sem efniö varðar.
A Nietzche Reader.
Selected and translated with an
introduction by R. J. HoUingdale.
Penguin Books 1977.
Nietzsche: Ecce Homo.
How One becomes what One is.
Translated with an introduction
and notes by R. J. Hollingdale.
Penguin Bokks 1979.
Otgefandinn segir I formála, aö
þetta knappa safn, valið úr
ýmsum ritum Nietzsches, sé til
þess gert, að lokka menn til þess
að lesa þennan snjalla heimspek-
ing og snjalla skáld. Nietzsche og
verk hans hlutu þau örlög aö vera
skekkt og bjöguö, aölöguö
ómerkilegri pólitískristefnu fyrir
eina tið, og þar stóð að sú
óþurftarkvensa, systir hans.
Siöan það var hafa rit Nietzsches
veriö gefin út I vönduðum og rétt-
um útgáfum og er texti þessa
kvers valinn úr þeim og þýddur á
Nietzsche
ensku. Þetta er gott inngangsrit
að frekari lestri þessa höfundar.
HoUingdal gefur einnig út og
þýöir Ecce Homo á ensku. Ecce
Homo er slðasta rit Nietzsches,
skömmu slðar bilaöi hann á geös-
munum. Höfundurinn ætlaði að
setja saman ævisögu, en sem ævi-
saga er hún ónýt, sumir kaflarnir
rugl, en þráttfyrirþessa galla er
bókin eitt merkasta og fegursta
verk. Hér blandast saman fanta-
sla og hugarflug, afneitun rikj-
andi gUdismats og afneitun alls
þess sem hingaö til var talið rétt
og satt. Þetta er erfðaskrá Nietz-
sches sem heimspekings og sem
minnig um þá kvalafullu tog-
strátu sem svipti honum til 1 leit
að sjálfum sér. Margskonar
skoðanir hafa verið uppi um þetta
rit, en þrátt fyrir allar útlistanir
og kenningar um tilgang ritsins,
þá er það þess eölis, aö það
verður lesið sem eitt sérstæðasta
rit heimsbdkmenntanna.
leggðu kostina
á vogarskálarnar
Á hverjum miðvikudegi
frá Rotterdam og alla fimmtudaga frá Antwerpen
Góð flutningaþjónusta er traustur grunnur á
erfiðum tímum í íslensku efnahagslífi. Þegar
þú leggur hagkvæmni vikulegra hraðferða
Fossanna á vogarskálamar koma ótvíræðir
kostir þeirraíljós.
Vönduð vörumeðferð og hröð afgreiðsla eru
sjálfsagðir þættir í þeini markvissu áætlun að
bæta viðskiptasambönd þín og stuðia að
traustum atvinnurekstri hér á landi.
Haföu samband
gleðileg jól EIMSKIP
SÍMI27100
*